Morgunblaðið - 31.01.1934, Blaðsíða 8

Morgunblaðið - 31.01.1934, Blaðsíða 8
8 MORGUNBLAÐIÐ Stðr fitsalð ð taubfitum hefst fimtudag 1. febr. kl. 10 árd. Selt verður, taubútar í drengjaföt, buxur. Nokkur pör af sokkum og háleistum o. m. fl. Afar ódýr vara. Hfgr. Hlafoss, Þíngholtstr. 2. GAMLA BÍÓ Nétt i Feneyjum. Afar skemtilegur gamanleikur og talmynd í 9 þáttum, eftir gamanleikaskáldið Avery Hopwood.-Aðallilutverkin leika: LILY DAMITA. Eoland Young. — Charlie Ruggles. — Cary Grant. Myndin er ein með þeim skemtilegustu sem sjest hefir, bæði hvað efni, útbúnað og leiklist snertir. ntvinouieyslsskfrslur. Samkvæmt lögum um atvinnuleysisskrýslur fer fram skráning atvinnulausra sjómanna, verkamanna, verka- kvenna, iðnaðarmanna- og kvenna í Goodtemplarahúsinu við Vonarstræti 1., 2. og 3. febrúar næstkomandi frá kl. 10 árdegis til kl. 8 að kvöldi. Þeir, sem láta skrásetja sig, eru beðnir að vera við- búnir að gefa nákvæmar upplýsingar um heimilisástæður sínar, eignir og skuldir, atvinnudaga og tekjur á síðasta ársfjórðungi, hve marga dag þeir hafi verið atvinnulaus- ir á síðasta ársfjórðungi vegna sjúkdóms, hvar þeir hafi haft vinnu, hvenær þeir hafi hætt vinnu og af hvaða ástæð- um, hvenær þeir hafi flutt til bæjarins og hvaðan. Ennfremur verður spurt um aldur, hjúskaparstjett, ómagafjölda, styrki, opinber gjöld, húsaieigu og um það í hvaða verkalýðsfjelagi menn sjeu. Loks verður spurt um tekjur manna af eignum mánaðarlega og um tekjur konu og barna. Borgarstjórinn í Reykjavík, 30; janúar 1934. Jón Þorláksson. Happdrælti Háskóla íslands. Dragið ekki fram á sið- ustu stundu að k a u p a hlutamiða. s. • ® I sambandi við hina $$ w [ 7 stórn, ódýrn | • sðlndaga okkar, I • | • seljum við í auglýsingaskyni Verkamannaföt J (brún og blá) fyrir afar lágt verð, svo lengi ® sem birgðir endast. : Brannsverslnn!! Úlsalan heldur áfram alla þessa viku. Sama lága verðið. K. Einarsson & Björnsson Bankastræti 11. Nýja BíóiMnH Gleiiöoigin (Goodnight Yienna). Ensk tal- og söngvakvik- mynd er gerist í Vínar- borg og fyrir og eftir heimsófriðinn. Aðalhlutverkin leika: Ann Neagle og Jack Buchanan. Mynd þessi hefir lilotið góðar viðtökur fyrir minnisstætt efni og fagra söngva og liljómlist. heldur fund á morgun kL 8(4 síðd. í Oddfellowhúsinu. Mikilsvarðandi mál á dag- skrá. Fjelagar. Fjölmennið. St j órnin. Horðlenskt dilkakiðt það besta fáanlega. Hangikjöt af- bragðs gott og alt grænmeti. Smjör, egg og all.skonar ofaná- skurður. Jóhannes Jóhannssoni Grand-Hótel. 26. ,,Eruð þér alltaf svona stundvís?“ spurði Preys- ing kaldranalega. „Já, hvort eg er?“ svaraði litla Flamm og hló ertnislega, og nefið á henni varð stutt eins og á ^mákrakka, en Ijósbrúnu augun voru á sífelldri ferð. „Nú, þér skuluð þá setja yður niður á meðan“, .sagði Preysing, ,,og fá yður einhverja hressingu. Þjónn, látið þér ungfrúna fá það, sem hún vill“, sagði Preysing ókurteislega og gekk leiðar sinnar. „Peche Melba“, sagði litla Flamm og kinkaði á- nægð kolli. Hún blés aftur litla lokknum frá, en árangurslaust. Hún Hún var fagurvaxin sem veð- hlaupahestur og gárungslega gáskafull eins og iivolpur. Gaigern barón, sem hafði verið á vakki um hríð, -á hana þegar á löngu færi og varð hrifinn, án þess ð fara neitt í launkofa'með það. Stundarkorni síð- :r kom hann til hennar, heilsaði og sagði í hálf- rm hljóðum: „Má eg hafa þann heiður að setjast já yður, frú? Þér þekkið mig auðvitað allls ekki. amt höfum við dansað saman í Baden-Baden“. „Það getur tæplega verið, því þangað hef eg Idrei komið“, sagði litla Flamm og mældi unga anninn nákvæmlega með augunum. „Ó, fyrirgefið þér, frú. Eg sé það núna, að mér lýtur að hafa skjátlast.. Tók yður fyrir aðra“, sagði aróninn hræsnislega. Litla Flamm hló. „Komið ekki með þessa afsökun, það er komið libragð að henni“, sagði hún þurrlega. Gaigern ;ió líka. „Nú, jæja þá. Eg má kannske sitja hérna samt. i iá eg það? En þér segið alveg satt: það er ekki iiægt að taka yður fyrir neina aðra. Eins og þér lítið út, lítur engin önnur í heiminum, frú. Búið þér hér? Komið þér í te klukkan fimm? O, mig langaði svo til að dansa við yður. Viljið þér það?“ Hann lagði henduxmar á borðplötuna. Hendur litlu Flamm voru þar þegar fyrir. Það litla loft, sem var milli handa þeirra, komse sti'ax í titring. Þau litu hvort á annað, leist vel hvoru á annað og skildu hvort ^nnað, þessi ungu, fallegu hjóna- leysi. „Hjálpi mér, hvað þér þurfið að flýta yður að hlutunum“, sagði litla Flamm, hrifin. Og Gaigern svaraði, álíka hrifinn: „Þér lofið því þá? Þér komið og drekkið með mér te kl. 5?“ „Á þeim tíma get eg ekki að staðið. Eg þarf að vinna. En á kvöldin er eg laus og liðug“. „Já, en á kvöldin hefi eg ekki tíma til þess. En á moi’gun? Eða hinn daginn, klukkan fimm? Hér? í gula skálanum? Ákveðið?.“ Litla Flamm þagði ertnislega og var að sleikja ísgaffalinn sinn. Hvað átti hún líka að segja? Menn hafa ekki meira fyrir því að kynnast en kveikja sér í vindlingi. Maður sýgur einn teyg eða fleiri, ef svo býður við að horfa, og svo stígur maður á eldinn. „Hvað heitið þér?“ spurði Gaigern. „Litla Flamm“, svaraði hún hiklaust. En nú kom Preysing að borðinu með svip eig- andans á andliti sínu, og Gaigern stóð upp, heils- aði og veik kurteislega aftur fyrir stól sinn. „Jæja, nú getum við komist að“, sagði Preys- ing, hneykslaður. Litla Flamm rétti Gaigern hönd- ina með hanskanum, og Preysing horfði fúll á. Hann þekkti, að þama var kominn ungi maðurinn úr símaskápnum, og hann sá andlit hans greini- lega; hvern drátt og hverja holu í hörundinu. VI. „Hver var nú þetta?“ spurði hann, er hann ark- aði af stað, ofurlítið á eftir litlu Flamm. „No—o, það var kunningi minn“, svai'aði hún. „Einmitt. Þér eigið víst marga kunningja?“ „No—o, jæja. Maður verður að vera dálítið’ vandlátur. Og eg hef heldur ekki mikinn frítíma“. Einhverra óljósra orsaka vegna, fullnægði þetta svar ekki yfirforstjóranum. „Eruð þér í fastri stöðu?“ spui'ði hann. „Ekki sem stendur. Eg er að þreifa fyrir mér. Nú, — eitthvað fær maður fyrr eða síðar. Hingað til hefir alltaf ræzt úr því“, sagði litla Flamm með f heimspekingssvip. „Helzt vildi eg vei'ða kvik- myndaleikkona. En þar er erfitt að komast að. Ef eg bara gæti komist að þar, skyldi mér ekki vei’ða skotaskuld úr því að sjá um hitt. En það er svo ári erfitt að komast að“. Hún leit framan í Preysing með skrítnum áhyggjusvip. Nú var hún alveg eins og lítill kettl- ingur. En Preysing tók alls ekki eftir því, heldur opnaði hann dyrnar á vélritunarherberginu og sagði um leið: „Hversvegna viljið þér endilega í kvikmyndii’n- ar? Allar eruð þið með kvikmyndadellu“. í þess- um „öllum“ var meðtalin Babe dóttir hans, fimmt- án ára görnul, sem var mjög hi'ifin af kvikmyndum. „No—o, ekki sosum af neinu sérstöku", sagði litla Flamm. „Eg geri mér engar tyllivonir. En eg tek mig vel út á myndum, segja allir.“ Hún fór úr kápunni. „Hraðma eða vélrita strax?“ spurði hún. „Vélrita, þakk’ yður fyrir“, svaraði Preysing. Honum leið nú betur og var í skárra skapi. Hann hafði rekið úr huga sér þá staðreynd, að Man- chester hafði brugðist, og er hann tók fyrstu bréfin, sem þeim höfðu farið á milli og gáfu svo góðar vonir, upp úr skjalatöskunni, leið honum beinlín-

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.