Morgunblaðið - 31.01.1934, Blaðsíða 7

Morgunblaðið - 31.01.1934, Blaðsíða 7
7 | 3má-auglýsingar| Nýr fiskur í dag. Fisksalan, Læfásveg- 37. Sími 4956. Ctet bætt við nokkrum stúlkum á kjólasaumanámskeiðið. Eftir- wíiðdags- eða kvöldtíma. Hildur IIRvertsen, Mjóstræti 3. Sími 3085. ftauma Tricotine undirföt (Zig Bag vjel) og hnappagöt á Ijereft «U og silki. Nýtísku vjelar. Hildur Brvertsen, Mjóstræti 3. Sími 3085. Pxanó til sölu með góðum af- borgunarskilmálum. Upplýsingar * Skólavörðustíg 15. Sími 1857. Röskur drengur, yfir fermingar- *Mtxr, óskast til sendiferða í Bem- kðftsbakarí, Bergstaðastræti 14. Vanur sjómaður, helst að hann S«3ti keyrt sjóvjel, Ford, óskast «irax. Upplýsingar á Grettisgötu 48' írá 10—12.________________ í dag fæst ágætt fískmeti í .Frtíiu“, Laugaveg 22 B. Sími 4059. „Freiu“ delieious-síld altaf fyr- ktfiggjandi. Sími 4059. Kaupum pelaflöskur, háíffíösk- soyjuglös og dropaglös 20— 80 og 50 gramma. Tekið á móti Ið. 2—5 síðd. Efnagerð Friðriks 'lfaguússonar, Gmndarstíg 10. Morgunblaðið fæst í Café Svanur við Barónsstíg og Grett- Sparið yður að kaupa smurt branð. Kaupið heldur bókina „Kaldir rjettir og smurt brauð“, eftir Helgvi Sigurðardóttur, og smyrjið brauðið sjálfar. Rósól hárþvottadaftið hreinaar v vel UU óhreinindi úr hárijm og gerir þaS fagor- gljáandi- Ht Efnagerð Reykjavíkur. Kemiak teknisk verksmiðja. I miðð>gsmaIlon: Ófrosið dilkakjöt, saltkjðt, hangikjöt. Reykt bjúgu, miðdags- pylsur, kjötfars, nýlagaS daglega. í»að besta, að allra dómi, sem reynt hafa. Vrslun Svefns lóhannssonar. BergstaCastræti lð. Sími 2091. Alvlnna. Duglegur umboðsmaður óskast I tyrir atvinnnfyrirtæki hjer í bæn- i Hin. Lysthafendiu- sendi umsóknir til , A. S. í. merktar „Provision“. ! Yfirlýsing. Frá Tómasi Jónssyni kaup- manni hefir blaðið fengið eftir- farandi yfirlýsingu til birtingar: Alþýðublaðið var svo hugul- samt þann 29. þ. m. að birta greinarstúf viðvíkjandi burtför Helga S. Jónssonar frá verslun minni, án þess að leita sjer upp- lýsinga hjá mjer eða viðkom- anda, og ritar þess vegna eftir sínu eigin innræti og skoðunum, sem auðvitað hvergi kemur nærri sannleikanum, þar sem blaðið segir, að brottför Helga standi í sambandi við stjómmála skoðanir hans. Að þetta er til- hæfulaust, sýnir sig best á því, að tveir menn, sem voru á sama lista og H. S. J. við þæjarstjóm- arkosningarnar, starfa enn við verslunina, svo ef það hefði ver- ið af pólitískum ástæðum að Helgi fór, hefðu þeir einnig átt að fara. Jeg hefi aldrei skift mjer af því, í hvaða stjórnmálaflokk þeir menn hafa verið, sem hafa unnið hjá mjer, og sjálfur er jeg óháð- ur öllum flokkum. Sjálfstæðis- flokkurinn eða menn hans hafa aldrei farið fram á, að nokkur maður væri rekinn frá verslun- inni og vil jeg halda versluninni utan við öll stjórnmál og allir viðskiftavinir eru mjer jafn kær- ir, hvaða stjórnmálaflokk, sem þeir tilheyra. Tómas Jónsson. □agbóh:. Veðrið (þriðjudagskvöld ki. 5): Hæg SV-átt með 3—4 st. hita vest- an lands. Norðan lands er 2—3 st. hiti og gott veður inn til sveita en V-hvassviðri úti fyrir (V-storm ur í Grímsey). Austan lands er V-kaldi og bjartviðri. — Víðáttu- mikil lægð yfir vestanverða Græn- landi og hreyfist hún norðaustur eftir. Má því búast við að hvessi á S eða SV hjer á landi á morgun. Veðurútlit í Rvík: Allhvass SV. Þíðviðri og rigning. Útvarpið í dag: 10.00 Veður- fregnir. 12.15 Hádegisútvarp. 15.00 Veðurfregnir. 19.00 Tónleikar. 19.10 Veðurfregnir. 19.20 Tilkynn- ingar. Tónleikar. 19.30 Tónlistar- fræðsla. (Emil Thoroddsen). 19.55 Auglýsingar. 20.00 Klukkusláttur. Frjettir. 20.30 Erindi: Tungumála- kensla í unglingaskólum, n. (Helgi Hjörvar). 21.00 Tónleikar: Útvarpstríóið. Grammófónn: Beet- hoven: Symphonia nr. 7. Sálmur. Eimskip. Gullfoss kom til Kaup- mannahafnar í gærmorgun. Goða- foss fór frá Hull í fyrrakvöld á leið til Vestmannaeyja. Brúarfoss var á Sauðárkrók í gærmorgun. Dettifoss kom að vestan og norð- an í gær. Lagarfoss kom frá út,- lcndum í gærkvöldi. Selfoss fór til Antwerpen í gærkvöldi. Myndasýning frú Gunnfríðar Jónsdóttur í Alþingishúsinu (Kringlu) er opin í dag og á morgun kl. 2—»-6. Lík Þjóðverjanna tveggja, sem ^rust fyrir austan af togaranum „Consul Duhbers“, og hjer hafa verið geymd síðan um jól, verða send út með Dettifossi í kyöld. Menn, sem vildu fylgja líkkistun- um til skips, eru beðnir að mæta kl. 41/2 við líkhúsið í gamla kirkju garðinum. MORGUNBLAÐIÐ Háskólafyrirlestrar próf. Ág. H. Bjarnason um sálarlíf barna og nnglinga. Næsti fyrirlestur er í dag kl. 6 og er Öllum heimill að- gangur. Hjónaband. Gefin voru saman í lijónaband 27. þ. m. Anna Frið- riksdóttir saumakona og Snæbjörn Jónsson húsgagnasmiður. Heimili þeirra er á Frakkastíg 6 A. Verslunarmannafjelag Reykja- víkur heldur fund á morgun í OddfelloAvhiisinu kl. 8V0 síðdegis. Mikilsvarðandi mál er á dagskrá. Trúlofun sína 'hafa ópinberað nýlega Jón Geir Jónsson bílstjóri á Kleppi og ungfrú Sigrún Ein- arsdóttir starfsstúlka sama stað. ísfisksala. Andri seldi í Grimsby í gær 1049 vættir fyrir 879 stpd. Næturvörður verður í nótt í Reykjavíkur Apóteki og Lyfja- húðinni Iðunn. Hjálparstöð Líknar fyrir herkla veika, Bárugötu 2 (gengið inn frá Garðastræti 3. dyr t.v.) Læknirinn viðstaddur mánudaga og miðviku- daga kl. 3—4 og föstudaga kl. 5—6 síðd. Fisktökuskipið Bisp fór hjeðan í gærmorgun áleiðis til Spánar. Togarinn Þórólfur fór til Eng- lands í gær. Innbrot var framið í fyrrinótt í slírifstofu, sem er í sambandi við Bifreiðastöð Steindórs. Var farið inn í port, brotin rúða og glugg- inn kræktur upp. Mun ýmsu smá- vegis hafa verið stolið, svo sem vindlum, yfirhöfn 0. fl„ en engum peningum. En þjófurinn virðist hafa gert tilraun. árangurslausa þó, til þess að brjóta upp peninga- skápinn. Málið er í rannsókn. Nótt í Feneyjum, heitir amerísk skemtimynd, er Gamla Bíó sýnir nú. Leikur Lily Damita eitt aðal- hlutverkið. Myndin er fjörug mjög, gerist í París og Feneyjum, fjallar um hjónaband og ástir ut- an hjónabands, elskhuga ungrar konu, sem í skyndi þarf að eign- ast. konu sjálfur. í myndinni er fjöldi skringilegra og gamansamra atvika. Blindir og heyrnarlausir. Fyrir næsta bæjarstjórnarfundi liggur breytingartillaga við 29. gr. lög- reglusamþyktarinnar og er hún svo: Blindir menn skulu auðkend- ir með gulum borða með þremur stórum, svörtum deplum; beri þeir hann á hægri handlegg fyrir ofan alnboga. — Blindur maður rjetti fram hægri liandlegg, er hann æskir hjálpar vegfarenda og er þá skylt að veita honum hjálp. Heyrnarlausir menn skulu hafa græna borða um háða handleggi fyrir ofan alnboga. Fánalið Sjálfstæðismanna. Mun- ið æfinguna í kvöld kl. 8. Dráttarvextir. Fyrir seinasta fundi bæjarráðs lágu tvær beiðnir um eftirgjöf á dráttarvöxtum á fasteignagjöldum. Bæjarráðið vildi ekki ganga inn á þá braut að gefa slíka dráttarvexti eftir. Trúlofun. Síðastliðinn láugardag opiuberuðu trúlofun sína ungfrú Kristín Þórðardóttir, Hverfisgötu 45 í Hafnarfirði og Karl Sigurðs- son sjómaður. Lækjargötu 18, Ilafnarfirði. Aldamótagarðurinn. Stjórn hans liefir afhent bæjarstjórn Alda- mótagarðinn og sjóð hans frá sein- ustu áramótum að telja. Kynsjúkdómaspítalinn. Bæjar- ráð hefir samþykt að taka tilboði frá Haraldi Árnasyni um læknis- tæki og' hjúkrunargögn í kvnsjúk- dómaspítalann. Guðjón Sæmundsson trjesmiður, Tjarnargötu 10. hefir verið viður- kendur til áð standa fyrir lnisa- smíði í Reykjavík. )) itomiNi I Olseini (( IMl' Valdar. Príma. 4 tegundir. Avaxtið og geymið fje yðar í Sparlsiúði Reyklavfkor og nágrennis. Hverfisgötu 21, hjá Þjóðleikhúsinm. Qpið 10—12 og 5—7y2. — Fljót og lipxir afgreiðsla. Litografer^de SalgsæsKer med udstansede Reklamelaag. Anvendes med Fordel som Emballage fbr Artikler, der enskes udstillet paa Forhandlérens Disk eller i Vinduet. Koster ikke mere end en almindelig Papæske med filftket. Leveres flade, hurtig Opstillfng, billig Fragt. Forlang ForslaP og Tilbud. Specialister i moderne Kartönnage: Andersen & Brunns Fabrikerás KÖBENHAVN F. Telegramadresse : Kapsel. BBf ASalumboð á Islandi: Edda H.F. HHnB H,f. Græðir á Önundarfirði hefir farið fram á það við hafnarstjórn hjer að fá 75% afslátt á því' Sem togarinn „Hafsteinn“ skuldár í hafnargjöldum, en alls eru í[það kr. 1516.80. Hafnarstjóra ltefir verið falið að afgreiða málið. m. Talsíminn við útlönd. Bæjarráð hefir samþykt að gefa Landsím- anum kost á leigulandi í Gufutiesi, um 1 ferkm. að flatarmáli uudir móttökustöð talskeyta frá útj,önd- um. Ársleiga sje 1000 ltr. á, ári fyrstu 10 árin, en metist síðan á 10 ára fresti. Timburhúsin nýju. Á fundi byggingarnefndar 11. janúar var mælt með því að veitt yrði und- anþága frá byggingarsamþvktinni fyrir byggingu 6 tvílyftra tvíbýl- ishúsa úr timbri, með eldvarnar- vegg, á svonefndu Jóhannstúni. Atvinnumálaráðuneytið hefir veitt hina umbeðnu undanþágu. , Aðalfundur Ekknasjóðs Reykja- víkur var haldinn 27. þ. m. Eignir sjóðsins eru nú kr. 72.328.28 og höfðu aukist á árinu um kr. 2.431,28, en veittur styrkuy numið kr. 2.220.00. Stjórn sjóðsins skipa nú formaður síra Bjarni Jónáion, meðstjórnendur Sigurgísli Gtlðha- son kaupm., Jón Jónsson frá Bala A’erslunarm., Jón Sigurðsson iitin- lieimtumaður, en gjaldkeri sjóðs- ins er Sigurjón Jónsson verslun- stjóri við Verslun G. Zoega og þar eru seld minningaspjöld til ágóða fvrir sjóðinn. Til Hallgrímskirkju í Saurbæ frá I. J. og H. Þ. kr. 25.00. Bestu þakkir. Ásm. Gestsson. Verkamenn á Spáni. Madrid 30. jan. United Prees. F.B. Verkamannasambandið hefir ko>- ið Gracia fyrir forseta í stað Bestreiro sem sagði af sjer forseta- störfum. Var hann mótfallinn öllu ofbeldi í verkfallsmálum og lagði til, að höfð væri samvinna við jafnaðarmenn. Mikilvægt er talið, að skrifari sambandsins var kos- inn Caballero, forseti jafnaðar- manna flokksins og gegnir hann báðum störfunum. Bófarnir í Chicago. ekki af baki dottnir. Þrátt fyrir margar tilraunir um að kveða niður óöld bófanna í Chicago hefir það ekki tekist. Um miðjan janúar rjeðust fjórir bóf- ar um hábjartan dag inn í banka í miðri borginni og rændu þar 20 þús. dollara. Þegar þeir komu út mættu þeir lögregluþjóni og skutu hann tafarlaust. Þegar sulturinn sverfur að. I fyrsta sinn í manna minnum hefir ]iað nú komið fyrir að úlf- ar liáfa sjest á götum Angora í Litlú-Asíu, og ráðist þar á fólk. Ægilégur ki|ildi er í fjöllunum um hverfis borgina, og snjórinn er alt að 4 fet á dýpt.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.