Morgunblaðið - 02.02.1934, Blaðsíða 3

Morgunblaðið - 02.02.1934, Blaðsíða 3
Föstudaginn 2. febrúar 1934. MORGUNBLAÐIÐ „msyjaskemman 44 Franz Schnbert. Leikurinn er um Sehubert, fá- tækan, óframfærinn, vandræðaleg- an ungan geníus, sem ekki kann sig í iðu lífsins, fer á mis Við ást- ina, hamingjnna —alt nema sín- ar eigin þjáningar og hina frjóu, Toldugu einveru snillingsins, þeg- ar tónarnir streyma frarn í vitund hans. Kringum hann ólgar . iífið í Vín, gleðiborginni, æfintýraþppgír inni, menn syngja, skemta sjer, Kfa hátt, elska, trúlofast, giftast -— allir nema Schubert, olnbogaj barn lífsins, óskabarn hinnar ó- dauðlegu listar. Það mega aðrir en jeg verða til þess að skrifa langt mál og háfleygt um þessa skemtilegu og elskulegu óperettu. Efnið þarf ekki að rekja nje skýra, harmar og gleði verða hjer að söngvum — söngvum Schuberts, og það eru þeir sem gefa leiknum gildi. Um músíkina og meðferð hennar skrif ar tónlistardómari Morgbl., svo að leikdómaranum er í raun og veru ekki annað eftir látið en að skýra rjett og- samviskulega frá þeirri staðreynd, hvernig áheyrendur skemtu sjer. Það getur orðið hlut- skifti leikdómara að hefja til skýj anna leiksýningu sem fólki hefir leiðst, — og hann heldur fram að sje aðeins fyrir fáa útvalda. En óperetta, sem ekki er fyrir fjöldann, er ljeleg óperetta. Hjer er um að ræða tegdnd leikskáld- skapar sem stendur og fgllur með því, hvort henni tekst að koma fólki í gott skap. Og þegar henni tekst það þá er þar með fallinn hæstarjettardómur um að hún hafi ^áð tilgangi sínum. Þetta var ein meiri háttar frum- gýning, jeg hefi ajdrei sjeð leik fggnað eins ákaflega hjer á vorri gkki sjerlega eldheitu breiddar- gráðu. Það .var klappað þegar leikendur komu og fóru, eftir hvert lag, hvern þatt, hvenær sem I færi gafst, — og að leikslokum þangað til fólk stóð uppgefið og gat ekki meira, arinarnir hengu máttlaúsir og helsveið í lófana. Hvað kom til að fólk var svona þakklátt og hrifið? Söngvarnir töfruðu og fjörguðu — „til fagnaðar og til móðs“. — Efni leiksins rann mönnum til rifja, þeir fundu til með Schubert, — og samglöddust hinum haf- ingjusömu elskendum, því ekkert finst leikhúsgestum eins óumræði-, lega yndislegt og þegar par eftir par kemst heilu og höldnu í hjóna bandið, fær að njótast,. Kristján Kristjánsson (Schubert) söng að- dáanlega, best af öllum (jeg get ekki stilt mig um að láta þessa leikmannsskoðun í ljós, og honum tókst vel að sýna feimni og klaufa- * hátt hms óveraldarvana snill- ings — alt nema sjálfan snilling- inn, hina stóru heitu sál, geðið, hina ofsalegu þrá og djúpu kvöl. Fólki þótti vænt um að sjá Ragn- ar Kvaran (von Schober) aftur, liann hefir á sjer fyrirmannlegri og hressilegri brag en vjer eigum að venjast á leiksviði voru. — Kannske var leikur hans á köflum fullkaldur og hátíðlegur — getur hann ekki brosað þegar hann dansar við ungfrú Jóhönnu — hvernig fór hann að verjast því að hýrnaði yfir svip hans? Menn voru mjög skotnir í ungfrú Jó- hönnu Jóhannsdóttur (sem ljek Hönnu, stúlkuná, sem Schubert elskar) — skotnir í hennar björtu, blossandi æsku. Nína Sveinsdóttir Ijek ítölsku söngkonúna Grisi, ljétt og kankvíslega, og gerði virðingarverðar tilraunir til að sýna suðræna grimd í ástum. Þá ljek Gestur Pálsson mjög spaugi- lega fígúru, Tschöll, föðurinn í meyjaskemmunni, og tókst upp, ýólk veltist um í hlátri. Og loks voru allir hinir og allar hinar — sem flest lögðu einhvern skerf til þess að gera sýninguna ánægju lega. En það sem nú er sagt skýrir ekki nema til hálfs þann fögnuð sem geysaði á áheyrendabekkjun- um alt kvöldið. Menn fundu, a hjer var að gerast merkur við- burður, sem markaði áfanga í menningarþróun höfuðstaðarins. Hjer var í fyrsta sinni, svo heitið geti, sýndur söngleikur á íslensku sviði, sunginn af íslenskum söngv- urum við ágætan undirleik ís- lenskrar hljómsveitar, en stjórnin í höndum ungs meistara frá sjálfri Vínarborg, dr. Mixa, samlanda Schuberts, — og að þessu fanst mönnum talsverður heimsborgar- bragur, þrátt fyrir gömlu Iðnó Kristján Albertson. Fögnuður sá, sem ríkti meðal leikhúsgesta í Iðnó á miðvikudags- kvöld, var meiri en dæmi eru til hjer áður. Og hann var skiljan- legur. Með þessari fyrstu óper- ettusýningu hefst nýr þáttur í tón- listarlífi Reykjavíkur, og um leið nýr þáttur í íslensku menningar- lífi. Þetta kvöld gefur fulla á- stæðu til að vona það, að hjeðan í frá verði ekki staðar numið, heldur gefi hinn góði árangur þessarar sýningar t.ilefni til þess að hafin verði sókn, sem stefnir Hljómsveit Reykjavíkur. að því, að fluttar verði hjer fram- J vegis árlega óperettur, uns að því í kemur, áð hægt verður að sýna óperur. í þessu sambandi verður ekki hjá því komist að minnast hallar- innar við Hverfisgötu, hins glæsi- lega leikhúss, sem íslendingar hafa reist í þeirri bjargföstu trú, að þar muni hinar mismunandi greinar leiklistar' eflast og blómg- ast. Það mun brátt koma í ljós, að þá er hin bættu skilyrði eru fyrir hendi, mun leiklistin færast í aukana og þá mun það verða öllum auðskilið, að óumflýjanlegt er að samstarf hefjist milli Hljóm- sveitarinnar og Þjóðleikhússins. Flýtum byggingu Þjóðleikhúss- ins! • Sameinum kraftána til nýrra dáða, allir, sem að þessum ínálum standa! Hljómsveit Reykjavíkur hefir hrundið þessari fyrstu óperettu af stokkunum, og er með þessari til- raun um hvorki meira nje minna að ræða en stórvirki. Hljómsveitin hefir hjer sýnt áhuga og dugnað, sem er annars sjaldgæfur hjer á landi, þegar um menningarmál er að ræða. Frammistaða Hljómsveit- arinnar má teljast prýðileg, enda þótt nokkuð skorti á jafnvægi á milli hinna mismunandi hljóðfæra á köflum og stafar það ékki að litlu leyti af því, að aðstaða Hljómsveitarinnar á sjálfu áheyr- endasvæðinu er óheppileg og var það þess valdandi, að hún hljóm- aði full sterkt á stöku stað, þar sem söngurinn var veikur. Ann- ars ber ekki að skilja leik Hljóm- sveitarinnar þannig, að hún hafi hjer áðéins tindirleik með h&nlh' um, heldur er hlutvéfk hennar jafnframt þáttur þess sem fram fer, og er oft, ekki síður én söng- urinn sjálfur, til skýringar og áherslu þess, sem gerist á léik- sviðinu. Um söng leikaranna í heild sinni er það að segja, að hann var sljettur og feldur og kunnu allir prýðilega vel hlutverk sín. — í i'remstu röð ber að telja Kristján Kristjánsson, sem ljek og söng hlutverk Schuberts, og Jóhönnu Jóhannsdóttur, sem ljek hlutverk Hönnu, og frá sönglegu sjónar- miði leystu hlutverk sín best af hendi. Kom söngment þeirra skírt í ljós, enda báru þau sönginn uppi. Ragnar E. Kvaran hafði einnig stórt og vandamikið hlut- verk með höndum. Hann er ekki lærður söngvari, en hefir frá nát.t- úrunnar hendi blæfallega barytón- rödd, er hann beitir með smekk- vísi og lipurð, og setti hann ekki síst með leik sínum og glæsi- mensku svip á þennan söngleik. Af öðrum leikendum vil jeg enn- fremur nefna frú Jónínu Sveins- dóttur og Sig. Markan. Frú Jón- ína söng hlutverk itölsku óperu- söngkonunnar Grisi vel og vand- virknislega, en var ekki nógu stórbrotin til að geta túlkað söng frægrar óperusöngkonu. Líkt má segja um Sig. Markan, sem söng hlutverk óperusöngvarans Yogel, Söngur hans var íágaður, en hlut- verkið virðist ekki liggja vel fyrir raddsvið hans, og voru háu tón- arnir oft þvingaðir. Hin hlutverk- in voru smærri, en laglega af hendi leyst. Eins og gefur að skilja mátti finna nokkrar mis- 3 j fellur. T. d. var raddsvið frú Láru i Magnúsdóttur of lágt fyrir hlut- verk hennar, og naut hún sín þess vegna ekki vel. Aftur á móti hæfði söngur Gests Pálssonar vei hlutverki hins skoplega gamla manns, Tschöll. Óperettan er öll samin utan um lög eftir Schubert. Og enda þótt hin ljettari hlið tónskáldskapar hans hafi orðið fyrir valinu, þarf ekki að lýsa þeim tökum sem músík þessa undramanns nær á leikhúsgestunum. Þeir eiga miklar þákkir skildar, sem að þessari óperettusýningu hafa unnið, og ber fyrst og fremst að þaklia Dr. Franz Mixa, sem hafði með höndum liina músík- ölsku stjórn. Hún var í alla staði framúrskarandi. en meira borin uppi af listrænum skilningi og vandvirkni heldur en af ólgandi skapi og f jöri. Hjer var um merkilegan við- burð að ræða, sem mönnum mun verða minnistæður, enda báru við- tökur þær. sem óperettan fekk, vott um hlýju og samúð með því menningarstarfi sem hjer er að hefjast. Páll ísólfsson. Hynsiókdémabölið Unglingar smitaðir. Heilbrigðar leiðbein- ingar nauðsynlegar. Orðasveimur hefir gengið um það hjer í bænum undanfarna daga, að kynsjúkdómasmitun hafi átt sjer stað meðal nemenda Aust- urþæjarskólans, Ea eftjr þeim .upplýsingum, sem blaðið hefir aflað sjer. er mál þetta í engu sambandi við þann skóla. Það er Hannes Guðmundsson læknir, sem er máli þessu kunnug- astur ,og* hefir blaðið því snúið sjer til hans. Hann skýrði svo frá, að nokkru fyrir jólin hafi tveir drengir kom- ið til hans, 12 og 15 ára, er smit- aðir voru af kynsjúkdómi. Þótti Hannesi ástæða til að at- huga það mál sem nákvæmlegast, og komst hann bráðlega að raun um. að tvær telpur á sama reki voru smitaðar. Að sjálfsögðu voru börn þessi þegar tekin til lækninga og eru enn undir læknis hendi. Þrjii þeirra voru að vísu í Aust- urbæjarskólanum, þegar þetta komst upp, en .um smitunarhættu af þeim hefir ekki getað verið að ræða. Þessi sjúkdómstilfelli gefa mönn iim tilefni til að gera gangskör að því, að heilbrigð fræðsla um þessi efni verði aukin hjer í bænum, enda munu læknar bæjarins nú starfa að því að frekari og al- mennari þekkingu verði komið út meðal almennings, svo takast megi að stemma stigu fyrir sjúkdómum þessum, sem í öllum tilfellum á að vera hægt að Tækna. Frestur til afhendingar á skýrsl- um til milliþinganefndar í at- vinnumálum, er framlengdur til 7. febr. Verður veitt aðstoð við útfyllingu skýrslanna í skrifstofu nefndarinnar í Hafnarstræti 5.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.