Morgunblaðið - 16.02.1934, Page 2

Morgunblaðið - 16.02.1934, Page 2
2 MORGUNBLAÐIÐ JP&orgimf>laí>id Ötgef.: H.f. Árvakur, Reykjavlk. Rltstjórar: Jðn KJartansson, Valtýr Stefánsson. Rltstjðrn og afgreiBsIa: Austurstræti 8. — Slml 1600. Auglýsingastjðri: E. Hafberg. Auglýsingaskrifstofa: Austurstræti 17. — Slmi 3700. Heimastmar: Jðn Kjartansson nr. 3742. Vaitýr Stefánsson nr. 4220. Árni Óla nr. 3045. E. Hafberg nr. 3770. Áskriftagjald: Innanlands kr. 2.00 á mánubl. Utanlands kr. 2.50 á mánuBi. 1 lausasölu 10 aura elntakiB. 20 aura meS Lesbök. Borgarastyrjöldinni i Austurríki er senn lokiO Morgunblaðið. Eins og lesendum Morg- unblaðsins er kunnugt, hafa síðan um áramót, verið gefin út tiltölulega fleiri 8-síðu tölublöð af blaðinu, en áður hefir verið á þessum tíma árs. En 8-síðu blöðin eru nú samanlímd og brotin í sjer- stakri vjel, er til þess hefir verið fengin. Síðan farið var að ganga frá 8-síðu blöðunum í heilu lagi, hafa ótal margir les- endur, og þó einkum auglýs- endur blaðsins, fært útgáfu- stjórn og ritstjóm þakkir sínar fyrir þessa nýbreytni. Fyrir augrlýsendur er það ákaflega mikil framför frá því sem áður var, er 8-síðu blöðin voru í tvennu lagi. Því nú fá lesendur alt blaðið upp í hendurnar í einu, og um leið yfirlit yfir alt sem það flytur, augflýsingar sem annað. Svo vel hefir nýbreytni þessari verið tekið, að ákveð- ið er nú, að framvegis verði gefin út 8-síðu blöð þrisvar í viku, á sunnudögum, mið- vikudögum og föstudögum, en auk þess aðra daga vik- unnar, þegar sjerstakar á- stæður eru fyrir hendi. Með þessu móti er lesniál blaðsins aukið að mikium mun, og hægara verður að koma þar fyrir f jölbreyttara efni, en áður hefir verið. Kostnaður við þessa stækk un blaðsins verður vitaskuld allmikill. En hin sívaxandi útbreiðsla blaðsins, og reynsla kaupsýslumanna um, að Mprgunblaðið flytur aug- lýsingar þeirra til næstum allra viðskiftamanna þeirra í Reykjavík og nágrenni bæj- arins, er blaðinu sá styrkur, sem ætti að geta gert stækk- un þess varanlega Þrátt fyrir stækkunina helst áskriftarverð blaðsins óbreytt. Jafnaðarmenn ganga stjórniiiiii á vald fng- tim þúsunda saman. Dollfuss liefir lieitiÖ sakauppgjöf öflltim nema foringjumim. Nýir kaupendur að Morgunblað- inu fá blaðið ókeypis ti! næstkoiii- andi mánaðamóta. London, 14. febr. FÚ. f Austurríki er ennþá barist á ýmsum stöðum í Linz og Steyr, er viðureignin þó ekki eins áköf og áður. Stjórnarherinn hefir nú tek- ið Wiener-Neustedt. Verkamannafjelög bönnuð og eignir þeirra gerðar upptækar. Yínarborg, 15. febr. United Preas. F.B. Verkamannafjelögin í Austur- ríki hafa veríð bönnuð og eignir þeirra gerðar upptækar. Herlög eru gengin í gildi í Burgenland. Sextíu og fjórum þæjar- og sveit- arstjórnum í Bfra-Austurríki hefir verið vikið frá — Giskað er á að mannfall í liði stjórnarinnar sje um 130, en auk þess vantar um 200, o.g hafa sennilega margir þeirra fallið. Mannfall í liði jafn- aðarmanna er k annað þúsund. — Ollum, sem gefast upp, fyrir há- degi í dag, hefir verið heitið sak- aruppgjöf. Leiðtogar jafnaðar- manna eru þó nndanteknir. Þeim verður engin miskunn sýnd. Verklýðsfjelög í öðrum lönd- um mótmæla meðferðinni á j af naðarmönnum. London, 14. febr. FÚ. Vegna banns þess sem lagt hef- ir verið á verkalýðsf jelögin í Aust urríki, hefir stjórn allsherjarsam- bands þeirra haldið fund í París í dag til þess að ræða um mögu- leika þess að hjálpa verkamönnum í Austurríki. Mótmælafundir gegn meðferð þeirra voru haldnir í dag í París, Amsterdam og' Antwerpen. ítalir hafa liðsafnað á landa- mærunum. Rómaborg, 15. febr. United Press. F.B. Llðsafnaður fer fram á austur- rísku og ítölsku landamærunum. .-(Liðsafnaður þessi er eflaust til ]>ess að fyrirbygg'ja að uppreisn- in breiðist t-il ítölsku*. landamæra- hjeraðanna, og til ]>ess að koma í veg fyrir að austurrískir flótta- menn komist yfir landamærin). Bardagar í Vín, Berlin, 15. febr. FL. í úthverfum Vínar, var barist fram eftir kvöldinu í gær, en stjórnarliðið hefir nú á flestum '-töðum yfirhöndine, í Florisdorf hjeldu þó jafnaðarmenn velli, og bjuggn um sig í veitingahúsinu Goethehof, en seint- i gærkvöldi var gerð stórskotáliðsárás á húsið, og var það tekið að hrenna þeg- ar síðast- frjettist. í Kárnthen og Vorarlberg er nú alt með kyrrum kjörum. Aftökur. Þrír herrjettir voru settir á stofn í Vín í gær, og var fyrst Karl Múllreiter, fyrirliði eins af fyrstu flokkunum sem rjeðust á lögregluna, dæmdnr til að hengj- ast. Fór sú aftaka fram klukkan 5. Klukkan 9.44 fór fram aftaka slökkviliðsstjórans í Florisdorf. Landamæraverðir milli Austur- ríkis og Tjekkóslóvakíu hafa ver- ið auknir mjög, til þess að varna flóttamönnum að komast, úr landi. Dollfuss skorar á jafnaðar- níenn að gefast upp og heitir öllum sakaruppgjöf, nema foringjunum. í gærkvöldi klukkan 11, eftir austurrískum tíma, töluðu 6 stjórn- armeðlimir í útvarpið, þeir Doll- fuss, varakanslarinn, og fjórir aðrir. Dollfuss kvað það álygar ! einar, sem birst hefðu meðal ann- | ars í þýskum blöðum, að stjórnin | ætti upptökin að óeirðunum. Hpp- reisnin hefði hafist í Linz, á því, að jafnaðarmenn skutu út úr húsi sínu á lögreglusveit, seni gekk eftir götunni, særði suma, en tóku nokkra böndum. Rjett á eftir var ! svo allsherjarverkfallinu lýst yfir |í Vín, og taldi Dollfuss það vafa- laust, að undirbúningur og sam- tök hafi verið um uppreisnina. í lok ræðu sinnar gaf Dollfuss út svohljóðandi yfirlýsingu: „Jeg, sem kanslari, lofa því fyrir hönd stjórnarinnar, að þeim sem ekki hafa framið neitt ólöglegt, eftir klukkan II í kvöld, skal heimilt að gefa sig fram við yfirvöldin milli klukkan 7 og 12 á morgun, þann 15. og munu þeim þá gefnar upp sakir. Undanþegnir eru að-- eins aðalforvígismenn uppreisnar- innar. Eftir klukkan 12 mun eng- nm verða gefiu grið á nokkurn hátt“. Jafnaðarmenn ná aftur Karl Marx húsunum. London og Kalundborg, 15. febr. FÚ. Mjög eru skiftar skoðanir um það, hver áhrif boðskapur sá hafi haft, sem Dollfuss ríkiskanslari ásamt varakanslaranum og 4 stjórnar- meðlimum sendu út í gærkvöldi, og er það ætlun sumra blaða í dag, :jð -hann muni lítil áhrif hafa haft. Víst er þó það, að .Tafnaðar- me'Jii hafa látið fram nokkuð af lierg'ögnum við yfirvöldiu sums taðar í ríkinu, en augljóst er það íðdegis í dag, að mótstaða jafn- iðarroanna er engan vegin brotin á hak aftiir-. — Hafa þeir nú búist um til varnar í tveim smá- bæjum norðan Dónár og síðdegis í í dag sækir stjórnarherinn að þeim í þessum tveimur bæjum með stórskotaliði og sprengjum. — 1 clag bjuggust jafnaðarmenn að nýju til varnar í Karl Marx hús- unum, sem þeir höfðu áðnr verið hraktir úr, og er stjórnarherinn nú einnig að hefja árás á þá þar, þegar fregnin er send. — í einni borg, sem jafnaðarmenn höfðu náð á vald sitt, hefir borg'arstjóranum og 150 öðrum verið st-efnt fyrir herrjett. — Boðskapur sá. er DoII- fuss flutti í gærkvöldi, var end- urtekinn nokkrum sinnum með nokkru millibili í útvarpinu fram eft-ir deginum og sneri kanslarinn þar einkum máli sínu til kvenna og hjet á konurnar að hafa sef- andi áhrif á menn sína svo að þeir legði niður vopn og hættu mótstöðunni. í Yín hafa 2000 jafnaðar- menn verið teknir höndum. Þegar í gær hafði stjórnarher- inn náð á vald sitt mörgum vígj- um jafnaðarmanna og urðu stór- ar orustur um flesta nýju verka- mannabústaðina. í Vín einni sam- an hefir lögreglan nú um 2000 jafnaðarmenn í haldi. Margir hafa í dag látist af sárum, er þeir hafa hlotið og margir hafa særst og' beðið bana, sem engan þátt tóku í bardaganum, en ekki fengn forð- að sjer, er harist var um verka- mannahústaðina. — í Steiermark hafa verkamenn enn á valdi sínu milli 10 og 20 verksmiðjur og opinberar hyggingar og er barist um þær flestar í dag, en ríkisher- inn og lögreglan er einráð á aðal- vegunum. til Steiermark og eins á öllum aðalvegum til og' frá Vín. Harðir bardagar í Steyr og hjá Linz. LRP., 15. febr. FÚ. í Vín er nú um að litast eins og á ófriðarstað í hernaði. Á öllum vegum í nágrenni borgárinnar eru herflokkar á ferðinni, og öðru hvoru s.jást stórskotaliðssveitir á ferð með tæki sín, og sjúkravagn- ar standa viðbúnir, ef á þarf að halda og með 50 faðma millibili er svo að segja hver vegfarandi stöðvaður og leitað á honum að vopnum\ f Stevr heldur hörðum bardaga áfram, og verjast verkamenn þar með vjelbyssum. Barist er einnig síðdegis í dag, vestan við Linz, en í borginni sjálfri er alt kyrt. Ólíklegt þykir að verkamenn geti haldið hardaganum áfrarn lengi iir þessu, og aðallega fyrir þá sök, að þá muni þrjóta skotfæri. Jafnaðarmenn gefast upp. United Press. F.B. Vínarborg 15. febr. Jafnaðarmenn hafa gefist upp í dag svo tugpm þúsunda skiftir og gengið stjórnarliðinu á vald. Fjölda rnargir úr liði jafnaðarmanna hafa og lagt á flótta. Ósigur þeirra er nu al- ment viðurkendur. — Á nokkr- um stöðum í Vínarborg var bar- ist í dag árdegis en víðast hvar var aðeins um smávægilegar skærur að ræða, en eftir hádegi hefir alt verið með kyrrum kjör- um í borginni. — Sjálfboðalið- ar hafa komið í hundraðatali í dag, til þess að leysa lögreglu- og varaliðið frá störfum í bili. — Sjálfboðaliðar eru nú hvarvetna á verði í útjaðraborgunum, þar sem mest var barist. Innbrot í Keflavík Brotist inn í skrifstofu Guðmundar Kristjáns- sonar skipamiðlara og stolið peningakassa með rúmlega þúsund krón- um. — Um kl. 8 á mánudagskvöldið var brotist inn í skrifstofn Guð- mundar Kristjánssonar skipamiðl- ara í einu af húsum Duus-versl- unar í Keflavík. Hús þetta er í daglegu tali kallað „Fischer-hús“, því að Fiseher kaupmaður bygði það, en Duus-verslun keypti árið 1900 og’ flutti þá þangað sölubúð sína og skrifstofur, en uppi á lofti var íbúð. Hefir nú Guðmundur þær sömu skrifstofur, og er Krist- ján Ásgeirsson fulltrúi hans þar. Á mánudaginn hafði Kristján fengið peninga til þess að borg* út vinnulaun og geymdi þá í pen- ingakassa. Mun hafa átt að borga út daginn eftir, og voru rúmlega 1000 kr. í kassanum. Um kl. 7 um kvöldið fóru skrifstofumenn lieim að borða og læstu skrifstofunni. Uppi á lofti býr vetrarfólk, sem vinnur hjá Guðmundi, og ein íbúð er þar líka. Hefir sá maður raf- magnsljós frá rafstöð íshússins. Var fólkið alt að borða, en alt í einu dóu Ijósin og varð svarta- rayrkur í húsinu. Hljóp þá maður- inn iit í íshúsið til þess að vita hvort nokkuð væri að rafmagns- lireyflinum, en svo var eigi. Meðan hann var burtu, mun þjófnaðurinn hafa verið framinn. Hafði þjófurinn, eða þjófarnir bvrjað á því, að slöngva, vír eða gjörð yfir rafmagnsþræðina til hússins, svo að þeir slógust sam- an. og við það sprungu öryggi í húsinu og Ijos dóu. Síðan höfðu ])eir farið á hak við stóran inn- gönguskúr, sem er við húsrð, hrot- ið skrifs'tofugluggann af hjörun- um, farið þar inn og hirt pen- ingakassann. 'Sýslumaður kom suður til Kefla víkur í fyrradag til þess að hefja ra.nnsókn í málinu, en ekkert vitn- aðist um það hver eða hverjir mundu valdir að þjófnaðinum, og ekki hefir peningakassinn fundist. Saltfiskmarkaður í Brazilíu. Árið sem leið fluttu Norðmenn 4000 smálestir af saltfiski til Brazilíu og fengu þar gott verð fyrir hann. Hjer er svo að segja algerlega um nýjan markað að ræða fyrir þá, því að Brazilíu- menn hafa aðallega keypt saltfisk frá Nýfnndnalandi áður. Búast Norðmenn við því að geta innan skams aukið söluna á saltfiski sín- um þar upp í 7000 smálestir.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.