Morgunblaðið - 16.02.1934, Blaðsíða 4
t
I
4 MOKGUNBLAÐIÐ
VirkjDi
Saga málsin§ cakðn
frá hyrjun.
Útdráffur úr ræðu Jósas Þor-
lákisonar borgarstjóra, á
síðasfa Varðarfundi.
Sogsvlrkjunin er fyrsta stórmál-
ið, sem hin nýkjörna bæjarstjórn
fær til meðferðar. Er nú vonandi
komið að síðasta áfanganum uns
framkvæmdir hefjast, ef lán fæst
til virkjunarinnar með aðgengileg-
um kjörum.
í þetta sinn ætla jeg að rifja
upp sögu þessa merkilega máls í
aðaldráttum.
Það er þá upphaf málsins, að
Yestur-íslendingur einn, að nafni
Oddur Sigurðsson kom hingað
heim til Reykjavíkur nokkuni
fyrir síðustu aldamót. Hafði hann
dvaiið vestra um skeið, og unnið
þar við virkjun fallvatna og raf-
orkuver.
Hann hóf máls á því, að Reyk-
víkingar ætti að virkja Sogið
handa sjer. Tími var þá ekki kom-
ínn til framkvæmda, en málið
greip hugi marg'ra manna, og var
rætt sem glæsileg framtíðarvon.
Leið nú fram yfir aldamót. Þá
tóku útlendingar að líta hýru auga
til íslenskra fallvatna, með það
markmið, að hefja hjer stóriðju
svipaða og við fallvötn í nágranna
löndunum.
. Fjelag var myndað, er hjet
Fossafjelagið ísland. Með leigu-
samningum náði það rjetti yfir
talsverðu taf fossunum í Soginu
með ]>að fyrir augum, að taka
fossana til virkjunar fyrir á-
kveðna stóriðju. Le.it það arð-
vænlega út á þeim tíma.
Frumvarp um sjerleyfi
til Fossafjelagsins ís-
land. Fossanefndin.
Frumvarp var lagt fyrir Alþing'i
1917, um að landstjórnin fengi
; 'umild að veita Fossaf jelaginu
; aiid sjerleyfi til að virkja Sog-
ið. Skyldi sjerleyfi ])etta gilda í
90 ár. En við framkvæmdir voru
tengdar samgöngubætur austur
yfir Fjall.
Er frumvarp þetta kom fram,
bar Bjarni Jónsson frá Fogi fram
annað frumvarp um það, að land-
stjórnin sjálf skvldi hagnýta sjer
vatnsafl Sogsins.
TJrðu menn ekki á eitt sáttir um
þetta á þinginu. Niðurstaðan varð
sú, að málinu var skotið á frest, j
en skipuð milliþinganefnd, til að
rannsaka fossamál landsins yfir-
teitt.
Fossanefndiií, en svo var hún ;
alment kölluð, tók til starfa í okt.1
1917 og starfaði fram á árið 1919.
Að því er snerti leyfisbeiðni
Fossaf jelagsins Tsland, komst
nefndin að þeirri niðurstöðu. að
eigi væri tímabært að taka afstöðu
til hennar, því að ógerðar væri
rannsóknir ujn tilhögun virkjun-
ar þar, og um ]iað, hve mikið
af orku þess muni þurfa til al-
mennings þarfa.
En nefndin samdi frumvarp til
laga um lieimild til landsstjórnar-
innar að láta framkvæma allar
nauðsynlegar rannsóknir til undir-
búnings Sogsvirkjun, ásamt öðr-
um og meiri frumvörpum, til
vatnalaga, sjerleyfislaga o. fl.
o. fl.
Jeg átti sæti í þessari nefnd.
Hafði það þá þýðingu fyrir mig,
að jeg með athugunum þeim, sem
nefndin gerði, komst að þeirri nið
urstöðu, að tiltölulega fljótt
myndu koma þeir tímar, að kleift
yrjpi, að veita rafmagni yfir þjett-
býlustu hluta landsins. Varð mjer
það ljóst, hvaða gagn gæti af því
orðíð. Yið athuganir þ'ær, sem
nefndin gerði í Noregi, kyntist
jeg þeim undirstöðuatriðum sem
þurfa að vera fyrir hendi, til þess
að slíkar rafveitur til almennings-
þarfa næðu æskilegum árangri.
Rannsóknir á Soginu.
Frumvarpið um rannsóknir á
virkunarskilyrðum Sogsins lá. nú
í salti í tvö ár, og var ekki lagt
fyrir þingið. í janúar 1921 va.r
jeg kosinn á þing fyrir Reykjavík.
A þinginu 1921 var flokkaskipun
þingsins mjög í upplausn. Var
í upphafi óvíst hvort jeg myndi
styðja þáverandi stjórn. En jeg
tók það fram, að jeg gerði það
að skilyrði fyrir stjórnarstuðningi
að frumvarpið um rannsóknir á
Soginu yrði lagt. fyrir þingið, sem |
stjórnarfrumvarp. Það fekst. Og i
náði frumvarpið samþykki þings-
ins.
Frumvarp lietta veit.ti stjórn-
inni heimild til að láta fram fara
rannsóknir til undirbúnings Sogs-
virkjunár. Var það veg'amálastjóri
Geir G. Zoega, er fyrst, hafði þær
rannsóknir á hendi. Var á tíma-
■bili um ])a.ð talað, að ráðast í
Sogsvirkjun í stað Elliðaárvirkj-
unar. En er Elliðaárnar voru
virkjaðar lá Sogsmálið i láginni
um tíma.
En þegar fyrsta virkjun Elliða-
ánna varð of lítil, fyrir rafmagns-
notkun Reykvíkinga, lifnaði yfir
Hogsmálinu að nýju. Var þá, rætt
um það, hvort heldur ætti að ráð-
ast þeg'ar í Sogsvirkjun, ellegar
auka við Elliðaárrafveituna.
Frumvarp Sjálfstæðis-
manna um raforkuveit-
ur til almenningsþarfa.
Angistaróp Framsókn-
armanna.
Næsta stig málsins er það, að
Sjálfstæðismenn á Alþ. 1928 koma
sjer saman um, að b.era fram frum-
varp til laga um raforkuveitur
til almenning'sþarfa. í frumvarpi
því var slegið föstum nokkurum
grundvallarreglum um það. hvern
ig ríkissjóður skyldi styrkja menn
tikað leggja raftaugar um bygðir
landsins, þar sem upp kæmust
raforkuver. Atti ríkissjóður að
taka á sig talsvert af þeim kostn-
aði, sem misjafnlega kæmi niðurj
á notendur, eftir því, hver afstaða
þeirra, eða fjarlægð væri til orku-
versins.
Út af frumvarpi þessu lustu
Framsóknarmenn upp angistarópi.
Sögðu þeir, að kostnaður sá, er af
þessu hlytist, myndi setja landið á
höfuðið. Nefndu þeir sjötíu milj-
ónir í því sambandi.
Frumvarpið náði ekki fram að
g-anga í þinginu. En andstæðingar
þess g'átu ekki komist hjá því að
sinna málinu. Var kosin nefnd til
að athuga rafmagnsmál landsins.
Þáverandi þingmeirihluti sá þó
fyrir því, að nefndin fengi ekki
gert sjerlega mikið, með því að
kjósa sem formann hennar Einar
Árnason, en hann hafði verið einna
ákafastur andstæðingur frum-
varpsins um raforkuveitur til al-
menningsþarfa.
Frumvarp um virkjun
Efra Sogsins.
Á fundi raforkun efndar þ. 14.
jan. 1931, bar jeg fram tillögu
um „að kjósa tveggja manna
undirnefnd til þess að íhuga og
gera tillögur um, á hvern hátt
sje unt að tryggja raforku við
hóflegu verði fyrir nærliggjandi
landshluta í sambandi við fyrir-
hugaða Sogsvirkjan Reykjavíkur
bæjar“. í nefndina vorum við
kosnir, Sig. Jónasson og jeg'.
Sú undirnefnd skilaði síðar
frumvarpi til laga um virkjun
Efra-Sogsins, sem nú er orðið að
lögum með örlitlum breytingum.
Rjett mun að geta þess, að hafi
frumvarpi því verið ábótavant,
átti Sig. Jónasson litla sök á því.
Grundvallarhugsun frumvarps-
ins var þessi:
Að Reykjavíkurbær taki lán
það, sem þarf, til að koma fyrstu
virkjun Sogsins í framkvæmd, og
beri þannig hina fjárhagslegu
áliættu af því fyrirtæki. Þetta
fyrsta orkuver við Sogið selji raf-
mag'n í heildsölu til Rafmagns-
veitu Reykjavíkur, er fái rafmagn
þetta t,i]. viðbótar við rafmagnið
frá Elliðaárstöðinni. En auk þess
selji Sogsstöðin rafmagn til ann-
ara kaupstaða og h.jeraða hjer í
nágrenninu, eftir því sem við verð
ur komið.
Síðan er gert ráð fyrir, að eftir
því sem rafmagnsþörfin eykst og
fleiri fái samband við Sogstöð-
ina, verði haldið á.fram að stækka
orkuyerið við Sogið.
Þegar virkjunin fer fram úr
helming þessa fallvatns, sem þar
er hægt að virkja, þá komi rík-
issjóður til skjalanna og gerist
meðeigandi orkuverksins. En
Reykjavík hafi altaf tilkall til a.
m. k. helming'sins af raforkunni.
Bará.tta var um frumvarp þetta
á þingunum 1931—33. Fylgismenn
frumvarpsins voru fvrst og fremst«
Sjláfstæðismenn. En auk þess
fekst nokkur stuðningur frá AI-
þýðuflokknum. Á einu þinginu
var t. d. samkomulag um það, að
Alþýðuflokksmenn flyttu málið í
neðri deild.
En málið strandaði á andstöðu
Framsóknarfloklcsins, er hafði
enga trú á því, að þetta væri fram
kvæmanlegt. Hafði Jónas Jónsson
jafnan fprystu í andstöðu þessari,
enda, þraukaði hann í andstöð-
inni við annan mann í þinginu í
fyrí-a, er flokksbræður hans gáf-
ust upp við andófið.
„Fjáraflaplan" Sigurð-
ar Jónassonar.
Það mætti segja ýmislegt spaugi
legt frá því, hvernig það bar að,
að andstaða Framsóknar linast í
þessu máli á vetrarþinglnu 1933.
Þá var Sig’. Jónasson hlaupinn
frá hinum sameiginlegu uppá-
stungum og kominn inn á aðra
braut. Hann vildi fá lieimild til
þess að láta hlutafjelag, sem hann
stóð fyrir, mega setja upp brá.ða-
birgða orkuverk við Sogið, sem
yrði að leggja alveg niður, þegar
varanleg virkjun kæmist þar á
fót. En f jelagið gæti selt, Reykvílt-
ingum rafmagn við því verðí, að
Iiægt væri á, leyfistímabilinu að
borga upp alla bráðabirgða virkj-
unina, og hafa góðan arð af því,
fje, er í virkjunina var lagt.
Við Steingrimur Jónsson raf-
magnsstjóri tókum það til athug-
unar í fyrravetur, og skrifuðum
um það greinargerð, hvort Reykja
víkurbæ væri hentugra, að auka
við Elliðaárstöðina, eða taka þessu
tilboði Sigurðar nm bráðabirgða-
virkjun á Sogi. ’Kom það í Ijós,
að marg'falt hentugra væri það
fyrir Reykjavík að auka Elliða-
árrafmagnið, en að taka bráða-
birgðavirkjun Sigurðar.
f greinargerðinni um þetta mál,
var . sýnt fram ■ á, að enda þótt
Reykjavíkurbæ yrði neitað um rík
isábyrgð á láni til Sogsvirkjunar,
þá myndi bærinn ekki lengi þurfa
að draga að leggja út í virkjun
þessa, því bænum yrði það bráð-
lega kleift, án ríkisábyrgðar. —
Þegar bærinn hefði greitt upp að
fullu lán þau, sem hvíla, á Ruf-
magnsveitunni. myndi bærinn rík-
isábyrgðarlaust g’eta lagt út í
Sogsvirkjun. En þetta ætti að
vera komið í kring árið 1940.
Þetta beit svo á þingmenn Ár-
nesinga, að þeir þorðu ekki að
lialda andstöðunni lengur áfrajn.
því frumvarpið, sem þeir voru að
berjast á móti gaf Árnesingum
kost á að taka þátt í 'Sogsvirkj-
uninni.
Strandaferð Jörundar
Brynjólfssonar.
Það var ekld lengra síðan, en
um kosningarnar 1931, að Jörund-
ur Brynjólfsson hafði verið hinn
ákafasti gegn Sogsvirkjuninni. Þá
um vorið trevsti Tryggvi Þórhalls
son sjer ekki. sakir lasleika, að
fara í kosningaleiðang'ur um kjör-
dæmi sitt, Strandir. Fekk hann
t:il þess Jörund Brynjólfsson í
sinn stað. Á öllum fundum, sem
Jörundur hjelt. var honum ekki
tíðræddara, inn annað en Sogsvirkj
unina. Sagði hann þá, að það væri
fjárhagslegt afglapaverk að fleka
ríkið út í ábyrgð á láni. til Sogs-
virkjunar. H'ann lagði ríkt, .á við
Strandamenn að kjósa Tryggva
Þórhallsson, því hann væri í ein-
dreginni andstöðu við þetta af-
glapaverk.
En tveimur árum seinna var
Jörundur Brynjólfsson orðinn
málinu fylgjandi.
Síðasti þáttur undir-
búningsins.
Árið 1930 var það mál komið
vel áleiðis, að bærinn legði út í
að virkja Sogið. En þá strandaði
málið á því, að ekki fengúst að-
gengilegir samningar um fram-
kvæmd verksins. Stafaði þetta
fyrst og freiöst af því, að tengja
þurfti sarnan framkvæmd verksins
og fjárútvegun til virkjunarinnar.
Þá var ekki um ríkisábyrgð að
ræða.
Bæjarstjórnin fjell því frá því,
að ráðast í verkið að því sinni.
Þannig stóð málið í árslok 1932.
Fyrst var þá að standa af sjer
„fjáraflaplan" Sig. Jónassonar. —
Sjálfstæðismenn í bæjarstjórn
voru því andvígir. Með því var
stefna Alþýðuflokksins þverbrotin
svo líklegt, var, að Alþýðuflokks-
menn fylgdu Sigurði ekki ein-
huga. ,,Plan“ hans var kveðið nið-
ur.
En þetta frumlilaup Sig. Jónas-
sonar g'erði gagn, að því leyti,
að það sýndi betur en áður, að
ekki Jiefðu ' allir virkjunarmögu-
leikar Sogsins komið til athugun-
ar sem skyldi.
Það sýndi sig því, að fyrst lá
fyrir, að Ijúka rannsóknum að öllu
leyti, fá til þess verkfræðinga, er
hefðu í höndum allar upplýsingar,
sem fáanlegar væru, og tækju til-
lit til allra^ virkjunarmöguleika.
Þá voru fengnir hinir tveir
norsku sjerfræðingar í rafveitu-
málum, Berdal og Nissen, til þess
að annast um fullnaðarrannsókn
málsins. Er annar þeirra “Berdel
sjerfræðingur í bygging orkuvera,
en hinn, Nissen, er sjerfræðingur
í fjárhag'smálum, er að rafveitum
lýt.ur.
Skömmu eftir áramót sendu þeir
liingað greinargerð sína og álit,
er nú liggur fyrir bæjarstjórninni.
Greinargerðir þeirra verkfræð-
ipganna og niðurstöður eru mjög
skýrar. Hafa þeir tekið málið eins
og sjerfræðingar í þessari grein
verkfræðinnar gera. Þeir. gera sjer
grein fyrir fj’rsti i byrjun virkj-
unarinnar, og hvernig' síðan virkj-
un skuli haldið áfram stig af
stigi, uns fallvatnið er fullvirkjað.
En þetta var ekki hægt að gera
fyr en að undangengnum þeim
rannsóknum, er gerðar voru hjer
s.l. sumar.
Niðurstaðan: Virkjun
Ljósafoss.
Niðurstaða hinna norsku sjer-
fræðinga, er, sem kunnugt er sú,
að byrja skuli á. því að virkja,
Ljósafoss.
Fallvötnin í Soginu eru, sem
kunnugt er, aðskilin af Úlfljóts-
vatni. Efra-Sog er nefnt fallvatn-
ið milli Þingvallavatns og Úlf-
ljótsvatns. En neðar eru þrír foss-/
ar, Ljósafoss, Yrufoss og Kistu-
foss.
Ekki var fullvíst, hvort hentug-
ast væri, að virkja þessa fossa
einn og' einn fyrir sig, eða, einn
þeirra út, af fyrir sig og tvo
saman.
Hinir norsku sjerfræðingar
hafa gert sundurliðaða áætlun um
virkju á öllu Soginu, og borið
saman mismunandi aðferðir.
Þeir leggja til að við fullvirkj-
að Sogið verði þrjú orlcuver, eitt
við Efra-Sog, og annað við Ljósa,-
foss og hið þriðja vúð Ýrufoss og
Kistufoss. t
Þeim. þykir tiltækilegast, að
hyrja, á virkjun Ljósafoss.
Það er ekki ný niðurstaða.
Rafmagnsveita Reykjavíkur
komst að þeirri niðurstöðu 1928,
að ódýrast myndi að byrja á Ljósa,
fossi.
En af tveim ástæðum var þó
ekki lagt. til, að byrjað yrði á
þeim fossi. Var álitið, að orka