Morgunblaðið - 16.02.1934, Blaðsíða 3

Morgunblaðið - 16.02.1934, Blaðsíða 3
Föstudaginn 16. febrúar 1934. L MORGUNBLAÐIÐ 3 Soisvirkionin snhkt f bæíarstiúrn við 1. umræðu með sam- hljóða atkvæðum. Svohljóðandi tillögur frá bæj- arráði lágu fyrir bæjarstjórnar- fundi í gærkvöldi: 1. Bæjarstjómin samþykkir að ráðast í virkjun Sogsins á grundvelli tillagna verkfræð- inganna A. B. Berdal og Jacob Nissen, að því til- skyldlu, að lánsfje fáist til veirksins með aðgengilegum kjörum. 2. Bæjarstjómin felur borgar- stjóra að leita eftir láni til Sogsvirkjunarinnar að upp- hæð alt að 7 milj. kr. eða til- svarandi upphæð í erlendum gjaldeyiri, samkvæmt ákvæð- um laganna um virkjun Sogs- ins. Nokkrar umræður urðu um málið. Borgarstjóri tók fyrstur til máls. Hann sagði m. a. Með tillögum hinna norsku verkfræðinga er' fengið álit um það, sem rjett er að fylgja, hvernig eigi að virkja Sogið. Hversvegna Ljósafoss var tekinn fram yfir aðra. Hinir norsku sjerfræðingar telja fram þrjár höfuðástæður fyrir því, að þeir veldu Ljósa- foss til virkjunarinnar. I fyrsta lagi vegna þess, að þar verður býrjun virkjunarinn- ar ódýrust. í öðru lagi vegna þess, að framkvæmd þessarar virkjunar er áhættuminst, þ. e. a. s., að við virkjun þá eru fæst fram- kvæmdaatriði, sem erfiðleikum valda, sem vandasamt er að leysa. í þriðja lagi, með því að byrja á Ljósafossi er fram- haldsvirkjun, viðbótarvirkjun Sogsins, auðveldust. Tillaga bæjarráðsins, sem hjer liggur fyrir, er eðlilegt framhald málsins. Menn verða að ganga að því sem vísu, að ríkisábyrgð fáist fyrir láninu, þar eð landsstjórnin hefir heim- ild til að veita þá ábyrgð. Framkvæmdir í sumar. Þá skýrði borgarstjóri frá því, ef greiðlega gengi með fjárútvegun, þá ætlaðist hann til, að byrjað yrði á framkvæmd um að sumri. Hann taldi ógerlegt, að hraða heildarútboði svo, að hægt yrði að bjóða verkið út í heild sinni fyrir sumarið. En hann ætlaðist til þess, að hægt væri að taka nokkur fram- kvæmda atriði út úr heildinni, og bjóða þau út fyrir sumarið, evo sem vegagerð að fyrirhug- uðu orkuveri; brú á Sogið, hús við orkuverið og háspennulín- una til Reykjavíkur. Sjerstaka lýsingu ætluðu hin- ir norsku verkfræðingar Berdal og Nissen að gera, á verkinu og hversu arðvænlegt það yrði, er bæjarstjórn hefði fallist á tillög- »r þeirra. Á að nota þá lýsingu ▼ið fjárútvegunina. Enda þótt formlegt samþykki bæjarstjórnar væri ekki fengið, hafði borgarstjóri þegar símað þeim og beðið þá um að ganga frá þeirri skýrslugerð sem fyrst. Að loknu'm umræðum voru ofangreindar tillögur bæjarráðs ins samþyktar með samhljóða atkvæðum. Fulltrúar Framsókn ar og kommúnista, Hermann Jónasson og Björn Bjarnason greiddu ekki atkvæði. —-—<»>--------—- / ■ Útgerð og atvinnubætur. Karp í fcæjarstjórn. Samþykt var í bæjarstjórn í gærkvöldi tillaga Sjálfstæðis- manr.a, um að bæjarsjóðui styrkti menn til skipakaupa, 10 þús. kr. hverja skipshöfn, ei kaupa vildi ný 50 tonna skip og gera út. Frá tillögu þeirri var skýrt hjer um daginn. Var hún nú samþykt til fulln- ustu. Sósíálistar snerust öndvegir gegn tillögu þessari. Þeir báru fram sína fyrri til- lögu um bæjarútgerð togara, og var hún feld. Karp varð í bæjarstjórn í gær út af tillögum þessum, einkum milli sósíalista og kommúnist- ans. Sagði kommúnistinn, að til- laga sósíalista um bæjarútgerð væri ekki til annars fram borin, en gera verkalýðnum bölvun. Þeir meintu ekkert með henni. Sósíalistar vildu ekki, að styrk ur þessi væri tekinn af atvinnu- bótafjenu. En Jakob Möllei benti á, að öðruvísi hefði verið skrifað í Alþýðubl. fyrir kosn- ingarnar, því þar hefði málið verið tekið þannig, að betra væri að verja fjenu til styrktar auk- inni útgerð, en til atvinnubóta. Nú væri farið inn á þessa braut. Þá snjerust sósíalistar á móti því. Bruggunarmál á Akranesi. Akranesi 14. febr. FÚ. í nótt komst lögreglan að því, að bifreið mundi fara, upp í sveit með mann í áfengisleit. Lögreglu- stjóri ásamt tveim lögregluþjón- um setti þá vörð á veginn, og tók bifreiðina í bakaleið og' fann flösku af áfengi. Mennirnir sögðu áfengið vera frá Hvítanesi og hafa staðfest það fyrir rjetti. I morgun fekk lögreglustjóri umboð sýslumanns Borgarfjarðar- sýslu til húsrannsóknar í Hvíta- nesi. Yar híin framkvæmd í dag, og fanst þá ein flaska, en óvíst er um styrkleika vökvans. Málið bíður frekari rannsóknar. □oumergue-5riórnin fcer góðar uiðtökur í bdðum þingðeilðum. London 15. febr. F. Ú. United Press. F.B. Franslca fulltrúadeildin kom saman í dag, í fyrsta sinn eftir síðustu stjórnarskifti, og iagði Doumerge stefnuskrá stjórnar- innar fyrir þingið. 1 innanríkis- málum fór hann fram á „vopna- hlje“ milli flokkanna, til þess að stjórnin gæti komið á rjettar- farslegum Umbótum, jafnað fjár lögin, og komið g.jaldeyrismál- unum í fast horf. Þá sagði Doumergue, að í ut- anríkismálum gæti Frakkland ekki vænst að áhrifa þess gætti, nema með því að eins að Frakk- ar væru samhuga og samtaka heima fyrir. Þeir gætu ekki ætl- ast til þess, að tillögur þeirra væru teknar til greina, í afvopn unarmálinu eða í öðrum málum er þjóðabandalagið hefði með, höndum, nema því að eins, að| það væri augljóst, að þjóðin! stæði öll á bak við þær. Þegar Doumergue kom inn í fundarsalinn, var honum fagn- að með húrrahrópum frá bekkj- um hægri flokkanna, en komm- únistar vildu æpa hann niður. Stjórnin mun gera tilraun til þess að fá fjárlögin samþykl íyrir mánaðarlok. RLP. 15. febr. F. Ú. Fulltrúadeild franska þings- ins tók mjög vinsamlega á móti Doumergue forsætisfáðherra Frakka, er hann gekk inn í þing salinn á ný, síðdegis í dag, en þár hefir hann ekki átt sæti úm langt skeið.' Stóðu þingmenn eslir upp úr sætum sínum er hann gekk inn, nema kommún- istar. Tilkynningu hans um það, hverjir sæti ættu í stjórninni vax einnig mjög vel tekið. Viðlíka viðtökur fekk Cheron dómsmála ráðhenra, er hann gekk fyrir öldungadeildina, og tilkynli henni stjórnarmyndunina. Alt var með kyrrum kjörum fyrir utan þinghúsið, og einum 6 lögreglumönnum hafði verið bætt við hinn venjulega þing- húsvörð. til tals meðal fulltrúa Alþýðu- flokksins, að borgarstjóraem- bættinu yrði skift, vegna þess að það væri orðið of umfangs- mikið fyrir einn mann. Eg tel hina leiðina heppilegri að hafa sjerstakt borgarritara- starf. Tillaga borgarstjóra í þessu máli var samþ. með 8 atkv. gegn einu. Borgarrtlarinn ! starfið þarf að hvíla á föstum i starfsmanni. Tsheljuskin rússneski ísbrjóturinn, sem fórst í íshafinu. Berlin, 15. febr. FÚ. Einn maður drukknaði af áhöfn rússneska ísbrjótsins, sem fórst í Norður-íshafinu, en hinir komust heilu og. höldnu upp á ísinn, en skipið liðaðist sundur í milli ís- jakanna. Það tókst þó að bjarga miklu af matvælum, og flugvjel skipsins, npp á ísinn. Fyrirliði skipsins hefir staðið í sambandi \úð loftskeytastöðvar í Norður- Noregi, og hafa verið gerðar ráð- stafanir til þess að senda flug- vjelar og hundasleða til Iijáipar. ísbrjótur þessi lagði af st.að frá Arehangel 16. júlí í fyrra. og' var ' ætlunin að sigla eftir Bebring- sundinu norðan við Síberíu til Vladivostok. en skipið hefir orðið fyrir mjög ííiiklum töfum af völd- um íssins. Samþykt í bæjarstjórn að gera þá breytingu á stjórn bæjarmálefnanna. Á bæjar^órnarfundi í gær- kvöldi var frumvarp borgar- stjóra um stofnun borgarritara cmbættis til umræðu. Hefir verið gerð grein fyrir því frumvarpi hjer áður. Borgarstjóri tók fyrstur til máls. Hann komst m. a. þannig að orði: Eg vil minna á það, að bæj- arstjórn varð ásátt um fyrir ári síðan, að gera þyrfti ráðstafan- ir til þess að koma meiri skipun á innheimtu bæjargjalda, en verið hefir. Var þá ráðinn maður með 500 kr. mánaðarlaunum, til að hafa stjórn innheimtunnar á hendi. Sú ráðstöfun var gerð til eins árs. Síðan hefi jeg haft tækifæri til að kynnast þessu starfi, og sannfærst um, að innheimtu- Eftir núgildandi lögum ætti þetta starf að hvíla á borgar- stjóra eða bæjargjaldkera. Hvorugur hefir tíma til að sinna þessu sem skyldi, fyrir öðrum störfum. Þetta umsjónarstarf er erfið- iara og meira vegna þess, að bæj- arbúar eru vanir því, að þurfa ekki að koma með gjöld sín í skrifstofur bæjarins. Gjöldin eru sótt til þeirra. Slíkt fyrir- komulag tíðkast ekki erlendis. En erfitt er að fá þessari venju breytt. Erlendis tíðkast það, að í bæj- um sjeu ritarar borgarstjóra, sem í forföllum hans geta tekið við störfum hans, eru kunnugir afgreiðslu málefna bæjarins yf- irleitt. Þegar borgarstjóraskifti verða, geta þessir menn annast, að^ eðlilegt samhengi og sam- ræmi verði í afgreiðslu málanna. Þetta er nauðsynlegt. Fyrir nokkrum árum kom það Fjármál Tjekka. Óánægja út af gengislækkun. Londoh, 15. febr. FÚ. Formáður aðalbankaráðs Tjekkó slóvakíu og' nokkrir æðstu starfs- menn ríkisbankans sögðu af sjer í gær. vegna gjaldeyrislækkunar sem stjórnin hefir gert. Énnfrem- m hafa allir stjórnarmeðlimir National-demokrata sagt af sjer, en forsætisráðherra liefir þegar skipað menn í stjórnina í þeirra stað. Benesh er enp utanríkis- málaráðherra. ---—--— . Róstur í Madrid. London, 15. febr. FIT. Röstur hafa orðið í Madrid í dag, og nrðu talsverðar götuóeirð- ir, og tókst lögreglunni ekki að koma á friði fyr en hún hafði gripið til vopna. fJTSALAJ^ MESTA 6. dagur. UNIÐ Úrval af niðursettum nótum. Notið tækifærið: — Fiðlur, Bogar, Guitarar, Mandólín, Banjó, Fiðlukassar, Har- monikur. - Skoðið gluggasýninguna. - |Málakensliuiámskeiðin niðursettu (frá 20 kr.). ÍGrammófónplötumar niðursettu (danslög og klassísk). — HLJÓÐFÆRAHÚSIÐ, Bankastræti 7, við hliðina á Lárusi G. Lúðvígssyni. — Sími 3656. ATLABÚB, Laugavesr 38. — Sími 3015.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.