Morgunblaðið - 21.02.1934, Page 7
MORGUNBLAÐIÐ
7
1 miðdapmatiim:
Ófrosið dilkakjöt, saltkjöt
hangikjöt. Eeykt bjúgu, miðdags
pylsur, kjötfars, nýlagað daglega
Það besta, að allra dómi, sem
s*eynt hafa.
Ve slun
Sveins Jóhannssonar.
BergstaCaatræti 15. Simi 2091.
Orkan teymir, en jeg sel,
öflugt þeim að vaíi,
sem að geyma og vernda vel.
Vjelareimasmali.
Ðankabyggsmjðl.
Bankabygg,
Bygggrjón,
Bækigrjón,
Mannagrjón.
Semulegrjón,
fást í
Gætið
ávalt
eina, það
er að nota
HEEINS,
því þá
hafið
þið það
besta.
Rjúpur.
Norðlenskt dilkakjöt, hangikjöt
íslenskt smjör, egg og margt og
margt fleira.
Jóhannes Jóhannsson
<3rundarstíg 2. Sími 4131.
er, að „Le Temps“ bendir í þessu
sambandi á, að atkvæðagreiðslan
í Efri-Slesíu leiddi til þess, að
landinu var skift á milli Þýska-
lands og Póllands.
Þjóðverjar eiga að’ kaupa kola
námurnar í Saar af Prökkum og
borga þær í gulli, ef Saar samein-
ast Þýskalandi. Geta Frakkar og
Þjóðverjar komið sjer saman um
verðið, og geta Þjóðverjar aflað
sjer nægilegs af gulli til þess að
borga námurnar? Þetta o. m. fl.
getur valdið alvarleg'um vandræð-
um. Og við þetta bætist, að Saar-
málið er viðkvæmt mál, og úr-
lausn þess getur valdið miklu um
sambúð Frakka og Þjóðverja
framvegis.
Khöfn í janúar 1934.
P.
Heimdalliir.
Aðalfundur fjelagsins var hald-
inn s 1. föstudag í Yarðarhúsinu.
Þar lagði fyrverandi formaður
fjelagsins, Jóhann G. Möller, fram
skýrslu um starf f jelagsins á hinu
liðna ári, og gat í því sambandi
um helstu stjórnmálalegu viðburði
ársins, og þá afstöðu, sem f jelagið
hefði tekið inn á við og út á við
til þeirra mála. Taldi hann, að
fjelagið Heimdallur væri raun-
verulega mjög sterkt og samstill-
ing fjelagsmanna hefði aldrei ver-
ið betri en nú, enda horfðu ungir
Sjálfstæðismenn gunnreifir til
komandi kosninga, en í þeim
myndi það koma enn gleggra í
Ijós en hingað til að Sjálf-
stæðisflokkurinn er sá ^lokkur,
sem skilur æskuna og kann best
að varðveita hennar málefni, enda
hefir líka æskulýður þjóðar vorrar
fundið það, að einmitt með því, að
styðju Sjálfstæðisflokkinn vinnur
hún þarft verk í þágu lands og
þjóðar.
Að þessari ræðu lokinni var út-
lilutað verðlaunum til nokkurra
áhugasamra fjelagsmanna, og'
hlutu þessir verðlaun:
Frú Anna Jónsdóttir, Einar Ás-
mundsson, Sigurður Þórðarson,
Steinn Guðmundsson, Svavar Haf-
stein og Magnús Þorsteinsson.
Þá voru samþyktar nokkrar
lagabreytingar á lögum fjelagsins,
lagðir fram reikningar fjelagsins
endurskoðaðir og síðan gengið til
stjórnarkosninga. — Fráfarandi
stjórn og formaður höfðu mælst
undan að taka þátt í stjórnar-
störfum.
Fyrst var kosinn formaður, og
hlaut kosningu Sigurður Jóhanns-
soh verslunarmaður; því næst var
stjórn kosin og hlutu þessir kosn-
ingu: Bjarni Benediktsson, Einar
Eigilsson, Finnhogi Kjartansson,
Gunnar Thoroddsen, Jóhann G.
Möller og Nanna Zoéga, og til
vara: Gunnar Björgvinsson, Steínn
Guðmundsson, Sigurður Þorsteins-
son og Jón Gestsson. Endurskoð-
endur voru kosnir: Guðm. Bene-
diktsson og' Björn Snæbjörnsson,
og til vara Hallgrímur Jónsson
og Guðni Jónsson.
Að kosningunni lokinni flutti
hinn nýkjörni formaður fjelagsins
ræðu um þau verkefni, sem biðu
lausnar á komandi ári, og var
síðan hrópað ferfalt húrra fyrir
framtíð f jelagsins, sem þá, 16.
febr., var 7 ára gamalt.
Heimdellingar.
t
Ingiblörg Sigurðardóttir
frá Brautarholti andaðist í fyrri-
nótt að heimili sínu, Sjafnargötu
8, hjer í bænum.
Þessarar mætu konu verður
minst nánar síðar.
—■■—----------
Cjagbók.
Veðrið í gær: Hæg S-átt og
rigning' með 2—5 st. hita suð-
vestan lands. Hægviðri og víðast
úrkomulaust með 1—5 st. frosti
norðanlands og aústan.
Grnnn lægð yfir Grænlandshafi
á hreyfingu norðaustur eftir. —
Lítur út fyrir að þíðviðri muni
verða um alt land á morgun.
Veðurútlit í dag: S og SV-kaldi.
Þíðviðri og rigning.
Föstuguðsþjónusta. í dómkirkj-
unni í kvöld kl. 8%. Síra Friðrik
Hallgrímssin prjedikar.
í fríkirkjunni í kvöld kl. 8y2.
Síra Árni Sigurðsson.
Dánarfregn. Frú Guðríður
Bjarnadóttir, kona Júlínsar
Bjarnasonar, prentara í Alþýðu-
prentsmiðjunni, ljest aðfaranótt
mánudags.
fsfregn. Frá skipstjóranum á
Gullfossi fekk Veðurstofan svo-
hljóðandi skeyti um hádegið í
gær: „Sá í dag tvo ísjaka og
merki þess að meira væri 8—10
sjómílur út af Hælavíkurbjargi“.
Þórólfur, Skallagrímur og Gyll-
ir hafa verið að búast á saltfisk-
veiðar undanfarna daga, og fara
líklega á veiðar í dag.
Fisktökuskipið Fantoft fór hjeð
an síðari hluta dags í gær til
Vestmannaeyja til þess að taka
þar fisk og heldur það áfram
til titlanda.
Franskur togari fór hjeðan á
saltfiskveiðar í gær.
Til Strandarkirkju frá A. B. S.
20 kr. Ónefndum (gamalt áheit)
2 kr. Ekkju á Eyrarbakka 5 kr.
Konu á Eyrarbakka 5 kr. Rósu
5 kr. Nói 5 kr.
Hafnarfjarðarhöfn. Togarinn
Venus og Surprise komu frá Eng-
landi í gær. Togarinn Garðar i
fór á saltfiSkveiðar í gærkvöldi.
Hafskipabryggjan í Hafnarfirði,
hin eldri og stærri, skemdist mik-
ið í vestanáttinni um síðastliðna
helgi, þegar skip, sem lágu við
hana voru að reyna að komast
frá henni út á höfn. Skipin slitu
laiidfestar sínar og löskuðust
meira og minna.
Útvarpið í ð.ag: 10,00 Veður-
fregnir. 12,15 Hádegisútvarp.
15,00 Veðurfregnir. 18,15 Háskóla-
fyrirlestur: Sálarlíf barna og ung-
linga (Ágúst H. Bjarnasoú). 19,00
Tónleikar. 19,10 Veðurfregnir.
19,20 Tilkynningar. — Tónleikar.
19,30 Erindi: Baden-Powell og
skáltahreyfingin (Jón Oddgeir
Jónsson). 19,55 Auglýsingar. 20.00
Klukkusláttur. Frjettir. 20,30 Er-
irnli: Landafræði dýraríkisins, V.
(Árni -Friðriksson). 21,00 Tónleik-
ar: — a) Fiðlu-sóló (Þórarinn
Guðmundsson). — b) Grammó-
fónn: 'Weber: Freischiitz: Auff-
orderung' zum Tanz. Sálmnr.
Skipafrjettir: Gullfoss fór frá
ísafirði í gærmorgun á leið til
Siglufjarðar. — Goðafoss er á
leið til Hull frá Vestmannaeyjum.
■— Brúarfoss fór frá Kaupmanna-
höfn í gær. — Dettifoss kom frá
Hull og Hamborg í gærkvöldi. —
Lagarfoss er á leið til Kaupmanna
hafnar frá Seyðisfirði. — Selfoss
er í Reykjavík.
Sjúklingar á Laugamesspítala
biðja Morgunblaðið að flytja P.
O. Bernburg og fjelögum hans
þakkir fyrir komu þeirra þangað
og skemtun á sunnudaginn.
Skákþing Reykjavíkur. Á sunnu
daginn voru tefldar biðskákir;
Eggert Gilfer vann Steingr. Guð-
mundsson en jafntefli varð milli
Jóns Guðmundssonar og Sigurðar
Jónssonar. Níunda umferð var
tefld á mánudagskvöldið. í meist-
araflokki vann Jón‘Guðmundsson
Steingr. Guðmundsson en biðskák
varð milli Baldurs Möllers og
Eggerts Gilfers. í fyrsta flokki
vann Sigurður Halldórsson Sturla
Pjetursson og Bjarni Aðalbjarnar-
son Marg'eir Sigurjónsson. Tíunda
umferð og sú síðasta verður í
kvöld í Oddfjelagahúsinu.
Maður og kona verða sýnd ann-
að kvöld fyrir lækkað verð.
Dronning Alexandrina hefir
seinkað vegna óveðurs í hafi. Af-
greiðsla. Sameinaða sendi fyrir-
spurn til Færeyja í gær um skip-
ið, og fekk það svar seint í gær-
kvöldi að skipið mundi koma
til Þórshafnar í nótt eða dag.
Er það því ekki væntanlegt hing-
að fyr en í fyrsta lagi seint á
föstudagskvöld.
Vestfirðingamót verður haldið
í Hótel Borg í kvöld. Blaðið hefir
verið heðið að geta þess að Vest-
firðingar, sem ekki hafa náð í
aðgöngumiða enn, geti fengið þá
í dag hjá Jóni Halldórssyni trje-
smíðameistara.
Maðurinn, sem hvarf, heitir
mynd er Gamla Bíó sýnir þessi
kvöld, og er frásögnin frá ófrið-
arárunum. Hermaður giftir sig, en
er í sömu svifum kallaður til víg-
stöðvanna, verður að kveðja kon-
una í skyndi, hverfur í víti skot-
grafanna, er talinn af. En þegar
ekkja hans er um þáð bil að gifta
sig aftur, kemur „maðurinn, sem
hvarf“, aftnr fram á sjónarsviðið.
Hann hafði verið tekinn til fanga.
Aðalhlutverkin í þessum viðbnrða-
ríka leik leika þau Claudette Col-
bert og Olive Brook.
Dánarfregn. Á föstudaginn var
andaðist húsfrú Rannveig Helga-
dóttir á Kotströnd í Ölfusi, 79 ára
að a)ldri. Hafði hiin biiið á Kot-
strönd myndarbúi í 50 ár. Eins og'
allir vita er Kotströnd rjett við
fjölfarnasta veg hjer á landi, Snð-
urlandsbrautina, og var því oft
gestkvæmt þar, enda var Kot-
strönd um langt skeið helsti gisti-
staðurinn austan fjalls. Mnnu allir
þeir, sem þar komu minnast hinn-
ar látnu húsfreyju með virðingu.
Betania. — Vákningarsamkoma
verður í kvöld kl. 8,30. Ræðumað-
ur Páll Sigurðsson prentari. Söng-
ur og samspil. Allir velkomnir.
Nýir kaupendur að Morgunblað-
inu fá hlaðið ókeypis til næstkom-
andi mánaðamóta.
„Esja“ var væntanleg hingað
snemma í nótt.
„Lyra“ var væntanleg hingað
snemma í dag.
Innflutningurinn. Fjármálaráðu-
neytið tilkynti F. B. 19. febrúar
að innflutt hefði verið til lands-
ins í janúar fjTÍr kr. 3,322.068,
þar af til Reykjavíkur fyrir kr.
2.331,609.
Sendisveinadeild Merkúrs lijelt
aðalfund sinn í gærkvöldi. — Á
fundinum voru mættir 40—50
sendisveinar. Fimrn manna stjórn
var kosin. í henni eiga sæti þeir,
Einar Bjarnason, Gunnar Gunn-
arsson, Grímur Aðalbjörnsson,
Ellert Sölvason og Friðfinnur
Friðfinnsson. Fundarmenn sýndu
mikinn áhuga fyrir fjelags-starf-
seminni. Fór fundurinn liið besta
I fram.
■ Þetta
Suðusúkkulaði
er tippáhaíd allra
hásmæðra.
Ilár.
Hefi altaf fyrirliggjandi hár yið
íslenskan búning.
Verð við allra hæfi.
Versl. Goðafoss
Laugaveg 6. Sími 3436.
Odýrt
hveiti, Alexandra,
í 50 kg. sekkjum á 13.35.
í smápokum, mjög ódýrt. Enn-
fremur íslenskt bændasmjör, ísl.
og útlend egg; ódýrast í
Versl. Biðrninn.
Verkfæri,
skrár og lamir. Niðursett
verð.
Laugaveg 25.
Næturvörður verður í nótt í Ingf-
ólfs Apóteki og Laugavegs Apó-
teki.
Til Hallgrímskírkju í Saurbæ,
minningar um 31. janúar 1934
10 kr. — Kærar þakkir Ó. B. B.
Ljót lýsing. Blaðið Framsókn
skýrir nýlega frá liinu fyrirhugaða
flokksþingi Framsóknarflokksins,
sem miðstjórn flokksins hefir boðað
í Reykjavík 17. mars n. k. Segir
blaðið, að meðal verkefna „þings-
ins“ sje, að breyta „skipulaginu“
fræga frá síðasta flokksþingi, en
bætir því næst við: . „Ovíst er,
hvort það verður tekið nokkuð
sjerstaklega fyrir, hvernig á að
„skipuleggja“ árásirnar á Tr. Þ.
og Þ. Briem. Vissir menn innan mið
st.jórnarinnar munu líka telja sig
hafa staðgóða, mentun í því að níða
menn og rægja, þeg’ar á þarf að
hálda, og þeir sæki naumast holl
ráð-til atinara í því efni“.,
Farsóttir og manndauði . í
Reykjavík vikuna 4.—10. febr.
(í svigum tölur næstu viku á
undan). Hálsbólga 36 (44).
Kvefsótt 38 (69). Kveflungna-
bólga 0 (3). Gigtsótt 1 (1).
Iðrakvef 12 (11). Inflúensa 0
(4). Hlaupabóla 8 (4). Skarlat-
sótt 3 (1). Munnangur 0 (1).
Mannslát 5 (6). Landlæknis-
skrifstofan (FB.).
Fyrirspurn. Út af frjett hjer í
blaðinu þ. 13. þ. m. um það, að
Aðalstöðin sje einkaeign, leyfi jeg
mjer að beina þeirri spurningu
til rjettra hlutaðeigenda liver á
Aðalstöðina, (nafn hennar) og'
hver rekur haiia.
Viðskiftavinur.