Morgunblaðið - 14.03.1934, Síða 4
4
MORGUNBLAÐIÐ
»■*
I Smá-auglýsingaij
Stúlka óskast í vist, hálfan dag
inn, og við kjólasaum hálfan dag-
inn. Hei-hergi fylg'ir. Gott kaup.
A. S. í'. vísar á .
Lambalifur, frosin, selst fvrir
40 aura y2 kg. Kaupfjelag Borg-
firðinga, sími 1511.
Fæði, gp.tt ög ódýrt og einstakar
máltíðir fást í Café Svanur við
Barónsstíg.
Blóma- og grænmetissalan, Óð-
instorgi, hefir síma 2672.
Bankabygg.
Bankabyggsmjöl.
Mannagrjón.
Semulegrjón.
Bækigrjón
fást í
I miðdagsmatinn:
ófrosið diikakjöt, saltkjöt,
Langikjöt. Reykt bjúgu, miðdags-
pylsur, kjötfars, nýiagað daglega
ÞaS besta, að allra dómi, sem
reynt hafa
Vetslun
Sveins Iðhannssonar.
BergataSaetreti 15. Simi 1001.
Photomaton
Lækkað verð. Bestu og ódýr-
ustu augnabliksmyndirnar
kosta kr. 1.50 6 st.
TEMPLARASUND 3.
Hnúturlnn
leystur.
Ljómasmjörlíki var fyrsta ís-
lenska smjörlíkið sem blandað var
fjörefnum (vitamin). Rannsókn
leiddi ó sínum tíma í ljós að
Ljómasmjörlíki innihjelt að mikl-
j um mun meira vitamin, en aðrar
I íslenskar smjörlíkistegundir.
| Ljóma-smjörlíkisgerðin hefir
: haldið tilraunum sínum áfram, og
: uú er hinu setta marki náð. Hið
I nýja Ljóma-vitaminsmjörlíki inni-
heldur nú að minsta kosti, jafn-
mikið vitamin og besta rjóma-
bússmjörlíki.
Það er þegar nokkur tími síðan
að frámleitt var Ljóma-smjörlíki
með jafnmiklu Vitamin-innihaldi
og smjör. En verksmiðjan vildi
ekki birta það fyr en örug'g vissa
væri fengin fyrir vitamininnihald-
inu.
Nú er sú vissa fengin.
Það er kunnugt að erlendis hef-
ir vitamin-smjörlíki verið fram-
leitt um nokkurn tíma. Það er
enginn deila um það lengur að
hægt sje að „vitaminisera“ smjör-
Jíki. En vandinn hefir verið í því
fólginn að finna nægilega gott og
sterkt „vitamin preparat", svo
ekkert aukabragð kæmi af smjör-
líkinu, þó það innihaldi vitamin.
Noi'ðmenn og Svíar hafa orðið
að láta sjer nægja efni sem ekki
er sterkara en það, að af því þarf
frá 750 til 1000 grömm í tonnið
af smjörlíki.
Danir. sem eins og kunnugt er
standa fremstir allra í þessum
efnum láta sjer þetta ekki nægja.
Hefir þeim tekist að framleiða
efni, sem er fjórum sinnum sterk-
ara, og hafa rannsóknir sannað
að smjörlíki, blandað þessu efni
(að eins 200 gr. í tonnið af smjör-
líki) inniheldur jafnmikið A-fjör-
efni og besta snmarsmjör. Og
Þetta
Suðusúkkulaði
er uppáhald allra
húsmæðra.
nákvæmar ítarlegar rannsóknir
hafa einnig leitt í ljós að með því
að „vitaminisera“ smjörlíkið með
þessu efni, er útilokað að nokk-
uð aukabragð finnist af smjör-
líkinu.
Þetta efni hefir Ljóma-smjör-
líkisgerðin fengið og notar það í
Vitamin-smjörlíki sítt.
Þetta nýja Ljóma-vitamin-
smjörlíki fæst í öllnm verslnnum
borgarinnar í dag.
Adv.
Appelsínur
beint frá JAFFA.
Nýju bækumar:
Sögur frá ýmsum löndum, II. bindi, ib. 10.00.
Sagan um San Michele eftir Munthe, ib. 17.50 og 22.00.
Sögur handa börnum og unglingum, III. bindi, ib. 2.50.
Egils saga Skallagrímssonar, útg. Fomrítafjelagsins, ib. 15.00£.
Bðkarerslnn Slgf. Efmnnðssonar
OgBðkabúð Absturbsajar BSE, Laugaveg 81,
mainiBB & larnvfirur --
Fafaefni
mikið úrval nýkonúð. — Tillegg til fata og rill vinnai
1. flokks. — Sanngjarnt verð.
G. Bjarnason & Fjeldsted
Grand-Hótel. 40.
IX.
En hann lét sér fyrst um sinn nægja að hneigja
sig. Auðvitað hefði hann getað lagt á flótta þegar í
stað, eftir framhliðinni, sömu leið og hann hafði
komið. Hahn hefði getað drepið Grusinskaju eða
ógnað henni til að þegja. En hið vingjarnlega skap-
ferli hans gaf honum þessa hugmynd að hneigja
sig ósjálfrátt í stað þess að fremja ofbeldi og morð.
Hann vissi ekki af því sjálfur, að hann var bláhvít-
ur fyrir neðan augun — og í sínum innra manni
kenndi hann hættuna, sem hverja aðra nautn, eins
og vímu eða óendanlegt fall í draumi.
„Hver eruð þér? Hvernig eruð þér hingað kom-
inn?“ spurði Grusinskaja á þýzku næstum kurt-
eislega.
„Fyrirgefið mér, frú, — eg læddist inn í herbergi
yð«r. Eg .er---það er voðalegt, að þér skulið
hafa rekist á mig hérna. Þér komuð fyrr heim en
vant er. Það var óheppni. Slys. Mér er ómögulegt
að skýra það fyrir yður“.
Án þess að líta af honum augunum, gekk Grus-
inskaja tvö skref aftur á bak og inn í herbergið og
kveikti kalda ljósið á ljósakrónunni. Ef til vill hefði
hún farið að kalla á hjálp, hefði þetta verið ljót-
ur maður og illa til reika, sem hún fyrirhitti í svöl-
um sínum. En þessi maður hræddi hana ekki —
liann var fallegasti maður, sem hún hafði nokkru
siníii augum litið — það mundi hún allt í einu, gegn
um verónalvímuna. En það, sem aðallega gerði það
að verkum, að hún fékk fullt traust á manninum,
var. — þótt einkennilegt sé — fallegu bláu siljci-
néttfötin, sem Gaigern var í.
„Já, en hvað viljið þér hingað?“ spurði hún og
mælti á frönsku.
.JSkki neitt. Eg vildi bara sitja hérna. Bara vera í
hertergi yðar“. Hann saug lungun full af lofti; nú
var bara um að gera að telja Grusinskaju trú um
eitthvað — þar var þó alltaf ofúrlítil von um frels-
un. Þjófaháleistarnír, sem hann hafði utanyfir skón-
um, voru honum til baga, og með fimlegri hréyfingu
gat hann troðiö þá af fótum sér, án þess, að hún
tæid eftir.
Grusinska.ía hristi höfuðið.
„1 mínu herbergi? — Já, en í guðs bænum, til
hvers?“ spmði hún með háu, rússnesku fuglsrödd-
inni og einkennileg eftirvænting kom fram í svip
hennar.
Gaigern, sem onn stóð í svaladyrunum, svaraði:
„Eg skal segja yður sannleikann, frú. Þetta er
ekki í fyrsta sinn, sem eg hefi verið í herbergi yðar.
Oft og mörgum sinnum, þegar þér hafið verið í leik-
húsinu, hefi eg setið hér. Eg hefi andað að mér and-
rúmsloftinu í þessu herbergi. Eg hefi skilið eftir
lítið blóm handa yður. Fyrirgefið mér....“ Teið
með verónalinu í kólnaði. Grusinskaja brosti ofur-
lítið, en er hún varð þess sjálf vör, þurkaðist brosið
burt af andliti hennar og hún spurði ströngum róm:
„Hver hefir hleypt yður inn? Stofustúlkan? Eða
kannske Suzette? Hvernig komust þér inn?“ —
Gaigern ákvað að tefla á tvær hættur. Hann bennti
út um svaladyrnar og út á götuna.
„Þessa leið, sagði hann. Frá mínum svölum“.
Aftur hafði Grusínskaja það ósjálfrátt á tilfinn-
ingunni, að hún hefði upplifað þessu líkt áður. Og
loks tók endurminningin á sig fasta mynd í huga
hennar. Ungur liðsforingi — hreinasti krakki —
hafði einu sinni falið sig í herbergi hennar 1 einni
sumarhöllinni í Abas-Tuman, þangað, sem Sergei
stórfursti var vanur að taka hana með sér. Það var
lífshættuspil, enda fór svo, að hann týndi lífi af
dularfullu slysi í veiðiför, síðar. Þrjátíu ár voru lið-
in síðan, að minnsta kosti. Um leið og Grusinskaja
gekk út á svalirnar og fylgdi hönd Gaigerns með
augunum, reis þessi gamli viðhurður ljóslifandi fyr-
ir hugskotssjónum hennar. Hún sá andlit liðforingj-
ans — Pawel Jerilinkoff hét hann — og hún minnt-
ist augna hans og fáeinna kossa. Henni var kallt
og samtímis tók hún eftir því, að hita lagði frá~
manninum, sem stóð við hiið hennar á svöhmum.
Hún leit snöggvast á sjö stikna leiðina eftir framm
hlið hóteisins, sem var milli hennar svala og hinnæ
r.æstu.
„Já, en þetta er Iífshætta“ sagði hún út í bláinn,.
og hugsaði meir um Jerilinkoff en augnablikið, sem
var að líða.
„Ekki svo mjög“, svaraði Gaigern.
„Það er kallt“. Lokið þér dyrunum, sagði Grus-
inskaja allt í einu og flýtti sér frá honum og inn í
herbergið.
Gaigern hlýddi, gekk á eftir henni inn, lokaðii
dyrunum, og beið með hangandi arma. Hann var
áberandi fallegur, hæverskur, ef til vill svo lítið
(Jbjánalegur unglingur, að hætta 1-ífi sínu á róman-
tískan hátt til þess að komast inn í herbergi frægrar.
dansmeyjar. Hann hafði dálitla leikaragáfu —þess-
krafðist líka atvinna hans. Og nú var hann að leikas
upp á líf og dauða. Grusinskaja laut niður, tók bún-
inginn, sem hún hafði fleygt af sér áður og fór me5
hann inn í baðherbergið. Blóðdropinn úr fægðu^.
rauðu gleri blikaði. Hún fann til sárs verkjar, er
hún sá hann. Engin framköllun! Ekkert hneyksli af.
því, að önnur tók við hlutverki hennar. — Þessir.-
grimmlyndu áhorfendur, og þessi grimmlynda Ber-
iín! Og þessi sára einvera! Hún hafði verið farin að
jafna sig eftir sársaukann — og nú kom hann aftur;
og nísti hjarta hennar. Hún steingleymdi snöggvast:
ókunna manninum, sem líktist Jerilikoff sálivga, en-
allt í einu sneri hún sér aftur að honum og kom svo.
nærri honum, að hún fann hitann leggja til sín, og
spurði, án þess að líta á hann: „Hvers vegna gerið
þér þetta? Hvers vegna leggið þér líf yðar í hæktu?