Morgunblaðið - 20.03.1934, Blaðsíða 7

Morgunblaðið - 20.03.1934, Blaðsíða 7
WOT?OTTNRT AF1TTT 7 ræð nauðsyn sje til þess frá þjóð- liagslegu sjónarmiði. Upp úr næstu kosningum hlýt- ur að verða annað tveggja, að Sjálfstæðisflokkúrinn fái hreinan meirihlua og geti á sitt eindæmi myndað sterka stjórn óháða dutl- ungum og bitling'agræðgi hinna flokkanna, eða þá hitt að sósíal- eitisku flokkarnir sameinaðir nái meirihluta og bræði sig saman með margvíslegum kaupskaparsamning um um stjórnarmyndun. Hvort halda kjósendur að farsælla reyn- ist! Þriðji möguleikinn er sá, að alls ekki reynist unt að mynda þingræðisstjórn eins og raun varð á nú á síðasta þingi, og væri slíkt ömurleg útkoma samhliða því, að lýðræði er enn aukið með veru- legri rýmkun kosningarrjettarins samkv. hinni nýju stjórnarskrá. Síðustu kosningar voru yfirleitt illa sóttar einkum í sveitakjör- dæmum. Það er öldungis víst, áð ein veruleg orsök þess var sú, að margt þeirra kjósenda sem áður hafa stutt Framsóknarflokkinn gátu ekki samvisku sinnar vegna gjört það lengur, en veigruðu sjer hins vegar við að ganga þá þegar í Sjálfstæðisflokkinn. Svo sterk var enn sú taug sem batt þá við þennan vandræðaflokk sem þeir höfðu illu heilli fylgt, sumir um langt skeið. Er nú þess að vænta að þessir kjósendur hiki ekki við að styðja Sjálfstæðisflokkinn við næstu kosningar. Ættu og síðustu atburðir innan Framsóknarflokks- ins: makkið við sósíalstia og' samn- ingurinn við þá á kostnað sveit- anna, valdastreit.a einstakra manna innan flokksins og öll sú ringul- reið sem þar er orðin, að hafa opnað augu kjósenda alment fyrir því, að þeim mönnum sem verið hafa leiðtogar þess flokks að und- anförnu sje ekki trúandi fyrir því aðalverkefni þjóðfjelagsheildar- innar sem óumflýjanlegast af öllu þarfnast fljótrar og skynsamlegr- ar úrlausnar. En þetta mál mál- anna er fjárhagsviðreisn þjóðar- innar á þjóðlegum sjálfstæðis- grundvelli. „Mickey Mouse“ hefir átt miklum vinsældum að fagna um allan heim. Eins og sjest hjer á myndinni, hefir það verið móðins í Ame- ríku að láta mála mynd af henni á bak sjer. Tíðkaðist það og í Evrópu, og' þær stúlkur, sem best fylgdust með móðnum í París og London, ljetu mála mynd af „Mickey Mouse á kápurnar sínar. 28. desemher 1933. Þ. Anny Rutz sem á að leika hlutverk Máríu meyjar í helgileikunum í Oheram- merg'au. Ásbjörn, einn af ísfirsku bát- unum, kom inn til Hafnarfjarðar í gær með góðan afla. Dagbók. I. O. O. F. O.b. 1, P.= 1153208V4 = K. P. Veðrið í gær: Yfir Atlanshaf- inu, Bretlandseyjum og norður á milli Islands og Noregs eru all- djúpar lægðir, og veita þær frem- ur köldu lofti suðvestur yfir Is- land. Sumstaðar á N- og A-landi eru lítilsháttar snjójel, en á S- og V-landi er víðast bjartviðri. Frost er frá 1—8 st. Við S-Græn- land er enn ein lægð, sem mun hreyfast til austurs fyrir sunnan ísland og herðir þá talsvert á A- átt, a. m. k. sunnanlands. Veðurútlit í dag: Allhvass A. Úrkomulaust. Fulltrúafundur Sjálfstæðis- manna í Skagafirði hófst á Sauða- króki á laugardag og stóð yfir í 2 dag'a. Voru 60 fulltrúar mættir á fundinum, úr öllum hreppum sýslunnar. ! Togararnir. Af veiðum komu í gær: Máx Pemberton (103 tn. lifrar), Belgaum (100 tn.), Þór- álfur (110 tn.) og Kári Sölmund- arson (85 tn.). Baldur er vænt- anlegur af veiðum í dag. Galerna, spanskur togari kom hingað í gær til þess að fá sjer kol. Var hann með um 250 smál. af saltfiski. Á honum eru fimm íslenskir sjómenn. Togarinn mun halda áfram veiðum hjer við land enn um nokkurt skeið. Árshátíð Heimdallar var hald- m að Hótel Borg á laugardags- kvöld. Sóttu hana um 300 manns. Hófst hún með borðhaldi og voru margar ræður fluttar, m. a. af formanni fjelagsins, Sigurði Jó- lxannssyni, formanni Sambands ungra Sjálfstæðismanna, Guðna Jónssyni. Einnig töluðu þarna Jón Þorláksson borgarstjóri og' Magnús Jónsson alþm. Að loknu borðhaldi var dans stiginn fram undir morgun. Fór skemtunin að öllu leyti vel fram. Afli Norðmanna mun í viku- lokin hafa verið 52 þús. smál. af hausuðum og slægðum fiski, en 62 þús. smál. á sama tíma í fyrra. Jarðarför síra Ólafs Stephensen fyrrum prófasts fár fram í gær að viðstöddu fjölmenni. Síra Garðar Þorsteinsson flutti hús- kveðju. Síðan var líkið flutt upp að Lágafelli og jarðað þaðan. j Var Lágafellskirkja troðfull af j fólki. Þar flutti síra Bjarni Jóns- son dómkirkjuprestur ræðu. Meyjaskemman verður leikin j annað kvöld. Aðgöngumiðasalan | byrjar í dag'. Fjölnismenn. Kappskákir í kvöld kl. 8. Sðllunarstððvar hainarsjóðs Sigluliarðar til Seigu í sumar. Afnotarjettur að Anlegginu og síldverkunarstöð fyrir norðan, bryggjur dr. Pauls, verður seldur ef viðunalegt boð fæst á opinberu uppboði, sem fer fram á bæjarfógeta- skrifstofunni, laugardaginn 31. þ. m., kl 1 síðdegis. Nánari upplýsingar á skrifstofunni. Skrifstofa Sigluf jarðarkaupstaðar,. 17. mars 1934. Bæjarfógetinn Aflinn á öllu landinu var 15. þ. m. 10 þús. smál. (miðað við fullverkaðan fisk) en á sama tíma í fyrra 15 þús. smál. Hjeraðsmálafund halda Norð- ur-ísfirðingar nú að Ogri. Hófst hann á sunnudaginn og stendur til 24. mars. En þar mættu 25 full- trúar úr 9 hreppum sýslunnar. Saumanámskeið í Stykkishólmi. Undanfarna 2 mánuði hefir verið saumanámskeið í Stykkishólmi, að tilhlutun heimilisiðnaðarfjelagsins þar. Kennari var ungfrú Krist- jana Hannesdóttir, og nemendur voru 10. Námskeiðinu lauk á laugardaginn var, og var þá hald- in sýning á handarvinnunni. Áhugi fyrir sundi eflist. Það er eins og þjóðin sje að ranka við sjer um það, hve sundíþróttin er henni nauðsynleg og læri ár frá ári betur og betur að meta „í- þrótt. íþróttanna“. Sundlaugar og sundhallir rísa upp víða um land, og áhugi fyrir sundíþróttinni eykst. Nú má t. d. segja frá því, að sundnámskeið var í Sundskála Svarfdæla frá 10. jan. til 15. febrúar, og voru nemendur þar 87, þar af 41 úr Svarfdælahreppi, 13 úr Árskógshreuni, 2 úr Arnar- neshreppi, 9 úr Ólafsfirði og 22 frá Siglufirði. 1 sundprófi, sem haldið var að námimi loknu. skör- uðu þessir fram úr: Jón Biörns- son.Skafti Þorsteinsson og Gunn- laugur Friðriksson. Sundskáli þessi tók fyrst til starfa á.rið 1929. Kristinn Jónsson, sem hefir verið kennari þar síðan,segir að kunn- ugt sje að 6 af nemendum sund- skólans hafi bjargast frá drukn- nn með þeirri sundkunnáttu, sem þeir fengu þar. Síúklingar á Lauganesi hafa beðið Morgunblaðið að flytja þeim Þórhalli Árnasyni og' Egg- ert Gilfer kærar kveðjur og þakk- ir fvrir komuna þangað á sunnu- daginn var og skemtunina. Hafnarfjarðartogararnir. f gær ! komu af veiðum Venus eftir 10 daga, með 105 tn. lifrar og 140 smál. af fiski, Valpole eftir 11 daga með 95 t.n. lifrar og 131 smálest af fiski, þar af var flatt- ur og ósaltaður fiskur 26 smá- lestir. Slökkviliðið var kvatt að Vestur- götu 52 um kl. 9,15 í gærkveldi. Hafði kviknað þar í hesthúsi, í því voru tveir hestar og nokkuð af heyi. Hesthúsið og heyið brann að mestu en hestunum var bjarg- að. Um upptök eldsins var ekki kunnugt í gærkveldi. Siglingar: ísland kom að vestan og norðan í fyrrinót.t. Nýfísku sfeinhús á góðum stað í bænum, ásamt stórri eignarlóð, er til sölu. Ágæt lán hvíla á eigninni. — Upplýsingár gefur Húsnæðísskrífstofa Reykjavíkar Aðalstræti 8. Nýung f innlendum iðnaði Efnasmiðjan Harpa býr til: Innilakk, tvær tegundir- Útilakk Skipalakk - Gólflakk - Þurkefni Vörur þessar, eru að verði og gæðum fyllilega sam- bærilegur við erlenda tilsvarandi vöru. Aðeins notuð bestu efni. Hráefni og framleiddar vörur undir stöðugu eftirliti efnafræðings. Kaupmenn, kaupfjelög og málarameistarar! Þjer gerið hagfeldust kaup á ofangreindum vörum hjá Efnasmiðfunni „HÖRPU“. Sími 1994. Hverfisgötu 57. Sími 1994. Reykjavík. Reiðiiióiasmiðjan Veltusundi 1. Leiðrjetting. Þess hefir verið beðið að geta, að villa hafi orðið á laugardaginn var í afmælisfregn Katrínar Eyjólfsdóttur frá Seli. Var hún þar talin 85 ára, en átti að vera 83 ára. Allsherjarmót t S. f. 1. S. t. hefir falið K. R. að standa fyrir Allsherjarmótinu í sumar. Á mótinu verður kept samkv. nýrri reg'lugerð, sem íþróttaráð Reykja- víkur hefir samið og í. S. í. stað- es ' Hagsýnn kaupandi spyr Frú Ragnhildur Bebe-Wilse, fyrst og fremst Um gæðin. dottir bændaöldungsins Hjartar Líndals á Núpi í Húnavatnssýslu, Ilaiiilet og Þór kom hingað með „Gullfossi". I . . . , . . Hún er gift dönskum manni og heimsþekt fyrir end- hefi^ átt heima í Kaupmannahófn hlgurgæði Og eru því um margra ára skeið. | ÓdýrUSt. Til Strandarkirkju frá s. B. NB. Allir varahlutir fyrir- 4.00, S. Th. tvö gömul áheit 15,00, J. D. 5,00, M. G. 2,00. Skipafrjettir. „Gullfoss" kom frá útlöndum í fyrrinótt. „Goða- foss“ fór fiá Isafirði í gærmorgun á leið til Patreksfjarðar. „Brúar- foss“ kom til London í gær- morgun. „Dettifoss“ fór frá Ham- borg í gær. „Lag'arfoss“ var á Sauðárkróki í gærmorgun. „Sel- foss“ fór frá Vestmannaeyjum í gærmorgun. Franskur togari kom hingað í Gullfoss j gær til að leita viðgerðar. Hafði kom frá útlöndum. Lyra er vænt- 1 anleg hingað snemma í dag. skriifan brotnað, og var honum rent upp í fjöru. liggjandi. Viðgerðir allar fljótt og vel af hendi leystar. Sigurþór Sími 3341. Símnefni Úraþór. Karlakór verkamanna fór suður til Vífilsstaða á sunnudaginn og söng fyrir sjúklingá. Hafa þeir beðið Morgunblaðið að flytja kórnum þakkir fyrip.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.