Morgunblaðið - 20.03.1934, Blaðsíða 8

Morgunblaðið - 20.03.1934, Blaðsíða 8
8 MORGUNBLAÐIÐ | Smá-auglýsingai| Sólrik þriggja til leigu 14, maí Tilboð merkt: Á, »4. í. lierberg'ja íbúð, í Austurbænum. „100“ sendist Útvarpsbókin. og Maggi Magnús. Fræ. Blómfræ, matjurtafræ og íslenskt guh-ófufræ selur, Ragn- heiður Jensdóttir, Laufásvegi 38. Vil taka stúlku sem lærling við ; kjólasaum. Hildur Sívertsen, Mjó- stræti 3. Sími 3085. . -r— ----------............... ITýkomnir fallegir vorkjólar, úr ull, í öllum hinum fallegu millilitum ásamt svörtu. Verð frá Opið frá 2 til 7 e. h. Hyggnar húsmæður gæta þess að hafa kjarnabrauðið á borðum sínum. Það fæst aðeins í Kaupfje- 'lags Brauðgerðinni, Bankastræti 2. Sími 4562. Saumastofan Njálsgötu 40 tek- ur allskonar saum, allar smá- TÍJhir með góðu verði. Sími 2539 eftir kl. 2 ibúðarhús til sölu. Sjerstaklega sólríkt hús á ágætum stað í bænum, tvær íbúðir, önnur 3—4 herbergi og ktU 4—5 herbergi, til sölu nú þogar. Alt húsið lanst til íbúð^ ar 14. maí n. k. .Upplýsingar gefur Brynjóltur Þörsteinsson. bankafulltrúi, Öldu- giftu 19. Sími 4787. ávextir! Apricots, Blandað, Döðlur, Epli, dráfíkjur, Rúsínur, Sveskjur. Að eins lítið eftir. liörtur Hjartarson Brœðraborgarstíg 1. Sími 4256. EGGERT CLAESSEN hæstar jettarmálaflutningsmaCur, Skrifsiofa: OddfellowhúsiC, Vonarstræti 10. (Inngangur nm austurdyr) Samkvæmiskjólar úr Crepe-satin Velour-transparant, . Taft- og Silkiflauei, aðeins fá stykki NINON Aastarstrætí 17. Uppl Opíð 2-7, Hnnið A.S.I. Jeg lít svo á, að Fjelag út- varpsnotenda eigi því aðeins ti verurjett, að það sýni í verki, að því sje ant um útvarpsmenningu í landinu og vilji efla hana eftir föngum. Að þessu er Árbók fje lagsins meðal annast ætlað að vinna. Hún á að vera tengiliður milli hinna dreifðu útvarpsnot- enda, er gefi þeim yfirlit um hið helsta, sem gerst, hafi í útvarps málum heima og erlendis, og loks skýra frá störfum og hag Fjelags útvarpsnotenda ár frá ári. — Út frá þessu sjónarmiði brá mjer mjög í brún, er mjer barst í hendur Árbók F. Ú. 1934. Rit- stjóri er þar talinn O. B. Amar en íormaður fjelagsins M. J. M læknir. Þessir tveir menn, ásamt G. Backmann símritara, hafa ritað árbókina. Öðrum er þar ekki til að dreifa. Hvað bera svo þessir þremenn ingar á b.orð fyrir útvarpsnot- endur? Formaður fjel. M. J. M. ritar stutta grein um „Samband ís- lenskra útvarpsnotendafjelaga“. Þar er gerð grein fyrir uppkasti að lögum fyrir slíkt samband, sem fyrverandi fjelagsstjórn hafði undirbúið — en ennþá er óstofnað. Grein þessi sýnir ljós- lega, að höf. er næsta ókunnur málefnum útvarpsnotenda. T. d segist hann ekki vita með vissu að til sje starfandi útvarpsnot- endafjelag utan Reykjavíkur, nema á Akureyri og rjett á eftir segir hann að slíkur fjelagsskap ur sje hvergi til. Veit form. því sýnilega ekki um hin vel skipu- lögðu fjelagssamtök útvarpsnot enda á Austfjörðum, sem bæði hafa orðið þeim sjálfum að góðu liði og Ríkisútvarpinu ákjósan leg samvinna í vandamálum. Ekki er í Árbókinni minst einu orði á hag F. Ú., fjelagatölu nje störf á liðnu ári. G. Backmann ritar enn um hina barnalegu hugmynd sína, að jafna niður öllum rekstrar- kostnaði útvarpsins á gjaldend- ur, sem nefskatti, en fella niður árgjöld útvarpsilotenda. Nær það vitanlega gngri átt. Hitt gæti vel komið til mála, og verð- ur líklega gert síðar meir, að lækka mjög eða fella niður af- notagjöldin, en jafna útvarps- kostnaði á gjaldendur eftir efn um og ástæðum. Mest af efni Árbókarinnar er svo eftir O. B. Arnar. I grein, sem birtist í Morgunblaðinu 1. þ. m. ljet jeg í Ijósi fyrirlitningu mína á dylgjum hans um Ríkis- útvarpið og Gunnlaug Briem verkfræðing. Á sömu bókina lærð eru flest önnur skrif hans í Árbókinni. Það er til vansæmd- ar fyrir F. Ú. og móðgun við út- varpsnotendur að Árbók þeirra skuli flytja slíkt. Nú hefir „fokið í“ Magga J. Magnús út af ummælum mínum, eins og skammagrein hans í Mbl. 6. þ. m. ber með sjer. En því fer fjarri að hann telji illa farið um Árbókina. Þvert á móti er hann drjúgur af O. B. Arnar. Hann á að vera „viðurkendur sjerfræðingur í útvarpsmál- um“(l) og Árbókin er „spjald- anna á milli full af fróðleik, sem alla útvarpsnotendur varðar“, Með þessu gerist M. J. M. með sekur málaflutningi O. B. Arn- ars. Verði honum að góðu. Ef dæma skyldi F. Ú. eftir þessari umræddu Árbók, getur dómurinn varla orðið glæsileg ur. Er það líklegt til að færa nokkuð í betra horf eða efla vit- varpsmenningu í landinu, ef það heldur áfram á þeirri braut, sem núverandi formaður hefir vilst inn á?v Jón Eyþórsson. Lögmál hringsins Svo nefndi Grétar Fells, lög fræðingur og skáld, erindi, sem hann flutti í Guðspekifjelaginu á sunnudaginn var. Efni þess var að sýna fram á rökin, sem mæltu með því, að menn fædd- ust oft á þessari jörð, eða þar til þeir hafa numið þær lexíur, sem mannlífið hefir að bjóða Margir munu undraöt með sjálf um sjer yfir því, að svo mis- jafnlega er skift andlegu og siðferðislegu átgerfi manna á milli — undrast yfir órjettlæt- inu, sem í því býr, að sumir menn eru hamingjunnar börn alt frá fæðingu, bæði að ytri skilyrðum og mannkostum, aðr- ir hljóta skertan hlut bæði að gáfum, heilsu og öðrum lífsgæð- um. Kirkjan á ekkert svar við veirri ráðgátu, sem lir því verð- ur, að alrjettlátur guðdómur út- hlúti svo hlutdrægt lífsskilyrð- um til barna sinna.Vísindin hafa heldur enga skýringu upp á að )jóða, sem fullnægi. En heim- ápeki sú, sem heldur áfram end- urteknum fæðingum hjer á jörð varpar Ijósi yfir þetta, fullnægir rjettlætiskröfunni og gjörir líf- ið auk þess f jölbreyttara — gjör ir það jafnvel að heillandi æfin- týri. Eitt jarðlíf — eitt skref á angri leið. Alloftast miðar lítið áfram í áttina til fullkomins mannþroska á einni mannsæfi,. Lítil mentun verður úr því þó setið sje í einum bekk í einum skóla. Nemandinn verður að íoma ár eftir ár og ganga skóla úr skóla þar til hann getur talist fullnuma í sjergrein þeirri, sem hann leggur stund á. Hringferð er lögmál náttúr- unnar. Mannlífið lýtur sömu lög- um. Flestar þjóðir jarðarinnar íafa þekt þessa hugmynd. Á öll- um öldum hafa mörg stórmenni andans talið endurholdgun lík- legustu skýringuna á fjölmörg- um fyrirbrigðum lífsins.Má með- al þeirra nefna skáldið Göete, er cvaðst hlakka til að koma aftur nýbaðaður“. Fyrirlesarinn sagði margar sögur af endurminningum manna frá fyrri jarðvistum og var fyrirlesturinn allur hinn skemtilegasti. Grétar Fells er yfrlætislaus og prúður fyrirlesari, en orðum tians fylgir hlýja, sem gengur :il hjartans. Málið er snjalt og fágað og bregður fyrir skáldleg- um filþrifum í meðferð efnisins. Þökk fyrir skemtilega kvöld- stund, Grétar Fells. K. M. )) Itemi i Olseini (( böi-nin yðar eru lystar- laus, þá gefið þeim hinn l.júffenga vitaminsgraut úr Það er hollasta og besta fæðan, jafnt fyrir gamla, sem unga. — | soð/n ínýmjóÁ veroö ð 5 rmmitum að ágætum bœtiefndqwut Daíni barnið ekl<i,qefið þvi Cerena qraut á hverjum deql, þá forþað fdlleqar rauðar kinnao Kartöflur Valdar norskar kartöflur fáum við á fimtu- dag eða föstudag. Aðeins lítið óselt. Eggert Kristjánsson & Co. 35 ára^afmælisfagjnaðiir verður haldinn laugardaginn 24. þ. m. í K. R. húsiml d. 9 síðd. og fyrir yngri fjelaga en 16 ára, sunnudaginn 25. þ. m. kl. 5 síðd. Til skemtunar verður á laugardags- kveldið: Sameiginleg kaffidrykkja. Ræður. Lúðrasveit Reykjavíkur spilar. Einsöngur hr. óperusöngvari Pjetur Á. Jónsson. Fimleikasýning telpna og drengja. Ný K. R. „Revy“, „Allir frískir“, og dans á eftir. Fyrir yngri fjelaga verður dagskráin að nokkru ireytt. Aðgöngumiðar kosta kr. 3,50 fyrir fullorðna og ir. 2,00 fyrir yngri fjelaga og eru seldir frá deginum í dag og til kl. 5 á laugardag hjá Guðm. Ólafssyni, Vestur- götu 24 og í verslun Haraldar Árnasonar. Fjelagar fjölmennið á afmælishátíðina. Við lofum ykkur góðri skemtun. Stjórn K. R. Hvöt. Orkt fyrir 50 ára afmæli Good- templarareglunnar á fslandi. Óldur tímans áfram stíga. aldir fæðast, lifa. hníga. : Eyjast ókunn lönd : Yfir fjöllum eldar lýsa, vst við sjónhring borgir rísa. :.: Evjast ókunn lönd :,: Þeir, sem nýjar brautir brjóta, brattann klifa, sjónar njóta, : yfir ókxmn lönd :,: Þrárnar vaxa, himinn liækkar, liugur lyftist, útsýn stækkar, : yfir ókunn lönd :. Dirfsku ferðir fullhuganna, frægðar verkin afreksmanna, opna ókunn lönd :,: Þeir, sem skapa hugsýn hærri, hreinni stefnur, óðöl stærri, :,: opnð ókunn lönd Uftrygglngafiel. flndvaka Lækjartorgi 1. Sími 4250.. Líftryggingar. Barnatryggingar. Hjónatryggingar. Heiður þeim sein hindrun riður. heiður þeim scm múginn styður. :,: inn í ókunn lönd: Heiður þeim sem hlekki slítur, heiðui’ þeim sem vegi brýtur inn í ókunn lönd: Nú látum lúðra kalla — það loga í ausri ský — um heiminn herljóð gjalla. Vjer liefjum sókn á ný. Vjer sveiflum settum tjöldum og sækjum fram á leið. Á bak oss skjótum skjöldum,. oss skýla virkin breið. Kristmundur Þorleifsson,.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.