Morgunblaðið - 13.05.1934, Qupperneq 4
4
MORGUNBL/ÐIÐ
I
KVEriDJÓÐIM OQ HEIMILIN
Garðrækt.
Aburður.
Hvað líður þyngdinni ?
Besti áburður í nýja garða er
húsdýraáburður. Sá er aðeins
hængur á við notkun hans, að
hann flytur mikið illgresi með sjer
í garðana. Við því er ekki annað
að gera en að hreinsa garðinn vel
og taka alt það illgresi, sem í hann
slæðist undir eins og þess verð-
ur vart. I.llgresi má aldrei ná að
bera blóm eða fræ í neinum garði.
Enda er engin vandi að halda því
niðri með svo þægilegu áhaldi, sem
arfasköfunni.
Á grasfleti í görðum,' sem
komnir eru í sæmilega rækt er
þó engin ástæða til að bera liús-
dýraáburð á ári hverju. Þar er
miklu þrifalegra að dreifa tilbún-
um áburði svo sem Nitrophoska.
En við trjáplöntun og ræktun
ýmissa matjurta, -er óhjákvæmi-
leg't að nota húsdýraáburð.
Meðfram grasflötum, hvort
heldur ])eir eru stórir eða litlir,
er sjálfsagt að liafa trjá- eða
runnaraðir. Trjám og runntim á
að planta í beð í stað þess-að hola
þeim niður á víð og dreif eins
og víða er venja.
Það sem ungar stúlkur
tala um.
Margs verður sjeð af hagskýrslum.
í Englandi hefir t. d. verið
reynt að komast að því, á hag-
fræðilegum grundvelli, hvernig
ungar stúlkur, sem vinna í verk*
smiðjum, fái tímann til þess að
líða, um hvað þær aðallega tali
og hvaða áhrif leiðinleg og til-
breytingarlítil vinnan hafi á þær.
Sjerstök heilbrigðisnefnd tók
málið að sjer. Tók liún aðallega
eina verksmiðju, þar sem 15—16
ára gamlar stúlkur unnu, til at-
hugunar og samdi síðan hag-
skýrslu yfir niðurstöðuna. Var
hún eitthvað á þessa leið:
Aðalumræðuefnið var 42 til-
felli piltar, kvikínyndir og leilt-
arar 27, frjettir og kviksögur
14, sjálfsmorð, glæpir og slvs 10,
ýmsir viðburðir 11. ójiægileg
vinnukjör 5, smáferðalög 8, kapp-
hlaup 12, knattleikir 2, kven-
njósnarar 16, sund 5, dansleikir
8, garðvinna 6, frístundir 8,
heimilislíf 7. Ijósmyndir 7, föt 12,
matnr 5 og' peningar !).
Auk þess stóð í skýrslunni, að
Stúlkurnar virtust missa bæði vilja
og mátt til þess að vinna um
miðjan dag.
Var því stungið upp á því, að
innleiddur væri sá siður í öllum
verksmiðjum landsins, að stúlk-
Urnar féngju að lilusta á grammó-
fóntónleika 1 kiukkustund á dag,
mitt í vinnutímanum. til þess að
hressa upp á sálina.
i
Hrukkur af að spila bridge.
Franskt. kvennablað heldur því
fram. að konur verði lnukkóttar
af því að sjiiia bridge. Spenning-
urinn við spdamenskuna og geðs- j
hræringin komi til leiðar að djúp- i
ár hrukknr myndist í andlitinu.
Fyrir nokkru kom út smápjesi i En þá kemur spurningin:
eftir próf. Carl Schiötz. Leggur | Hversu þung má jeg veraf
hann Jiar ríkt á við konur að halda | Þeirri spurningu verður svar-
sjer unglegum í vexti í lengstu að með J)ví að líta á töflu þá, sem
lög, með því að g'æta þess vel að hjer fer á eftir og tekin er íir
verða hvorki of grannar nje of bók próf. Schiötz:
Hæði í cm. Þyng'd:
150 ........ 52,5 kíló
151 ........ 53,0 —
152 ...... 53,5 —
153 ...... 54,0 —
\ 154 ......... 54,3 —
155 ...... 54.7 —
156 ...... 55,1 —
157 . ..(... 56,2 —
158 ...... 57,0 —
159 ...... 58,0 —
160 ...... 59,0 —
161 ....... 59,8 —
162 '....... 60.3 —
163 ....... 61,1 —
164 ...... 61,3 —
165 ...... 61,8 —
166 ...... 62,3 —
167 ...... 63,5 —
168 ....... 64,5 —
169' ....... 65,2 —
170 ...... 65.6 —
171 ...... 66.2 —
172 ...... 66,9 —
173 ...... 67,6 —
174 ....... 68,7 —
175 ...... 69,6 —
176 .......■ 70,4 —
177 ...... 71,3 —
178 ...... 72,1 —
179 ...... 73,0 —
180 ...... 73,9 —
Taflan sýnir liína rjettu þyngd
Róm. Er hún komin þangað fyrir ^ miðað við hæðina. Þó má draga
tilstilli uppfinningamannsins Mar- |frá eða leggja við 9%, án þess að
coni, og' á að gera á henni vísinda- ’saki. Fer Jiað nokkuð eftir vaxtar-
legar rannsóknir. ilagi.
Ftú Svafa og dr, Hans Herzfeld.
Myndin tekin á brúðkaupsdaginn, föstudaginn var. Brúðurin, frú
Svafa er dóttir Bjarna Jónssonar frá Galtafelli. Brúðhjónin fórn í
gærkvöldi heimleiðis, til Hamborgar, með Dr. Alexandrine.
feitlagnar.
Eitt af þvi, sem gera þarf, er
' i
það, að láta vega sig iðulega, til j
Jiess að sjá })að á svörtu og hvítu, j
hvað þyngdinni líður.
Konan með lýsandi brjóstið,
Anna Monaro, frá Pirano í ítalíu
Hún hefir vakið mikla eftirtekt
vegna þess að ])að er eins og stafi
ljósgeislar út frá brjósti hennar.
Þessi mynd er tekin af lienni í
Maireíðsla.
Rauðmagarjettir.
Rauðœagi aflast aðallega á
Jiessum tíma árs. og er })ví ti!-
breyting að liagnýta sjer hann
sem best.
Rauðmagasúpa.
2 rauðmagar.
2 1. vatn.
2 tesk. salt.
1 matsk. edik.
6 lárberjarblöð.
35 kr. hveiti.
2 dl. kalt vatn.
200 gr. sveskjur.
Sykur og edik eftir smekk.
Sje rauðmaginn notaður með
liveljunni, er han afhausaður og
slægður og ug'gar og' kamburinn
af bakinu skorinn af. Síðan helt
yfir liann Iieitu vatni og hann
skafinn, ])ar til allar körtur eru
komnar af og hann mjúkur. Sje
hveljan ekki notuð er henni
flett af. í súpu má not.a hvora að-
ferðina sem er.
Rauðmaginn er skorinn í 4—5
stykki. Þegar vatnið sýðúr er
salt, edik og lárberjarblöð látið
í, og síðan rauðmaginn. Soðið í
20 mín. Froðan veidd ofan af.
Rauðmaginn tekinn upp úr og
soðið síjað. Hveiti hrært út í köldu
vatni. Þegar soðið sýður aftur er
liveitijafningnum hrært út í.
Soðið í 5 mín. Þá eru sveskjurnar
sem soðnar hafa verið í sykur-
vatni, látnar út í og' sykur og
edik eftir smekk.
Gott er að hafa smábrytjaðar
kartöflur einnig út í siipuna.
Rauðmaginn er látinn á fat, og
soðnar kartöflur utan um,
Steiktur rauðmagi.
2 rauðmagar.
100 gr. smjörlíki.
1 matsk. hveiti.
Salt og pipar.
3 dl. soðið vatn.
Edik.
Rauðaldinmauk.
Sykur og sósulitur.
Hveljunni er flett af og rauðmag-
inn skorinn í þunnarsneiðar.Hveiti,
Isalti og pipar blandað saman.
Smjörlíki brúnað á pönnu. Rauð-
jmagasneiðunuin snúið upp úr
hveitiblöndunni og brúnaðar mó-
brúnar á báðum hliðum. Raðað á
fat, vatni helt á pönnuna. Það
sem eftir er af liveitiblöndunni
er hrært út í köldu vatni og hrært
út í soðið á pönnunni. Þar í er
jlátið rauðaldinmauk, edik og syk-
cr og- sósulitur, sje sósan ekki
nógu brún. Helt yfir rauðmag'ann.
Soðnar kartöflur látnar öðru meg-
ir. á fatið.
Rauðmagi í hlaupi.
Ef - rauðmagi og rauðmagasoð
gengur af frá miðdegisverðinum,
er hægt að búa til rauðmagahlaup
úr því. Soðið er síað á þjettum
klút og mælt. í 1 líti af soði
þarf 10 plötur af matarlími.
Matarlímið er lagt í bleyti um
stund í kalt vatn. Þegar búið er
að síja soðið er það hitað aftur.
Matarlímið látið xit í. Þá er salt,
pipar og edilr látið í eftir smekk,
á að vera nokkuð súrt. Helt í gler-
skál. Rauðm a g'a leif arnar látnar
þar niður í, og sítrónusneiðar og
lárberjarblöð. Einnig er gott og
fallegt að láta niður í soðið gul-
rætur og annáð grænmeti, sem
maður hefir við hendina.
Rauðmagahvelja í súr.
Oft verða bara leifar af hvelj-
uni. Er hún Jiá lögð í ediksblöndu.
Þannig má geyma hana í nokkra
daga. Þessir tveir síðasttöldu
rjettir, eru ætlaðir á kvöldborð.
Helga Sigurðardóttir
M U N I Ð
— — að vörtur Jiorna upp og
Iiverfa, sje oft á dag borin á Jiær
}>ur krít.
-----að hægt er að gera skeið-
ar, ávaxtahnífa og' aðra ‘horn-
muni, sem eru orðnir gljáalausir,
fallega með því, að nudda Jiá með
grænsápu og síðan með vínar-
kalkdufti.
— — að í mjólk, ’sem er orðin
dálítið súr og þolir því ekki að
sjóða, er sett % teslceið natron
(í 3 I.) og hrært í uns liún sýður.
.-------að sundurskornar sítrónur
geymast best á Jiann hátt að Jeggja
Jiær, með skurðflötinn niður, á
skál með ediki.
— — að I dl. af strásykri vegur
80 g.. 1 sljettfull matskeið 15 g.;
1 dl. af hveiti vegur 50 g., 1 sljett-
full matskeið 10 g.; 1 sljettfull
niatskeið af smjörlíki eða smjöri
vegur 20 g.; 1 matskeið af vatni
vegur 20 g'.
-----að soðin egg, sem orðin
eru köld, er liægt að framreiða
sem ný egg, sjeu Jiau hituð' upp
í sjóðandi vatni og látin vera yfir
iy2i mínútu. Þau liarðna ekki við
Jietta, liitna aðeins.
■-----að ná fitublettum úr elns
fljótt og unt er. Með eucalyptus-
olíu er ágætt að ná fitublettum
úr Jiunnum efnum. Mjúltur klútur
; er vættur í olíunni og 'blettur-
jinn síðan nuddaður varlega. Ilafi
| fitublettiir koinið á gólfteppi er
jliægt að ná lioniim úr með terpen-
tíiiu, en það verður að fara var-
ilega, svo að litirnir í teppinu
jskemmist ekki. En fitublettum af
liúsgögnum er náð burt með sund-
, urskorni sítrónu.
— — að heilar sítrónur geym-
!ast best sjeu Jiær látnar vera í
'þunnu saltvatni eða fersku vatni;
^ en Jiað verður að skifta oft um
vatn.
— — að þegar steikt er í smjör-
líki og Jiað freyðir og sprautast
npp, er ]>að ekki svo g'ott sem
skyldi.
— — að afhíddar kartöflur
fara ekki í sundur við suðu, ef
dálítið edik er sett í suðuvatnið.
— — að gott er að nota ost
sem orðinn er Jiur, þannig að
rífa liann niðnr og liafa liann
með lirærðúm eggjum. Er ostur-
inn settur á' pönnu, þegar eggin
eru að verða stíf.