Morgunblaðið - 22.06.1934, Blaðsíða 6

Morgunblaðið - 22.06.1934, Blaðsíða 6
6 MORGUNBLAÐIÐ Fiskiveiðasvið togaranna þarf að stækka. Þegar þorskurinn fer til Grænlands, megum við ekki missa af honum. Árni Friðriksson vill veita honum eftirför. Á það var minst hjer í blaðinu fyrir nokkru, að komið hafi ítil orða, að gerður verði út togari í rannsóknarför vestur í Græn- landshaf, til þess að freista hvort hægt væri að finna þar ný fiski- miðf Forg'öngumaður þessa er Árni Friðriksson fiskifræðingur. Hefir blaðið leitað til hans og spurt hann um þetta áform hans. Var frásögn hans í stuttu máli þessi: . Veiðisvæðí togaranna er landgrunnið. Þegar íslendingar byrjuðu að nota togara til fiskiveiða, rýmk- aðist veiðisvæði þeirra það mikið, að hægt var að sækja fiskinn um alt grunnsævið, umhverfis landið. En grunnsævið við ísland, nær út á 200 metra dýpi, og er mis- breiður kragi umhverfis land alt. Þá vissu menn ekki betur, en þorskur sá, sem hjer veiddist við land sje allur staðbundinn, ali hjer allan sinn aldur. Millilandaferðir þorsksins. En á þriðja tug aldarinnar komust menn að raun um, að þorskurinn taki á sig lengri ferða- lög, en menn áður bjuggust við. Þorskar merktir hjer við land veiddust við Grænland t. d. og merktir við Grænland veiddust hjer. Þegar rannsóknir og mælingar hjeldu áfram, fór menn að renna grun í, að mikið kvæði að þess- um þorskgöngum milli landa. Hefir það t. d. komið á daginn, að hjér koma alt í einu í veiðina „árgangar“ af fullorðnum þorski, sem ekkert hefir borið á áður. Spurningin er þá. Hvar hefir sá þorskur alist upp? Hvar er sá „sparisjóður" falinn, sem alt í einu leggur inn þorska á íslensk mið . — Þá er annað. í fyrra t.d. var vertíðarafli góður hjer við suðvest urland. Togararnir eltu þorskinn síðan norður til Vestfjarða, og veiddu þá allvel um tíma. Síðan hjeldu togararnir til Norð- urlands, því þorskurinn hjeðan að sunnan er, sem kunnugt er, vanur að „fara í síld“ fyrir Norð- urlandi, er fram á sumarið kem- ur. En fyrir Norðurlandi brást veiði þeirra. Hvað varð af þorskinum ? Höfðu skilisf leiðir fyrir Vest- fjörðum? Menn verða að ganga út frá því sem vissu, að þorskurinn hafi að miklu leyti farið út úr grunn- sævinu umhverfis landið. Beinast liggur við að halda að hann hafi farið vestur til Grænlands. Hví fer þorskurinn vestur? Ekki geta menn á þessu stigi málsins gert sjer grein fyrir því, hversvegna þorskurinn, stundum leggUr leið sína til Grænlands, svo mikil brögð eru að. Getur verið að straumar valdi, eða breytilegt hitastig sjávar. Þá getur og verið um „ættjarðar- ást“ að ræða, ef svo má að orði komast. Þorskurinn hafi alist upp þar vestra, og hverfi til æskustöðv- anna. En sjórinn við Grænland sje of kaldur til þess að þorskur hrygni þar, og því leiti hann hingað í hinn hlýrri sjó, en hverfi aftur að aflokinni hrygningu. Leiðin til Grænlands. En nú er eftir að vita hvaða leið þorskurinn fer vestur. Til þess að komast á snoðir um það, vil jeg, segir Á. Fr. að farin verði rannsóknaför, og það sem fyrst. Þó rannsóknaskip hafi farið hjer um hafið milli Grænlands og' fslands, hvað eftir annað, mælt dýpi og g'ert ýmsar athuganir, hefir lilið verið birt enn af rann- sóknuiú þessum. Eftir því, sem jeg kemst næst, sumpaijt eftir ófullkomnum skýrsl- um, er birtar hafa verið ,sum- part af viðtali við vísindamenn, er að þessu hafa unnið, giska jeg á, að vestan við grunnsævið út af Vestfjörðum taki við djúpur áll. En vestan við þennan ál, hygg jeg að sje grunnsævi á allstóru svæði Þar veit jeg til að menn hafa mælt 60 faðma dýpi. Engum getum get jeg að því leitt, hve g'runn þetta er víðáttu- mikið. En er nærri dregur Græn- landi, um 30 sjómílur frá landi, mun vera grunnsævishryggur er liggur suður með landinu. Hugsanlegt væri að þorska- leiðin til Grænlands lægi frá Vest- fjörðum um grunnsævið þar vest- ur af, að hryggnum, sem liggur suður rmeð .Grrænlandi og síðan eftir þeim hrýgg. Fiskiveiðar í Grænlandshafi. Reynsla fiskimanna, sem þegar er fengin, styður þessa kenningu. Erlend fiskiskip hafa hvað eftir annað komið inn til Vestfjarða og haft þá sögu að segja, að þar úti í hafi hafi þau hitt fiskimið. Og nálægt austurströnd Grænlands sunnanverðri hafa bæði ensk og norsk fiskiskip veitt allvel síð- ustu sumur. Rannsóknaförin. Nú er það tillaga mín, segir Á. Fr. ennfremur, að jeg fari með togara þessa leið. Hefi jeg átt tal um þetta við tog'araeigendur og hafa þeir tekið vel í það, að leggja fram % kostnaðar af þessari ferð. En íir ríkissjóði höfum við fengið loforð fyrir % kostnaðar. Talað er um að fá togara t. d. Kára í ferðina. Leitað verður uppi grunnsævis- svæðið vestur af Vestfjörðum, dýpi mælt þar með bergmálstækj- um og athugað hvernig veiði- botn er þar. Athugaður verður sjávarhiti þar og svif sjávarins og rent vörpu, þar sem það þykir til- tækilegt. Síðan yrði farið suður með Grænlandi, og fylgt grunnsævis- hryg'gnum, með sömu athugunum. Er búist við að ferðin taki eina 10 daga. Takist að finna fiskimið á þessu svæði, er veiðisvæði íslenskra tog ara um leið orðið stærra en það áður var, og möguleikar fyrir hendi til þess, að vertíð þeirra verði að jafnaði lengri á hverju ári en nú tíðkast. Ekki er enn fullvíst, segir Árni Friðriksson að lokum, að hægt, verði að koma þessu í kring á þessu vori. En helst vildi jeg geta lokið þessúm rannsóknum eða komið þeim á góðan rekspöl því mörg eru viðfangsefnin sem þarf að leysa til að auka íslenska út- gerð, t. d. að finna út hvernig' við íslendingar getum veitt síld við Suðurland á vetrum og jafn- vel vor og sumar í stórum stíl. Áskorun. r Odýra Ulstera og sumarkápur einnig sportpils, pokabuxur og blússur ávalt fyrirliggj- andi sumarkápu og draktaefni. Sigurður Guðmundsson. Laugaveg 35. — Sími 4278. Öllum eru þau vandræði Ijós, er risið hafa vegna landskjálft- anna norðanlands nú að undan- förnu, þar sem fjöldi manns hefir mist hús sín að meiru eða minna leyti og þannig beðið geysilegt tjón, og sömuleiðis er öllum ljós sú nauðsyn sem það er, að sem flestir, er einhverju geta miðlað, bregðist vel við með hjálp til þeirra, sem fyrir tjóninu hafa orðið. „Margt smátt gerir eitt stórt“, segir máltækið — og' það munar um hverja krónuna, sem inn kemur, ef allir sýna góðan vilja og viðleitni í að hjálpa. Góðtemplarareglan er mannúð- ar fjelagsskapur, og það eitt út af fyrir sig ætti að vera nóg til þess, að okkur, sem í Reglunni erum, væri það ekki síður ljúft en öðr- um, ef við gætum lagt eitthvað fram til hjálpar fólki á land- skjálftasvæðinu. Við viljum því minna alla Templara hjer í bænum og grend- inni á, að næstkomandi laugardag, 23. þ. m., kl. 8^2 síðd. verður hald- inn samkoma í Templarahúsinu hjer, og alt það, sem inn kann að koma þar, á að renna ’til hjálpar þeim, er beðið hafa tjón af land- skjálftanum. Hjer með,er því skorað á alla Templara, er þetta lesa, að fjöl- menna á samkomuna á laug'ardag- inn og leggja þannig fram lítinn skerf í þessu skyni. Friðrik Ásmundsson Brekkan, Stórtemplar. Felix Guðmundsson, Umdæmistemplar. Skemtiferðaskip strandar. Fjórir menn drukna. Margir meiðast. Osló FB. 21. júní. Þýska farþegaskipið Dresden strandaði í gærkvöldi við inn- siglingu í Karmsund. Skipið sökk kl. 8 í morgun. Mörg skip komu á vettvang, kvödd þang- að með loftskeytum. Flestum, sem á skipinu voru, 1400 alls, hefir verið bjargað. Tveimur björgunarbátum hvolfdi á leið- inni í land. Tvær konur drukn- uðu. Fimtán menn urðu fyrir meiri eða minni meiðslum. Búið er að setja á land 1000 manns í Stavanger, en aðrir, sem björg uðust, hafa verið fluttir til Haugasunds. iSelson og úrvalsflokks knatt- spyrnufjelaganna hjer frá Fram, K R. og Val. Flokkur „Nelsons11 er handhafi að bikar þeim, sem bresk K. R. vann allsherjarmótið. í greininni í gær um úrslit- in á allsherjarmóti í. S. í. fjell úr málsgreinin um hver unnið hafði mótið. Flest stig á mótinu hlaut K. R., samtals 143, og vann þar með allsherjarmótsbikarinn. Ár- mann fekk 129, I. B. 24 og Vík- ingur 2. Á laugardagskvöldið kl. 9% hefst dansleikur í K. R. hús-! GSeymiS ekki inu fyrir keppendur og starfs- menn Allsherjarmótsins og ann að íþróttafólk. Verða þá af- hentir verðlaunapeningar móts- ins. Keppendur og starfsmenn eru boðnir á dansleikinn og eru þeir beðnir að sækja aðgöngu- miða á laugardaginn kl. 5—7 síðd. í K. R. húsið. Á sama stað og tíma eru þar seldir að- göngumiðar fyrir annað íþrótta fólk. Korl yíir Snæfellsnesið er nauðsynlegt að hafa með sjer fyrir þá, sem fara í Snæ- fellsness-ferð Ferðafjelagsins á sunnudaginn. Ö!1 kor herforingjaráðsins af í»- landi altaf fyrirliggjandi. að fá yður Kodak- eð« Selo-filmur fyrir kl. 4 ó laugardaginn. II-NtltlEM Knattspyrnu- r> agbók. Veðrið (fimtudag kl. 17): Yf- irleitt hæg N-átt og b.jartviðri hjer á landi. Aðeins á SA-landi kappleikurinn i kvöid,|“” “f* ^ “T, í kvöld verður liáður mjög landi en 10—14 st. á V- og S-landi. spennandi kappleikur milli urvals yfir Skotlándi en háþrýsti- flokks af breska orustuskipinu Grænlandshafið Veðurutlit i Rvik í dag: N-kaldi Ljettskýjáð. Útvarpið í dag: 10,00 Veður- fregnir. 12,15 Hádegisútvarp. 15,00 , , ,,Veðurfregnir. 19,00 Tónleikar. herskip keppa um i knattspyrnu. ^ Veðurfregnir 19>25 Grammó. í liði þeirra eru margir agætir fðnn, joiian svendsen: Carneval knattspyrnumenn, má sjerstak- f parís 1!) 50 Tónleikar. 20,00 lega nefna miðframvörð þeirra, Klukkusláttur. — Frjettir. 20,30 White, sem kept hefir í lands- jjrindi: Sólböð og útivist (dr. flokki Englending'a (amatör). Gunnj Claessen). 21,00 Grammó- Knattspyrnumenn okkar mega því fóntónleikar •. Brahms: Symphonia taka á því, sem þeir eiga til ef þeir ætla að sigra. Flokkunum verður skipað þannig til leiks: Bretar: Markv. Bourton, bakv. Watkins og Woodford, framv. Scott, White og Muir, framh. Tandy, Stock, Stockton, Edgar og Spooner. fslendingar: Markv. Eiríkur Þorsteinsson, bakv. Ólafur 0pinberað hafa trú- varðsson og Sigurjón Jónsson, framv. Hrólfur Benediktsson, Björgvin Schram og Jóhannes Bergsteinsson, framh. Jón Sigurðs son, Hans Kragh, Þorsteinn Ein- arsson, Gísli Guðmundsson og Agnar Breiðfjörð. Má vafalaust búast við góðum leik af beggja hálfu í kvöld og því munu menn fjölmenna út á völl. K. Þ. ÍNo. 2, Op. 73. Eimskip. Gullfoss kom frá Kaup mannahöfn í fyrrakvöld. Goða- foss var á Patreksfirði í gær. Brúarfoss fór frá Vestmannaeyj- um í fyrramorgun á leið til Leith. Dettifoss kom til Hamborgar í fyrramorgun. Lagarfoss var á Ak- .urfiyri í gær. Selfoss var á Akra- lofun sína' ungfrú Katrín Krist- jánsdóttir hjúkrunarkona og Jósep Einarsson bæði til heimilis 6 Haðarstíg 2. Doktorspró.f. Á morgUn ver Þórður Eyjólfsson prófessor dokt- orsritgerð um „lögveð“ við Há- skóla íslands. Fer athöfnin fram í lestrarsal Landsbókasafnsins og liefst kl. 1. „Hreppstjóradóttirin heiman &ð4‘ átti að standa í greininni í blað- inu í gær, þar sem getið var um verðlaun Sig'urðar Guðmundsson- Esja fer í kvöld kl. 8 austur um ar stúdents úr Gullpennasjóði. Af land til Siglufjarðar. vangá hafði „stjóra“ fallið niður. Sjálfstæðismenn! Munið fundinn við Varðarhúsið í kvöld kl. 8</2.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.