Morgunblaðið - 24.06.1934, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 24.06.1934, Blaðsíða 2
2 MORGUNBL / ÐIÐ SftorgiraKaM i Otget.: H.f. Árvakur, Reykjavlk. Kttatjörar: Jön CJartanaaon, Valtýr Btefánaaon. Kltatjörn og afgrelSala: Auaturatrætl 8. — fKml 1800. Auglýslngaatjörl: K. Hafberg. Auglýalngaskrlf atofa: Auaturstrætl 17. — Slatl 8700. Helmaslmar: Jön KJartansson nr. I74Z. Valtýr Stef&nsson nr. 4ZZ0, Arnl 6la nr. 8045. H. Hafberg nr. 8770. Áakrlftagjald: Innanlands kr. Z.00 & m&nuöl. Utanlands kr. 8.50 & is&nuOl 1 lausasölu 10 aura elntaklB. Z0 aura msS Lssbök. Oengismálið og rauðliðar. Svíkráð sósíalísta. v*i’i Sósíalistár hafa ákveðið að mynda stjórn með Tímamönn- um, ef rauðliðar ná meirihíuta á Alþingi. Og þá á Jónas frá Hriflu að vera forsætisráðherra, Hjeðinn Valdimarsson atvinnu- málaráðherra og Hermann Jón- asson dómsmálaráðherra. Sósíalistar gaspra mikið um það, við þessar kosningar, að þeir vilji ekki að gengi krón- unnar lækki. En hvað segir forsætisráð- herraefni rauðliða, Jónas frá Hriflu um þetta? Hann segir í kosningablaði Tímamanna í gær: „Gengið má ekki lækka, nema nákvæm rannsókn sýni, að það sje velferðarmál þjóð- arheildarinnar.“ Með öðrum orðum: Gengið má lækka ef rannsókn sýnir, að það sje „velferðarmál þjóðar- heildarinnar.“ En hver á að framkvæma þá rannsókn, sem ákveður hvort gengið skuli lækka? I>á rannsókn á Jónas frá Hriflu að framkvæma, þegar hann er sestur í forsætisráð- herrastólinn, með Hjeðinn og Hermann við hlið sjer. Af þessu er Ijóst, að jafn- vel í gengismálinu, sem sósíal- istar telja sitt höfuðmál nú við kosningarnar, þar sitja þeir á svikráðum við alþýðuna! Sósíalistar hafa ákveðið að styðja Hriflu Jónas til valda og hann hefir ákveðið að fella krónuna, ef rannsókn hans sýn- ir, að það sje „velferðarmál þjóðarheildarinnar"! Hringavitleysur Alþýðublaðsins í gengismáiinu. 1 forystugrein Alþýðublaðsins í gær, segir svo um gengismál: „Ein króna fellur niður í 25 aura. • Það sem nú kostar 1 krónu, kostar 1.25 ,eftir að gengislækkunin er komin á (!!!) — Hvernig lýst mönnum á þann útreikning. Blaðið hefir sem sje flutt svo miklar stað- leysur undanfarna daga um gengismál og annað, að öll vitglóra er rokin úr þeim sem þar skrifa. Reykvíkingar! Ætlið þið að stwðla að l>ví i dag, að Jénas frá Hrifln verði forsætisráðherra? Samfylking rauðliða, Tímamenn og sósíalist- ar, hefir ákveðið það sín á milli, að Jónas frá Hriflu verði forsætisráðherra, ef rauða fylkingin nær meiri hluta á Alþingi við kosningarnar í dag. Við bæjarstjórnarkosningarnar síðastliðinn vetur, höfðu rauðliðar ákveðið, að gera Jónas frá Hriflu að borgarstjóra 1 Reykjavík, ef þeir hefðu náð meiri hluta í bæjarstjórn. En kjósendur í Reykjavík sáu um, að þetta \ ráðabrugg rauðliða fór út um þúfur. Sjálfstæðis- menn fengu meiri hluta í bæjarstjórn og Jón Þor- láksson varð borgarstjóri. Reykvíkingar! Enn er það á ykkar valdi, að hindra það, að Jónas frá Hriflu komist aftur til valda. Ef þið, Reykvíkingar góðir, gerið skyldu ykk- ar í dag, þá er víst, að Jónas frá Hriflu verður ekki forsætisráðherra landsins. Hann verður þá valda- laus á Alþingi, og það á hann að verða! Minnist þess, Reykvíkingar, að það er í fyrsta sinn í dag, sem atkvæði ykkar er jafngilt annara kjósenda landsins. Einmitt þess vegna getið þið ráðið svo miklu um það, hvernig Alþingi verður skipað. Reykvíkingar! Látið ekki þá þjóðarskömm koma fyrir, að Jónas frá Hriflu verði forsætisráðherra Islands! Fjölmennið á kjörfundinn í dag og kjósið lista Sjálfstæðismanna! Með því tryggið þið velferð ykkar bæjarf jelags og allrar þjóðarinnar. Sigur Sjálfstæðisflokksins er sigur þjóðar- innar. KJÓSIÐ E-LISTANN! E-listi ni .feift -ló'tíi 0Í8 lt<> 6« ÍÓXfBJ-'iíOV ’lKllCCtfJjil m — uasacf vfif'r er lisft ig ,B19V. ös rhíæ jrmr §jálf§tæðismanna, ---rí—•rrí—rr .flíabmifjH j •' •uíjÍJÍoIitsóiT, I “yj mixmðbðos Okurstarfsemi forsprakka sósíalista. Filippus Guðmundsson hefir gert ráð- stafanir til, að koma fram ábyrgð á hend- ur þeim, er stóðu að okurláninu 1929. Það var Filippus Guðmunds- son múrarameistari, sem lenti í klóm okrara í janúar 1929, er hann fekk 15 þúsund króna lán úr varasjóði Landsverslunar Islands, til 4 ára, en varð að endurgreiða lánið með 18 þús. krónum. Ekki er til fulls upplýst enn þá, hver hafa verið afskifti trún aðarmanna ríkisins við Lands- verslunina af okurláni þessu, en telja má alveg víst, að þeir sjeu við þenna verknað riðnir,. minsta kosti þannig, að þeir hafi vitað um verknaðinn og hjálþ- að til að koma honum í kring. Þetta okur er framkvæm^ þannig, að Landsverslunin er látin kaupa 18 þúsund króna handhafa tryggingu greitt“. Er það þáverandi for- maður kaupfjelagsins, Harald- ur Guðmundsson bankastjóri, sem framselur brjefið Lands- versluninni. Eru því allar líkur til þess, að það hafi verið for- ráðamenn Kaupfjelags Reyk- víkinga, sem gerst hafa sekir um okur í sambandi við lán þetta. En hverjir eru hinir seku? ' Eigi er Morgunblaðinu kuiín ugt hverjir voru í stjórn Kaup- fjel. Reykvíkinga, þegar þetta1 okur var framkvæmt. Vitað er um Harald Guð- mundsson bankastjóra. Hann hefir skrifað undir framsalið á skuldabrjefið, sem formaður ytJi - ’.j ÍA 'i kaupf jelagsins. skuldabrjef, með I Hitt er og alkunnugt, að ýms- 1 fasteign, en hún'ir máttarstólpár rauðliða, eins greiðir útgefendum brjefsins að eins 15 þús. kr. Mismunurinn á því sem út er borgað og endurgreiða varð - 3000 krónur — eru látnar ganga upp í skuld Kaupfjelags Reykvíkinga, sem sálaðist fyrir nokkrum árum. Okurskuldabrjefið er látið og 'Hjeðinn, Jónas frá Hriflu, Jón Baldvinsson o. fl. voru við kaupfjelag þetta riðnir og sum- ir þeirra lengi í stjórn þess. Nú hefir Filippus Guðmunds-! son gert ráðstaf anir til að koma fram ábyrgð á hendur þeim mönnum, sem eru við riðnir ok- ur þetta. bera það með sjer, að Kaup- Má því telja víst, að mál fjelag ReykYÍkipga hafi selt þetta verði nú rannsakað til LandsverslUnirini Jbrjefið og hlítar og ábyrgð komið fram á fengið andvirði þess að „fullu . * m»i ítr A „m .tí hendur þeim seku. \m ssoí 1(IlíV 5töðua 5ílðueiðiflotann. Ekkert skip raá fara á veiðar nema ákveðið verð fáist fyrir hina óveiddu síld. Það er ófáanlegt. Lagleg kosningagjöf frá sósíalista- broddunum til sjómanna. Dagana fyrir kosningar sýna sósíalistabroddar þessa landö' hver umhyggja þeirra er fyríf atvinnu landsmanna. Milli 10 og 20 síldveiðaskip eru að búa sig á síldveiðar hjeðan frá Reykjavík. Sum eru tilbúin. Fregnir að norðan herma, að mikil síld sje komin fyrir Norð- urlandi. U': Undanfarna daga hefir skráp ing á skipin átt að byrja. En hver skipstjóri sem ætlað hefir að fá skráning á skip sitt hefir fengið hótun um að með því yrði skip hans lýst í bann Alþýðusambands Islands. Þannig hafa þeir hörfað frá við svo búið. Skilyrði Alþýðusambands- broddanna eru þessi: Að sett verði lágmarksverð á síld þá sem veiðist. Að síldin verði ekki seld lægra verði en 7 kr. tunnan. En kaupendur finnast ekki, ’ ■ 1 ’ 'Tíif o y-. - r < í .•*.» ' •jjB } , I•£ er semja vilja við eigendur skip ánna um þetta verðlag. Verðið sem býðst er talsvert lægra. Þannig er síldveiðunum siglt í strand. Hjer í Reykjavík bíða nú 2 —300 sjómenn eftir að komast á síldveiðaskipin. Þeir missa atvinnu sína. Norður í land eru margir komnir hjeðan að sunnan til að ráða sig á skip þar. Þeir standa þar atvinnulausir fyrir tilstilli Alþýðusambands íslands og sósíalistabroddanná. Þetta er umhyggja „rauð- maganna“ fyrir atvinnu lands- manna. Þarna er henni rjett lýst. Alþýðublaðið í gær hælir sjer af þessu herbragði sósíalista- broddanna gegn síldarútgerð- inni. Svo blygðunarlausir eru só- síalistabroddarnir orðnir.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.