Morgunblaðið - 08.07.1934, Blaðsíða 3

Morgunblaðið - 08.07.1934, Blaðsíða 3
MORGUNBLAÐIÐ / 3 Reykjavikurbrjef. 7. júlí. Aflinn. Samkv. skýrslum Fiskifjelags- ins, er fiskaflinn 1. júlí 6—7 þús. smál. minni helclur en á sama tíma í fyrra. Tiltöluleg'a er mun- lirinn mestur á Norðurlandi, því að þar er aflinn ekki nema 40% á móts við aflann í fyrra. í veiðistöðvunum hjer sunnan- lands var aflinn rúmlega miljón kg. minni heldur en á sama tíma í fyrra. En misjafnt var þetta í hinum ýmsu veiðistöðum. I Vest- mannaeyjum var aflinn t. d. nær 2 milj. kg. meiri en í fyrra, í Höfnum 91 þús. kg. meiri, í Sand- gerði 131 þús. kg. meiri, Á Akra- nesi nær 2 milj. kg. meiri. En alls staðar annarsstaðar var hann snöggum mun minni, t. d. 4 milj. kg. í Reykjavík. Síldveiðin. Hún hefir gengið treglega fyr- ir norðan undanfarna daga. Veld- ur þar mestu um kalt veður, þoka og súld. Altaf hafa þó veiðiskip- in fengið nokkurn afla, og aðal- lega á Skagafirði. Bátur úr Ól- afsfirði kom til Siglufjarðar í gærmorgun með 70 tunnur af síld, sem hann hafði fengið svo grunt af Skaga, að nótin varð botnföst og rifnaði, þegar verið var að draga hana. Engum dettur enn í hug að salta síld ,enda er hún mögur, þó ekki verri nú en að undanförnu um þetta leyti árs. Ríkisbræðslurnar hafa nú tekið við 15000 smálestum síldar, þar af 1000 málum seinasta sólais hring. Má svo kalla, að öll síldin sje þegar brædd. Þar eru nú um 60 skip samningsbundin um afla sinn, en ekki nema 30 komin til< veiða enn. Á síldarbræðslustöð; Steindórs Hjaltalíns hefir verið| tekið á móti 9—10.0000 málum síldar af 8 skipum, þar af aðeins 200 málum seinasta sólarhring. Spánarsamningarnir. Sveinn Björnsson sendiherra er nýfarinn frá Madrid, en þar hef- ir hann verið síðan í vor að við- skiftasamningar hófust við Spán- verja. Ekkert liefir þó enn verið opin- berað um samningagerðina, ep gera má ráð fyrir því, úr því Sveinn er farinn heimleiðis, að henni sje lokið. Og það mun mega fullyrða, að úrslit þeirra samninga sje við- unanlegri en á liorfðist um tíma, þó vitanlega verðum við íslendi ingar að sætta okkur við, að innl flutningur okkar á fiski til Spána^' verði að einhverju leyti takmark- aður. Frá Þjóðverjum. Eins og kunnugt er, var Jóhann Þ. Jósefsson alþm. nokkrar vikur í Þýskalandi, á þessu vori í er- indagjörðum fyrir landsstjórnina. Erindi hans var að leitast við að koma því í kring, að við gæt- um selt til Þýskalands síld og síldarmjöl, ísfisk og hesta. Eins og nú hagar til um versl- un Þýskalands, var þetta. alt saman erfiðleikum bundið, því Þjóðverjar gera nú alt, sem í þeirra valdi stendur til þess að búa sem mest að eigin framleiðslu, enda leyfa þeir nú aðeins 5% innflutt af fyrri innflutningi vissra vörutegunda. Það var sendimanni íslensku stjórnarinnar alveg ljóst, að góð erindislok fekk hann því aðeins að íslendingar nytu velvildar Þjóðverja. Þó eigi sjeu úrslit fengin á þessum málum, mun eigi ofmælt, að er Jóhann snjeri heim, voru horfurnar góðar á því, að við- skifti þessu tækjust. Sendinefndin þýska. Til frekari kunnleika um hagi þessarar fámennu viðskiftaþjóðar sinnar, gerði þýska ríkisstjórnin, sem kunnugt er út sendinefnd hingað til landsins, er kom liing- að þann 28. júní og hvarf heim aftur á þriðjudaginn var. For- maður þeirrar nefndar var ríkis- fulltrúi, E. Metzner. Þéssir fjórir menn höfðu ekki fyr stígið fæti hjer á land, en Al- þýðublaðið og kosningablað Hrifl- unga hófu æðisgengin níðskrif um , þýsku þjóðina alment og þýsku stjórnina sjers'taklega. Eru greinar þessar að nokkru leyti skrifaðar sem aðvörun til þjóðarinnar gegn íslenskum naz- istum. En enginn heilvita maður getur spanderað slíku púcri á þessar 300 áhrifalausu sálir, sem enn lafa í hinum andvana fædda íslenska nasistaflokki. Tilgangur slíkra greina getur enginn verið annar en sá, að gripa tækifærið meðan hinir þýsku sendimenn voru hjer, að leitast við að gera íslenskum hagsmun- um, íitflutningi og atvinnu lands- manna tjón. Því ef tekið er mark á blöðum þessuin gat vinarþel hfnna ókunnugu erlendu gesta breyst í andúð. Nánar athugað. ' Álþýðusambandi íslands eðá sósíalistabroddunum, tókst ekki að stöðva , síldveiðaskipin, eins og þeir ætluðu sjer, með því að lieimta ófáanlegt verð fyrir hina veiddu síld. En síldarútgerðina má lama eða fella í rúst, ef markaðsmöguleikar í Þýskalandi lokast. Norðmenn, keppinautar vorir á síldarmarkaðnum munu nú langt komnir að tryggja sjer sína hlut- dðild í Þýskalandsmarkaði fyrir síld og síldarmjöl.- Þeir hafa ann- að lag á en íslehskir rauðliðar. Hin lúalega tilraun Alþýðu- blaðsins, til að eyðileg'gja sölu á íslenskri síld, síldarmjöli, ísfisk og hrossum til Þýskalands er eftir- téktarverðari en ella, fyrir þá sök eina, að blaðið er nú í þann veginn að verða opinbert málgagn hinnar íslensku ríkisstjórnar. Geta menn af þessu eina dæmi gerf sjer allskýra hugmynd um það,’ hve gersneyddir þessir vald- hafar eru állri ábyrgðartilfinn- ingu. Kirkjan og kommúnisminn. Á nýafstaðinni prestastefnu og Prestaf jelagsfundi kom afstaða kommúnista til kirkjunnar til umræðu, og voru prestar eigi á eitt sáttir um það, hvaða afstöðu þeir ættu að taka til þeirrar mann- tegundar. Þeir prestar, sem mest og nán- ust kynni hafa haft af kommún- istum sögðu sem svo, að Kommún- istaflokkur Islands væri í raun og vern harðvítugur og einhuga and- stöðuflokkur íslensku þjóðkirkj- uiinar. Það þýddi ekkert fyrir kettnimenn landsins að dylja þann sannleika. En aftur aðrir, sem lifað hafa í meiri fjariægð frá herbúðum kommúnistanna, vildu líta svo á, að kjrkjan mætti ekki blanda sjer í pólitík, hún yrði að halda sjer utan við allar flokkadeilur. Með- al .kommúnista væru menn kirkju- ræknir og velviljaðir kristindómi. — En því svöruðu hinir: Sje svo, þá eru slíkir menn ekki sannir kommúnistar, og því verður af- staðan ekki mörkuð méð tilliti til þeirra. Launamál. Annað mál var það, sem að von- um var mjög ofarleg'a á baugi meðal prestanna, sem sje launa- mál þeirra. Er eðlilegt að þeir geti ekki komist hjá því að minnast á þau vandræðamál sín, því síðan prest- ar sveitanna höfðu engan stuðning af búskap, og hafa jafnvel orðið að láta laun sín sem eru 2—3 þús. kr. á ári upp í halla af búrekstr- inum, er eðlilegt, að útkoman sje dapurleg fyrir menn, sem hafa kostað sig til langs náms, og fá svo ekkert, eða sama og ekkert í aðra hönd. Er sýnilegt, að launamál presta, sem annara lág’launamanna rík- isins, ei' vandamál, sem leysa þarf úr hið fyrsta. Hátemplar og áfengið. Olsson yfirmaður Templararegl- unnar, kom hingað á dögunum og' er hjer enn. Hann er maður viðfeldinn, enda hámentaður og vel máli farinn. , Ummæli hans um bindindismál, er hann liafði við tíðindamann Morgunblaðsins, koma svo vel heim við það, sem verið hefir að- alsjónarmið - blaðsins, að vert er að minnast þeirra sjerstaldega. Hann sagði m. a.: „Jég liet'i altaf haldið því frarn, að besta ráðið gegn áfengisböl- inu sje það, að breyta hugarfari mamia. Það þýðir ekki að revna að halda áfenginu frá þeim, svo lengi sem þá langar í það“. Með öðrum orðúm. Þessi æðsti maður Góðtemplára, er ekki gef- inn fyrir þvingunarráðstafanir, bann og annað ráðabrugg' þvílíkt. Hann er bindindismaður í orðsins besta skilningi. Af honum ættu íslenskir bannmenn að læra. Nefndarskipun. Rauðliðar, Alþýðuflokkurinn og Framsóknarflokkurinn hafa nú kosið nefndir til þess að semja sín í milli um það hvernig þeir eigi að mynda stjórn. í Framsókn- arnefndinni eru Jónas frá Hriflu, Hermann J ónasson, Eysteinn Jónsson, Sigurður Kristinsson og' Jón Árnason. f Alþýðuflokks- nefndinni eru þeir Jón Baldvins- son, Stefán Jóh. Stefánsson, Vil- mundur .Jónsson, Hjeðinn Valdi- marssón og Jón Axel Pjetursson. Nefndir þessar áttu að halda fyrsta fund sinn í gær, en eftir því, sem Alþýðublaðið segir þá, mun varla að vænta samkomulags fyr en um miðjan mánuð í fyrsta lagi. Mikið eftir enn. Reykvískur skattborgari át'ti nýlega tal við Eystein um atriði eitt í álagningu hans. Spurði hann Eystein að því, í bróðerni, hvernig hann hjeldi að hag Reykvíkinga væri komið eftir nokkur ár, ef áfram yrði haldið að skattpína þá, eins og' híysteinn hefði gert. „Það eru miklar eignir eftir ni leiou: Efsta hæð í verslunarhúsinu, Hverfisgötu 4 (Ijósmyndastofa Sigr. Zoega & Co.) Austurálma „Skjaldborgar“ við Skúlagötu (Vörugeymslu-, verksmiðju- og skrifstofu- herbergi Hreins h.f.). Upplýsingar hjá Garðari Gíslasyni, Hvg. 4. Ærkjöt * og kjöt af veturgömlu f je. Sjerstaklega gott, verður selt mjög ódýrt í fmss^ri viku í Milnersbúð, Laugaveg 48. Sími 1505.. eliliiiiskðil. Komið öll að Selfjallsskála í dag. Skemtilegasti staðurinn nær- lendis. — Gömlu og nýju dansarnir allan daginn á góðum palli. Aðgangur aðeins 1 króna. — Ef rignir, þá dansað í skálanmn. — Veitingar á staðnum. Bílferðir með strætisvögnunum og frá Vörubílastöð Reykjavíkur Bw* mðlning Nú er tíminn kominn til að mála þök á húsum sínum. | Athugið, að L A S TIK O N er hin tryggasta, besta og j drýgsta riðverjandi málning. Upplýsingar og litakort ókeypis. Ver§lunin Brynja. - —r—■■■■■"■■MHiw ■iihiiiimihiw—imwwn—n m m .... .■ — niM nnm—r—■wnW Til flkureyrar oi viiar. A11 a mánudaga, þriðjudaga, fimtudaga og laug-l ardaga kl. 8 f. h. — Rúmbestu og traustustu lang-l ferðabifreiðar landsins, stjórnað af landsfrægum[ bifreiðastjórum. Afgreiðsluna í Reykjavík annast Bifreiðastöðl íslands, sími 1540. símí O. Bifreiiastðð nkureyrar.;! Ath. Áframhaldandi fastar ferðir frá Akureyri um| Vaglaskóg, Goðafoss til Mývatnssveitar, Húsa-| víkur og Kópaskers. enn lijer í Reykjavík“, svaraði skatts'tjóri þá, og glotti við. Spurði aðkomumaður þá skatt- stjóra á þá leið, hvort hann teldi á því brýna nauðsyn að Ijúka þeim sem fyrst. Við því fekk hann ekki svar. Eysteinn Jónsson er nú nefndur fjármálaráðherraefni rauðliða. Ilann mun hugsa sjer að láta nienn finna til þess, að eignir manua sjeu honum þyrnir í aug- um, að minsta kosti þegar pólitísk- ir andstæðingar eiga í lilut.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.