Morgunblaðið - 08.07.1934, Blaðsíða 8

Morgunblaðið - 08.07.1934, Blaðsíða 8
MORGUNBLAÐIÐ wsm | Smá-auglýsingaij Ung'lingsdrongur 13—16 ára áska.st um sláttinn. Upplysingar í Bröttugötu 3 B. uppi fyrir kl. 12 á morgun. Smurt brauð í nesti til ferða- laga kaupa þeir er reynt hafa í Svaninum við Barónsstíg. Málverk, veggmyndir og margj- íonar rammar. Freyjugötu 11. Lines Bros barna- vagnar eru þeir bestu, sem til landsins flvtjast. Mikið úrval. — Yatnsstíg 3. — Húsgagnaverslun Reykjavíkur. Brynjólfur Þorláksson er flutt- ur í Eiríksgötu 15. Sími 2675. Kanpmenn! haframjölið ■n* í pokunum er gott og ódýrt. Heildsölubirgðir hjá Smttuvje! bletti við inis með ham (otx ljá . Síini _'165. Heimabakarí Ástu Zebitz, Ei- ríksgötu 15, sími 2475. Rúgbratið, franskbrauð og nor- malbrauð á 40 aura hvert.. Súr- brauð 30 aura. Kjarnabrauð 30 aura. Brauðgerð Kaupfjel. Reykja- víkur. Sími 4562. KELVIil-DIESEL. Sími 4? 3. Gefið börnum kjaraabrauð. Það er bætiefnaríbt og' holt, en ódýrt. Það færst aðeins í Kaupfjelags- bráuðgerðinni, Bankastræti 2. — Sími 4562. Þetta Suðusúkkulaði Tll Akureyrar verða ferðir í næstu viku Mánudag, þriðjudag og föstudag. Bifreið8stnð Steindórs. SímS 1580. C Crll) /^^^3~SimT~EfnalIugj múm Sientufc iihm 54 c&íft 1300 Bvður ekki viðskiftavinum sinum annað en fullkomna kemíska hreinsun, litun og pressun. (Notar eingöngu bestu efni og vjelar). Komið því þangað með fatnað yðar og annað tau, er þarf þessarar meðhöndlunar við, sem skilyrðin eru best og reynslan mest. Sækjum og sendum. Nýjar * r t Kartöflur Sðngmenn, Söiigvlnir, hugsið einnig til barnanna á þessum söngvanna dögum Banasfinsvar sem safnað hafa er appáhald allra hásmæðra. Hilmar Thor§. lögfræðingur. Hafnarstræti 22. Sími 3001. Skrifstofutími: 10-12 og 2-5. R. PEDERSEN. S ABR O E -FRYSTIVJELAR, MJ ÓLKURVINSLUV JELAR. Sí MI 3745, REYKJAVÍK. Elín og Jón Laxdal fást hjá bóksölum og í Hljóðfæraverslun Katrínar Viðar.. Kosta aðeíns 2 krónur. Fyrirliggf andi: Appelsinur 200 stk. Epli Delecious. Laukur. ítalskar kartöflur. Eggert Kristjánssen & Co. Grand-Hótel 88 skeður innan dyra lífsins, er ekki stirt og liðalaust eins og súlur í byggingu, ekki fyrirfram ákveðið eins og aðaldrættirnir í hljómkviðu, ekki útreikn- anlegt eins og braut stjörnu — en það er mann- legt, kvikara og erfiðara að handsama en skugg- arnir af skýjunum, sem svífa yfir enginu. Og sár sem ætlar sér að fara að segja frá því, sem hann hefir séð innan einhverra slíki’a dyra, getur hæg- lega átt á hættu að riða á takmörkunum milli sannleiks- og lýgi, eins og á slökum., dinglandi kaðli. Til dæmis símasamtalið — þetta einkennilega símtal, sem var tilkynnt frá Praha, laust fyrir mið- nætti. Kvenrödd bað um það, að tala við Gaigem barón, nr. 69, og nætursímavörðurinn gaf sam- bandið. — Halló, sagði Grusinskaja, sem var nýfarin í rúmið í Praha (í vondu rúmi í gömlu vel þekktu, en úreltu gistihúsi). — Halló — halló, elskan — ertu þarna? Og enda þótt herbergiið nr. 69 væri þá þegar orðið manntómt, en tveim herbergjum þaðan væri siysið að ske, sem fyrr er getið — og varð til þess. að Preysing yfirforstjóri fekk að dúsa þrjá mánuði í gæsluvarðhaldi og missti stöðu, mannorð og fjöl- skyldu — þá heyrði Grunsinskaja röddina, sem hún elskaði, segja veikt en þó greinilega: — Neuvjada. Ert það þú, elskan mín? — Halló, sagði Grusinskaja, — gott kvöld. Hvað líst þér á, að ég skuli vera að hringja þig upp? Þú verður að tala hærra — sambandið er slæmt. Eg er nýkomin frá sýningunni — hún var góð — TStórkostleg — feikna sigur; áhorfendurnir ætluðu alveg vitlausir að verða. Eg er mjög þreytt en mjög glöð — mjög. Það er orðið langt síðan ég hefi dansað eins vel og í kvöld. O, comme je suis heureuse — hvað ég er hamingjusöm. Hugsarðu um mig? Eg — eg hugsa alltaf um þig, og engan annan — ég þrái þig. Á morgun förum við til Wien — í fyrramálið. Kemur þú þangað? En, talaðu maður — segðu eitthvaðl í Hótel Bristol á morgun, í Wien, heyrirðu? Hversvegna — fröken, fröken, sambandið er í ólagi — ég heyri ekkert. Kemurðu til Wien á morgun? Eg bíð eftir þér, ég hefi látið koma öllu í lag handa okkur í Tremezzo. Hlakkarðu til? Bara hálfsmánaðar vinna enn, og svo förum við til Tremezzo. Ó, segðu bara eitt orð, ég heyri til þín. — Hvað? Svarar bai’óninn ekki? þakka yður fyrir. Viljið þér gjöra svo vel að segja honum, að það sé vonast eftir honum í Wien á morgun. Á morgun. Þakka yður fyrir. Þetta samtal á Grusinskaja við tóma herbergið nr. 69. Hún lá í rúmi sínu með togleðurband um hökuna og hitaði enn í augun af málningunni og hjarta hennar brann af viðkvæmni og blíðu. — Já, en ég elska þig — je t’aime — tautaði hún inn í þögult símatólið, eftir að símamaðurinn í Grand Hótel, hafði löngu rofið sambandið. Og rétt þar við hliðina, í nr. 70, milli 4 og 5 um morguninn, þegar gluggatjöldin voru farin að grána af birtunni, opnaði litla Flamm faðminn, í fyrsta sinn, móti Kringelein. — 1 þessu eina við- kvæmni-augnabliki selur hún sig ekki,,heldur gef- ur sig, — af því að hún hefir fundið í fyrsta sinn, að það, sem hún hefir að gefa, er ekki einungis ofurlítil skemmtun, eða óveruleg stundaránægja, heldur eitthvað stórkostlegt — jarðskjálfti — ham- ingja — hámark — fullkomnun. Hún liggur eins og ung móðir og heldur manninum í faðmi sér,. eins og barni. Fingur hennar hvíla í litlu lautinni, sem sjúk- dómur og veikindi hafa gert milli stóru sinanna aftan á hálsinum. Nú er allt gott, hugsar Kringe- lein — engar kvalir. Eg er sterkur. Og þreyttur; líka þreyttur, en nú sofna eg. Eg hefi sama sem ekkert sofið síðan eg kom hingað. Það er leiðin- legt vegna tímans — bara eg þyrfti ekki að fara héðan. Mig langar svo til að lifa. Eg vildi, að það væri lengra eftir, því nú fyrst er eg byrjaður að lifa. .... — Litla Flamm, hvíslar hann að henni. — Láttu. mig ekki deyja — láttu mig ekki deyja! Og litla Flamm þrýstir honum enn fastar að sér og fer að hugga hann. , — Það er ekki nema bull og vitleysa, að þú eigir að deyja. Eg vil ekki heyra það nefnt á nafn. . Menn deyja ekki svona strax á augnablikinu, þó þeir séu með einhvern ómerkilegan smásjúkdóm. Eg skal hjúkra þér. Eg þekki mann í Wilmerdorf- strasse, sem kann undralækningar. Hann hefir gert fólk albata, sem voru býsna miklu veikari en þú ert. Honum er óhætt að trúa fyrir því. I fyrramálið förum við til hans; hann skal gefa þér einhverjar forskriftir, og svo verðurðu heilbrigður, skaltu sanna. Og svo förum við strax héðan — til London, París, Suður-Frakklands — þar er nú þegar orðið heitt í veðrinu. Þar liggjum við í sólskininu og verð- um brún og látum okkur líða yndislega. Og nú skulum við sofa —- óh....... Hún gefur Kringelein, sem er úttaugaður, heiÞ brigoi sína og meðfæddan kraft, sem ekki þekkir neinar efasemdir — og hann trúir henni.. Hann sofnar í einhverju gullbjörtu sæluástandi, sem tekur á sig myndir —stundum eins og brjóst litlu -i

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.