Morgunblaðið - 21.07.1934, Page 3

Morgunblaðið - 21.07.1934, Page 3
MORGUNBLAÐIÐ 9 9 Frá siorskti skatuntiiKi. ■i Norsku skátarnir, sem hjer <3velja, hafa undanfarna daga rjferðast um ísafjarðardjúp ásamt 12 íslenskum skátum, nndir for- . ystu Gunnars Andrew skátafor- ingja. Daginn eftir að skátarnir komu til ísafjarðar, var farið á mótopbát inn að Armúla í Djúp- inu. Frá Ármúla var gengið inn í Kaldalón, þar voru reistar tjald- buðir og dvalið í 4 daga. Farnar 'voru ýmsar ferðir um nágrennið, *an aðalferðin var á Drangajökul, • og gengið á liæsta tindinn, sem heitir Hrollleifsborg. Á tindinum var skilin eftir tindabók í vörðu, sem skátarnir hlóðu upp. Éftir að komið var á sjálfan jökulinn gengu skátarnir eftir, áttavita í fjóra tíma, því svarta þoka vár á - öllum jöklinum. Meðan dvalið var í tjaldbúðunum voru iðkaðar ; ýmsar skátaíþróttir og skemt sjer við leika, svo sem knattspyrnu og .„Base ball“, sem lítið er iðkaður hjer á landi, nema af skátum á ísafirði. Seinasta daginn í tjald- búðunum afhenti foringi norsku skátanna, Ole Eger, Gunnari And- réw heiðursmerki norska skáta- bandalagsins, sem er skátamerki úr gulli. Á þriðjudagsmorgun ■ voru tjöldin tekin niður og geng- ið að Árinúla, og síðan að Mel- gfaseyri. Á Melgraseyri dvöldu skátarnir fram á næsta dag í besta yfirlæti. Var nú haldið á mótorbát yfir í Keykjanes, en þar er mjög' góð sundlaug, sem skátarnir notuðu óspart. Síðan var haldið til ísafjarðar og komið þangað um kvöldið. Á fimtudag- inn fóru norsku og ísfirsku skát- ; arnir á sjúkrahús Isafjarðar og ; sungu ýmsa skátasöngva fyrir i sjúklingana. Þótti það góð skemt- un. Seinna sama dag, var sýnd norsk skátakvikmynd, sem norsku ; skátarnir hafa meðferðis. Um ' kvöldið hjeldu skátarnir á ísafirði kveðjusamsæti fyrir norsku skát- ; ana. Seint á föstudagskvöld fóru - svo skátarnir með Goðafossi til Akureyrar, en þangað er þeim boðið af skátafjelögunum þar, og' • dvelja þar tvo daga. Hingað suð- ur koma þeir svo landveg og eru væntanlegir á þriðjudagskvöld. ; Skátafjelögin hjer bjóða skátun- • um til Þíngvalla á miðvikúdag og - er öllum skátnm heimil þátttaka í þeirri för. Um kvöldið er svo kveðjusamsæti fyrir norsku skát- . ana, sem allir reykvískir skátar ; ásamt „Normandslaget“ í Reykja- ■ vík taka þátt í. Norsku skátarnir > eru afar hrífnir af viðkynnine'u sinni við land og þjóð, og róma þeir mjiig móttökurnar {« ísafirði. Þýskir kennarar éiga ekki slæpast. í Þýskalandi hefir verið búin ‘ til reglug'jörð sem áltveður leyfi í skólum landsins. Nú eiga kenn- arar ekki lengur að hafa eins löng- frí og' veríð hefir, hvers vegna ættu þeir að lifa náðugra en aðrir borgárar? Þegar börnin eru farin í frí,' kemur að kennurunum að • setjast á skólabekkinn, til þess að • menta sig. ——-— „Hvitir“ Islendingar í Vín. Flokkur trúða notar sjer fáfræði manna um ísland. f austurríska blaðinu „Telegraf“ segir frá því nýlega, að flokkur „hvítra manna“ sje kominn til Vín. „Annars kalla þeir sig „ís- fólk‘ ‘ á auglýsingum sínum, en þeir eru hinir svonefndu Albinos, eða „hvítir“ ménn. Þeir koma frá hinu fjarlæga heimkynni sínu, hinu sagnauðga íslandi, og ætla að ferðast um Evrópu og sýna ís- lénska þjóðsiðu, þjóðdansa og leika. Þeir ganga í hinum skraut- legu þjóðbúningtun sínum og ætla að sýna í Zirkus-Zentral-Gebáude í Prater (Tivoli). En þeir þjást svo mikið af liita, að það varð.að sækja lækni í dag handa tveimur konum, sem eru í flokknum“. Og svo á blaðið tal við foringj- ann, sem heitir Tom Jack. Hann segir, að á íslandi sjeu enn nokkr- ar fjölskyldur „hvítra“ manna og lifi þær einangraðar. Þeir sjeu mjög næmir fyrir hita, því að hör- und þeirra vanti lit. Og svo sjeu augasteinarnir í þeim rauðir, og þoli þeir ekki sterkt ljós. Fjelag- ar sínir, sem sje nýkoranir frá ís- landi, geti ekki lifað, nema þeir fái stöðugt fjallag'rös og fjalla- grasaseyði. Sjálfur kveðst hann hafa farið þriggja ára gamall frá íslandi og vera orðinn öllu vanur. Svo bætir blaðið við: ,.Það er auðsjeð á -fólkinu, að það getur pavrmast litið upp; svo mjög særir sólskinið hjer það íaug un. Þegar verið var að mynda það, streymdu tárin úr augum þess. Allir hafa snjóhvítt hár eins og öldungar“. Mynd af þessum „fríða“ hóp er til sýnis í glug'ga Morgunblaðsins í dag-, og má á henni sjá, þótt ekki sje annað, að einkennilegir eru þeir íslensku búningar, sem fólkið er í. — Finst íslensku stjórninni ekki ástæða til þess, að koma í veg fyr- ir að þessi flokkur flaggi með því út um allan heim, að hann sje frá íslandi? Þess má geta, að flokkurinn ætl- ar frá Austurríki til Sþánar, og svo á heimssýninguna í Briissel. Dagbók. Veðrið (föstudagskv. kl. 5): Hægviðri og úrkomulaust um alt land, én þoka sunnan til á Aust- fjörðum. Lægð við S-Grænland á austurleið. Útlit fyrir S-átt og rigningu hjer vestan lands um lielgina. Veðurútlit í Rvík í dag: Hæg- viðri og úrkomulaust fram eftir deginum, en S-átt og rigning með nóttunni. Messað í Dómkirkjunni á morg- un kl. 11, sjera Bjarni Jónsson. Fiskinnflutningnr Spánverja. Hinn 11. maí var ákveðið af spænsku stjórninni að ekki mætti flytja meira inn af saltfiski til áramóta en S70.233 kvintal. 15. júní var þetta hækkað upp 1 440.551 kvintal. Verslunarsambönd. Firma í Bombay, Indlandi, vill flytja inn niðursoðna mjólk, niðursoðið kjöt og fiskmeti (246). Firma í Ahme- dabad, Indlandj, óskar eftir fram- boði af sápu (247). Firma í Ham- borg óskar eftir framboði á nið- ursoðinni mjólk og niðursoðnu kjötmeti (250). Firma í Wien vill kaupa saltsíld (feitsíld, matjes- síld), saltfisk í vagnhleðshim o. fl. (251). Upplýsingar í Udenrigs- mi nisteriet (Erhvervskont or et), Christiansborg, Kbhvn, g'egn því að getið sje um tölurnar, sem eru í svigum. Hjónaband. Gefin voru saman í lijónaband 14. þ. m. í Borgar- kirkju á Mýrum ungfrú Jóna G. Jón.sdóttir og Ágúst Kristjánsson lögregluþjónn. 40 ára er í dag Geir Magníisson legsteinasmiður, Bergþói'ug'ötu 1. Til Hallgrímskirkju í Saurbæ: Áheit frá Hólmfríði Jónsdóttur (afh. af G. H. Jakobssyni) kr. 5,00. Áheit frá ,,Ónefndri“ kr. 5,00. Áheit frá „A“ ltr. 5,00. Áheit frá „Stiilku“ (afh. af Lilju Krist- jánsdóttur) kr. 25,00. Samtals kr. 40,00. — Bestu þakkir. Ásm. Gestsson. Skátafjelagið „Ernir“. Farið verður í skeintiferð að Álafossi sunnudaginn 22. júlí. Lagt af stað frá Miðbæjarskólanum kl. 8 f. h. stundvíslega, Fjölmennið! Sáttmálasjóðurmn. Úr liinum .danska hluta hans á nú að veita 20 þús. krónur og eiga umsóknir að vera komnar fýrir 1. septern- ber til „Bestyi'elsein for Dansk- Islandsk Foi'bundsfond“, Krist- iansgade 12, Köberihavn K. Um- sóknirnar eiga að yera á dönsku og eiga þeim að fylgja nákvæmar og glöggar upplýsingar. Btxident- ar eiga að skrifa umsóknir sínar á umsóknareyðublöð Kaupmanna- hafnarháskóla. Höfnin. Katla fór í fyrradag út á land að taka farm. Edda kom í gær. ísland kom að vestan í gær- morgun kl. 7, fer annað kvöld. Ver kom frá Englandi í gærmorg- un. Belgaum kom atf veiðum í gær og t'ór til Enghtnds, Skipafrjettir. Gullfoss er Rvík. Goðafoss kom til Siglufjárðar í morgun. Brúai’foss, er á leið til útlanda frá Vetmannaeyjum. Dettifoss fer frá Hamboi’g í dag. Lag'arfoss er væntanfegur til Vest- mannaeyja kl. 1—2 í nótt. Sel- foss kemur til Akureyrar í dag. Seinasti kappleikur H. I. K. verður í kvöld á íþróttavellinum kl. 8i/2. Keppa Danirnir þá við úr- valsliðið. Aðgöngumiðar verða seldir með 25% afslætti og fást í K. R. lntsinu frá kl. 3 og við inn- g'anginn. Aðalfundur í garðyrkjufjelag- inu verður lieima hjá Einari Helgasyni í kvöld kl. 8y2. Jarðskjálftakippur fanst í Borg- arfirði kl. 10.55 í fyrradag. Sænski fimleikaflokkurinn sýndi á Akureyri í fyrrakvöld á íþrótta- vellinum og var mikil aðsókn. í gærkvöldi liafði hann sýningu á Blonduósi. 80 ára afmæli átti Herdís Sig- urðardóttir á Varmalæk í Borgar- firði í fyrradag. Héimsóttu liana þá margir vinir og vandamenn. Hún hefir búið á Varmalæk í 50 ár, pg' er enn hin ernasta. Síldveiðin að byrja. f gær komu margir línuveiðarar með fullfermi af síl(l til Siglufjarðar. Höfðu þeir feng'ið síldina austur hjá Langa- nesi. Önnur skip höfðu fengið nokkuð af síld vestur hjá Reykj- arfirði og út.af Skaga. Ríkisbræðsl an tók á móti 10 þús.málum í gær. Danska íþróttaf jelagið lijelt knattsþyrnuflokki H. I. K. veislu í gærkvöldi að Hótel Borg'. Flutti forseti f. S. í. fyrirlestur um íþróttalíf á íslandi, sungið var kvæði og yfirleitt var kvöldið hið i skemtilegasta. Taktu í sumar myndir af börnunum. Myndirnar sem þú tekur núna verða á komandi árum ómetanlegar gersemar. Þær verða þjer sí og æ dýrmætari eftir því sem stundir líða fram. Börnin vaxa upp, en á myndunum verða þau ung um aldur og æfi En gættu þess, að þú fáir góðar myndir; notaðu „Verichrome“, hrað- virkari Kodak-filmuna. Á „Verichrome“ færðu skýrar og góðar myndir, þar sem alt kemur fram, jafnvel þegar birtan er ekki sem best. „ V erichrome“ Hraðvirkari Kodak-filman Kodak HAMS PETERSEN. Bankastræti 4, Reykjavík. Nú geta allir ferðast. Lengra og lengra teygist vegakerfi landsins. Hraðar og hraðar, er kjörorð niitímans, nú er hægt að komast á nokkrum klukkustundum það sem áður þurfti marga daga eða vikur. Altaf er hægt að skoða fleira og fleira, ísland er svo undurfagurt og tilbreytingaríkt. Þó hefir aldrei verið jafn ódýrt að ferðast eins og nú, þrátt fyrir aukin þægindi. Verið með! Allir af stað! EN veitið okkur þá ánægju að sjá yður við búð- arboi'ðið í verslunum okkar áður en lagt er af stað. Þar er líka svo undur margt, sem gott er að taka með, því enginn ferðast svangnr! Yfirlýsing. Þar sem jeg hefi orðið þess var, að sumir halda, að jeg sje liöfundur ritdóhis þess, er birtist í Alþýðubl. fyrir skemstu, um viðbætir sálmabókarinnar, lýsi jeg því hjermeð yfir, að jeg' á þar engatí hlut að máli, enda vantar þekkingu til að gagnrýna slikt verk. Er því hjer um algerðan misskilning að ræða. Reykjavík 20. júlí 1934. Ágúst Jónsson Njálsgötu 48. Undralæknir. Á bóndabæ einum í Ontario er undralæknir, sem hefir afarmikið að gera. Stundum vitja hans 1000 sjúklingar á dag. Ilann er ekki nema 3 raín. með hvern sjúkling'. Er öll lækningin í því fólgin að hann nuddar iljarnar á sjúkling- unum. En eftir því sem sagt er, batna við það þyngstu þrautir. Allan daginn situr hann með sjixklinga'na og nuddar iljar þeþ'ra, án afláts, nema þann stutta tíma, sem lxann þarf til þess að tæma ljereftspokan, sem hann treður dollarpeningunum sínum í. Því að liann tekur 1 doll- ar af hverjum sjúkling, og það fyrirfram borgað.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.