Morgunblaðið - 14.09.1934, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 14.09.1934, Blaðsíða 2
2 MORGUNBLAÐIÐ ■ Bresku flugmeoiiiriiir urðu að snúa aftur vegna veðurs. Oban (í Skotlandi) 13. sept. F.B. Bresku flugbátarnir, sem lögðu af stað hjeðan áleið- íst til Færeyja, sneru aftur vegna óhagstæðs veðurs. United Preu italski Grænlandsleiðangurinn er á leið tUÍslands með,NjáIi‘ Osló 13. sept. F.B. Grænlandsstjórn tilkynnir, að Njáll sje kominn út úr ísbeltinu og sje á leið til Reykjavíkur. ítölsku leiðangurs- mennirnir eru á Njáli og líður þeim og öllum skipsmönn- um vel. Inntaka Rússa í ÞfóHabandalagið. Ðe Valera Ifel i Ifös á faiBidi i gær „|mð sesn allir Siafa verið að reyna afl þegja yfir“. Útgef.: H.f. Árvakur, Reykjavlk. Rltstjórar: J6n KJartansson, Valtýr Stefánsson. Rltstjðrn og afgreitSsla: Austurstræti 8. — Simi 1600. AuglýBlngastjðri: E. Hafberg. Auglýsingaskrifstofa: Austurstræti 17. — Slml 8700. Helmasimar: Jðn Kjartansson nr. 8742. Valtýr Stefánsson nr. 4220. Árni Óla nr. 3045. E. Hafberg nr. 8770. Áskriftagjalð: Innanlands kr. 2.00 á mánutil. TTtanlands kr. 2.50 á mánutSl 1 lausasölu 10 aura eintakitS. 20 aura metS LesbÖk. Þjóðminjasafnið. Eins og skýrt var frá í blaðinn í g'ær, hefir Þjóðminjavörður Matthías Þórðarson, og aðrir menn, velviljaðir þjóðlegum minningum, komist að þeirri nið- urstöðu, að Þjóðminjasafnið gæti fengið tryggan stað í húsakynn- um Þjóðleikhússins. Alla stund, meðan hið íslenska Þjóðminjasafn er geymt á háa- lofti Landshókasafnsins, geta menn ekki verið öruggir um framtíð þess, þó ekki sje annað, en kvikn- aði út frá raflögn í húsakynnum safnsins, eru öll verðmæti þess k einni svipstundu í voða, og' undir hælinn lagt, hvort nokkuð af safn- inu varðvéitist frá glötun. Er skamt að minnast þess, er safn- ið var varðveitt í húsakynnum Landsbankans, sein talin voru nokkurnveginn eldtrygg, en hrunnu skömmu, eftir að safnið var þaðan flntt. Og þess má íslensk þjóð minnast, hvert afhroð hún hefir goldið við glötun þjóðminja, þegar safn A'rna Magnússonar brann í Kaupraanna- höfn. Allir, sem kynnj hafa af Þjóð minjasafninu, eru sammála um, að þau þjóðlegu, menningarleg'u verð mæti, sem þar eru geymd. sje ómetanlegur fjársjóður þjóð vorr' um ókómin ár. Því hlýtur það að 'vera óblandið gleðiefni öllum, sem um það hugsa, að horfur eru á þv\ að safninu verði fengið húsnæði, þar sem það er trygt gegn eld- hættu, en svo mun vera í hús- næði því, sem safninu er ætlað í ÞjóðleikhúsbyggingUnni. London 12. sept. F.Ú. Aðalræðumennirnir á fundi Þjóðabandalag'sins í dag voru De Valera og Schussnigg. Ræða de Valera vakti einkum mikla at- hygli. Hann sagði meðal annars, að hann áliti sig aðeins segja það sem öllum hyggi í huga, er hann heldi því fram, að um upptöku Rússlands í Þjóðahandalagið ætti að ræða opinberlega, en ekki á leynifundum, eins og um eitt- hvert hættumál væri að ræða. Hann sagðist vera hlyntur því, að Rússum væri veitt upptaka í Þjóðahandalagið, en liann vildi láta setja sömu skilyrði 'fyrir henni, og Bandaríkin hefðu sett, er þau viðurkendu Sovjetríkin, í vor, sem sje, að Rússar lofuðu því, að reka engan pólitískan undir- róður meðal þeirra þjóða, sem til- heyrðu Þjóðabandalaginu, og enn- fremur að þeir veiti öllum trú- málaflokkum fullkomið frelsi inn- an Sovjetríkjanna. Þá vildi hann ekki láta veita Rússum nein sjer- stök hlunnindi. Þessi ræða er mikið umtöluð í ýmsum blöðum álfunnar, og ltom- ast nokkur þeirra svo að orði, að de Valera hafi aðeins látið í Ijós það, sem allir aðrir hafa verið að reyna að þegja yfir. Grieríion kominn til New York, og er hættur við að fljúga austur um haf aftur. I fyrramorgun fekk Geir Zoega, kaupmaður í Hafnarfirði, sem var umboðsmaður Griersons flug'- manns hjer, skeyti frá honum frá New York. Segir Grierson í því skeyti, að hann sje kominn þanga'5 heilu og höldnu, en sje hættur við þá fyrirætlun sína að fljúga aH- ur norðurleiðina til Evrópu, sjer þyki orðið of áliðið sumars, og n.ú sje allra veðra von. Þess vegna verði nú flugvjelin tekin sundur í New York. búið um hana og svo sigli hann á skipi til Evrópu. Arnold Földesy, eelloleikari, ætlaði að halda liljómleika í Gamla Bíó í kvöld. En vegna þess að hann var sjóveikur á leiðinni hingað, og hefir ekki náð sjer enn, verður hljómleikunum frest- að til þriðjudags, 18. þ. m. að til þriðjudags 18. þ. m. Fimm ára verkfallsdeilu í Noregi lokið* Osló 13. sept. F.B. Randsfjord-deilan var leyst á fundi hjá Claussen, sáttasemjara ríkisins, þar eð tillögur hanS voru samþyktar af hlutaðeigendum. Vinnufriður kemst því á og vinna hefst á ný við skógarhögg' og við- arflutninga og sú hætta, að sam- úðarverkfall verði gert í pappírs- iðnaðinum, hjá liðin. — Rands- fjorddeilan hefir staðið yfir um fimm ár. XJnited Press. Evrópu-flugið. Berlín 13. sept. F.T'. Tuttugu og tveir af þátttak- endum í Evrópu-hringfluginu flugu í gær frá Tunis yfir Paler- mo og Napoli til Róm. Hafa kepp- endurnir nú alls flog'ið 6600 kíló- metra. Flugferðir Lufthansa. Re^lubundnar flug- ferðir milli Ev- rópu off Suður- Ameríku. Berlín 13. sept. F.Ú. Flugfjelagið Lufthansa hefir gefið út skýrslu um hinar reglu- bundnu flugferðir frá Berlín til Brasilíu, sem hófust í febrúar þ. á. AIIs liafa verið farnar 20 ferðir fram og aftur, og' hefir farartím- inn milli endastöðva verið rúmlega 4 sólarhringar til jafnaðar. Við- komustaðir hafa verið Sevilla, Las Palmas og Natal. Þar sem þessar ferðir hafa tek- ist svo Vel, hefir fjelagið í hyggju að færa út kvíarnar á næsta ári, og fara reglubundnar ferðir til Rio de Janeiro og Buenos Ayres méð stuttu millihili. Hjálpræðisherinn. Hinir árlegu blómadagar, sem haldnir eru á íslandi t,il styrktar starfsemi Hers- ins, verða í dag og á morgun. Verkfallið í Bandaríkjunum. Sáttanefnd Roosevelts gagnslaus. Washington, 13. sept. FB. Ráð það, sem Roosevelt forseti skipaði, til þess að leiða vefnaðar- iðnaðardeiluna til lykta, hefir géfið út tilkynningu þess .efnis, að allar tilraunir þess til þess að miðla málum, hafi orðið árangurs- lausar. — Ráðið hefir þó ekki hætt störfum. (TJP.). Óeirðir halda áfram í sam- bandi við verkfallið. London 13. sept. F.Ú. Óeirðunum í Rhode Island, í sambandi við verkfallið í vefnað- ariðnaðinum, heldur enn áfram, og í morgun skaut lögreglan á 5000 mauns, sem ráðist höfðu á verk- Eystrasaltsríkin ffera með sjer 10 ára sáttmála. Genf, 13. sept. FB. Eystrasaltsríkin, Lettland og Eistland, hafa fallist á Eystra- sa.ltsríkja-sáttmálann og' undir- skrifuðu utanríkismálaráðherrar þessara ríkja hann í dag. Sáttmál- inn gildir fyrst um sinn éinn ára- tug, en framlengist af sjálfu sjer, ef enginn aðilja seg'ir honum upp. Samkvæmt sáttmálanum verður stefna Eystrasalts ríkjanua tveggja hinna fyrnefndu og Lit- haugalands, sameiginleg', en í sáttmálanum eru þó ekki ákvæði um Vilna- og Memel-deilumálin, sem finna verður lausn á sjer- staklega. (UP.). Sjó§ly§ið mikla. London 13. sept. F.Ú. Loftskeytamaður skipsins, Morr ow Castle bar það fyrir rannsókn- arrjetti í dag, að liálf klukku- stund hefði liðið frá því að eldsins í skipinu varð vart, þar til neyð- armerkin voru send út. Hann ját- aði einnig, að áður en neyð- armerkin voru send út, hafði non- uin bcrist fyrirspurn frá skipi úti á hafi um skip, sém væri að brenna nálægt New Jersey ströndinni. Flugferðir. Lík skipstjórans fundið. Berlin, 12. sept. FÚ. Lík skipstjórans á Morrow Castle hefir nú fundist, og mun verða tekið til rannsóknar, til þess að komist verði fyrir, hvort hann hafi dáið éðlilegum dauða. Unlted Press. Þýsk blöð bönnuð í Austurríki. Berlín 13. sept. F.Ú. í Austurríki hefir hið almenna bann á sölu þýskra blaða verið framlengt um 3 mánuði frá 16. þ. m. að telja. Bannið nær til svo að ségja allra dagblaða, sem gefin eru út í Þýskalaudi, en fle.st tímarit og sjerfræðirit eru undanþegin banninu. smiðjur og vefnaðarverslanir. Fjórir menn særðúst hættulega, og einn hefir síðan dáið af sárum, Tvær sveitir Iiermanna hafa ver- ið sendar á vettvang, lögreglunni til aðstoðar. Óeirðir hafa orðið víða í Bandaríkjunum, þar sem verksmíðjur hafa áður verið sett- af undir lög'regluvernd. Formaður vérkfallsnefndar gaf út boðskap í dag, þar sem hann segir, að úr því svo hafi farið, að vinnuveitendur hafi hafnað til- boði um að setja málið í gerðar- dóm, megi við því búast, að verk- fallið standi yfir í að minsta kosti einn mánuð enn, ef það eigi að ná tilgangi sínum. Viðskifti Þjóðverja og Breta. London, 13. sept. FÚ. Ríkisbankinn hefir stöðvað í bili allar greiðslur úr reikningi þeim, sem er í nafní Englands- banka, en það er gert samkvæmt ákvæði í nýlega gerðum yfirfærslu samningi milli Englands og Þýska- lands, að stöðvaðar sjeu greiðslur til Englands, þeg'ar meira én 5 miljónir ríkismarka sjeu óseldar. Það þýðir það, að þangað til meira er keypt í Englandi af þýskum vörum, *geta Þjóðverjar ekki sam- kvæmt samningum keypt breskar vörur. London 13. sept. F.Ú. 18 þýsk firmu hafa ákveðið að byggja verksmiðjur í nánd við London og Manchester í Eng'landi. Fjelögin verða að nafninu til ensk, með enska yfirstjórn, en vinnukraftnrinn verður að miklu leyti þýskur. Pólverjar kippa að sjer hendinni. London, 13. sept. FB. Samkvæmt áreiðanlegum heim- ildum hefir Beck, pólski sendiherr- ann, gefið í skyn, í viðtali við Anthony Eden, að Pólland liafi tekið fullnaðarákvörðun um að taka ekki þátt í Austur-Evrópu- sáttmálanum, sem Barthou utan- ríkismálaráðherra Frakklands hef- ir lagt mikla áherslu á að fá þjóð- irnar í Austur-Evrópu til þess að sameinast um. (UP.). Frá $aar. Saarbiicken, 12. sept. FB. Socialistar og kommúnistar hafa í sameiningu sent stjórnarnefnd- inni ávarp og krafist þess að ráð- stafanir verði gerðar til þess að koma í veg fyrir, að nasistar geri byltingartilraun. Ennfremur telja þeir hættu þá vofa yfir, að nas- istar í Þýskalandi sendi herlið inn í Saarhjerað. Loks er því lýst yfir í ávarpinu, að nasistar hafi á einu ári verið valdir að 500 liryðju- verkum í Saarhjreaði. Unlted Presa

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.