Morgunblaðið - 16.10.1934, Side 4

Morgunblaðið - 16.10.1934, Side 4
4 M O R O V N R T, A Ð I Ð Konur! Gangið i íþróltaljelag kvenna. Unnur Jónsdóttir, formaður. Vaigerðúr Briem, ritari. Þóra Bjamadóttir, gjaldkeri. Stjórn Iþróttafjelags kvenna. Nýtt íþróttafjelag' hefir verið stofnað hjer í Reykjavík — ,,í- þróttafjelag kvenna“. Fjelagið hefir á stefnuskrá sinni: „að efla hreysti, heilbrigði og fegurð ís- lenskra kvenna“. Hyggst fjelagið að ná tilgangi sínum með því, að iðka fimleika, sund og aðrar í- þróttir, m. a. skíða — skauta -— gönguferðir, svo og' fjallgöngur. fþróttir hafa jafnan átt sterk- an þátt í viðgangi og þroska mannkynsins, og þær verða einnig að vera einn sterkasti þátturinn í nútíma framsókn ísl. þjóðarinn- ar. Sú afgangsorka, sem þjóðin hefir yfir að ráða frá daglegum störfum, hlýtur einhversstaðar að fá framrás. Hún á að brjót.ast út í íþróttum og listum -— annars leitar hún sjer framrásar í ein- hverju öðru, sem er miður holt Allverulegur hluti af nútímaböli kynslóðanna á rót slna að rekja til vanheilsu og örbygðar — þar sem annað er orsök, hitt afleiðing. Hin mikla fegurð og hreysti Forn-Grikkja var bein afle'.ðiug líkamsræktar <•:: íþrótta. T»ar síonduð konu ■ Iþróttir eitts og kar menn. Líkandegt og andlegt atgerfi fsl. á söguöldinni var af jsö’„a rótum u'.rið og ísl. konur j stunduðu þá íþróttir — það má j af ýmsu ráða — þótt óvíða sje ; beinlínis talað um það. Varla Iiefði I Helga jarlsdóttir unnið það afrek j er hún vann, er hún synti úr Hólminum til lands, ef hún hefði ekki verið þjálfuð í sundíþrótt- inni — og' svo mætti fleiri dæmi telja. Það er því gleðiefni öllum, sem unna ísl. framsókn og menningu, að konur þessa bæjar skuli mi hafa fundið köllun hjá sjer til þess, að- taka þátt í víðtæku starfi, sem miðar að því, að gjöra ísl. þjóðina Iiraustari, heilbrigðari og fegurri. Ung kona sem frá öndverðu stundar íþróttir, mun í flestum tilfellum vera: íturvaxin „með æsku Ijetta brá“. Reykvískar " konur! Burt úr göturykinu og' frá vindlingasvæl- unni — upp til fjallanna — út í náttúruna, þar sem þið finnið sjálfa ykkur; því það virðist vera svo, að það sje tiltölulega. auðvelt fyrir unga konu að týna sjálfri sjer og hinu insta eðli sínu hjerna í hringiðunni í Reykjavík. Undirrót alls böls er einhvers- konar vanlieilsa. Takmark lífsins er fegurð og fullkomnun. Konur! vinnið að efling íþrótt,- anna! Gangið í „íþróttaf jelag kvenna“! , fþróttakona. Kirkjjudeilurnar magnast óðum í Þýskalandi. London, 13. okt, FÚ. I gær var stofnsett í Norðvestur og Vestur-Þýskalandi Sýnoda guðstrúarmanna í andstöðu við ríkiskirkju nasista. Hún gaf út yfirlýsingu, þar sem Múller ríkis- biskup og' Dr. Jáger eru kallaðir „Veri-f satans í kirkjunni“. I yfirlýsiv)gunni segir a.ð fagnaðar- 1)0 ’ l.anurinn hafi verið látinn þoka íil hliðar en dutlungar og blekkingar látnar koma í hans stað. Endar yfirlýsingin á bæn á þessa leið: „Drottinn guð, oss er stjórnað af öðrum en þjer, en vjer sverjum að vjer erum ekki meðal þeirra, sem láta afvegaleiðast sjer til tort.ímingar. Drottinn guð, bjarga þú oss“. London, 14- okt. FU. F.jöldi af ræðum hefir verið fluttur í dag í þýskum kirk.jum g'egn ríkiskirkjunni, og er sagt að slíkt hafi ekki heyrst úr þýsk- um prjedikunarstólnm fyr- Var m.jög vitnað til yfirlýsingarinnar frá í gær. Lögreglan hefir fengið skipun um að taka öll þau eintök af yfirlýsingunni, sem til náist og eyðileggja. í ræðu sem Göbbels hjelt í dag sagði hann : „Við lig'gjum ekki á knjánum á bæn, við framkvæm- um“. Teikniskólinvi. Það gladdi mig, þegar .jeg las það á dögunum, aS tveir kunnátlumenn ætluSu aS stofna hjer teikniskóla. Að vísu hefir teikning verið kend og er kend hjer í hinum ýmsu skólum og einstakir menn hafa tekið fólk í tímakenslu. En .jeg veit ekki hvort mönnurn er þaS ljóst, að hjer er gengið inn á nýja braut. Hjer er stofnun hleypt af stokk- unum, til þess aS fullnægja brýnni þörf. Skólinn hefir trygt sjer húsnæði til margra ára og er það m. a. trygging fyrir því, að hann geti tekið með festu á hlutverki sínu, auk þess, að dugnaðar- og kunnáttu-menn standa að stofnun hans. Eftir því sem mjer skilst, verður hlutverk Teikniskólans einkum þetta: 1. Undirstöðuatriði: að kenna nemendunum að skilja form, fjarlægðir og liti og veita þeim leikni í að hagnýta sjer þau lög- mál, sem að því lúta, þ. e. a. s. gera þeim sem auðveldast að segja frá með línum, litum og formum. 2. Fagteikning: að kenna nemendum þeim, er ýmsa hand- iðn stunda, að búa rjett í hend- ur sínar með hárnákvæmum teikningum. 3. Listteikning og leirmótun: að veita þeim, sem listhneigðir eru undirbúning til framhalds- listnáms, með því að gefa þeim kost á að móta leir og gera nauðsynlegar teikningar þar að lútandi. 4. að glæða listasmekk nem- endanna með því að gera sam- anburð á ýmsum listaverkum og kenna listasögu. Með svona starfsskrá getur skólinn boðið hinar ýmsu grein- ar teikingar á einum stað, og á þann hátt fullnægt þrá nem- endanna í samræmi við þroska þeirra og gáfur. Gera má sjer góðar vonir um þennan skóla. Framsæknir menn standa að stofnun hans. Björn Björnsson er þegar orð- inn kunnur fyrir dugnað og smekkvísi í list sinni. Og Mart- einn Guðmundsson er sagður mjög. efnilegur listamaður, með margra ára nám og þjálfun, bæði hjer heima og erlendis, og yfirsýn um heim listarinnar frá mörgum löndum. Manni hlýnar um hjartaræt- urnar í hvert sinn, er nýtt fram- tak bendir til meiri þjóðþrifa. Það er vel, að þeir fjelagar hafa stofnað hjer teikniskóla. Sann- ast mun, að hans var brýn þörf, og alt bendir til þess, að nem- endur eigi kost á að sækja þang að, það sem þeir þrá og þurfa, og þá verður teikniskólinn sönn þjóðþrifastófnun. ísak Jónsson. t Ingvar Pálsson kaupmaður. Hann Ijest að heimili sínu, Hverfisgötu 49 hjer í bæ, 6- þ. m. Banamein hans var hjarta- slag. lngVar var fæddur á Eyrar- bakka 29 júlí 1872- Foréldrar hftns voru Páll Andrjesson for- maður á Eyrarbakka, og kona hans, Geirlaug Eiríksdóttir bónda k Húsatóftunp Jónssonar bónda á sama stað. Páll, faðir Ingvars, var sonar- sonur Magnúsar Andrjessonar al þingismánns í Svðra-Langholti, var það beinn karlleggur frá Arna ábóta Snæbjörnssyni í Við- ey, en niðjar Árna ábóta voru hver fram af öðrum sýslumenn í Gullbringusýslu og bjuggu í Reykjavík. Ing'var ólst upp hjá foreldrum sínum á Eyrarbakka til 16 ára aldurs, en fór þá til Reykjavjkur, og' gerðist verslunarmaður hjá þeim bræðrum, Sturla og Friðrik Jónssonum, vann hann við vershm þeirra bræðra í 19 ár. Ingvar Pálsson. Árið 1905 giftist Ingvár eftir- lifandi kónu sinni, Jóhönnu Jósa- fatsdóttur, bónda og aíþi'ngis- manns Jónatanssonar á Holta- stöðum í Húnaþingi, en tveim ár- um síðar byrjaði liann á verslun fyrir sjálfan sig í búsi sínu 49 við Hverfisgötu- Þar bjó hann og rak verslun sína til dauðadags. Þau hjón éig'nuðust tvö börn, son og dóttur, Axel, er dó aðeins 22 ára að aldri 1928. og Kristínu, sem er gift Einari B. Guðmunds- syni lögfræðing hjer i Reykjavík. Eitt fósturbarn ólu þau hjónin upp, Unni Hall, sem er giftKristni Guðmundssyni kaupmanni hjer í bæ Ingvar var hinn ágætasti heim- ilisfaðir, og heimili þeirra hjóna víðfrægt fyrir reglusemi, g'lað- værð og' gestiúsni. Ingvar Pálsson var gjörfulegur maður og virðulegnr í a'IIri fram- komu. Var hann hinn mesti hófs- maður í hvívetna, fastorður og óprettsamur, aflaði það honum trausts og vinsælda meðal við- skiftamanna verslunarinnar og virðingu stjettarbræðra hans. — ]\fönnum með slíku skapferli verður eigi slysagjarnt- Fór og svo um atvinnurekstuf Ingvars Pálssonar að honum farnaðist mjög' vel, og gerðist hann vel efn- aður maður. Sem kaupmaður fekk hann sannað það, að það getur vel farið saman, að skilja samtíð sína og breytt skilyrði og breyttar kröfur, en að halda Jtó fast við hinar sígildu dygðir, að vera sanngjarn og áreiðanlegur. Ingvar Pálsson var tápmikill maður og' hraustur alla ævi, þar til liann fyrir fáum mánuðum kendi meins þess, er nú leiddi hann til bana. Vinum hans þykir, sem vonlegt er, ævi hans Iiafa orðið of skömm, en hún var misbrestalaus og öðr- um til fyrirmyndar. Jarðarför Ingvars Pálssonar fer fram í dag. Samborgarar hans munu á einu máli um það, að þar sje til moldar borinn gildur borg- ari, með óflekkaðan skjöld, en vinir hans munu minnast þess lengi, að þar áttu þeir á bak að sjá fastlyndum og góðum dreng. „Góðu dægri verðr sá gramr of borinn, es sjer getr slíkan sefa: hans alda mun æ vesa at góðu getit“. ! , L. G. r Abyrgðarkröfur og kreppulánin. Sex þingmenn í Ed., þeir P. Magnússon, Einar Árnason, Þ- Briem, Þorst- Þorst., M. Guðm. og' Bernh. Stef. flytja frv. um breyt- ing á Kreppulánasjóðslögunum. Frv. þetta gengur út á það, að heimila stjórn Kreppulánasjóðs að verja alt að 100 þús. kr. af reiðufje sjóðsins til greiðslu hluta af þeim kröfum, sem lánstofn- apir eða einstakir menn eignast á ábyrgðarmenn lántakenda , úr Kreppulánasjóði, vegna þess að, kröfurnar fást ekki g'reiddar að fullu úr sjóðnum, gegn því, að ábyrgðarkröfurnar sjeu látnar niður falla. Á heimild þessi að ■ná jafnt til þeirra krafna, sem nú eru til orðnar Og síðar kunna að verða til. Er ætlunin sú með frv. þessu, að reyna að ná samkoniulagi við skuldareigendur um niðurfall á- byrgða, gegn greiðslu einlivers hluta ábyrgðarkröfunnar. í þessu sambandi þykir rjett að minna enn einu sinni á þann blett, sem orðið liefir á afgreiðslu mjög marg'ra kreppulána, að vera þar að burðast með samábyrgða- flækju kaupfjelaganna. Hvaða vit er t- d. í því, að bóndi, sem ekki telst fær um að greiða nema 10—15% af sínum skuldbinding- um, sje áfram flæktur í ábyrgð fyrir hundruðum þúsunda króna vegna samábyrgðarinnar? En þannig befir verið gengið frá þessu hingað til. Væri ekki rjett fyrir Alþingi að taka þetta einnig til athugunar? í heilum og hálfum tunnum, úr ýmsum bestu fjársveitum landsins er til sölu í Heildv. Garðars Gíslasonar.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.