Morgunblaðið - 03.11.1934, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 03.11.1934, Blaðsíða 2
2 potpnbbíB Útffef.: H.f. Átvakur, Reykjavfk. Ritstjórar: J6n Kjartanssun. Valtýr Stef&nsson. Ritstjórn og 'afgreiðsla: Austurstræti 8. — Sfmi 1800. A uglýsingastjóri: B. Hafberg. Auglýsinííask ri fstofa: Austurstræti 17. — Sími 1700. Heimasfmar: Jón Kjartansson nr. 2742. Valtýr Stefánsson »r. 4220. Árni Óla nr. 2045. B. Hafberg nr. 3770. Áskriftagjald: Innaniamds kr. 2.00 á mánuttt. Utanlands kr. 2.50 á mánuöt f lausasölu 10 aura eintakiö. 20 aura meö Lesbök. Fisksölu- sambandiö. Útgerðarmönnum hefir óspart verið núið því um nasir aö þeir væru tómlátir um fjelagsmál. — Hefir það og verið svo til skamms tíma að útgm. háfa ekki fundið ástæðu til að skipa sjer í eina samstæða fylking um sölu aðalframleiðslu sinn- ar. Sumarið 1932 er mörkuð alveg ný stefna í þessum efn- um. Þá gangast stærstu fram- leiðslu og útflutningsfjelögin fyrir því, með aðstoð Lands- bankans og Útvegsbankans að fiskframleiðendur um alt land bindast samtökum um fisksöl- una. Til forstöðu veljast þeir menn, sem af öllum eru taldir hæfastir á þessu -sviði, hjer- lendra manna. Árangurinn af samtökunum og forstöðunni er sá, að fisk- urinn stórhækkar í verði og kemst allur á markað, þrátt fyr- ir aukna framleiðslu heimafyr- ir og skerta kaupgetu meðai neysluþjóðanna. , Sölusambandið er stórfeld-* asta tilraunin, sem ráðist hefir verið í hjer á landi, til þess að koma versluninni með aðalfram leiðsluvöru landsmanna í við- unandi horf. Þátttakendurnir viðurkenna allir árangurinn af starfi forstöðumannanna. Aðfinslurnar,_sem fram hafa komið beinast aðeins að litlu leyti að framkvæmdum fyrir- tækisins, heldur fyrst og fremst að því, að hin fjelagslega bygg ing þess sje ekki nægilega traust. Forstöðumennirnir við- urkenna að svo sje. Þeir kalla til fundar fulltrúa framleiðend anna víðsvegar á landinu og leggja fyrir fundinn frumvarp um skipulagningu fjelagsskap- arins, sem gefur framleiðenáum algert sjálfdæmi um val for- stöðumannanna. Fulltrúar framleiðenda sitja hjer vikutíma og ræða fjelags- mál sín og áhugamál sjávarút- vegsins af einurð og alvöru. — Þótt ekki sjeu allir sammála um einstök fyrirkomulagsatriði, þá eru þeir aÞjr sammála um aðalatriðið: að samtökin verði að haldast og að efla beri þau og styrkja svo sem frekast er unt. Fulltrúaþing Sölusambands- ins er vafalaust merkasta funda haldið um atvinnumál, sem hjer hefir verið háð. Ætla mætti nú að þeir, sem öðrum fremur telja sig til for- ystu fallna á sviði fjelagsmál- anna, myndu fagna því, að full- trúar þess atvinnuvegar, sem öll M €) ft Ci V N R T A |> I Ð Milliþinganefiid í §f á va r ti I veg $má 1 u m heflr samið stórfeld umbótafrum- vörp fyrir sjávarútveginn sem rauðliðar neil.s að flyjla. Skuldaskilasjóður. - Fiskveiða- sfóður. - Eiekstrarlán. Þingsályktun frá 1933. Á sumarþinginu 1933 fluttu Sjálfstæðismenn þingsályktun- artill., um að skora á ríkis- stjórnina að láta fara fram gagngerða rannsókn á hag sjáv arútvegsmanna um Iand alt og var svohljóðandi þing3ályktun samþykt: Neðri deild Alþingis ályktár að skora á ríkisstjórnina: 1) að rannsaka og safna skýrsl um um fjárhagsástæður og afkomuhorfur sjávarútvegs- manna um Iand alt. 2) að undirbúa tillögur til úr- lausnar á vandamálum út- vegsmanna, einkum um ráð- stafanir *af hálfu hins opin- bera til að firra þá vand- ræðum vegna yfirstandandi krepputíma. j 3) að athuga leiðir til þess að treysta betur en nú ’er sam- i eiginlega hagsmuni vinnu-1 biggjenda og vinnuveit-! enda, þeirra, er vinna að ; sjávarútveginum, bæði á sjó og landi, og gera tillögur til að draga úr fjárhags- áhættu útvegsins. 4) að rannsaka skilyrði fyrir bættum og fjölbreyttaíi verkunaraðferðum. 5) að gera tillögur um fram-1 kvæmdir til aukins mark- aðar fyrir fisk, fiskiafurð- og aðrar innlendar fram- le'ðsluvörur. 6) að undirbúa rekstrarláns- stofnun fyrir bátaútveg landsmanna. Að því er snertir rannsókn á hag stórútgerðarinnar, þá sje 'eitað samvinnu við nefnd þá, velferð þjóðarinnar veltur á, treygta samtök sín. En hvað verður? • Alþýðublaðið lýsir því yfir í gær, að það hafi ekki grensl- ast neitt eftir hvað gerst hafi á þessu þingi. ,,Slík fundahöld minna of mikið á brölt kom- múnista til þess að þau sjeu tekin alvarlega.“ Það er málgagn atvinnumála ráðherrans íslenska, sem svona talar, þegar fulltrúar smærri og stærri útgerðarmanna af öllu landinu og af öllum stærri stjórnmálaflokkunum (einnig Alþýðuflokknum) koma saman til þess að ráða fram úr þeim langalvarlegustu vandræðum, er að íslenskum atvinnurekstri hafa steðjað í manna minnum. Vitibornum mönnum hrýs hugur við tómlætinu, ábyrgð- arleysinu, heimskunni og ill- giminni í þessum hnútum hins íslenska stjórnarblaðs. er af bæjarstjórn Reykjavíkur hefir verið falið að rannsaka Hag og afkomu togaraútgerð- arinnar. Til þess er ætlast, að svo sje hagað framkvæmdum þeim, er að ofan getur, að rík- isstjórnin geti lagt tillögur um þessi mál fyrir næsta þing. Milliþinganefnd skipuð. Fyrverandi stjórn skipaði svo haUstið 1933 þriggja manna milliþinganefnd til þess að fram kvæmda þá rannsókn, sem í þingsályktuninni felst óg voru þessir menn skipaðir í.nefnd- kia: Jóhann Þ. Jósefsson alþm., Jón A. Jónsson alþm. og Kristj- án Jónsson fulltrúi Fiskifjelags ins. Snemma á sl. vori, tók Sig. Kristjánsson alþm. sæti í neífnd- inni í stað Jóns A. Jónssonar og hefir átt þar sæti síðan. Víðtaek rannsókn. Eins og sjest á þáltill. var starfsvið riefndarinnar mjög víðtækt. Enda er nefndin búin að rannsaka hag útgerðarinnar á öllu landinu, alt frá opnum bátum og upp í togara. Hefir nefndin rannsakað efnahag útgerðarmanna, eins og" hann var í árslok 1932, og einnig rekstursafkomu útgerð- arinnar yfir árin 1929—1932, að báðum meðtöldum. Við samanburð á skýrslugerð um rekstursafkomu útgerðar- innar hefir nefndin flokkað út- gerðina í eftirtalda flokka: — 1) opnir vjelbátar, 2) þilju- bygðir vjelbátar, alt af 12 tn., 3) vjelbátar frá 12—27 tonn, 4) vjelbátar yfir 27 tonn, 5) línuveiðagufuskip og 6) tog- arar. Hefir nefndin alls haft til athugunar 1919 rekstursreikn- inga, sem ná yfir fyrgreind 4 ár. í skýrslugerð um efnahag útgerðarinnar hefir nefndin flokkað útgerðarmenn í eftir- talda 4 flokka, eftir efnahag: 1) skuldir minna en 50% á móti eignum, 2) skuldir frá 50 —75% móti eignum, 3) skuldir frá 75—100% móti eignum og 4) skuldir yfir 100% móti eign um. N iðurstöðutölur. Nefndin hefir unnið úr þeim skýrslum, sem henni bárust, á grundvelli þeim er að ofan greinir. Hafa skýrslur og álit nefndarinnar verið í prentun síðan í ágústmánuði og ekki lokið enn. Verður þar mikinn fróðleik að finna um ástand og hag útgerðarinnar á landinu. Starf nefndarinnar hefir að sjálfsögðu verið mjög erfitt og vandasamt, því þetta er fyrsta alhliða rannsóknin sem gerð hefir verið á þessu sviði hjer á landi. Samkv. athugun þeirri, sem nefndin hefir látið gera á fjár- hagsástæðum útvegsmanna á öllu landinu námu eignir þeirra í árslok 1932 ca. 32.5 milj. kr., en skuldir ca. 26.5 milj. kr. —• Verða þannig skuldir móti eign- um 81.8% og er það óglæsileg útkoma. Útkoman mun þó nú vera tals vert verri en þetta, því nefndin tekur rjettilega fram, að bæði árin 1933 og 1934 hefir útgerð- in verið rekin með tapi. Hafa því hlutföllin milli eigna og skulda eflaust versnað síðan í árslok 1932. Stórfeldar umbóta- tillögur. Milliþinganefndin hefir samið 4 frumvörp við viðreisnar og um bóta fyrir sjávarútveginn. Frumvörp þessi eru: Frv. um Skuldaskilásjóð út- gerðarmanna. Frv. um Fiskveiðasjóð ís- lands. Frv. um vátryggingar opinna vjelbáta. Frv. um rekstrarlán útvegs- manna. Þrjú hin fyrst töldu frv. eru fram komin á Alþingi, en hið síðast talda (um rekstrarlán) er væntanlegt í þingið þessa dagana. Skal' nú vikið nokkuð nánar að efni þeirra sem fram eru komin. Skuldaskilasjóður útgerðarmanna. Sjóður þessi skal stofnaður við Fiskveiðasjóð Islands. Ætl- unarverk sjóðsins er að hjálpa eigendum fiskiskipa til að koma atvinnurekstri sínum á heil- brigðan fjárhagsgrundvöll, m. a. með því að ná hagkvæmum samningum við lánardrotna og aðra kröfuhafa um eftirgjafir skulda. Veitir skuldaskilasjóð- ur lán í þessu augnamiði. Stofnfje sjóðsins eru 5 milj. kr. og skal þess aflað þannig: 1) Fiskveiðasjóður leggur fram 250 þús. kr. í reiðu fje. 2) Alt útflutningsgjald af sjáv- arafurðum árin 1935—1940 rennur í sjóðinn. 3) Alt að 3 milj. kr. lán, sem ríkisstjórniri útvegar og á- byrgist, sem sjóðurinn end- greiðir á 8 árum. Nefndin gerir ráð fyrir, að skuldir útgerðarmanna þurfi að lækka um 8—10 milj- kr., til þess að atvinnuvegurinn kom- ist á heilbrigðan grundvöll. — Því marki hugsar nefndin sjer að ná með samningum við lán- ardrotna um eftirgjafir skulda og er fyrirkomulag í þeim efn- um hugsað á svipaðan hátt og á sjer stað við Kreppulánasjó? bænda. Útvegsmenn fá hag- kvæm lán úr skuldaskilasjóði til skuldauppgerðar. Skuldaskilafrumvarpið er. all- stór lagabálkur og er það ef- laust lang-stórfenglegasta um- bótin, sem farið hefir verið fram á sjávarútvegmim til handa. Fiskveiðasjóður. Nefndin leggur til að Fisk- veiðasjóður Islands verði sjálf- stæð stofnun, er hafi það höf- uðverkefni að styðja sjávarút- veg landsmanna með hagkvæm- um stofnlánum. Til þess að Fiskveiðasjóður geti sint þessu ætlunarverki, leggur nefndin til að stofnfje sjóðsins verði aukið verulega. Hjer eru eigi tök á að skýra nánar frá einstökum atriðum í þessu merka frv., en mun verða gert síðar. Vátrygging opinna vjelbáta. Þriðja frv.,^ sem komið er frá milliþinganefndinni í sjávarút- vegsmálum er um vátrygging opinna vjelbáta. Samkv. frv. skal Fiskifjelagi Isl. falið að gangast fyrir stofn un bátaábyrgðarfjelaga fyrir trillubáta, í svo mörgum ver- stöðvum, er þurfa þykir. Skal vátryggingariðgjald ákveðið 5% á ári af virðingarupphæð. Er í frv. ákvæði um ábyrgðar fjelög og annað, er vátrygging- una snertir. Fjórða frv. milliþinganefnd- arinnar, um rekstrarlán útvegs- manna, er ekki komið fram enn þá. Gefst væntanlega tækifæri til að skýra frá því síðar og verður þá nánar vikið að öll- um þessum merku málum nefnd arinnar. Daufar undirtektir hjá stjórninni. Milliþinganefpdin skilaði í hendur atvinnumálaráðh. þeim tveim frv., um Skuldaskilasjóð og Fiskveiðasjóð þ. 10. okt. s.l. og nokkru síðar frv. um vá- tryggingu opinna vjelbáta. Bjóst nefndin að sjálfsögðu við, að ríkisstjórnin myndi koma þessum málum á fram- færi á Alþingi. En það varð ekki. Dagar og vikur liðu, án þess að stjórnin kæmi frumvörpun- um á framfæri. Var nefndin við og við að spyrja atvinnu- málaráðh. hvað frv. liði, en hann kvaðst vera að kynna þau flokksmönnum stjórnarinnar. Loksins, þegar komið var fram undir sl. mánaðamótt tókst sjávarútvegsnefnd Nd. að ná ráðherranum á fund með frumvörpin. Mæltist þá ráðherrann til þess, að sjávarútvegsnefnd tæki \ i

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.