Morgunblaðið - 10.11.1934, Blaðsíða 3

Morgunblaðið - 10.11.1934, Blaðsíða 3
MORGUNBLAÐIÐ Flandln ravndar sliirn. §l[órnarsfefnan hin sania og áður, nema^ hvað stjórnarskrárbreyfingin um þingrof er úr sogunni. París, 9. nóv. FB. Flandin hefir myndað stjórn og er sjálfur forsætisráðherra. Herriot 6g Marin eru ráðherrar án um- ráða yfir sjerstökum stjórnar- deildum. Bernot er dómsnAlaráð- herra, Laval utanríkisráðherra. Maurin hermálaráðherra, Pietri flotamálaráðherra, Denain flug málaráðherra, Germain Martiní fjármálaráðherra, Roilin nýlendu- laálaráðherra, Marcel Regnier innanríkisráðherra, Paul Marche- andau verslunarmála, Pauí Ja- qnier verkamála, William Ber trand siglingamála, Bmile Cassez landbúnaðarráðherra. — Að þess- ari st.i,órn standa sömu flokltar og að Doumerguestjórninni og má því gera ráð fyrir, að atkvæða- styrkur hennar í fulltrúadeildinni rerði talsvert á fjórða hundrað at- kræða. — Fyrsti fundur hinnar ný.ju stjórn^r verður haldinn kl. 5 e. h. í dag. — Flandin gengur í'jf rir fulltrúadeildina næstkom- aodi þriðjudag. (UP.). London, 9. nóv. FÚ. gæti ekki, vegna trygðar sinnar gæti ekki, vgena trygðar sinnar við Doumergue, tekið þátt í stjórninni og Maurin, herfoi'- ingi, hefir því tekíð við embætti hans, sem hermálaráðherra. Hið eina, sem kemur á óvart í mynd un ráðuneytisins er það, að hinn alkunni ræðuskörungur, George Mondel, hefir orðið póst- og símamálaráðherra. Hann er álit j inn skeleggasti ræðumaður þingsins, og hefir því oft átt : í brösum. j Flandin kemur með stjórn sína á þingfund á þriðjudag. s Mun hann þá fara fram á að fá traustsyfirlýsingu fyrir sig og ráðuneyti sitt og er talið líklegt, að hann fái hana. I blaðaviðtali sagði Flandin í 5 dag, að hann væri. þess fullyís, ! að honum hefði tekist að sáfna um sig í ráðuneyti sitt, mönn- um, sem mundu hafa þroska til þess að gleyma öllum flokks á- greiningi og setja velferð Frakk lands ofar öðrum markmiðum. Kvað hann ráðuneytið mundu beita allri orku til þess að ljetta fátækt og bæta úr atvinnuleysi, koma fótum undir fjárhag hins opinbera. Haldið verður áfram með breytingar á stjórnar- skránni, en ákvæðið, um að for- sætisráðherra skuli heimilt að rjúfa þing, verður felt í burtu. Pirandello fær bókmenta- verðlaun Nobels. Demokratar Kosning í Danzig fengu 15 miljónir atkvæða.i,. ,i' %:rt London, 8. nóv. FÚ. Úrslit þingkosninga í Banda- ríkjunum eru nú kunn í öllum kjördæmum nema þremur. —- Demokratar hafa fengið 320 sæti, republikanar 102, og aðrir j flokkar 10. Atkvæði greiddu 27 miljónir manna, og hlaut demo- krataflokkurinn um 15 miljónir atkvæða. Urn úrslit kosninganna segir Senator Borah, (rep.) að repu- blikanaflokkurinn sje dauður, uema því aðeins, að hann geti boðið fólkinu eitthvað annað en verndun stjórnarskrárinnar, því enginn eti stjórnarskrána. Atvinnuleysið í Þýskalandi. London, 9. nóv. FÚ. Samkvæmt þýskum skýrslufn 'hefir atvinnuleysingjum í Þýska landi fækkað um 14 þús. í októ- j bermánuði, og á þá tala atvinnu leysingja að vera 2 milj. og 300 þús. manns. 80 menn drukna. Berlin, 9. nóv. FÚ. Lrekstur varð í gær á sjó við ðausturströnd Kína, milli ggja strandferðaskipa, og ast þar 80 manns. Ráðhúsið í Ðanzig. Berlin, 9. nóv. FÚ. Jafnaðarmannaflokkurinn í Danzig, sem fyrir sjerstaka til- hliðrunarsemi kjörstjórnar, hef- ir fengið leyfi til þess að hafa einn lista í kjöri við bæjarstjórn arkosningar sem í hönd fara, hefir kært yfir því, við fulltrúa Þjóðabandalagsins, að á kjör- fundum hafi Nazistar hvað efi> ir annað ráðist á jafnaðarmenn með handalögmáli, og veitt þeim áverka, en að yfirvöldin láti þetta óátalið, þrátt ffyrir ítrekaðar kærur. Til Hallgrímskirkju í Saurbæ frá skaftfellskri konu, áheit (af- hent af sr. Bj. J.) 10 kr. (ju&mumUwn ^Bjarkr nícbr Pirandello. London, 8. nóv. FÚ. Luigi Pirandello hafa verið veitt Nobels-verðlaunin fyrir bókmentir. Þessi tilkynning barst út frá Stokkhólmi síðdeg- is í gær. Vandrætfin * B §aar. Berlin, 9. nóv. FÚ. Woldemaras, fyrrum forsæt- isráðherra í Lithauen, sem v^ar dæmdur af herrjetti í 12 ára fangelsisvist fyrir þátttöku í upp .reisnartilrauninni í Kowno 7. júní í sumar, hefir áfrýjað dómnum, og hófst málsóknin fyrir rjetti í Kowno í gær. Um leið verður Woldemaras að svara til nýrra saka fyrir meið- yrði í garð stjórnarinnar í grein um sem hafa birst eftir hann í lithauiskum blöðum. Til Strandarkirkju frá Þakklát- um 2 kr., G. S. 2 kr., Kristínu 5 kr., S. S. Hafnarfirði 10 kr., Á. M. 2 kr., H. P. 5 kr., G. E. 2 kr. S- G. 2 kr. 1 dag kemur út Kin nýja skáldsaga Kristmanns Guðmundssonar: Bjartar nætqr. Birtist hún sam- tímis á íslensku og norsku og er fyrsta bókin eftir Kristmann, sem kemur út á íslensku jafnhliða því sem hún birtist á frum- málinu. Bókin er vönduð að öllum frá- gangi og innbundin í ágætt band. Uvnoaradmirinn London, 9. nóv. FÚ. Sendiherrar Þjóðverja í Lond-^ on, París, Róm og Brússel báru hver um sig fram mótmæli við stjórnir hlutaðeigandi ríkja í sambandi við flutning franskra hersveita að Iandamærum Saar. Talið er, að þessi mótmæli hafi verið munnlega fram borin, en ekki lögð fram, sem mótmæla- sk.jöl. í Róm bar Knox í dag fram ósk um það við Þjóðabandalags nefndina, að hert yrði á ákvæð- unum um alþjóðalögreglu í Saar. London, 8. nóv. FÚ. Geoffrey Knox, formaður stjórnarnefndarinnar í Saar, kom fyrir Þjóðabandalagsnefnd ina um Saarmálin í dag. Hann dró athygli nefndarinnar að hinum alvarlegu verslunar- og viðskiftahorfum í Saar, þverr- andi iðnrekstri og atvinnumögu leikum. Málaferli Woldemaras. í hinu mikla notagildi PIIIL- IPS SUPER lampa liggur í nýjn gerð gló- þráðarins. Mynd in sýnir mismun á venjulegum glóþræði og PHILIPS SUP- ER glóþræði. PHILIPS SUP- ER lampar gefa sama Ijós við minni eyðslu eða meira ljós við söinu eyðslu. —- Biðjið nm PH1L: IPS SUPER lamþa, stimplaða með Ijósmagni og eyðslu. 30 sinnum stækkað. A mannshár. B glóþráður úr venjulegum glólampa. C glóþráður úr PIHLIPS SUPER glólampii Við höfum nýju Snper gló- lampana frá Philips. Raftækjavershm Júlíusar Björnssonar Auglýsing um útflutning á fiski til Bretlands. Það, sem fyrirsjáanlegt er, vegna viðskiftasamnings- ins við bresku ríkisstjórnina, að fiskmagn það, sem vjer getum selt í Bretlandi er að þrotum komið, eru fiskút- flytjendur alvarlega ámintir um að leita upplýsinga hjá Fiskifjelagi íslands áður en þeir ákveða útflutning á ísfiski. Atvinnu- og samgöngumálaráðuneytið, 8. nóvember 1934.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.