Morgunblaðið - 10.11.1934, Blaðsíða 6

Morgunblaðið - 10.11.1934, Blaðsíða 6
MORGUNBLAÐIÐ 6 Hjólreiðaslys í Bankastræti. 7 ára gömul telpa verð- ur undir reiðhjóli og meiðist mikið á höfði. 1 gæt' voru stödd hjer í bænum hjón úr Hafnarfirði með 7 ára •ain’g kjördóttur sína. CJm kl. 3 voru þau á gangi niður Banka- stræti að norðanverðu. Br þau voru á rnóts við náðhúsin ætlaði konan yfir götuna í þeim tilgaogi að fara með telpuna á kvennanáð- húsið. Konan leiddi telpuna við tinstri hlið sjer. En er þær voru komnar hólfa vegu út á götuna, kcm hjólreiðamaður á miklum hvaða beint á telpuna. Fell hún við áreksturinn á götuna og fekk hún stórt sár á höfuðið. Hún var ílutt á Landakotsspítala og er á- litið að hún hafi meiðst mikið. Hjólreiðamaðurinn fell líka á göt- una, við áreksturinn, en stóð þó upp aftur og' flýtti sjer burt áður en lögreglan kom á staðinn. Lögreglan biður þá, sem þarna voru viðstaddir að koma til viðtals á lögreglustöðina sem fyrst, ef vera kynni að þeir gætu gefið einhverjar upplýsingar í málinu. Það er í rauninni mesta lán, að slys skuli ekki vera, tíðari í Banka- stræti. eins og hjólreiðamenn li.jóla oft gáleysislega niður brekkuna. §amningar milli bifreiðastöðva og bifreiðastjóra. Undanfarna daga hafa stað- ið yfir samningar milli bifreiða- stöðva hjer í bænum og bif- reiðastjóra um launakjör og önnur vinnuskilyrði. Var fundur haldinn um málið í gærkvöldi og náðist þar sam- komulag um kjör bifreiðastjóra. Lágmarkskaup þeirra samkv. samningnum skal vera kr. 250 3 mánuði ársins, 275 kr. aðra 3 mán. og 300 kr. sex mánuði. Vinnutítni þeirra sje ekki lengri en 12 klst. á dag, en má þó vera lþo klst. lengur o'g skuli þann tíma greitt sjerstakt kaup ,kr. 1.50 pr. klst. Frídaga fái bifreiðastjórar tvo virka daga í mánuði með fullu kaupi, en auk þess 8 daga frí, þeir sem vinna hjá sama atvinnurekanda alt árið. Byrjunarlaun bílstjóra sje 200 kr. á mán. 1. mánuðinn, en hækki í 250 næstu tvo mánuði. Þess skal getið, að allmargir bifreiðastjórar hafa nú talsvert hærra kaup en hjer er ákveðið. Sviss sýnir varkárni í fjármálum. Berlin, 9. nóv. FÚ. í fjárlagafrumvarpi sviss- nesku stjómarinnar fyrir 1935 er gert ráð fyrir tekjuhalla sem nemur 2*4 miljón franka. — Tekjuhallinn orsakast af því, að stjómin gerir ráð fyrir stórkost- legri rýrnun á tolltekjum og stimpilgjöldum. SöngskemtiiKi fi Nýja Bfió. Hreinn Pálsson hjelt söng- skemtun í Nýja Bíó í fyrra- kvöld fyrir troðfullu húsi. — Hreinn Pálsson er ekki lærður söngvari, enda stundar hann sönginn sem aukastarf, en ó- hætt mun að fullyrða, að éng- inn íslenskur söngvari eigi um þessar mundir meiri vinsældum að fagna. Röddin er glæsileg og mjúk, og beitir hann henni æfinlega af meðfæddri smekkvísi. Við- kvæmnin er mest áberandi í söng hans, en aftur á móti mætti bera meira á ljettleika og skapi. Öll framkoma hans á söngpallinum er og mjög að- laðandi, og gerir það sitt til að hann nær tökum á áheyrendum. Á songskránni voru lög eftir íslenska og erlenda höfunda, og má sjerstaklega nefna Tonerne, eftir Sjöberg, Folkvisa og Mustalainen eftir Merikanto, Ingalill eftir Lejdström og lag Björgvins Guðmundssonar, ,,Þó að margt hafi breyst“, sem öll voru prýðilega sungin. Páil ísólfsson annaðist undir- leikinn. Vikar. Matreiðslukennsla. Eftir nokkra daga verður byr.j- að 4 námskeiðum í matreiðslu fyr- ir stúlkur og konur hjer í bæn- um. ’ Kensluna annast æfðir kennar- ar, Guðrún Jensdóttir og Ólöf Jónsdóttir, sem báðar hafa tekið ágæt próf í útlendum kennara- skólum, en hafa auk þess mikla æfingu í ma’treiðslukenslu hjer á landi, bæði í kaupstöðum og í sveitum. Námskeið þessi verða höfð svo hagnýt og fjörbreytt, sem kostur er á. S.jerstaklega munu kennar- arnir láta sjer ant um að kenna að mátbúa ýmisleg't úr matjurt- um. i -Jeg er þess fullviss að nám- Iskeiðin verða góð og gagnleg og leyfi nljer að mæla hið hesta með þeim. Halldóra, Bjarnadóttir. Styðjið gott starf. Dýraverndunarfjelag íslands hefir á undanförnum árum unn- ið svo fagurt og þarft verk, sem mönnum ber vel að meta. Það hefir barist fyrir því, að dýrun- um væri veitt líkn og hjálp. Mönnum ætti að vera það ljóst, að eins og barist er fyrir mann- rjettindum, eins er það sjálf- sögð skylda að berjast fyrir rjettindum dýranna. Þau eiga kröfu til þess að þeim sje hjálp- að. Dýraverndunarfjelagið hef- ir á ýmsan hátt veitt dýrunum hjálp. Það hafa verið haldnir fundir, ritaðar blaða- og tíma- ritagreinar, fróðlegu blaði hafa fjöldamargir kynst og getað þar sjeð hvernig er barist fyrir bætt um kjörum dýranna. Á liðnum árum hafa mjög margar skepnur hlotið skjól í húsi Ðýravemdunarfjelagsins í Tungu, og geta margir borið því vitni, að þar hefir verið starfað til hjálpar hinum mál- lausu skepnum, en um leið mik- ill greiði verið gerður mönnun- um. En til þess að hægt sje að rSekja starf þetta samkvæmt hugsjón fjelagsins þarf að leita stuðnings góðra manna, Er því ákveðið, að Dýraverndunarfje- lagið haldi hlutaveltu 11. þ. m. í K. R.-húsinu. Verður þar úrval af góðum raunura og góða skemtun þangað að sækja. Skal það brýnt fyrir mönnum að styrkja starf þetta með gjöfum og sækja hlutaveltuna á sunnu- daginn kemur. Þeim peningum, sem til þess fara er áreiðanlega ekki á glæ kastað. Hjer er tækifæri til hvoru tveggja, að njóta góðrar skemt- unar og hepni, og styðja um leið að eflingu hins heillaríka starfs, sem mönnum ætti að vera ljúft og skylt að styrkja. Heill fylgi Dýraverndunarfje- lagi íslands og framtíð þess. B. Zimsensbryggja verður lögð niður. Menn hafa kvartað undan því, að Zimsens-bryggja væri í ólagi og hún gæti verið hættuleg ó- kunnugum að kvöldlagi. Brygg'j- an væri nú mjög úr sjer gengin og varla nothæf lengur. Blaðið átti í gær t,al vifj Þórar- inn Kristjánsson, hafnarstjóra út af þessu, og gaf hann eftirfar- andi upplýsingar : Zimsens-bryggja hefir nu um nokkur ár verið í ljelegu standi. Er í ráði að leggja hana alveg niður, enda hefir hún lítið verið notuð af öðrum bátum en þeim, sem legið hafa til viðgerðar þar. Bryggjurnar fyrir neðan ver- búðirnar eru fullgerðar og liggja nú allir bátar þar. Hafnarstjóri sagði ennfremur, að nú mundi vera girt 'fyrir bryggjuna og hún tekiri úr riotkun. Nýtt Dreyfusmál. Avaxtabúðin Týsgötu 8, sími 4268 (þar sem áður var Björn Björnsson & Co). Opnar í dag (laugardag). Þar fæst: Ávextir, Sælgæti, Tóbak, Nýlenduvörur, allar tegundir og fl .Og fl. Mikið úrval af 1. fl. vörum. Sjerstaklega lipur afgreiðsla. Reynið og sannfærist. Virðingarfylst. Stgurður Gíslason. IVý bók! Ný bók! Islenskar úrvalsstökur 100 bestu f^rskeytlur, sem ortar hafa verið á jslensku frá því á seytjándu öld til voyrfi daga. Þessu ferskeytluúrvali mun verða. vel tekið af öllum þeim,, sem unna íslenskum alþýðukveðskap. — Fæsf hjá hóksölum. listiiniittniirtMi vantar í Sjúkrahús Isafjarðar nú þegar. Upplýsingar gefur Kristín Thoroddsen* Landspítalanum. Frogé o g Legrand málafærslu- maður hans. Við dómstólinn í Belfort hefir að undanförnu verið landráðamál, eitt af hinum mörgu njósnara- málum sem nú eru á döfinni í Frakklandí. Aðalmaðurinn var kapteinn í vistaliðinu, Frogé að nafni Var hann ákærður fyrir það að hafa látið þýska njósnara fá skipu- lagningu herstjórnarinnar um iðn- að og vistaforða í Belforthjeraði, ef til ófriðar skyldi draga. Þar yoru einnig' skýrslur nm það, hve miklu herliði skyldi safna þar saman við almenna herköllun. Af mörgum var talið að Frogé væri hafður fyrir rangri sök, og hafi verið gert samsæri gegn hon- um. Væri þetta alveg samskonar mál, og Dreyfusmálið forðum. Frogé hefir altaf haldið því fram að hann væri saldaus, og hefir haft ágætan málafærslumann. Þó var hann dæmdur í 5 ára fang- elsi og sviftur borgaralegum rjett- indum um 10 ár. „Bremen“ setur nýtt met. London, 8. nóv. FÚ. Þýska farþegaskipiö Bremen, sem áður átti met í siglingu yfir Atlantshafið, setti enn nýtt met í dag. Það kom til New York 4 dögum 15 stundum og 27 mínútum eftir að það fór frá Cherbourg í Frakklandi, og er það 21 mínútu styttri tími en fyrra met þess. Þetta var hundr aðasta ferð skipsins vestur um haf. — —-—®r>--------— REYKJAFOSS WVIINDD- 04 Í&VBÍprW HKBINUTISVtofí» JgSViMMW Hafnarstræti 4. .. Sími 3040. Fáum í dag: Allskonar grænmefi. §pikþræddar Bjúpur. Verslunin Kföt & Fiskur. Símar 3828 og 4764. Grænmefl læst áralt fi

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.