Morgunblaðið - 11.11.1934, Síða 2

Morgunblaðið - 11.11.1934, Síða 2
2 MORGUNBLAÐIÐ é 3$lí>rgitnMaí>ið Útgef.: H.f. ÁrvaUur, Reykjavlk. Rttstjörar: Jðn KJartansson, ValtýT Stefánsson. Ritstjórn og afgreitSsla: Austurstræti 8. — Slmi 1600. Auglýsingastjóri: B. Hafberg. Auglýsingaskrifstofa: Austurstræti 17. — Slmi 3700. Heimasímar: J6n Kjartansson 'nr. 3742. Valtýr Stefánsson nr. 4220. Árni Óla nr. 3045. B. Hafberg nr. 3770. Áskriftagjald: Innanlands kr. 2.00 á mánuSl. Utanlands kr. 2.50 á mánnSSi í lausasðiu 10 aura eíntakiS. 20 aura meS Lesbðk. Rauðliðar og Reykjavík. Reykvíkingar minnast þess eflaust, að fyrir síðustu bæjar- st.jórnarkosningar hjer' gerðu rauðliðar (Tímamenn og sósíal- istar) mikið veður af því, hve erfitt verk niðurjöfnunarnefnd bæjarins hefði með höndum, vegna þess hve há væru orðin • útsvörin í bænum. Og auðvitað var árásum þessum stefnt gegn meirihluta bæjarstjórnar — hann ásakaður fyrir það, að hafa spent bogann of hátt. Það er vert að minnast þess- ara árása rauðliða nú, í sam- bandi við aðgerðir þessara sömu manna á' Alþingi um þessar mundir. Eins og öllum er kunnugt hafa sveitar- og bæjarfjelög að- aílega einn tekjustofn í að ganga, til öflunar tekna til sinna þarfa. Þessi tekjustofn er álagning útsvara „eftir efnum og ástæðum“. Útsvörin eru því í raun og veru skattur á tekjur manna og eign, eða samskonar skattur og ríkið tekur með tekju- og eignarskatti. Þar sem útsvörin eru aðal- tekjustofn sveitar- og bæjar- fjelaga, verður ríkisvaldið að sjálfscgðu að taka tillit til þessa við öflun -tekna til þarfa ríkis- sjóðs. Nú liggur fyrir Alþingi stjórnarfrumvarp um stórkost- lega hækkun tekju- og eignar- skatts. S.jálfstæðismenn hafa mót- mælt þessari gífurlegu skatta- hækkun og bent rjettilega á, að ]#e8 því væri sveitar- og bæjar- fjelögum gert ókleift að afla tekna til sinna þarfa með út- svörum. En hvernig verður nú hljóðið í rauðliðum gagnvart Reykja- vík? Nú er aðalástæða þeirra sú, að fyllilega sje rjettmætt að hækka tekju- og eignarskattinn, sem aðallega komi niður á Reykjavík, vegna þess að út- svörin í Reykjavík sjeu miklu lægri en annars staðar á land- inu! Þó að þessi yfirlýsing rauð- liða komi mjög í bág við fyrri árásir þeirra á meirihluta bæj- arstjórnar Reykjavíkur og sje þ. a. 1. gaman að fá hana fram, eru rökin engu að síður eftir- tektarverð. Rök rauðliða eru þessi: — Vegna þess að Reykjavíkurbær er ekki enn sokkinn eins djúpt og mörg önnur sveitar- og bæj- arfjelög, þá er sjálfsagt að gera hjer ,,jöfnuð“ á og því tak- Úlvarpið . ** i i: 'J.r. ■ ' 3| „hluÍlau$aM. neitar að flytfa almenningð frfettir af andúðinni gegn einkasðlufrumvðrpunum. í gær sendi Verslunarráð ís- lands frjettastofu útvarpsins svohljóðandi tilkynningu til birtingar: Til þessa hafa eftirtaldir aðil- ar falið' Verslunarráðinu að bera fram við Alþingi mót- mæli gegn einkasölufrumvörp- um þeim, sem nú hafa verið borin fram á þingi: Fjelag íslenskra stórkaup- manna. Fjelag vefnaðarvörukaup- manna í Reykjavík. Fjelag íslenskra byggingar- efnakaupmanna. Fjelag matvörukaupmanúa í Reykjavík. Kaupmannaf jelag Hafnar- f jarðar. Lyfsalafjelag íslands. Fjelag kolakaupmanna ’við Faxaflóa. Verslunarmannaf jelag Seyð- isfjarðar. 100 kaupmenn, útgerðar- menn og aðrir atvinnurekend- ur í Vestmannaeyjum. 123 kaupmenn og aðrir at- vinnurekendur á Akureýri. 33 kaupmenn á Isafirði. Kaupmenn og atvinnurekend- ur í Hnífsdal. 176 ófjelagsbundnir kaup- menn og aðrir atvinnurekendur í Reykjavík. Að mótmælum þessum standa á áttunda hundrað kaupmenn og aðrir atvinnurekendur, og hafa þessir aðilar um 3500 manns í þjónustu sinni. F. h. Verslunarráðs Islands. Hallgrímur Benediktsson. Nokkru eftir að útvarpið hafði fengið tilkynningu þessa í hendur átti Jónas Þorbergs- son tal við skrifstofustjóra Versl unarráðsins, og skýrðí honum frá því, að útvarpið sæi sjer ekki fært að birta tilkynningu þessa, þar eð hún hefði inni að halda „pólitískan propaganda". Óskaði skrifstofustjórinn að fá þá synjun brjeflega. Nokkru síðar barst Verslun- arráðinu eftirfarandi brjef frá útvarpsstjóra: Verslunarráð Islands, Reykjavík. Háttvirtu herrar. Samkvæmt nýloknu símtali okkar í milli endursendum vjer yður hjer með tilkynningu frá Verslunarráði Islands, sem þjer hafið farið fram á að birt yrði í frjettum útvarpsins og í öðru lagi ef það ekki fengist þá yrði tilkynningin birt í tilkynninga- tíma fyrir borgun. Ástæðum frjettastofunnar fyrir synjun birtingarinnar eru þær, sem hjer greinir: 1. Mótmæli þau, sem um ræð- ir í tilkynningunni eru risin af þingmálum sem nú liggja fyrir Alþingi og hafa verið lögð fram á lestrarsal þings- ins, enda var þeirra getið í þingfrjettum meðal erinda til Alþingis. Vjer höfum í viðtali okkar boðist til, að láta þingfrjettaritarann geta þessara mótmæla á fyllri hátt, þó með þeirri undan- tekningu, að ekki væri í þingfrjettum látin fylgja niðurlagsmálsgreinin: „Að mótmælum þessum standa á áttunda hundrað kaupmenn og aðrir atvinnu- rekendur, og hafa þessir að- ilar um 3500 manns í þjón- ustu sinni“. Á þetta hafið þjer ekki viljað fallast. 2. I upphafi tilkynningarinnar og sjerstaklega í niðurlagi hennar felst PÓLITÍSK MÁLAFYLGJA, sem eftir reglum um frjettaflutning útvarpsins getur ekki átt heima í frjettum þess og þá heldur ekki í tilkynningum. Þar sem þjer lögðuð áherslu á að þetta yrði birt í kvöld, en ekki vinst tími til að leggja mái- ið fyrir útvarpsráð fyrir þann tíma, er tilkynningin hjer með endursend. Virðingarfylst. Ríkisútvarp íslands. Jónas Þorbergsson. Menn spyrja: Hvar finnur útvarpsstjóri „pólitíska málafyglju“ í frjett þessari? Hefir hann, þegar flokks- bræður hans eiga í hlut, verið sjerlega næmur á að útiloka alt, sem honum kynni , að virðast hafa pólitískan blæ? Eða hallast menn ekki helst að þeirt-i skoðun, að erindreki hins nýja Bessastaðavalds, Jón- as Þorbergsson útvarpsstjóri, þori ekki að láta útvarpið flytja fregnir af hinni vaxandi andúð gegn einkásölunum? marki verður ekki betur náð með öðrum hætti en þeim, að leggja nýjar drápsklifjar á Reykvíkinga! Ofviðri við Englands- strönd. London, 10. nóv. FÚ. Ákafir stormar hafa geysað við austurströnd Englands í dag, og hafa víða verið sendir út björgunarbátar til hjálpar skipum. Brygg.jur hafa víða biotnað. Sex gufuskip hafa tafist út af Dungeonness af því að of hvast var til þess að hafn- sögumenn gætu komist um borð og lóðsað þau upp Themsá. — Slíkt hefir aðeins komið fyrir tvisvar áður í síðastliðin 20 ár. •OTssaaaaEí Rkureyringar og .Seyðfirðingar mötmœla einkasölufrum- uörpunum. Svohljóðandi erindi sendi Verslunarráð' íslanöís í gær til Alþingis: Verslunarráði Islands hefir símleiðis verið falið, fyrir hönd 123ja kaupmanna og annara at- vinnurekenda á Akureyri, að mótmæla einkasölufrumvörpum þeim, sem hú eru borin fram á Alþingi. Undirritað mótmæla- ávarp þessara aðila mun verða sent Alþingi á næstunni. Ennfremur leyfir Verslunar- ráðið sjer að Sendá hinu háa Al- þingi svohljóðandi afrit af sím- skeyti, er því hefir borist frá Verslunarmánnaf jelagi Seyðis- fjarðar: „Verslunarmannaf jelag Seyð- isfjarðar mótmælir eindregið stefnú núverandi ríkisstjórn- ar í viðskiftamálum þjóðar- innar þar sem hún leyfir sjer að flytja f.jölda frumvarpa er beinlínis miða að því að leggja undir ríkið ýmsar teg- undir viðskifta og verslunar, J I I ! : sem engan veginn getur tal- ist áhættulaust fyrir ríkis- sjóðinn, en miða hins vegar að því, að rýra afkomu og þröskamöguleika verslunar- stjettarinnar og koma fram sem bein árás á frjálsa versl- un landsmanna. Það verður ennfremur að líta svo á að undir þeim erfiðu kringum- stæðum sem nú ríkja sje nú- verSndi verslunarstjett betur trúandi til-þes^ að leysa og framkvæma þau' vandasömu verkefni sem fyrir liggja á viðskiftasviðinu heldur en Al- þingi og ríkisstjórn. Mótmæli þessi voru samþykt einróma á fjölmennum fundi í gær- kvöldi. Vinsamlegast komið mótmælum þessum á rjettan vettvang. Til þessa hafa þá á 8. hundr- að kaupmenn og aðrir atvinnu- rekendur sent Alþingi mótmæli gegn einkasölufrumvörpunum. Brefar vilja varðveifa friðinD, segir Mac Donald. Hann harmar innilokun Þýskalands. London 10. nóv. FB. I veislu borgarstjóra Lund- únaborgar, sem haldin var í gær, flutti MacDonald forsætis- ráðherra ræðu, og gerði að um- talsefni helstu viðburði í Ev- rópu að undanförnu. Endurtók hann fyrri ummæli sín og ann- ara breskra stjórnmálamanna, að stefna Bretlands væri sú, að vinna að því að varðveita frið- inn í álfunni. Hann mintist á flotamálaumræðurnar, sem yfir standa, og ljet svo um mælt, að þær myndi leiða til þess, að öllum likindum, að hætt yrði með öllu áð fást við gagnslausa en kostnaðarsamar hersldpa- smíðar, en það mundi verða eitthvert mikilvægasta skref í friðarátt, sem núlifandi kyn- slóð hefði af að segja. — Mac Donald drap einnig á Dollfuss- morðið og ástandið í Þýska- landi og harmaði það, að ein- angrunarstefnan væri enn ofan á í Þýskalandi, 4n mikilvægt væri, að Þ.jóðverjar tæki aftur fullan þátt í alþjóölegri sam- vinnu í st.jórnmálum, fjárhags- og viðskiftamálum. Loks l.jet hann þess getið um Saardeiluna að nauðsynlegt Væri að upp- ræta ótttann um, að óeirðir væri yfirvofandi og að vopnað lið frá öðrum löndum yrði sent þangað. Taldi hann líklegt, að ef komið væri í veg fyrir frek- ari æsingar, gæti þ.jóðaratkvæð- ið farið friðsamlega fram. (UP.) Afstýra þarf ófriðarhættunni, se^Ir Lloyd George. London, 10. nóv. FÚ. Lloyd George opnaði í dag sýningu, sem haldin er í Lond- on á stríðsmyndum. Hjelt hann þá ræðu og sagði m. t.: „Ef engin stríðshætta væri, þá myndi jeg segja, látum hinar óþektu staðreyndir stríðsins hvíla í sömu gröf og hina ó- þektu hermenn. Jeg er ekki einn af þeim, sem halda, að ófriður sje í nánd, .jeg held að honum verði enn afstýrt, en ófriðarhættan vofir yfir. Mil.i- ónum barna og ungra manna þarf að bjarga úr klóm ófriðar- ins. Þess vegna verður þessi kynslóð að skilja það hvað ó- friður er í raun og veru“.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.