Morgunblaðið

Dagfesting
  • fyrri mánaðurindesember 1934næsti mánaðurin
    mifrlesu
    262728293012
    3456789
    10111213141516
    17181920212223
    24252627282930
    31123456

Morgunblaðið - 01.12.1934, Síða 6

Morgunblaðið - 01.12.1934, Síða 6
6 MORGUNBLAÐIÐ Hrossabnff af unga. KíQtöúðin, Týsgotii 1. Sími 4685. Svinakiðl. Tamdar og viltar endur. Spikþræddar rjúpur. Nýlagað Salat, tvær teg. Áleggspakkar á 25, 50, 75 aura og 1 kr. Allskonar ávextir og grænmeti. Fantið í tíma. Milnersbúð, Laugaveg 48. Sími 1505. Kisa veiðikló kemur á mánudíiginn. fáanlegar í Helldverslun Gaiðars Ofslasonar. rakarastofu mína, frá Bankastræti 14 á Vesturgötu 23. Virðingarfylst. Viggo Andersen. Bókafregti. Einar H. Kvaran: Ljóð, útgefandi Isafoldarprent smiðja hf. 1934. Einari H. Kvaran hefir fyrir löngu verið skipað á hinn æðra bekk íslenskra skálda. Hann er 4 einn þeirra örfáu manna, sem að allra dómi á þar heima með rjettu. Þjóðin sjálf hefir valið honum eitt af sætunum. Einar H. Kvaran hefir það til síns á- gætis umfrarn alian þorra ís- lenskra skálda, að hann leggur jafngóða hönd á flestar grein- ar skáldskaparins: Stærri sög- ur, smásögur, æfintýri, leikri^ og ljóð. Að sjálfsögðu eru sög- ur hans þjóðkunnastar og vin- sælastar með allri alþýðu manna. Leikritin ná ekki til eins margra, en náð hafa þau einnig almennri hylli þeirra manna, sem átt hafa þess kost að sjá þau á leiksviði. Sennilega verður sá flokkur fámennastur, sem þekkir ljóð skáldsins, sjálf- sagt fjöldi manna, sem varla veit, að þau eru til. Þó mun það mælt verða, að þau standi síst að baki öðrum skáldskap þessa höfundar, þótt ekki sjeu þau fyrirferðarmikil. Kvæði Einars H. Kvaran komu fyrst út fyrir fullum 40 árum, það var lítil bók, 64 bls. í litlu broti, samtals 32 kvæði, flest stutt. Samt var þetta merk- isatburður 1 bókmentalífi ís- lendinga. Bókin var að vísu alveg óvenju lítil frá hendi stór- skálds, en hún var líka alveg óvenjulega góð. Jeg nefni til sannindamerkis kvæði eins og Kossinn, Halurinn minn, Kon- ungurinn á svörtu eyjunum,. Bólu-Hjálmar, og síðast en ekki síst seinasta kvæðið, Rizpa eft- ir Tennyson. Heyrt hefi jeg því haldið fram, að það væri eitt- hvert fegursta kvæði á íslenska tungu. Ekki tel jeg þörf að fella svo stóran dóm. En fyr getur líka gott verið en best sje. Þessi litla kvæðabók er fyrir löngu ófáanleg í bókabúðum og mun vera í fremur fárra manna höndum. Það var því vel fallið nú á afmæli skálds- ins að gefa hana út aftur. í þessari nýju útgáfu eru einnig mörg yngri kvæði. Bókin er fyllilega helmingi stærri. En svipurinn er sami. Þetta er óvenjulega góð bók eins og litla kverið var. Jeg skal ekki nefna mörg hinna nýrri kvæða, ekki spilla ánægju þeirra, sem bókina lesa. Þó skal jeg að eins nefna til kvæði eins og Rosi, Þokan, Vorhret, Lífsins fjöll, Krossinn og Bam í myrkri — hvert kvæðið öðru betra. Það var ekki að ástæðu- lausu að útgáfan var aukin. — Jeg efast ekki um, að skáldið hefði getað haft bókina stærri. En það hefir sett sjer þá reglu — og fylgt henni- — að láta ekkert nema gott. Oft hefir verið deilt um það, hvort meira s.je vert í skáld- skap, form og búningur, eða efni og innihald. Jeg hygg, að það dyljist ekki þeim, sem les kvæði Einars H. Kvaran, að af þessu tvennu vandar hann meira til efnisins, hugsunin er honum meginatriðið. — Hann yrkir ekki til þess að leika sjer, að dýrum háttum, orðum og rími, heldur af því, að hann þarf að láta hug^anir í ljós — fyrst og fremst fallegar hugs- anir, sem orðið geta öðrum til göfgunar og gleði. Bókin er falleg að öllum ytri frágangi eins og vænta mátti úr þeim stað. Hún er jafn-eigu- leg hvernig sem á hana er litið. Freysteinn Gunnarsson. . Dagbók. □ Edda 59341247—1- Veðrið í gær: Alldjúp lægðar- miðja yfir vestanverðu íslandi og mnn hún hreyfast norðaustur yfir landið í nótt. Veður i er mjög brfeytilegt» hjer á landi. Sunnan lands og austan er hæg S-átt með rigningu og 5—7 st. hita, en vest- an lands er N-átt með 1—3 st- liita. Nyrst, á Vestfjörðum er NA- rok með 0 st. hita og til hafsins úti fyrir Norðurlandi mun vera NA-fárviðri. Veðurútlit í Ftvík í dag: All- hvass NV- eða N. SnjójeJ. Messur: í dómkirkjunni á morgun kl. 11, síra. Bjarni Jóns- son. Kl. 2 Barnaguðsþjónusta. síra Friðrik Hallgrímsson. K. 5 síra Friðrik Hallgrímsson. í fríkirkjunni á morgun kl. 2, síra Arni Sig'urðsson. 1 Aðventistakirkjunni kl, 8 e. li. Frenning. í fríkirkjunni í Hafnarfirði á morgun kl. 2- Barnaguðsþjóhusta verður í kirkjunni kl. 5, síra Jón Auðuns. í Hafnarfjarðarkirkju á morgun kl. 5, Minning 20 árá afmælis kirkj unnar; síra Garðar Þorsteinsson. Alþýðleg sjálfsfræðsla, heitir bók, sem út er komin eftir Frið- rik Ásmundsson Brekkan. FjaJlar hún um starf fræðsluhringa þeirra, er öscar Olsson hátemplar hefír Stofnað í Svíþjóð, og á hún erindi til allra þeirra, sem nnna bindindi og liófsemi. Eyvind Wiese, trjeskurðamaður í Þingholtsstræti 3, sýnir ýmsa smíðisgripi þessa dagana í giug'ga Vöruhússins. Hann hefir um mörg ár stundað trjeskurð í Kaup- mannahöfn, og stundað nám við m yndhöggvaradeil d , .Kunstmu - seet“. Hann er nti alfluttur hingað og er kvæntur íslenskri komi, Rag-nhildi Líndal, dóttur Iljartar hreppstjóra á Núpi í Miðfirði. Eimskip. Gullfoss er á leið til Kaupmannahafnar frá Vestmanna- evjum. Goðafoss er í Hamborg. Dettifoss var á Siglufirði í gær. Brúarfoss var væntanlegur til Vestmannaeyja í gærkvöldi og hingað kl. 9 í dag. Lagarfoss var á Akureyri í gær. SeLfoss fer á mánudagSkvöld til Óslóar. Hjónabahd. í gær voru gefin saman í hjónaband ungfrú Guð- björg Jóhannesdóttir og Guðmund ur Jónsson, Björnssonar katip manns, Vesturgötu 4, Nokkrir stærstu eggjaframleið- endur í nágrenni Reykjávíkur hafa myndað með sjer samlagssölu á eggjum sínum í heildsölu. Eggin verða aðgreind eftir stærð og hef- ir hver framleiðandi sitt sjerstaka söluinerki og stimplar egg sín með því. Verði vart við skemd eg'g er hægt að s.já hver selt hefir. 'Sláturfjélag Suðurlands hefir heildsöluna á hendi fyrir Sam- lagið. Xeksitilagent. Agenturet for várt firma blir ledig fra 1. jan. 1936. Vi fabrikerer dress- og frakketöier, kápe- og kjoletöier, trikotasje etc. og önsker forbindelse med branchekyndi^: vel innfört agent. Ansökning med alle oplysninger sendes: As, De Forenede Uldvarefabriker Grensen 16, Oslo, Norge. ÓMÓTSTÆÐILEGUR ER ÞOKKI MJÚKÁ HÖRUNDSINS ER HÖRUND YÐAR SVONA YNDISLEGT? „Til þess að halda húðinni m.júJaá finst mjer Lux Toilet-sápan und— ui'samleg", segir MARION DAVIES. Ilversu töfrandi eru ekki kvikmyndadísirnar ’ Jafnvel í na rmyndun- um sjest enyinn Ijóður á hörundinu — það er ósprungið og' mjúkt. 705 af 713 aðal kvikmyndastjörnunum í Hollywood og Englandi trúa Lux sápunni fyrir því, að hakla hörunditm mjáku og fullkomnu. — Látið' hörund yðar njóta sömu meðferð- arinnar og kvikmyndaleikararnir veita sínu. Takið stykki af Lux Toilet-sápu heim inrð yður í dag — þjer fáið hað hjá kaup- manninum yðar. LUX TOILET SOAP X-LTS 287-50 LEVER HROTHERS LIMITED, PORT SUNLIGMT, LNGLANl* Nestlé átsúkkulaðt. titomið afiur. I. Bryníólfsson $ Kvaran. , / Blðmkðl Tomatar, Hvítkál, Rauðkál, Púrrar. * Selleri, Gulrætur, Rauðbeður, Laukur. Versslunin Kjöt & Ffskisr. Símar: 3828 og 4764. Þjer haldið tönnum yðar óskemd- um og hvítum með því að nota ávalt Rósól-Tanncream.. \

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar: 286. tölublað (01.12.1934)
https://timarit.is/issue/103426

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.

286. tölublað (01.12.1934)

Gongd: