Morgunblaðið - 16.12.1934, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 16.12.1934, Blaðsíða 2
MORGUNBLAÐIÐ Sunnudaginn 16. des. 1934. 2 Skoðið jólasýninguna j Verslunlnnl Vaðnes, | flog. •w*' Hoyang Aluminium er best. Pottar Katlar Kaffikönnur Skaftpottar Lítramál / Súpuskálar Kartöfluföt Súpuausur Fiskspaðar Vöfflujárn Kleinujárn Fatasnagar Diskar Mæliskeiðar Eggjaskeraor Ferðaáhöld. JÁRNVÖRUDEILD Jes Zimsen. lilunlð eftit Sælgætísverslun Guðránar Jónasson Aðalstræti 8. Hef margar tegundir af góðum Ávöxtum, margai tegund'r af Hnetum, Súkknlaði og Konfekti, Konfektkassa, Jóladúka, Jólalö- bera, Serviettur mjög ódýrt Sími 2427. Svart Spejlflaael nýkomið s Verslun Inglbi. lohnson. Matarepll góð og ódýr. Kaupffelajg Borgflrtlftnga. Sfmi 1511. Reykjavíkurbrjef. 15. desember. Verslvmin. 1 nóvemberlok nam útflutn- ingur ársins kr. 41.251.000, en innflutningurinn er 3.4 milj. meiri en útflutningurinn. Und- anfarin þrjú ár hefir útflutn- ingurinn á þessum tíma árs numið meiru en innflutningur- inn. Fyrir nokkru birtist hjer í blaðinu útdráttur úr verslunar- t samningi þeim, er gerður var í sumar milli Spánar og Islands. Birtist samningurinn fyrst í mál gagni spönsku stjórnarinnar, en síðar í Norðurlandablöðum. Var hann hjer tekinn upp úr blaði norska utanríkisráðuneyt- isins. Samkvæmt samningi þessum eru yfirleitt engin innflutnings- höft á spönskum vörum hing- að til landsins. En á hinn bóg- inn ekki lagðar miklar skyldur á herðar Islendinga um vöru- kaup þar. Landsbankaálitið. Fyrir nokkrum dögum sendu bankastjórar Landsbankans Al- þingi álit sitt á frumvarpinu um fiskimálanefnd, saltfisk- e nkasölu o. fl. Álit þe'rra bankastjóranna var í öllum meginatriðum hið sama og þingmenn Sjálfstæðis- flokksins hafa haldið fram í því máli. Að hin mesta nauðsyn sje á að Sölusamband íslenskra fisk- framleiðenda fái að halda á- fram að starfa, og það sölu- fyrirkomulag beri að styðja. Að saltfiskeinkasalan sje stórháskaleg gagnvart við- skiftaþjóðum okkar. En að búast megi við því, að það eitt, að frumvarp eins og það sem liggur fyrir þ'ng- inu komi fram, geti stórlega hnekt starfsemi Sölusambands- ins, eða jafnvel splundrað þeim samtökum. En rauðliðar keyra frumvarp ið áfram í þinginu, og láta álit bankastjóranna sem vind um eyrun þjóta. Síðasta tílraunin. En eftir að Landsbankinn hafði gefið út ájit sitt, tóku Tímamenn upp eina hina allra klaufalegustu og kjánalegustu málafærslu, sem þeir enn hafa sýnt í nokkru máli. Þeir tóku að japla á því, að Richard Thors hafi í vor sem leið tjáð sig meðmæltan lög- þvingaðri saltfiskeinkasölu. Báru þeir Ásgeir Ásgeirsson fyrir sögu þessari. En þessi fluga var ekki fyr komin út í blaði þeirra, en Ásgeir mót- mælti eindregið og birti kafla úr brjefi frá Spánarsamninga- nefnd, er sannar að nefndin einmitt lagði gegn löggjöf um einkasölu á saltfiski. I næsta dálki við mótmæli Ásgeirs birtist skorinorð grein um málið, þar sem lygarnar um afstöðu R. Th. voru endur- teknar með offorsi miklu. Er ekki ofsögum sagt af au- virðilegri blaðamensku Tíma- manna. Bretar og Islendingar. Enskur línuveiðari ,Holbome‘ strandaði á Meðallandi þ. 16. okt. s. I. Skipshöfnin beið all- lengi þar eystra eftir strandið, í von um að skipið næðist út. Það tókst ekki. Er þeir komu heim t.l Englands skýrðu þeir blaðamönnum frá því, hve mikla umönnun og umhyggju Skaftfellingar hefðu sýnt strand mönnum, og hve duglegir þeir hefðu verið við björgunarstarf- ið. — Sjerstaklega hafa ensku blöð in orð á því hve fagur vottur hafi komið fram um sannan bróðurkærleika, er einn af þeim mönnum sem á strandstaðinn kom klæddi sig úr þurrum föt- um sínum og lánaði þau ung- lingspilti er var aðframkominn af vosbúð. Eitt blaðanna í Grimsby birtir forystugrein um hina íslensku gestrisni og alúð við þetta tækifæri, og er þar þessa atviks sjerstaklega minst. Þeir íslendingar, sem vinna sjer traust og hylli á sama hátt og Meðallendingar við þetta tækifæri, gera þjóð sinni ómet- anlegt gagn. Leiðinlegt atvik kom fyrir daginn sem hertogabrúðkaupið var haldið í Englandi. Þá voru skip öll í enskum höfnum fán- um skreytt. En íslenskur togari á Grimsbyhöfn var þar áber- andi undantekning. Vakti þetta athygli — og jafnvel svo að mynd birtist af í blaði. Er hjer vitanlega ekki um annað • en hugsunarleysi að ræða, hugsunarleysi, sem Bret- inn taldi til ókurteisi. Nákvœmni J. J. Með hárfínni nákvæmni og næmri rjettlætistilfinningu þóttust þeir Tímaklíkumenn á Alþingi hafa fundið það út, að lækka þyrfti ríkisstyrkinn til Kvennaskólans á Blönduósi um 3000 krónur. Var gefin upp sú ástæða fyrir nauðsyn þessa, að með því móti væri samræmi fengið í styrkveitingar til kvennaskólanna, en fram til þessa hefði Blönduósskólinn fengið of háan styrk saman- borið við hina, þegar miðað er við nemendafjölda þeirra. Blönduósskóli getur tekið við rúml. 30 námsmeyjum. En að- sókn að skólanum svo mikil, að hann er fullskipaður fyrir skólaárið 1935—1936, og all- margar umsóknir komnar fyrir næsta skólaár þar á eftir. Það fyrsta sem fólk hugsar um þegar jólin nálgast er heimilishugga. Þessa hugsun er auðvelt að uppfylla með því að kaupa nytsama jólagjöf, en hana munuð þið finna með því að líta í glugg- ana í Húsgagnaverslun Kristjdns 5igeirssonar. Laugaveg 13. Utsögunartæki: Ágætis jólagjöf eni falleg útsögunartæki, sem við höfum í fjölbreyttu úrvali. GEYSIR Jölln nðlgast. Lítftð fi gluggana fi dag fi HllnersbAð Laugaveg 48 og s)áið livað svín- in eru að borða. ERINDI um mesta rjettarfarshneyksli síðustu ára — Móakotsmálið, flytur Magnús Magnússon ritstjóri í dag (sunnudag), kl. 4 síðd. í Varðarhúsinn. — Yfirheyrslur og rjettarhöld í málinu verða rakin nákvæmlega. — Þess er vænst ,að dómsmálaráðherra mæti og enn- fremur er prófessor Þórði Eyjólfssyni og hr. alþm. Hannesi Jóns- syni boðið. — Aðgöngumiðar á 1 kr. verða seldir við innganginn frá kl. 3. — Unglíngum ínnan 18 ára er ekkí leyfðar aðgangur. Kjötbúð Hflstirbælsr Sími 1947. er flutt af Hverfisgötu 74 á Laugaveg 82 (hið nýja hús Silla & Valda). Þar verður gott að kaupa í jólamatinn. Slátnrijelagið.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.