Morgunblaðið - 16.12.1934, Blaðsíða 4

Morgunblaðið - 16.12.1934, Blaðsíða 4
MORGUNBLAÐIÐ Simnudaginn 16. des. 1934. 4 Því er slegið föstu að stcersta og fjölbreyttasta blað landsíns er HringiD í sima 1600 og geríst kaupendur. Nýir ,kaupendur fá blaðið ókeypis til næstkomandi áramóta. Jafnframt því, að Skandia- mótorar hafa fengið miklar endurbætur eru þeir nú lækkaðir í verði. Carl Proppé Aðalumboðsmaður. blá og mislit. RykfraKkar, mikið úrval. Manchester. Laugaveg 40. Aðalstræti 6. Uppboð það, er fram skyldi fara 25. júlí þ. á. á hraðfrysti- vjelunum á Norðurstíg 4, en þá var frestað, held- ur áfram þar á staðnum miðvikud. 19. þ. m., kl. 3 síðd., og verða þá vjel- arnar væntanlega seld- ar. — Greiðsla fari fram við hamarshögg. Lögmaðurinn i Keykfavák. Tveir austurrískir hermenn drepnir á Jandamærum Austurríkis og Þýskalalands. Standa austurrískir nasistar í Þýskalandi að baki? London 15. des. FÚ. Skærur hafa nú enn orðið á landamærum Þýskalands og Austurríkis, eftir að þar hefir verið allrólegt um nokkurra mánaða skeið. Fregnin hermir að 2 aust- urrískir hermenn hafi í gær rekist á 3 unga menn inn i skóg arrunni og skorað á þá, að gefa sig í ljós. Þremeningamir svör- uðu með því að hef ja skothríð með skammbyssum. Drápu þeir annan hermanninn þegar í stað, en særðu hinn svo að hann and aðist í sjúkrahúsi litlu síðar. Yfirvöldin í Austurríki og Bæ heimi eru að rannsaka þetta mál. Haldið er, að þremenning- amir hafi verið meðlimir hins austurríska nazistasambands, er aðsetur hafði í Þýskalandi, en það var fjelagsskapur, sem naut vemdar hinnar þýsku stjóraar þangað til Dollfuss var myrtur. En þá var þessi f jelags skapur leystur upp. Lloyð öeorg? uill lóla Englanð feta í fótspor Roo5euelt5 London 15. des. FB. Frá Churt er símað, að Lloyd George hafi sagt í viðtali við blaðamenn, að hann ætli sjer að hefja baráttu fyr'r kosninga stefnuskrá sinni snemma á ár- inu 1935. Meðal höfuðatriða hennar yrði allsherjar viðreisn í fjár- hag3 og atvinnumálum, og vill Lloyd George að Bretar skipu- leggi iðnaðar, landbúnaðar og skipaútgerðarmál sín á svip- uðum grundvelli og Roosevelt hefir fengið framg^ngt í Banda ríkjunum. Eitthvert veigamesta atriði stefnuskrárinnar er, að Eng- landsbanki verði gerður háður algeru eftirliti ríkisins. (UP). Heimabrugg í Höfnum í gær fór Bjöm Blöndal með nokkrum lögregluþjónum suður með sjó og gerðu þeir leit og fundu áfengi á nokkrum stöð- um. í Keflavík leituðu þeir hjá tveim mönnum og fundu 10 lítra af fullbrugguðu áfengi á öðrum staðnum og 13 flöskur á hinum. Sagðist annar þeirra hafa keypt vínið í Höfnunum, og var þá haldið þangað. Á leiðinni suður í Hafnir mætti lögreglan bíl, stöðvaði hún bílinn og fann í honum 10 lítra af áfengi. Átti það far- þegi í bílnum, Sigurður Ólafs- son, Kirkjuvogi, Var nú farið með hann til Hafna og játaði hann að eiga þar 5 lítra af brugguðu áfengi og fundust einnig hjá honum 4 tunnur í gerjun. Tíu flöskur fundust í hlöðu í Kirkjuvogi, og játaði Þorsteinn Ámason að vera eig- andi þeirra. Leitað var hjá Jöni Jónssyni í Merkinesi. Fanst ekkert vín hjá honum, en hinsvegar játaði hann að hafa selt áfengi til Keflavíkur. Leit var gerð á fleiri stöðum en bar ekki meinn árangur nema sem fyr greinir. Sýslumanni Gullbringu- og Kjósarsýslu var fengið málið til rannsóknar. „LátiD sjóDa í pottunum“. Ávarp til almennings í til- efni af jólasöfnun Hjálp- ræðishersins til jólaglaðn- ings fyrir fátæklinga. í dag, sunnudaginn 16. des., verða settir út hinir alkunnu jólapottar sem Hjálpræðisher- inn undanfarin ár hefir notað til þess að safna fje til jóla- glaðnings fyrir fátækar fjöl- skyldur, gamalmenni og börn. Þeir sem þurfa hjálpar við eru víst ekki færri nú en und- anfarin ár, og væri þess vegna æskilegt að hver og einn sem getur, leggi sinn skerf í jóla- pottana til gleði og hjálpar fyr- ir þá sem sjerstaklega þurfa þess við. Gjafir svo sem matvömr, fatn aður eða kol eru kærkomnar með þakklæti. Þess konar gjafir má senda heim til Hjálpræðis- hersins eða gera aðvart svo að þær verði sóttar. Verðir við jólapottana verða nemendur frá skólum bæjarins og foringjar og liðsmenn Hjálp ræðishersins. Svo er það vor innilega ósk að þessi innsöfnun megi geta veitt gleði til margra. Enn þá einu sinni: „Látið sjóða í pottunum". Fyrir Hjálpræðisherinn á Is- landl. Erast Molin, deildarstjóri. miagfafir! — miasiiflrf Kristallsvörur allskonar — Postulínsvörur ýmis- konar — Keramikvörur nýtísku -— Silfurplettvör- ur, mikið úrval — Silfurpostulíns-kaffistell. Ávaxtahnífar — Ávaxtastell og skálar ýmiskon- ar — Klukkur — Reykelsi — Búddar — Vasar Skrýn — Stjakar — Burstasett — Manicure — Dömutöskur — Herraveski — Sjálfblekungar — Kerti og ótal tegundir af ýmiskonar Spilum fyrir börn og fullorðna. Þurkuð jólatrje. Barnaleikföng og Jólatrjesskraut 1 afar miklu úrvali. Allar vörur seldar með lægsta verði sem unt er. K. Einarsson B Ejörnsson. Bankastræti 11. Kanpmenn látið ekki GOLD MEDAL hveiti í 5 kg. pokum vanta í verslanir yðar fyrir jólin. EfnaUuq i JE>. iSemUfcfðfeftfttttffttit 00 íittm 54 4500 <Kepkiaotk„ Fullkomin kemisk hreinsun á allskonar fatnaði. Litum allskonar fatnað og tau í flestum litum. Einnig gufupressum fatnað yðar, með stuttum fyrirvara MJÖG ÓDÝRT. Nýtísku vjelar. Bestu efni. Sækjum og sendum, Munið, Efnalaug Reykjavíkur, Laugaveg 34, sími 1300. Heimdallur. Skemllinnd heldur fjelagið í dag, 16. des., kl. 9. s.d. í Oddfellowhúsinu. Til skemtunar: Bæðuhöld, iöngur og dans. Aðgöngumiðar á kr. 2.75 (kaffi innifalið) verða seldir í dag á skrifstofu fjelagsins í Varðarhúsinu, sími 2774. Allir Sjálfstæðismenn velkomnir, meðan húsrúm leyfir. STJÓRNIN Nýja Stúdentasöngbókin er kærkomin jólagjöf hverjum söngelskum manni.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.