Morgunblaðið - 20.12.1934, Blaðsíða 8

Morgunblaðið - 20.12.1934, Blaðsíða 8
8 MORGUNBLAÐIÐ |smá-auglúsmgar| MMHHi iaHaHHBh. „Hjálmar og' Hnlda“ fæst í bókaverslunum. Þeir, sem atla að kaupa mat. hjá ckkur á aðfangadagskvöld og jóladagana eru vmsamlegast beðn •r að gera aðvart fj ir fram. Café •ivanur, við Barónsstíg. Postulíns kaffistell, Matarstell og hollapör nýkomin á Laufás- veg 44. Nýir kaupendur að Morgun- blaðinu fá blaðið ókeypis til næstu áramóta. Kaupum gamlan kopar. Yald. Poulsen, Klapparstíg 29. Sími 3024 Því er slegíð föstu að stoersta og fjölbreyttasta blað landsíns er Gefið íslenska leirmuni í jóla-1 gj°f-____________________________ Glit og flos er falleg Jólagjöf, fæst í Hannyrðaverslumim. Hringið í sima 1600 og gertst katipendar. Nýir kaupendur fá blaðið ____ TT 777 ókeypis til næstkomandi Tuhpanar, Hyasmtur, bloma- ---------------------------------- körfur. Gróðrarstöðinni. Sími 3072 j áramóta. Kjötfars og fiskfars, heimatilbú- Sð, fæst daglega á Príkirkjuvegi 3 Sími 3227. Sent heim. Ný matreiðslubók, ,,Lærið að ma.tbúa“, eftir Helgu Sigurðar- dííttur. er merki hinna vandlálu. Allir biðja um Síríus súkkulaði. Góður Spegill er góð jólagíöí. Ludrig Storr. Laugaveg 15. Spil, margar tegundir og ódýrar. Halldór Elrlksson, Hafnarstræti 22. Sími 3175. Þektast og mest notað hjer á landi er LILLU-GERDUFTIÐ. lanapaskermar Standlampar — Borðlampar — Vegglampar úr trje, járni, bronce, leir. — Nýjasta tíska. 5kermabúðin. Laugaveg 15. Fimtudaginn^ZO^eSjJL^SL 5 flelou tilelni þykir rjett að vekja athygli kaupmanna bæjarins á því,. að í samþykt um lokunartíma sölubúða og takmörkun á vinnutíma sendisveina í Reykjavík, staðfestri af atvinnu- málaráðuneytinu 27. nóv. s. 1., er svo ákveðið, að vinnutími sendisveina skuli eigi vera lengri á degi hverjum en 9*/% klukkustund, fyrir sendisveina 14 ára og eldri, en 8 klukkustundir fyrir sendisveina á aldrinum 12—14 ára. Ennfremur er svo um mælt, að útsendingu er sendisvein- ar starfa að, skuli lokið eigi síðar en einni klukkustund eftir lokunartíma, eða tveim stundum eftir lokunartíma* daginn fyrir almenna frídaga. Brot gegn ákvæðum þessum varða sektuin 20—500 krónum. Lögreglustjórinn í Reykjavík, 20. desember 1934. Oúsfav A. Jónasson. settur. SYSTURMR. 66. stúlkum, öðrum. En ekki handa Lottu, það var mjer kunnugt um. Annars vantaði það ekki, að hún skrifaði á riægjulega og glaðleg brjef. En hvaða gagn var í yfirborðskætinni, sem Lotta átti svo hægt með að sýna? Við heyrðum oft af henni hjá öðrum. Hún hafði sjest á blaðamannadansleik með K. for- stjóra við sykurgerðina, eða á veitingahúsi með unga skáldinu S. — Það er auðvitað einhver kærastinn, sagði vesalings Alexander. — Já, svo er sagt, sagði sögumaðurinn, dálítið hissa. — Leikkona getur nú ekki lifað eins og nunna. Rjett undir lok fyrstu veru sinnar í Berlín ljek Lotta Wendlu í „Frúhlingserwachen" og beið Óisigur. Að vísu stóðu ýms hrósyrði um hana í bíððunum, en við höfðum vanið okkur á að lesa leikdóma með vakandi skilningarvitum og vissum, alt þetta „annars vegar og hins vegar“ var ráð, aem velviljaðir leikdómarar notuðu þegar þeir rfldu ekki beint skamma fólk, sem þeim var mein- lacust til. Svo var það fám dögum síðar, að við höfðum ujm morguninn farið út á Felixhof. Alexander ætl- aði að koma í bílnum um kvöldið. Þá sáum við í táaði, að ungfrú Kleh hefði fengið eitthvert tauga- ^ftll og yrði að hætta starfi sínu við leikhúsið í nolckra mánuði. — Jeg fer til hennar, sagði Irena, — jeg fer nú s^jrax, áður en Alexander kemur. Nú læt jeg ekki hálda í mig. Við sátum við teborðið. Felix leit á Irenu með -dimmu og kvíðafullu augnaráði. — Hvert ætlarðu að fara, mamma? spurði hann, — og hvað verðurðu lengi burtu? Hún klappaði á kollinn á honum. — Jeg veit ekki. Meðan Lotta frænka er veik, verð jeg hjá henni. — Jeg verð að fá hana til að leggjast á heilsu- hæli, sagði hún við mig, — eða heldurðu, að það sje betra, að við förum eitthvert þangað sem eng- inn þekkir hana — upp í fjöll eða í eitthvert fiski- þorp við Eystrasalt? Felix var eins og hann ætlaði að fara að gráta. Þá baulaði bíll fyrir utan húsið. — Pabbi! æpti hann og hljóp út. — Klukkan er ekki nema fimm, sagði Irena, — og hann ætlaði ekki að koma fyr en um átta- leytið. En það er nú sama. Ekki einu sinni Alex- ander getur hindrað mig........ Tíu mínútur liðu. — Hvað eru þeir feðgarnir nú að bralla? spurði jeg og opnaði gluggann. Á regnblautum veginum fyrir utan lá kona á hnjánum. Hún hallaði höfðinu á öxl Felixar og grjet. Þó hún væri í stórri, gulri ullarkápu og sneri andlitinu undan, þekti jeg hana samstundis. — Þú þarft ekki að fara neitt, Irena, sagði jeg. — Lotta er komin. Við fórum til hennar. Irena fór með hana inn í stofu, en jeg fór með Felix dauðhræddan út í eld«- hús. — Hver var þessi ókunnuga kbna? spurði drengurinn. — Því kysti hún mig svona og af hverju var hún að gráta? Þegar jeg kom inn í stofuna aftur, hafði Irena fært Lottu úr kápunni og var að taka af henni skóna. Hún hafði líka náð í hlýja inniskó handa henni. Jeg skildi ekki vel, hversvegna hún væri að taka skóna af Lottu, sem hafði komið í bíl, en henni hlýtur að hafa fundist Lottta vera að koma, dauðþreytt heim eftir langa göngu ferð. — Hvar er Felix? spurði Lotta. — Hefirðu fal- ið hann fyrir mjer? Andlit hennar var enn tárvott. — Jeg ljet hann fara fram til eldastúlkunnar.. Þú verður að vera dálítið rólegri, annars verður drengurinn hræddur. — Já, en jeg er alveg róleg. Láttu skóna vera kyrra, Irena, — jeg er alls ekki vot í fæturna. Fáðu mjer heldur töskuna mína, svo jeg geti lag- að mig í framan. Það skal ekki verða langt þang- að til jeg lít út eins og manneskja aftur. Og þá geturðu sótt drenginn. Aldrei hafði jeg sjeð Lottu svona útlítandi fyr. Hún reyndi að vísu eins og hún gat að stilla sig, en gat þó ekki leynt því, hve erfitt það var henni. Með skjálfandi höndum rótaði hún í handtösk- unni — og gat næstum ekki haldið á speglinum meðan hún fór yfir andlit sitt, fyrst með vasa- klútnum og síðan með duftinu. Jeg- þóttist næstum heyra hjarta hennar slá með þungum slögum. — Drektu bara svolítið te með okkur fyrst og borðaðu dálítið .... Irenu tókst að setja systur sína niður á stól og~ ýtti til hennar bolla og kökudiski. — Það var hepni, að þú komst ekki klukkutíma seinna.. Spurðu Eulu, þá skaltu heyra söguna .... jeg ætl- aði hvorki meira nje minna en að fara af stað til þín. Virkiiega? Það var innilega fallega gert af þjer, Irena. En þetta var nú ekki eins hættulegt og þú hefir haldið. Jeg gat bara ekki leikið meira; líklega hefi jeg verið orðin yfir mig þreytt. í næstum þrjú ár hefi jeg leikið, hjer um bil hvíld- arlaust, og alt í einu gat jeg ekki meira .... Þifr haldið kannske, að það hafi verið af því að jeg

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.