Morgunblaðið - 06.01.1935, Blaðsíða 5

Morgunblaðið - 06.01.1935, Blaðsíða 5
Sunnudagiim 6. jan. 1935. MORGUNBLAÐIÐ Hey kjavíkurbrjef. 5. janúar. Hermann í útvarpinu. Hermann Jónasson forsætis' a*áðherra, flutti erindi í útvarp- Ið á nýársdag. Kom hann víða við, og fór mjög fram hjá flestum dægurmálum þjóðar- Innar. En hann bar niður á kom- múnismanum, og tilfærði um- mæli ónafngreinds Ameríku- manns, um stjórnmálastefnu .þessa, er fæddist með umbóta- Jtugsjónum, en lenti í ófærum <og vitleysu. Menn gengu að því vísu, að edagblað Hriflunga hjer í bæ anyndi sýna forsætisráðherran- aim þá virðingu að birta ræðu Sians. En það fór á annan veg. Hlaðið skýrði frá ræðunni í ;álíka löngu máli og það notar til þess að segja frá innbröts- Iþjófnuðum. Er þess getið til, að fl'okks- mönnum ráðherrans hafi þótt Ihann vera of önuglyndur við ihina rauðu bræður Hriflunga í .kommúnistaflokknum, og hafi '-ekki viljað prenta ræðuna, í þeirri von, að flestir stjórnar- •:sinnar ljeti þessi ámælisorð um kommúnhmann sem vind um <eyrun þjóta. „Óvæntir atburðir". í áramóta grein sinni, er birt- ;ist hjer í blaðinu, mintist Ól- afur Thors á það, að margt þenti til þess í atvinnu- og fjár- málalífi þjóðarinnar, að óvænt- ir atburðir gerðust hjer á landi á árinu, sem nú er að byrja. Gátu engir, sem greinina Jásu, verið í neinum vafa um :að höfundur átti þar við, að f játrmálastefna ríkisstjórnarkm- ar leidddi atvinnu- og viðskifta- mál vor út í hreint öngþveiti. Þessi ummæli Ólafs hafa komið því til leiðar, að stjórn- arblöðin hjer í bænum hafa risið upp og hrópað há- stöfum um það, að Sjálf- stæðismenn ætluðu að efna hjer til ofbeldis og byltingar. Alþýðublaðið segir það bein- dínis, og Dagblaðs-dindillinn et- jur það upp. Afhjúpanir. En með þessum bægslagangi, þessu staðlausa þvaðri, opinbera rauðliðar hið rjetta innræti sitt. Þeir eru ofbeldisflokkurinn í landinu. Þeir ætla sjer að brjót- ast hjer til einræðis. Þeir þykj- ast ætla að vernda þingræðið, en læknisráðið er hið alkunna sem þekt er úr sögunni, þegar sjúklingurinn fekk meðal, sem bætti hann mjög skyndilega, ;sótthitinn hvarf — því rnaður inn dó. Alt framferði rauðliða bend- ir í eina og sömu átt, til ófrelsis og kúgunar. Þannig var valda- taka þeirra undirbúin. — Með verslunarskuldaf jötrum er bændum haldið í Frámsókn. Með kúgunarvaldi verkalýðs- samtakanna er mönnum haldið nauðugum í Alþýðuflokknum. Á þingi Alþýðusambandsins í vetur var það samþykt, að Al- þýðuflokkurinn skyldi nota alt það harðfylgi sem samtökin hafa yfir að ráða, til þess að Ihalda völdum. Þar kom fram fyrsti bylting- arboðskapur þeirra. Sá næsti nú um áramótin. Við verðum að grípa til vopna, segja kommúnistaspraut urnar við Alþýðublaðið — því Ólafur Thors spáir að óvæntir atburðir sjeu í vændum! Rökþrot — ráðþrot. En hvers vegna herða þeir nú upp hugann, rauðliðar, og boða byltingu sína? Beinlínis af því, að þeir sjá fram á það, að stjórn þeirra þolir ekki lengur frjálsa gagn- rýni. Þeir sjá, að kosningaloforð sín frá í sumar verða þeir að svíkja öll — nema loforðin til kosningasmalanna um laun og bitlinga, meðan nokkuð er í ríkissjóðnum. Þau eru efnd. Á annað hundrað launuð ,,pláss“ losna fyrir þæga harðstjórnar- smala nú upp úr áramótunmm. „Nam-nam“, kveður við í hí- býlum stjórnarsmalanna, þessa daga. En alt sem almenningi við kemur eru eintóm svik á svik ofan. Lækkun skatta varð hækk un. Afnám atvinnuleysis varð aukning, o. s. frv. Þetta sjá þeir rauðliðar. Og nú boða þeir það þjóð sinni, að gagnrýni á ráðleysi, getuleysi og ræfilshætti ríkisstjórnarinnar skuli bæld niður með valdi. Atvinnubætur. Svo hreinskilnir eru þó sósíal- istaforkólfarnir nú orðnir, að þeir fara ekki dult með, að at- vinnuleysi hljóti að aukast í landinu, meðan þeir eru við völd. Þeim þykir ekki fært að leyna þeim sannleika lengur. Og það væri heldur ekki til neins. Því nú hafa þeir sýnilega tek- ið upp þá aðferð, að leika sjer beinlínis að því að auka at- vinnuleysið gífurlega. Togararnir. í árslok 1929 rann út síðasti samningur er gerður hefir verið milli togaraútgerðarmanna og sjómanna. Öll kreppuárin síð- an hefir verið lögskráð á tog- arana samkvæmt hinum fyrri samningi, án þess nokkur hafi gert við það athugasemdir. Þangað til í nóvember síðast- liðinn. — Þá gerði Sjómanna- fjelagið hjer samþykt um það, að kaup háseta á togurum þeim^ sem bátafisk kaupa, skyldi hækka úr kr. 250 í kr. 300 á mánuði og jafnframt slcyldi fjölga hásetum á skipunum um þrjá. Engir samningar eða samn- ingaumleitanir höfðu farið fram. Sjómannaf jelagið aug- lýsti þenna nýja taxta, rjett eins og það eitt hefði um það ráð. „Ósvífni“ útgerÖarmaniia. Nú leið til áramóta. Fyrsti togarinn sem átti að fara á veiðar var Baldur. Þá kom Sjo- mannaf jelagið til skjalanna eftir 4 ára fjarveru. Það mátti ekki lögskrá á togarann nema útgerðarmenn samþyktu nóv.ember auglýsingu Sjómannafjelagsins. Þetta hafa þeir ekki gert. Og út af því boðar Alþýðublaðið, byltinga- blað ríkisstjórnarinnar, allsherj ar verkfall á togurunum. Minna má það ekki kosta. Á bæjarstjórnarfundi í gær- kvöldi mintist Einar Olgeirsson á þetta mál. Hann komst þannig að orði, ,,að útgerðarmenn hefðu nú sýnt þá ósvífni, að neita að greiða það kaup, sem sjómenn hefðu auglýst“. Hverjum til tjóns? Nú kunna menn að spyrja hverjum togaraverkfall sje til tjóns — og hverjum til gagns kannske? Hjer í landinu er hópur manna, sem óskar mjög ein- dregið eftir því, að engin út- gerð sje rekin. Til þeirra masn- tegundar teljast kommúnistar. Síðan Alþýðuflokkurinn rjeði þrjá kommúnista að ritstjórn Alþýðublaðsins, má búast við því, að tilhneigingar kommún- ista nái til meginhlucans af Alþýðuflokksins. Þessir menn vilja vitaskuld að Sjómannafjelagið auglýsi kauphækkun — og haldi því síðan fram, að það sje hin mesta ósvífni af útgerðarmönn- um að hlýða ekki slíkum fyrir- skipunum. Tll of mikils mælst. En nú er það vitað, að menn irnir sem ,,auglýsa“ vilja enga útgerð. Þeir vinna að því, að atvinna stöðvist, að vandræði almennings aukist með hverju ári, atvinnuvegimir lognist út af smátt og smátt, svo betur megi takast að koma hjer á einræði rauðliða út úr öllum vandræðunum. Útgerðarmenn og sjómenn, sem vilja velgengni atvinnu- veganna, vilja að atvinna og framleiðsla í landinu aukist, þeir geta ekki fallist á einræði rauðliða, eins og það kom fram í nóvemberauglýsingunni. Með því myndu þeir beinlínis gefa þeim byr í seglin, er sigla vilja útgerð landsmanna í strand. Ný skip. Hjer um daginn kom enskur togari hingað til Reykjavíkur, sem útbúinn er öllum nýjustu tækjum. Varð mörgum starsýnt á skip þetta, sem eðlilegt var, einkum vegna þess, hve menn sáu þarna fyrir sjer, hve útbún- aði og bygging togara hefir fleygt fram, síðan hinir íslensku togarar voru bygðir. Alþýðublaðið greip þetta tækifæri til þess að skýra les- endum sínum frá því, að svona veiðiskip vildi Alþýðuflokkur- inn að smíðuð yrði og notuð hjer á íslandi. Mikið rjett. En Alþýðublaðið og Alþýðu- flokkurinn hafa nú um mörg ár unnið að því setta takmarki að drepa niður aðalatvinnuveg landsmanna og aðalbjargráða- veg Reykjavíkur, togaraútgerð- ina. Með því að kúga verkalýð á sjó og landi til auðsveipni við ,,stjórnarherrana“, hefir þeim orðið það ágengt að útgerðin er komin í fjárhagslegt öng- þveiti. Og „herrunum" hefir líka tekist annað. Með þessu hafa þeir sjeð um það, að útgerðar- ÍU1 OXA haframjöl í 1/2 og 1/1 kg. pökkum seljum við mjög ódýrt. Sími 1228. li!(m nú er rjetti tíminn. Við seljum nú nokkur fataefni með mjög niðursettu verði. — Einnig tökum við nú fataefni til sauma. Uigfús Buðbranösson & Co. Austurstræti 10. Odýr dverglampl er ekki sá, sem er ódýrastur að kaupa, held- ur sá, sem er ódýrastur að nota, þ. e. sá lampi, sem ber mikla birtu með lítilli straum eyðslu og sem getur þolað mikinn hristing. dverg- lampar e u óviðfafnanlegir. i'i iwiaa in i mrn T-rarrrTv—irim—.mjfiiJM menn hafa ekki getað haldið skipunum við, hvað þá endur- nýjað þau og eru þau nú öll að verða að „ryðkláfum“ vegna þessa. Er þess nú skamt að bíða að annað hvox*t verði: íslenski togai’aflotinn ósjófær og aðeins til þess fallinn að höggvast upp, eða þá að skipin eiga að verða líkkístur hinna hraustu sjó- rnanna, sem á þeirn ei*u. Sjó- mennirnir hafa látið ,,heiTana“ teygja sig til þess að grafa sjer og þjóðlífinu gröf. Er ekki von að Alþýðublaðið og Alþýðusambandið sje kampa kátt út af þessu — að hafa á- unnið það, að skerða þjóðar- eignina um 30 togara, og hrópi því þegar nýtísku togari kemur frá Englandi: — Svona togara ættum við að fá! En hvað gerir Alþýðuflokk- urinn til þess að svo verði? Hvaða leiðir ætlar hann að fara? Hugsar hann sjer leið núver- andi landsstjórnar, sem ofsækir togaraútgerðina með hækkandi álögum? Eða á það að vera bjargráðið sem íleyta á hinum nýju og ágætu skipurn, að kommúnist- ar auglýsi hvaða kaup þar eigi að greiða? Og hvernig stendur á því, að formaður Alþýðuflokksins, sem af hendingu er auk þess banka- stjóri Útvegsbankans, skuli ekki íyrir löngu hafa beitt sjer fyrir því, að keyptur sje hingað ný- tísku-togari. Hálaunaðir stórlaxar Alþýðu- flokksins kynnu að hafa nokk- ur auraráð til þess, ef þeir á annað borð kærðu sig um að ' sýna viljann í verki. i

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.