Morgunblaðið - 06.01.1935, Blaðsíða 7
Sunnudaginn 6. jan. 1935
MORGUNBLAÐIÐ
7
|Smá-auglýsingarj
Tveir lærlingar geta komist að
•á saumastofunni Snót, Kirkju-
stræti 8 B. Sími 1927.
Hús til sölu. Lítið járnklætt
timburhús til sölu nú þegar. Stend
ur innan Arið bæinn. Upplýsingar
% síma 2335.
Barnavagnar teknir til viðgerð-
ar. Verkstæðið Vagninn, Laufás-
Veg 4. ,
Kaupum gamlan kopar. Vald.
Poulsen, Klapparstíg 29. Sími 3024
Slysavamafjelagið, skrifstofa
vSS hlið hafnarskrifstofunnar í
étafnarhúsinu við Geirsgötu, seld
minning'arkort, tekið móti gjöfum
áheitum, árstillögum m. m.
Kelvin Diesel. — Sími 4340.
Rúgbrauð, franskbrauð og nor.
malbrauð á 40 aura hvert. Súr-
t>rauð 30 aura. Kjamabrauð 30
;nara. Brauðgerð Kaupfjel. Reykja-
víkur. Sími 4562.
Kvenfjelagið Von í Siglufirði
nefir nú eins og að undanförnu
^engist fyrir og kostað jólatrjes-
skemtun fyrir börn og gamal-
rnenn í Siglufirði og veitt þar af
inikilli rausn. Barnaskemtanir
hafa staðið 3 undanfarin kvöld
an gamalmennaskemtun er í
kvöld. Á 5. hundrað börn og um
100 gamalmenni hafa sótt þessar
-kemtanir. (F.Ú.).
Hjálpræðisherinn. Vakningar
herferðin byrjar í dag. Opinberar
,-ainkomur verða haldnar á hverju
kvöldi kl. 8% þessa viku. Sam-
komur í dag kl. 11 árd. og 8 síðd.
Æskulýðsdagar. Lúðraflokkurinn
-■-r.g strengjasveitin aðstoða. Allir
velkomnir.
Þrettándadansleikur stúdenta,
verður í kvöld í fyrsta sinni á
Oarði.
ísfisksölur. Á morgun eiga að
íselja í Bnglandi þeir Otur, Leiknir
'og Venus. Á þriðjudaginn selja
Kópur og Olafur Bjarnáson. —
Seinna í vikunni munu þeir selja
G.vlfi og Geir.
Hefting togaraflotans. Hjer í
liöfninni liggja nú sex togarar,
sem ekki komast rit á veiðar vegna
óbilgirni stjórnar Sjómannafje-
iagsins. Eru ]>að þeir Bragi. Gyll-
ir Arinbjörn hérsir, Bahiur. Þór-
ólfur og Hilmir. Suður í Sker.ja-
firði liggja þeir Ólafur og Egill
'Skallagrímsson, og inni í sundum
Iiggur Hafsteinn. Bráðlega bætasr
í hópinn togararnir, sem eru á
leið frá Englandij Ver, Belgaum,
.Gullfoss, Kári, Karlsefni, Júpíter,
ökallagrímur, Snorri goði, Andri,
Tryggvi gamli og Max Pemberton.
Er ekki annað sýnna, en þeir
verði allir að hætta. Þetta eru
samtals 20 skip.
Mjólkurgjafir í barnaskólunum-
Jólaleyfi barnaskólanna lýkur í
<Iag og byrjar kensla á morgun
(mánudag). Verður ókeypis
m.jolk útldutað þá þegar til þeirra
barna, sem liana fengu í desem-
ber og eiga að fá skv. ákvörðun
borgarstjóra. Jafnframt munu fást
keyptir mjólkurmiðar fyrir janú-
ar 21 miði á 10 aura hver,
Kvæðakvöld í Varðarliúsinu á
morgun (hefst kl. 8i/2) í tilefni af
60 ára afmæli Jósefs S. Húnfjörð.
Kveða þar margir norðlenskir
kvæðamelnn.
Sveinn Þorkelsson kaupmaður
kefir selt kjötverslun sína á Sól-
rallagötu 9, og eru kaupendur
Ólafur Bjarnason og Sigurður
Steindórsson, sem áður var hjá
Kjötbúðinni Herðubreið.
Jarðarför frú Halldóru Benó-
nýsdóttir fer fram á morgun og
hefst með húskveðju kl. 1 að
Bræðraborgarstíg 47.
Landsmálafjelagið Fram í Hafn-
arfirði heldur fund annað kvöld
kl. 8V2 í G. T.-húsinu. Rætt verð-
ur um fjárhagsáætlun bæjarins.
Náttúrufræðifjelagið hefir sam-
komu mánud. 7. þ. m., kl. 81/^ e. m-
Náttúrufræðibekk Mentaskólans.
ísland fer ekki frá Kaupmanna-
höfn fyr en 29. janúar, og hjeðan
til útlanda 7. febrúar.
Skjaldarglíma Ármanns, merk-
asti viðburður ársins í hinni þjóð-
legu íþrótt, fer fram föstudaginn
j. febrúar. Keppendur eiga að
gefa sig fram við stjórn Ármanns
jiyrir 21. þ. mán.
Grímudansleik heldur Knatt-
epyrnufjelagið Haukar í Hafnar-
firði í Hótel Birninum í kvöld,
og hefst dansinn kl. 9y2 síðd. Verð
laun verða veitt fyrir bestan bún-
ing.
Pjetur Sigurðsson talar á Vor-
aldarsamkomu í Varðarhúsinu í
kvöíd ld. 8y>. Þetta yerður árs-
fundur fjelagsins. Formaðurinn er
að leggja, af stað í ferðalag um
lengri tíma.
Matreiðslunámskeið heldur ung-
frú Soffía Skúladóttir á næstunni.
Mun það hefjast 15. þ. mán. og
standa í 6 vikur. Komast þar að
14 nemendur. ITngfrú Soffía hefir
að undanförnu kent matreiðslu á
Akranesi og er nýkomin í bæinn.
Áttræðisafmæli á Jón Jónsson
dannebrogsmaður á Hafsteins-
stöðum í Skagafirði í dag. Hann
er enn hinn ernasti, og .fylgist vel
með öllum landsmálum. Hefir
hann þó verið blindur nú um sex
árá skeið.
Dansskóli Ásu Hanson byrjar
æfingar aftur á morgun (mánu-
dag) eftir jólafríið. Æfinga.r fara.
fram á sama tíma og áður. Fyrsta
æfingin er fyrir smábörn, stærri
börn og unglinga, og kemúr í stað
4. æfingar, sem fell niður í des-
ember vegna jólahelginnar. —
Skemt.idansæfingin verður aug-
lýst seinna.
K. F .U. M. og K. Hafnarfirði.
Almenn samkoma í kvöld kl- 81/)-
Cand. t.lieol. S. Á. Gíslason talar.
Ailir velkomnir.
Kvennadeild Slysavarnafjelags-
ins heldur skemtifund fyrir fje-
lagskonur miðvikudag 9. þ. m. kl.
8.1/2 í Oddfjelagahúsinu. Skemti-
atriðin verða nánar auglýst í
blöðunum, mánudag og þriðjudag.
Aðgangur ókeypis fyrir allar þær
konur sem eru í deildinni, en þær
eru beðnar að sýna fjelagsskír-
t.eini sín við innganginn. Þeim,
sem enn hafa ekki fengið þau,
skal bent á að þau eru daglega
afhent á skrifstofu S. V. í. í
hafnarhúsinu nýja, gengið um
norðurdyr. •
Fádæma rigningar Iiafa undan-
farið verið í Vopnarfirði og' óvana-
lega Iieitt í veðri um þetta leyti
árs. Jörð er alþýð í sveitum og
blomknappar springa út í görðum.
Sauðfje gengur allvíða sjálfala
og lítið er talað um sauðfjár-
kvilla. (F.Ú.).
Drengir drepa sel. Milli jóla og
nýar.s kom það fyrir í Vogum, að
þrír drengir, tveir 10 ára og einn
C ára voru að leikum í fjörusand-
ínum við Vogavík. Þeir komu
auga á sel fram í sandinum og
fið SíloaihlutaiBDDhðlarielDd
Síldaruppbót verður greidd á mánudag 7. janúar í Hafnarfirði af eft-
irtöldum skipum: Bjarnarey, Málmey, Pjetursey, Rán, Surprise, Örn,
Samnoy, Huginn, Árni Árnason.
Útborgun fer fram á skrifstofu sjómannafjel. í Verkamannaskýlfnu
* og hefst kl. 2 e. h. Sýna ber viðskifta- eða sjóferðabækur. — Útborgunin
heldur áfram upp úr helginni í Reykjavík og Hafnarfirði.
Sildarhlutaruppbótarnefnd.
blupu allir þangað, þar sem hann
lá. Þegar selurinn sá þá, sneri
hann á móti þeim, reisti sig upp
á afturhreyfana og myndaði sig
til að ráðast á drengina. Þeir urðu
skélkaðir og hlupu undan honum
upp á grasbala, þar fundu þeir
trjelurk. Eldri drengirnir lögðu
síðan til atlögu á móti selnum, en
sá minsti stóð milli vonar og ótta
upp á grasbalanum og horfði á
bardagann. — Bardaganum lauk
þannig að drengirnir rotuðu sel-
inn með lurknum og drógu hann
siðan til bæja. (F.Ú.).
Gjafir til Kvennadeildar Slysa-
varnafjelags íslands í Hafnarfirði:
Frá skipverjum á v-b. „Garðar"
Hafnarfirði 310 kr., nokkrum
mönnum af l.v. ,,Sæfari“ Hafnar-
firði 40 kr„ Höllu Matthíasdótt-
ur 5 kr., Júlíu Jónsdóttur, áheit
'3 kr„ gamalt áheit frá ónefndri 5
kr., Ónefndri 3 kr., konu 5 kr„
Elínborgu Bjarnadóttur 3 kr.,
Kristínu Bjarnadóttur, Sviðholti
kr. 2.50, konu í Hafnarfirði 5 kr„
Soffíu Sigurðardóttur 5 kr„ Júlíu
Jónsdóttur áheit 5 kr- — Kærar
þakkir. — Ólafía Þorláksdóttir.
Útvarpið:
Sunnudagur 6. janúar.
9.50 Enskukensla.
10,15 Dönskukensla.
10,40 Veðurfregnir.
15,00 Erindi: Fötin og sálarlífið,
II (dr. Guðmundur Finnboga-
son).
15.30 Tónleikar frá Hótel Island
17,00 Messa í Fríkirkjunni (síra
Árni Sigurðsson).
18.20 Þýskukensla.
18,45 Barnatími: Þjóðsögur (Að-
alsteinn Sigmundsson kennari).
19.10 Veðurfregnir.
19.20 Grammófónn: Frönsk óperu-
sönglög.
20,00 Klukkusláttur.
Frjettir,
20.30 Þrettándavaka: a) Jón Páls-
son f. gjaldkeri; Upplestur; b)
Árni Pálsson próf.: Úr kvæðum
Gríms Thomsens; e) frú Theó-
dóra Thoroddsen: Draumvísur;
d) Ríkarður Jónsson mynd-
höggvari; Álfasögur. — Enn-
fremur íslensk lög.
Danslög til kl. 24.
Mánudagur 7. janúar.
10,00 Veðurfregnir.
12.10 Hádegisútvarp.
12.50 Þýskukensla.
15,00 Veðurfregnir.
19,00 Tónleikar.
19.10 Veðurfregnir.
19,20 Grammófónn: Lög fyrir
píanó.
20,00 Klukkusláttur.
Frjéttir.
20,30 Erindi: Málið og bókment-
irnar, II (Kristinn Andrjesson
magister).
21,00 Tónleikar: a) Alþýðulög
(Utvarpshljómsveitin); b) Ein-
söngur (Guðni Albertsson); c)
Grammófónn; Haydn: Tríó.
lukli Oryggli 0 haflng
nui „liluufnfitur.
Aðalumboðsmaður á Suðurlandi
FOSSBERG.
Skiltainndnr
í þrotabúi h/f Valur, Hafnarfírði, verður haldinn laugar-
dag 12. janúar n. k. kl. 1 y2 e. h., á skrifstofu bæjarfógeta
í Hafnarfirði. ,
Á fundinum verður lagt fram frumvarp til úthlut-
unargerðar og skiftum væntanlega lokið.
Bæjarfógetinn í Hafnarfirði 4. jan. 1935.
Ragnar Jénsson,
setttir.
Útvega fataefni
með mjög stuttum fyrirvara. — Sýnishorn fyrirliggjandi.
Verðið sanngjarnt.
Tek, eins og að undanförnu ftaefni til að sauma.
Halldér Hallgrisnssoii,
klæðskeri.
Mjólkurfjelagshúsið. — Hafnarstræti. — Tryggvagata.
Síðasta tækifæri
í vetur, til þess að fullkomna sig í þýsku, verður
3 * mánaða - námsskeið,
sem jeg ætla að byrja þriðjudaginn, 8. jan. 1035.
i ímarnir á þriðjud. og föstud. kl. 8—9. Allar nánari upp-
lýsingar í síma 2869, eða heima, Tjarnargötu 10 B.
Dr. MAX KEIL,