Morgunblaðið - 08.01.1935, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 08.01.1935, Blaðsíða 2
2 MORGUNBLAÐIÐ Þriðjudaginit 8. jan. 1935. Útgef.: H.f. Árvakur, Reykjavík. Ritstjórar: Jón Kjartansson, Valtýr Stefánsson. Ritstjórn og afgreiösla: Austurstræti 8. — Sími 1600. Auglýsingastjóri: B. Hafberg-. Auglýsingaskrifstofa: Austurstræti 17. — Sími 8700. Heimasímar: Jón Kjartansson, «r. 8T42. yaltýr Stefánsson, nr. 4220. Árni Óla, nr. 2045. E. Hafberg, nr. 8770. Áskriftagjald: Innanlands kr. 2.00 á mánubi. Utanlands kr. 2.50 á mánuði. í lausasólu: 10 aura einu kiö. 20 aura með L-esbók. ÞJóðnýtlng togaranna. Alþýðublaðið hefir ekkert lát- ið til sín heyra síðustu dagana um hervaldið, sem beita átti gegn stjórnarandstæðingum. - Ósagt skal látið hvort þessi þögn stafar af því, að kommun istasprauturnar við blaðið hafi fengið maklega ráðningu frá yfirboðurunum, ellegar af hinu, að verið sje að undirbúa stofn- un hins rauða hers. En Alþýðublaðið heldur samt áfram að gera ,,kröfur.“ Seinasta krafa blaðsins er sú, að togaraflotinn verði tekinn eignarnámi og þjóðnýttur. Það er ekki nema eðlilegt, að þessi krafa komi fram frá þessu kommúnistiska málgagni ríkisstjórnarinnar. Hið nýaf- staðna ,,Alþing“ sýndi mjög greinilega, að það vill fúslega reyna þjóðnýtinguna. í því efni hafði ömurleg reynsla frá þjóð nýtingu síldarútvegsins engin áhrif. Og þó að fyrir liggi svipuð reynsla frá þjónýtingu togara- útgerðar, sbr. Bæjarútgerðin í Hafnarfirði, er ekki sjáanlegt að rauða fylkingin láti slíkt hafa nein áhrif á sínar gerðir. Vegna útgerðarmanna sjálfra getur ekkert verið því til fyrir- stöðu, að sósíaiistar þjóðnýti togarana. Þeir hafa hvort sem er ekkert annað upp úr sínu basli en svívirðingar, róg og lygar frá herbúðum rauðliða. Það er sýnilegt, að rauðliðar stefna að því, að leggja í rústir allan sjálfstæðan atvinnurekst- ur í landinu. Þjóðnýting togar- anna myndi verða stórt spor í þá átt. Hví ekki að stíga sporið strax? Þá yrðu útgerðarmenn lagðir af velli með einu höggi, í stað þess að nú er verið að smámurka úr þeim lífið. Björgunarstarfi stjórnað úr fluguel. Kalundborg 7. jan. FÚ Stórt amerískt farþegaskip, systurskip Morro Castle strand- aði í dag á rifi í Bermuda. Mannbjörg varð; ekki ist vegna þess að flugvjel stjórn- aði björgunarstarfi skipa og báta, benti björgunarbátunum á það hvar skipsbátarnir voru með strandmennina, þá sem yf- irgefið höfðu skipin. Búist er við -því að skipið náist aftur af rifinu. Togiraverkfallið og bæiarútge ðin í Hafnarfirði. Alþýðublaðið vill algerða stöðvun. Þess var nýlega getið hjer í blaðinu, að lögskráð hefði verið á „Maí“, togara Bæjar- útgerðarínnar í Hafnarfirði, án þess a8 minnast einu orði á hinn nýja kauptaxta Sjómanna- f jelagsins. Útgerðarráð Bæjarútgerðai'- innar birtir í gær í Alþýðublað- inu ,,yfirlýsingu“ og vill með henni telja, að ekkert taxtabrot hafi verið framið með lögskrán- ingu þessari. En „yfirlýsingin“ sjálf segir ekkert um þetta, þvert á móti staðfestir hún, sem Morgun- blaðið sagði, að Sjómannafje- lagið láti aðrar_£eglur gilda um skip Bæjarútgerðarinnar. Útgerðarráðið segir, að skráð hafi verið á „Maí“ til ísfisks- veiða, en ekki fiskkaupa. Alveg eins var ástatt um togarann „Baldur“ hjer, sem Sjómanna- fjelagið stöðvaði skráningu á. Hann átti að fara á ísfisksveið- ar, og snerti þar af leiðandi hinn nýi taxti ekkert það skip. En samt sem áður bannar Sjó- mannaf jelagið að skrá á skipið, nema því aðeins að viðurkendur sje einnig hinn nýi taxti. En þegar skráð var á „Maí“ í Hafnarfirði, er ekki einu orði minst á hinn nýja taxta. Hvers vegna? Útgerðarráðið segir, að Bæj- arútgerðin hafi jafnan, þegar keypt hefir verið í skipin, hald- ið öllum mannskapnum á skip- unum, allan tímann. En þetta út af fyrir sig snertir ekki nema eitt atriði á hinum nýja taxta Sjómannafjelagsins, sem sje það, hve margir menn skuli vera á skipunum, þegar nflinn er keyptur. Útgerðarráðið segir ekkert um það, hvort fylgt verði hjer eftir hinum nýja taxta að því er kaupgreiðslu (og hlunnindi) snertir, ef keypt verður í skip- in. — Og stjórn Sjómannafjelagsins j hefir sýnilega látið þetta af-1 skiftalaust, þegar skráð var á skip Bæjarútgerðarinnar. En hún stöðvar skráningu á skip hjer í Reykjavík einmitt vegna þess, að ekki er yfirlýst að hinn nýi kauptaxti gildi ef einhvern tíma verði keypt í skipið. Engin lausn er enn þá fengin í deil- unni. Sáttasemjari átti í gær tal við samninganefnd útgerðar- manna og stjórn Sjómannafje- lagsins, til þess að heyra máls- ástæður hvors aðila, en engar tillögur komu frá sáttasemjara þá í málinu. í dag mun sáttasemjari kalla samningsaðila aftur á fund, en ókunnugt er blaðinu hvort til- lögur verða væntanlegar þá. Alþýðublaðið heldur áfram að ala á sundrun og illindum í þessu máli. Vilji blaðsins er bersýnilega sá, að koma öllum togaraflotanum í höfn, til þess að bágindi almennings verði sem mest. Ósannindi Alþýðublaðsins kveðin niður. Yfírlýsíng frá samn- ínganefnd útgerðar- manna. Út af ummælum er birtust í Al- J)ýðublaðinu í gær, þar sem því er j haldið fram, að samninganefnd j útgerðarmanna hafi haft í frammi jbrigðmælgi og svikið gefin loforð, barst blaðinu í, gærkvöldi eftir- farandi yfirlýsing: j Við undirritaðir, sem kosnir vor- um af hálfu útgerðarmanna til að eiga tal við stjórn Sjómannafje- lagsins, út af auglýstnm taxta fje- lagsins til hækkunar á kaupi tog- araháseta, lýsum ummæli þau, er birtust í Alþýðublaðinu í dag al- gerlega rakalaus ósannindi, þar scm talið er, að við höfum svikið gefin loforð, og haft í frammi brigðmælgi, og neitum því ein- dregið, að hafa nokkurntíma gef- ið loforð um, ,,að ganga að kaup- íaxta Sjómannafjelagsins í Öllum aðalatriðum", enda vorum við þá umboðslausir til að taka slíkar á- kvarðanir. Reykjavík, 7. jan. 1935. Kjartan Thors. Geir Thorsteinsson. Páll Ólafsson. Hafsteinn Bergþórsson, Ólafnr H. Jónsson. Ólafur Tr. Einarsson. Jan Kiepura veíktir í hálsíntim, ofkætdist vfð átísöng. Kalundborg 7. jan. FÚ Söngvarinn Kiepura er nú hættulega veikur í hálsinum. Nýlega, er hann hafði sung- ið sem gestur í Vín, var honum tekið með afskaplegum fögn- uði, einnig af mannfjöldanum sem beið hans fyrir utan veislu- höllina. Kiepura söng þá fyrir mann- fjöldanum á götunni, og er talið hugsanlegt að hann hafi of- kælt sig í kvöldkulinu og stafi hin hættulega hálsveiki hans af því. Fjölmsnmr fundir í Saar fara friðsamlega fram. Vinnaál Nazista við Frakka. Atkvæðagreiðilan byrjuö. Verksmiðjur í Saar. KAUPMANNAHÖFN í GÆR. EINKASKEYTI TIL MORGUNBLAÐSINS. Útifundir þeir, sem haldnir voru í Saarbrticken á sunnudag- inn voru geisilega fjölmennir, bæði fundur sá, sem Nazistar hjeidu, og eins fundur þeirra, sem vilja að stjórnarfyrirkomu- lag í Saa_ verði framvegis hið sama og það nú er. Nazistar halda því fram, að yfir 300.000 manna hafi verið viðstaddir fund þeirra, en hlut- lausir áhorfendur geta sjer þess til, að fundarmenn hafi verið 150.000. Hríðarjel skall á, á meðan á fundinum stóð, og gerði það minna úr honum en annars hefði verið. En þeir, sem hafa vilja sama stjórnarfyrirkomulag og nú er, fengu 75.000—100.000 á sinn fund. Fundarstjóri á þeim fundi ljet alla viðstadda lofa því.há- tíðlega með hárri röddu, að þeir skyldu greiða því atkvæði, að alt slcyldi vera við sama í Saar. stað hverri styrjöldinni á fætur annari. Er talið að ræða þessi sje enn eitt tákn þess hve Þjóðverj- ar vinna nú að því, að jafna alla misklíð milli sín og Frakka en að því verði unnið fyrir al- vöru að atkvæðagreiðslunni lokinni. Páll. Á SUNNUDAG. London 6. .jan. FÚ. „Hörð orð, engar óeirðir, lít- il æsing.“ Þetta er saga dags- ins í dag í Saar. Menn höfðu staðið með önd- ina í hálsinum af ótta um það, að lenda myndi í hart milli Hitl erssinna og andstæðinga þeirra, í sambandi við útifundina sem leyfðir höfðu verið. En fylkingar þessara andvígu flokka gengu hvor fram hjá annara á götunum, á leið til fundarstaðanna, án þess að skiftast á einu móðgandi orði, eða sína hvor annari nokkur óvináttumerki. — Hitlerssinnar hyltu ,.leiðtogann“ á fundi sín- um, en andstæðingar hans unnu e'ð að óstöðvandi baráttu gegn honum. Stjórnin í Berlín býst við því, að 85% af íbúum í Saar greiði atkvæði á sunnudaginn kemur með því, að Saar sameinist Þýskalandi. En flokkur þeirra, sem enga breytingu vilja, gera sjer vonir um að fá 30% atkvæðanna. Göbbels friðarvinur. Nazistastjórnin í Berlín hefir sett upp sýningu um Saar. Göbbels ráðherra hjelt þar ræðu á sunnudaginn. Hann komst m. a. að orði á þessa leið: Jeg geri mjer vonir um það, að eftir atkvæðagreiðsluna í Saar verði hægt að jafna að fullu óvináttu og hatur er öld- um saman hefir ríkt milli Þjóð- verja og Frakka, og komið af Atkvæðagreiðslan er byrjuð. London 7. jan. FÚ. Atkvæðagreiðslan í Saar hófst í dag. Póstmenn og ökumenn, alls um 2000, greiddu atkvæði í dag af því að þeir verða önnum kafnir á sjálfan kosningadag- inn, þann 13. Kosið var á átta k.jörstöðum og var erlendur kjörstjóri á hverjum staS. Strangar ráðstafanir eru gerðar til þess, að ekkert vitn- ist um þessa atkvæðagreiðslu. Kjósendurnir kom og fóru án þess að segja eitt orð, og heils- uðu hvorki nje kvöddu. I dag voru einnig greidd at- kvæði í sjúkrahúsum, og í fang elsinu í Saarbrucken.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.