Morgunblaðið - 08.01.1935, Blaðsíða 3

Morgunblaðið - 08.01.1935, Blaðsíða 3
Þriðjudaginn 8. jan. 1935. MORGUNB L‘A Ð I Ð 3 Ohagstæður verslunarjöfnuður Dana, gerir fjárhaginn erfiðan. Stjórnín gefttr út áramótaskýrslu tíl aðvörtmar KAUPMANNAHÖFN í GÆR EINKASKEYTI TIL MORGUNBLAÐSINS. ! Hagstofan danska hefir ný- lega gefið út f jármálayfirlit; sitt fyrir árið 1934. Samkvæmt | því hefir verslunarjöfnuður Dana verið óhagstæður á þessu ári, innflutningurinn numið 135 | miljónum króna um fram út- ’ flutninginn. Árið 1933 var þessi mismun- ur mikið minni, 53 miljónir | króna. Að innflutningurinn árið sem j leið hefir svo mjög farið fram j ór útflutningnum stafar að j miklu leyti af því, hve innflutn- j ingurinn hefir aukist, einkum j á efnvörum ýmiskonar, er flutt- i ar hafa verið inn til þess að auka atvinnuna í landinu. Áætlað er að greiðsluhalli á | árinu hafi numið 40 miljónum króna. Þá segir í yfirlitinu að ástand og horfur landbúnaðarins sje ekki sem verst, því verð á land- búnaðarvörum hefir hækkað síðara missiri ársins. Framfarir í iðnaði hafa og haldð áfram á árinu. Atvinnúleysingjum hefir fækkað á árinu, svo nú eru að eins 22% atvinnulausir, en 29% voru atvinnulausir fyrir ári síðan. Tekjur af siglingum hafa aukist. En vegna þess, hve verslunar jöfnuðurinn er óhagstæður, eru fjárhagsástæðurnar mjög erfið- ar nú um áramótin. Dagblaðið „Börsen“ gerir þessa opinberu skýrslu að um- talsefni. Segir blaðið, að í skýrslu þess- ari sje meiri bölsýni en ástæða sje til. En bölsýni þessi sje bor- in fram í þeim ákveðna til- gangi, að draga úr vaxandi bjartsýni almennings í viðskifta málum. En blaðið segir ennfremur, ð fjármálastefna stjómarinnar, einkum er að lánveitingum lúti, miði beinlínis að því ,að auka ósamræmið milli tekna af útflutningi og innflutnings- þarfanna. Páll. Fjármálaræða Rooserelfs. Hann kvartar tmdan hækktm átgjaldanna. London 7. jan. FÚ. Roosevelt flutti fjármálaræðu mna í fulltrúadeild þingsins í dag. í fyrra sagðist hann hafa haft von um það, að geta lagt fram hallalaus fjárlög á þriðja ári viðreisnaráætlunarinnar. í dag sagði hann að þessar vonir væru farnar út um þúfur yegná hinna afskaplegu gjalda sem þótt hefði nauðsynlegt ao greiða í atvinnuleysisstyrki og fyrir opinbera vinnu. Þar að auki sagði hann, að gjöld til landvarnar hefði aukist um átta hundruð miljónir dollara frá því á síðastl. fjárhagsári. Forsetinn sagði að tekjuhalli núverandi fjárhagsárs mundi nema 20 þús. miljónum dollara, og álíka mikill áætlaður á næsta ári. Dýrt hundsbit. Kalundborg 7. jan. FÚ Ef hundur bítur konu í nefið í Danmörku kostar það eig- anda hundsins 1000 kr., sam- kvæmt dómi, sem kveðinn var upp í dag. Bænagerðir. Sjerstakar bænir verða flutt- ar í mörgum kirkjum í Saar, þangað til atkvæðagreiðslunni er lokið. Erkibiskupinn í Köln hefir einnig gefið fyrirskipanir um það, að sjerstakar bænir skuli lesnar eftir messu í sínu biskupsdæmi, ' Barnfóstran yfirheyrð í Hauptmannsmálinu. London 7. jan. FÚ. Betty Gow, barnfóstran sem gætti Lindberghsbarnsins þegar því var rænt, var í dag yfir- heyrð í máli Bruno Hauptmanns í Flemington, New Jersey. Hún lýsti því, sem fyrir hafði komið um kvöldið áður en barn- inu var rænt. Hún sagði að all- ir gluggar barnaherbergisins og svefnhérbergisins hefðu verið lokaðir og einnig hefðu verið hlerar fyrir þeim öllum, nema suðaustur glugganum, þar hefði hlerinn verið svo undinn að ekki hefði verið hægt að loka honum. Dómur um „verkfallshi'ot**. Maðttrinn gegndí skyldu sínní. Kalundborg 7. jan. FÚ Verkamannafjelag eitt í Dan mörku hafði rekið úr fjelags- skapnum dýravörð við skóla einn fyrir það, að hann hefði annast ræstingu skólans meðan stóð á verkfalli þvottakvenn- anna. Fjelagið taldi dyravörðinn verkfallsbrjót og því rjettræk- an. Dyravörðurinn stefndi fje- laginu og vann -málið í dag. Dómarinn sagði að brottrekst urinn úr fjelaginu væri ólögleg- ur, því að maðurinn hefði ekki gert annað en það, sem honum bæri skylda til, samkvæmt reglu gerð skólans. Afyinnubéfa- vinnan. Bæjarráð samþykkir að þar verðí 400 manns næstu viku. Á bæjarstjórnarfundinum síð- asta skýrði borgarstjóri frá því, að hann hefði ekki tilfært neitt ríkissjóðsframlag til atvinnu- bóta á frumvarpi því til fjár- hagsáætlunar fyrir Reykjavík á þessu ári, því þegar hann samdi frumvarpið var langt frá því, að gengið væri frá fjárlögun- um fyrir árið í ár. Á bæjarráðsfundi, er hald- inn var í gærkvöldi var sam- þykt: Að fara fram á það við rík- isstjórnina, að hún til bráða- birgða, þar til fjárhagsáætlun er fullsamin og endanlegar á- kvarðanir teknar viðvíkjandi fjárframlögum til atvinnubóta á þessu ári, greiði vikulega V3 kostnaðar við þá atvinnubóta- vinnu, sem bærinn heldur uppi á meðan, með 24 kr. fyrir hvem mann, sem vinnunnar nýtur. Að því tilskyldu að þetta fáist, á- kveður bæjarráðið að taka 400 manns í atvinnubótavinnuna næstu viku. Ennfremur samþykti Bæjar- ráðið að óska eftir því, að rík- issjóður greiddi Vs af öllum kostnaði bæjarins við atvinnu- bótavinnu á árinu 1934, þegar Sá kostnaður er endanlega upp gerður. En, eins og borgarstjóri skýrði frá á bæjarstjórnar- fundinum vantar enn nokkuð á, að ríkissjóður hafi greitt þriðj- ungstillag sitt fyrir árið 1934. Fannkoma i Englandl. London 7. jan. FÚ. Kuldastormar og allmikil fannkoma er víðá í Englandi í dag, sumstaðar svo mikil að, svo sem í Lincolnshire og Yorkshire að snjóplógar eru notaðir til þess að ryðja brautir. Annars hefir verið einmuna- tíð í Englandi undanfarna tvo mánuði. Hörmulegnr glæpur í Júgóslafíu. Kalundborg, 5. jan. FÚ. Samkvæmt fregn frá Belgrad hefir í dag komið þar fyrir hörmulegt glæpamál. Fátæk ekkja og dóttir henn- ar bjuggu saman í litlu húsi og í gærkvöldi heimsótti þær og fekk næturgistingu hjá þeim ungur maður. Mæðgurnar urðu þess varar, þegar hann var sofnaður, að hann hafði meðferðis mikið fje og í myrkrinu um nóttina myrtu þær hann. I birtingu um morguninn þektu þær manninn, hann var sonur ekkjunnar. Mæðgunum varð svo mikið um þetta að þær frömdu sjálfsmorð. Fult samkamulag milli tauals" og mussulini viKii sfálfsfæði Ansiurríkis. Sáttmálinn á að tryggja friðinn í álfunni. Rómaborg 7. jan. FB. Mussolini og Laval undirskrif- uðu í kvöld í Feneyjahöllinni sáttmála þann, sem gerður hef- ir verið að umtalsefni í fyrri skeytum, þ. e. sáttmála til tryggingar friðnum í álfunni og sjálfstæði og öryggi Aust- urríkis, auk þess sem hann inni- felur ákvæði um deilumál ítala og Frakka. Samkomulagið miili ítala og Frakka er í rauninni þrenns- konar: 1) Samkomuíag um deilumál Frakka og Itala, að því er ný- lendurnar snertir. 2) Samkomulag um sáttmáia til þess aS tryggja sjálfstæði Austurríkis og friðinn í Dón- árríkjunum og 2) Samkomulag til frekari íryggingar friðnum í álfunni. London 6. jan. FÚ. Vináttumerkin milli Laval og Mussolini virtust ná hámarki sínu í veislu þeirri, sem Musso- lini hjelt Laval í Róm í gær- kvöldi. Laval afhenti Mussolini stór- kross frönsku heiðursorðunnar, og Mussolini sæmdi Laval stór- krossi ítölsku heiðursorðunnar. Báðir mæltu mestu vinarorð- um hvor til annars. Laval kall- aði Mussolini „Leiðtoga mikill- ar þjóðar“, og sagði að hann hefði skráð hinn glæsilegasta þátt í sögu Ítalíu. 1 lok ræðu sinnar mælti hann á þessa leið: „Rústir Rómaborgar, alt í kring um okkur, ættu að vera okkur viðvörun um að lát aekki heim- inn falla aftur í það myrkur og þá eymd, sem þær bera vitni um, en að beita öllum okkar kröftum til að koma í veg fyrír það, að styrjaldir steypi menn- ingu okkar, og hinni fornu menningu Rómaveldis." London 7. jan. FÚ. Samningar um nýlendumál í Norður-Afríku voru undirskrif- aðir í Róm í dag, af Mussolini og Laval. Þetta eru síðustu samningarnar, sem þessir tveir stjórnmálamenn hafa gert með sjer, þessa þrjá daga, sem þeir hafa talast við. Kommúnistar CEtluðu að myrða Starhemberg.; Vínarborg 7. jan. FB. Tveir kommúnistar voru hand teknir í gær nálægt flugstöð- inni í Aspern. Þeir hafa játað, að áform þeirra hefði verið að drepa Starhemberg, foringja heimwehrmanna. (UP). Upprefsnin i Albaniu. Ætlar konungur að flýja land? Kalundborg, 5. jan. FÚ. Óeirðir eru nú í Albaníu og er einkum kurr í hernum. — Fregnir eru annars óljósar af þeim. Ein frjettin segir að kon- ungurinn sje við því búinn að flýja land í flugvjel. Forn mannabein borin i kirkju. Sauðárkróki 6. jan. FÚ í dag voru borin í kirkju á Sauðárkróki fom mannabein, sem vegagerðarmenn fundu hjá Grafargerði á Höfðaströnd þ. 3. desember síðastliðinn. Með beinum þessum fundust einnig hrossbein. Mannabeinin voru send til hjeraðslæknisins hjer á Sauð-' árkróki. Skoðaði hann þau, og áleit mjög forn. Beinin eru að áliti hans úr stórum miðaldra manni, konu við aldur og barni. Síra Helgi flutti minningar- ræðu yfir beinum þessum. Síð- ar verða beinin send fornmlnja verði. Benzinfuiioa springur á ípróttavellinum. Botn hennar kast- ast 100 metra í loft upp. Um hádegið í gær söfnuðust nokkrir unglingar saman suður á Iþróttavelli við rústirnar af Þrettánda brennunni. — Höfðu verið skildar eftir olíu- og ben- síntunnur og var eitthvað eftir á nokkrum þeirra. Unglingarnir tóku nú olíu- tunnu og heltu úr henni á völl- inn, kveiktu síðan í olíunni og veltu hinum tunnunum á bálið. Ein bensíntunnan veltist þannig í bálið að hún stóð rjett, og skyndilega sprakk botninn úr henni og þeyttist um 100 metra í loft upp. Var mesta lán að ekki hlaust stórslys af þessu tiltæki. Tölu- vert bál varð þarna í gær og safnaðist mannfjöldi mikill til að horfa á það. HeiRnrslaun fyrir björgun úr sjávarháska. Berlín, 5. jan. FU. Á fundi norska ríkisráðsins í gær var ákveðið, að sæma ellefti menn af þýska skipinu „New York“ björgunarpeningi úr gulli. Þessir ellefu menn eru áhöfnin á björgunarbátnum frá New York, sem bjargaði skipshöfninni af norska skipinu „Sisto“ úr lífs- háska skömnm fyrir jól..

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.