Morgunblaðið - 08.01.1935, Side 4

Morgunblaðið - 08.01.1935, Side 4
4 Þriðjudaginn 8. jan. 1935 (□Erilsneyðing mjoltuir. i >. i. Jeg hefi orðið þess var, að um- mæli herra dýralæknis Braga Steingrímssonar, í viðtali við Morg unblaðið 18. nóv., hafa valdið nokkrum umræðum í bænum um nauðsyn á gerilsneyðingu mjólk- ur. Það væri vel, ef þetta umtal yrði til þess, að þetta mikils- verða mál gæti orðið rætt af þeim sem þekkingu hafa á, og almenn- ingur þannig fengið nytsamar upp lýsingar og skilning á málinu. Það sem jeg hefi að segja í þessu máli, er nokkuð gagnstætt skoð- un herra Braga Steingrímssonar. Þó vil jeg taka fram, að jeg skal vera fyrstur manna til að viður- kenna hverja nýja staðreynd á þessu sviði, sem fram kemur, én vil aðeins færa í letur skoðun mína og láta lienni fylgja nokkurar staðreyndir, samkvæmt rannsókn- um erlendra vísindamanna og stofnana. Herra Bragi Steingrímsson svar- ar svohljóðandi fyrirspurn Morg- unblaðsins: „Hvaða leið er örugg- ust, til þess að fá-sem besta mjólk td neyslu?“, með því að vitna í þýsk mjólkurlög og benda á 4 grundvallaratriði þeirra laga svo- hljóðandi: „Heilbrigðar kýr, hrein- legar mjaltir, hrein og þrifaleg íjós og síðast, þrifalega meðferð mjólkurinnar". , Það ])arf ekki að fara út fyrir pollinn, til þess að benda á slík reglugerðarákvæði. Þau eru meðal annars að finna í „Mjólkursölu- reglugerð“ Mjólkurfjelags Reykja víkur og „Reglugerð um meðferð og sölu mjólkur“ fyrir Reykjavíic og víðar. Fyrirspurn Morgunblaðsins um ])að, hvort gerilsneyðing eða stas- sanisering ekki geti bætt úr þeim ágöllum, sem kunna að vera á uppruna og meðferð mjóllturinn- ar, svarar herra Bragi Steingríms- son „hiklaust neitandi“. Ráðstafanirnar, sem dýralækn- irinn vill láta gera, eru „að gefa út reglur um það, hvernig útbún- aður fjósanna á að vera, svo að þar geti verið þrifalegt, rakalaust, ieftræsting góð og kýrnar hreinar. Ýmis „patent“-útbúnaður sje nú rnikið notaður í þýskum fjósum til hreinlætis, sem lijer er óþekt- ur“. Það þarf ekki um að deila, að mjólkin verður aldrei betri en hún er þegar hún kemnr úr ósýkt- um kýrspena. Þeir, sem heimta gerladrápið í mjólkinni, gera það af því að þeir Hta svo á, að að- oms sje hægt að benda á „teoríur", sem leysa þetta mál með reglu- gerðum og eftirliti, en í frajn- kvæmdinni sje málið óleysanlegt nema með því, að drepa allar skað- iegar bakteríur, sem í mjólkina kunna að komast. Gömul dæmisaga. Þegar talað er um „teoríur“ og ,.praksis“ dettur mjer í hug gamla s&gan „Kötturinn og mýsnar“. — Mýsnar vildu ekki hafa neinn kött, hann gerði oft usla í ]iði þeirra. Bn þær gátu ekki Josnað við kisu, og datt þeim þá snjall- ræði í hug. Þær samþyktu á þingi sínu lög þess efnis, að hjer eftir skyldu allir kettir hafa bjöllu um hálsinn, til þess að mýsnar vissu um hættuna, þegar kisa nálgaðist. Iíugmyndin var góð, en hvernig fór urn framkvæmdina ? Ætli það verði ekki álíka erfitt að liengja bjöllu á bakteríurnar ? Staðreyndir úr daglega lífinu. Jeg ætla nú að leiða fram nokk- ur dæmi úr daglega lífinu, þar sem mjólkurmálin af eðlilegum ástæðum eru komin á hærra þroskastig en hjer. í erlendum barnamjólkurfjósum og víðar eru gerðar margvíslegar heilbrigðis- ráðstafanir, til að gera ógeril- sneydda mjólk liættulausa. Til sönnunar því, hve þetta eft- irlit er örðugt, vil jeg benda á eftirfarandi skoðanir nokkurra er- lendra viðurkendra vísindamann á þessu sviði. Grinsted, hjeraðsdýralæknir í, Alaborg, segir meðal annars: „Þeg ar persónulegu hreinlæti er svo ábótavant, er það ekki undarlegt, að hreinlæti í fjósunum og við mjaltirnar standi lágt, og þær raunverulegu umbætur, sem kúa- eftirlitið getur skírskotað til, eru varla nema hjá því fólki, sem af eðlishvöt hefi alt hreint og í reglu, hvort heldur er úti eða inni“ Yfirdýralæknir Langkilde segir í ritgerð sinni um „Prinripper for den moderne hygiejniske Ko- stald“ (Skand. Vet. Tidsskrift; Okt. 1933), að „hin dönsku fjós sjeu harla langt frá að uppfylla þær kröfur, sem menn verði að gera frá lífeðlisfræðilegu og heil- brigðislegu sjónarmiði“. Þegar svo er ástatt um hin dönsku fjós, sem viðurkend hafa verið að standa með þeim fremstu, hvað halda menn þá að sje um þau íslensku? í nágrenni Odense hefir hjeraðs- læknir Heerup rannsakað 106 bæi og tekið blóðsýnishorn úr 602 per- sónum, sem unnu við hráa mjólk- Það sýndi sig, að það voru 43, sem voru eða höfðu verið haldnir af taugaveiki (höfðu „positivt Widal“), og að 2 voru taugaveik- isberar. Það var sorglegt að sjá ástandið á bæjunum, sem hrópaði á meira eftirlit. Bnn fremur er í ársskýrslum borgarlæknisins í Kaupmannahöfn hægt að sjá, hvað undanfarin ár hefir þótt athuga- vert meðal þeirra ltúabúa, sem senda mjólkina til Kaupmanna- hafnar; líkar skýrslur eru einnig ti] frá öðrum stærri bæjum. Nýlega liefir Fenger yfirlæknir látið þá skoðun í ljósi, á grund- velli enskra rannsókna, að af hverjum 100 börnum með berkla- hirtlabólgu muni altaf 90 hafa smitast frá kúnum; af börnum undir 5 ára aldri muni öll tilfellin stafa frá kúm, og einnig muni 25% af beina- og liðaberklum stafa af sömu orsök. , Það ska 1 fyllilega viðurkent að berklaveiki í kúm á Islandi, er í hlutfalli við það sem gerist í ná- krannalöndunum tiltiiíuhra lág, cg yjæmið því ekki sanfbærilegt við íslenska staðhætti. Próf. Wilson í London segir, að hvernig svo sem aðgæJa sje við- höfð við mjólkurframleiðsluna, sje þó altaf möguleiki til þess að í mjólkina berist sýklar, sem stafa frá kúnuin eða starfsfólkinu. Frá Boston hefir dr. Wilson, MORGTTNBLAÐIÐ árið 1911, lýst fars'ótt með 2000 sjúkdómstilfellum og 48 dauðs- ícllum. 84% af hinum rannsökuðu sökuðu sjúklingum höfðu fengið mjólk frá fyrirmyndar búgarði, með nýtísku heilbrigðismeðhöndl- un á mjólkinni. Það fanst ekkert saknæmt við kýrnar, en á bænum höfðu verið mörg hálsbólgutilfelli, og þaðan stafaði faraldurinn. Það hefir greinilega sýnt sig, i-i öllum tilraunum og rannsókn- um, sem gerðar hafa verið, að hed brigðiseftirlit með fjósum og mjólkurstarfsfólki er í hættu frá tveimur flokkum fólks. í fyrsta lagi þeiin, sem eru veikir af smit- andi sjúkdómi, en á svo lágu stígi, að læknis er ekki vitjað, og í öðru •lagi frá þeim, sem telja sig hrausta en óafvitandi eru ,,kroniskir“ smitberar. Fylsta hreinlæti og eftirlit undirstöðuatriði í meðferð mjólkur. Þó hjer hafi verið sýnt fram á írikla erfiðleika við að géra eftir- iit með kúm, fjósum og fólki þann- ig úr garði að öruggt sje, má ekki á neinn hátt skilja það svo, að eftirlitið sje lítils eða einskis virði. Þvert á móti er það vitanlega und- irstaðan undir því að mjólkin geti verið góð, og ber því öllum skylda til að hafa slíkt eftirlit sem allra fullkomnast. Enda er það ófrá- víkjanleg regla allra vandaðra og fullkominna mjólkurbúa, að þau gera mikinn greinarmun á útborg- uðu mjólkurverði fyrir mjólkina, eftir því hvað hún er góð, þegar hún kemur í mjólkurbúið, og end- ursenda alla mjólk, sem ekki þyk- ir söluhæf. Bn aðeins af því að alt slíkt eftirlit getur ekki rejmst eínhlýtt, hefir eðlilega komið fram hin almenna krafa um gerladráp í m jólkinni. Gerilsneyðing mjólkur. Kostir og gallar. Sú andstaða, sem gerilsneyðing mjólkur hefir sætt, á rót sína að rekja til skemmandi áhrifa, sem elclri gerilsneyðingaraðferðir hafa haft á fjörefni mjólkurinnar. Þar af leiðandi hafa vísindamennirnir reynt að finna aðferð til að geril- sneyða mjólkina án þess að skemma fjörefnin og þannig, að mjólkin geti eftir sein áður haldið öllum sínum upprunalegu góðu eiginleikum. ítalskur vísindamaður, dr. Stas- sano, sem í 40 ár hefir unnið við Pasteur-stofnunina í París, hefir leyst þetta líklega stærsta afrek á sviði heilbrigðisvísindanna, síðan sjálfur Pasteur fann geril- inn. Stassano uppgötvaði, að fjör- efni mjólkurinnar skemmdust þegar hún í heitu ástandi komst í samband við súrefni loftsins, en það komst hún í hinum eldri opnu gerilsneyðingartækjum. Nú Jjet dr. Stassano smíða nýtt tæki. Lýsingu á því er að finna í „8. Beretning fra Statens Forsögs- mejeri“ 1929. Eftirfarandi út- dráttur er birtur í danska lækna- blaðinu „Ugeskrift for Læger“ 5. febr. 1931 (nr. 6 bls. 129) : „Frá tilraunamjólkurbúi ríkis- ins í Hilleröd var nýlega send út skýrsla um aðra aðferð (áður er ]>ar talað um eldri aðferðir),. er dr. Stassano við Pasteur-stofnun- ina í París hefir sagt fyrir um. Þessi aðferð byggist á því, að ínjólkin er látin fara um lokað pípukerfi, þar sem hún greinist í þunn lög og hitnar jafnframt upp i 75° á 15—16 sekúndum. Til þess að eyðileggja ekki A- og C-fjör- efnin, sem auðveldlegá eyðast þegar þau verða fyrir áhrifum súrefnisins, meðan á hituninni stendur, er þetta gert án þess að loft komist að. Með því eru ein- mit-t uppfyltar þær kröfur, sem gera verður um fullkomna með- ferð mjólkurinnar, þ#fur og bragð breytist ekki, mjólkin geymist betúr, og fjörefnin eru óbreytt, en sýklar drepast. Ahrif sta&'saniseringar á bakt- eríuinnihaldið hafa verið rann- sökuð af próf. O. Bang. Það sýndi sig að þessi hiú og hitunartími nægði til l>ess að drepa bæði hinn venjulega bakeríugróður sem og bakteríur af Coliflokknum (saur- gérla) og berklabakeríur. Eigi minni þýðingu hafa rann- sóknir próf. Friderieia á fjörefna- innihaldi í stassaniseraðri mjólk. Arangurinn af þeim er birtur í áðurnefndri skýrslu. , A- og B-fjörefni þola allvel upphitun, þar sem A-fjörefni þolir 120 stiga hita, vel að merkja er súrefni er ekki til staðar, og B- fjörefni missir aðeins lítið af krafti sínum við hitun upp í 100 stig í nokkra tíma. Binnig C-fjörefni kvað þola tveggja tíma upphitun í 100 stig, ef loft kemst ekki að. Rannsóknirnar á A- og B-fjör- efnainnihaldi voru gerðar á rottiy ungum. Þeir voru settir á A- eða B-fjörefnalaust undirstöðufóður. Þegar vöxtur þeirra, eftir 4—5 vikur var hættur, var bætt mjólk við undirstöðufóðrið, þannig að sumir ungarnir fengu hráa, en aðrir stassaniseraða mjólk. Nú var athugað, hve stóra mjólkurskamta þurfti til þess að clýrin færu aftur að vaxa. Það kom þá í ljós, að vöxturinn var hinn sami, hvort sem dýrin fengu hráa eða stas- saniseraða mjólk. Tilraunirnar með C-f jörefni voru gerðar á marsvínum, sem eru mjög næm fyrir skorti á þessu fjörefni, en þar sem ekki tókst að fá dýr- in til að drekka nægilegt mjólkur- magn, varð að hætta við tilraun- irnar“. Tilraunir gerðar á sjúku barni. Frá liinum góðkunna. barna- spítala á Fuglebakken í Dan- ir.örku, er í sama blaði á bls. 130 skýrsla frá yfirlækni spítalans, dr. med. Vald Poulsen. Inn á spítal- ann er lagt stúlkubarn þann 2. sept. 1930, veikt af skyrbjúg, veiki s:em álitið er að geti komið fram í börnum, sem drekka mjólk ger- ilsneydda með elclri aðferðunum, vegna þess að þær aðferðir sltemma C-fjörefni mjólkurinnar. — Nú tekur þessi frægi spítali sjúklingin til meðhöndlunar og gefur honum eingöngu. sem læknis- lyf stassaniseraða nýmjólk. í rit- inu kemur löng vísindaleg sjúk- dómslýsing, sem jeg hefi ekki þýtt; en skírskota t.il áðurnefnds rits, bls. 130, en útkonian er eft- irfarandi: „Barnið var, er það kom á spít- ann, sett á fæði samsett af stas- saniseraðri mjólk, liafrasúpu, kexi og tvíbökum, og drakk það að meðaltali 500 gr. stassaniseraða mjólk á dag. Mjólkin var aðeins hituð í 37 stig, áður en hún var notuð. Fyrstu dagana voru enn eymsli við snertingu og blæðing úr tann- holdinu, en þegar þann 8/9, eftir 6 daga, var blæðing hætt, og næstu daga minkaði bólgan í gómnum. Hún kveinlcaði sjer minna er hún hún var þrifin og fór að hreyfa fæturna frítt. Þann 15/9 hafa gómarnir heilbrigt útlit og hnjá- liðabólga er horfin. Líkamshitinn, sem fyrstu 10 dag ana var við og við dálítið hærri en normalt, 38,2, varð normal aft- ur. Síðan var farið að nota venju- legt ungbarnafæði. Það lá þannig fyrir tilfelli af barnaskyrbjúg, með megrun, tann- holösblæðingum, beinaeymslum, blóðleysi og öðrum tilheyrandi einkennum, framkomið við fæði er skorti C-fjörefni. Eftir 12—14 daga meðhöndlun með fæði, þar sem C-fjörefni gat aðeins verið í stassaniseruðu mjólk inni, hurfu einkennin. , Með tilraunum á rottum er það M'.tinað, að A- og B-fjörefni eyðast ekki við stassaniseringu á mjólk- inni. Ofanritað tilfelli sýnir, að einn- ig það fjörefni er verkar gegn skyrbjúgi, lieldur sjer“. Hjer er ekki um neitt að vill- ast. Þessi stórfrægi læknir tekur barn, sjúkt af þeirri veiki, sem fjörefnisskorturinn orsakar, og læknar það með stassaniseraðri nýmjólk. Hver vill svo halda því fram að stassanisering sje skaðleg fyrir mjólkina? , Eftir að hafa lesið framanskráð ummæli má mönnum vera ljóst, að v.ísindamenn liafa gert alt, sem í þeirra valdi hefir staðið til að leysa þetta mikla vandamál. Með hinni eldri gerilsneyðingu var málið leyst á þá leið, að allar hættulegar bakteríur voru drepn- ar, en sá galli var þar á gjöf Njarðar, að rannsóknir hafa sýnt, a* fjörefni mjólkufinnar skemdust eltki alllítið, og hefir því geril- • sneyðingin fengið nokkra andmæl- endur, enda hafa vísindin halclið áfrani að leita að nýjum aðferðum, sem gætu leyst þetta viðfangsefni, að gerilsneyða mjólkina án þess að skemma fjörefnin. Italski vís- iudamaðurinn dr. Stassano leysti þrautina og er nú lofsunginn um gjörvallan heim. Jeg.ætla að biðja háttvirta les- enclur, að setja þetta ekki á neinn hátt í samband við þau deilumál, sem nú eru uppi hjer um meðferð cg sölu mjólkur, en þeim sem til þekkja, má vera kunnugt, að jeg hefi barist fyrir þessu máli þau ár, sem jeg hefi starfað við Mjólk- urf.jelag Reykjavíkur, og tel því skyldu mína, að leiða fram á sjón- arsviðið nokkuð af þeim staðreynd um og sönnunum, sem jeg liefi n illi handa, svo að þeir, sem þetta mál hugsa, geti orðið nokkuru fróðari. Eyjólfur Jóhannsson. Hart aðgöngu. Meðalmaður deyr þrítugur og er grafinn sextugur, segir amerísk- ur læknir.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.