Morgunblaðið - 08.01.1935, Qupperneq 6

Morgunblaðið - 08.01.1935, Qupperneq 6
6 MORGUNBLAÐIÐ Þriðjudaginn 8. jan. 1935. Hítt og þetta: Victoria Englandsdrottning. Uppeldi hennar, bernska og æskuár. Hinn 24. maí 1819 fæddist stúlkubarn • í höllinni Kensington, og ævi þessa barns varð stórfelt æfintýri, sem endaði 22. janúar 1901. Barnið var hin seinna víðfræga Vietoria Englandsdrotning.. f rauninni fæddist hún ekki sem iíkiserfingi. Hún var dóttir her- ttogans af Kent, og á undan henni voru margir, sem rjettt höfðu til ríkiserfða. En það var heitasta ósk föður hennar að hann eignaðist barn, sem tæki ríkið að erfðum. Honum til stórleiðinda eignaðist eldri bróðir hans barn, sem rjett hafði til ríkiserfða. En þegar Wilhelm Englands- konungur dó 1837, voru allir þeir, sem gátu komið til mála sem rík- iserfíngjar, — fyrir utan Victoriu, dánir og hún varð drotning Breta- veldis að eins 18 ára gömul. Vietoria fekk afar strangt upp- eldi, og móðir hennar hafði sjeð fyrir því, að hún var aldrei lát- in vera ein mínútunni lengur, hvorki dag nje nótt. Karlmenn hitti hún nærri aldrei, við og við komu frændur hennar í heimsókn, og henni leist vel á þá alla, en þó Klölasilkl. Crepe ; de Sine. Satin. SiIki^okkar.J iloBChesterr Aðalstræti 6 Laugaveg 40. langbest á Albert prins, sem hún seinna giftist. Óvænt upphefð. Nóttina, sem Wilhelm konung- ur dó, óku á fleygiferð til Ken- sington hallar, erkibiskupinn og herbergisvörður konungs, og komu þangað kl. 5 um morguninn. Þeir fóru samstundis inn í höllina, þó þeim veittist erfitt að fá inngöngu á þessum tíma nætur. Klukkan 6 var Victoria prinsessa vakin, og henni tilkynt að erkibiskupinn af Canterburry og lord Conyngham cskuðu eftir að ná tali af henni. í morgunkjól gekk hún í fyrsta skifti ein á tal við tvo karlmenn. Þeir tóku á móti henni með djúpri lotningu. Hún tók strax eftir hve þeir voru þögulir og alvarlegir á svip- inn, og þá vissi hún að nú mundi konungurinn dáinn, og að hún, sem til þessa hafði lifað klaustur- lífi, var orðinn drotning Breta- veldis. Strax í býti um morguninn kallaði hún saman ráðherrafund, og hún kom fram með þeim virðu- leik, sem sýndi að hún skyldi þá miklu ábyrgð sem á henni hvíldi, að nú var hún sinn eigin hús- bóndi. —■ Pyrsta fyrirskipun hennar kem- ur kanske einkennilega fyrir sjónir. Hún skipaði nefnjlega svo fyrir, að rúm hennar skyldi flutt úr herbergi móður hennar og hún bað um að fá að vera alein í heila klukkustund. f fyrsta skifti í lífinu var þessi 18 ára gamla stúlka laus við að vörður væri hafður um hana, og það er enginn efi á að hún hefir notið þess í ríkum mæli. Eiginmaður drotningarinnar valinn. LEITIÐ applýsinga um brunatrygingar og ÞÁ MUNUÐ ÞJER komast að raun um, að bestu kjörin FINNA menn hjá Rordi BraddMlirieo U á VESTTJRGÖTU 7. Bími: 3569 Pósthólf: 1013 igælt Hangikiflt Og : Sw Harðfisknr fæsf i Hún kunni mjög vel við að vera stjórnandi þessa volduga ríkis. En er tímar liðu fanst henni, að hún yrði að eignast eiginmann sjer við hlið. Á bernskuárunum hafði hún dálítið verið að hugsa um frænda sinn prins Albert Emanu- el af Sachsen-Koburg-Gotha, og fjöldskylda hennar leit svo á, að þetta væri ráðhagur við hennar hæfi. Prinsinn var á líkum aldri og hún, hann var aðeins þrem mánuðum yngri. í fyrstu leit ekki út fyrir að hún væri ánægð með þessar ráðstafanir. Hún hafði ekki sjeð prinsinn síðan þau voru bæði börn, og hún tilkynti þegar að hún gæti ekki hugsað sjer að giftast manni, sem hún þekti svo lítið. Því var þó þannig fyrir komið að þau hittust, og árangurinn varð sá, að drotningin fekk brennandi ást til prinsins, en ekki leit út fyrir að prinsinn bæri sömu til- finningar í brjósti gagnvart henni. Þó varð hjónaband úr, og er tímar liðu varð prinsinum mjög hlýtt til Vietoriu, en hann elsk- aði hana aldrei, nje nokkra aðra konu. Lífið varð honum eintóm skyldustörf, vann hann geisimikið fyrir sitt nýja föðurland, Eng- land. Prinsinn var stórgáfaður maður og prýðilega mentaður. Victoria viðurkendi yfirburði manns síns og fór að ráðum hans í flestu. Alt, sem gert var í hennar stjórnartíð var gert að hans vilja, meðan hann lifði, og jafnvel eftir að hann var dáinn gerði hún ekkert, nema hún væri viss um, að þannig mundi hann hafa. gert. Á seinni árum ævi hennar var það stjórn- málamaðurinn Benjaiiin Disreli, sem svo að segja ákvað stjórnar- störf hennar. Hið konnnglega hjónaband. Þau hjóniu voru að mörgu mjög ólík. Það liðu nokkur ár áður en Victoria lærði að fara eftir ráð- um hans í öllu, og oft lenti í sundurþykkju á milli þeirra. En strax og henni var ljóst hve langt hann stóð henni framar að gáfum og mentun, ljet hún undan, og að síðustu fór hún algjörlega að vilja hans og tilbað hann og verk hans í smáu og stóru. — Hiín var hamingjusöm í hjónabandinu, en hann aftur á móti tók alt sem skyldur, er á hann væru lagðar í lífinu. Þeim vai*ð níu barna auð- ið, en jafnvel börnin gátu ekki komið því til leiðar að hjónaband- ið yrði innilegra. Hann saknaði skilnings frá hennar hendi og án hans gat hann ekki orðið fullkom- lega hamingjusamur. Frá fyrstu árum hjónabandsins er sögð eftirfarandi smásaga af hjónabandi þeirra. Einu sinni sem oftar var smá- vegis ósamkomulag milli hjón- anna. Albert prins hafði farið til herþergja sinna og læst að sjer. Drotningin kom hlaupandi á eftir honum í æstu skapi — opnaðu! hrópaði hún, og barði á hurði'ua. — Hver er þar? spurði prins- inn. — Drotning Breta! En hurðin var ekki opnuð, og ekkert hljóð heyrðist úr herberg- inu. — Opnaðu dyrnar! — Hver er þar ? var svarað. — Það er konan þín! Þá voru dyrnar opnaðar fyrir benni. Prinsinn vann, eins og áður er sagt geisimikið fyrir land sitt. Eitt sinn hafði hann afar slæmt kvef og læknirinn bannaði honum að fara út. En eigi að síður fór hann á fætur, vegna þess að hann átti að mæta á vígsluhátíð, sem haldin var á hæli fyrir örkumla menn. Hann kom heim með háan sótthita og dauðveikur. Samt sem áður reis hann úr rekkju morgun- inn eftir til að vinna að þýðingar- miklum málum. Þrem dögum seinna var hann liðið lík. Victoria syrgði mann sinn mik- ið. Hún dróg sig í hlje úr öllu opinberu lífi, og gekk ætíð í sórgar klæðum. Það var ekki fyr en hún var orðin gömul, að hún kom op- inberlega fram við og við, og það gerði sitt, til að hún þótti svo glæsileg er hún sýndi sig svo sjaldan. Victoria var ekkja í 40 ár, og þó hún hefði verið f.jörug og kát á sínum yngri árum, gerðist hxin með aldrinum vörður siðgæðis og dygða. En á því sviði gætti áhrifa frá eiginmanni liennar. Hún var sjervitur með köflum. Eitt var það, að hún mælti svo fyrir, að engan hlut, sem hún hefði notað, n>ætti eyðileggja eða glata. Öll föt hennar og aðrir gripir voru geymdir, og skrá gerð yfir, svo hægt væri að 'sjá, hvar hver hlut- ur var og hvenær hann hefði ver- ið notaður. Þannig var það einn- ig með þá hluti, sem hún og prins- inn höfðu notað, og þar á méðal margir minjagripir. Gerði hún þetta til að hún í ellinni gæti geng ið um og látið gripina minna sig á atburði, og farið í huganum yf- ir alt líf sitt. Eftir að Victoria var dáin, gaf Edward sjöundi ríkinu höllina Osborne, með því slcilyrði, að þar yrði framvegis alt óbreytt eins og hún skildi við það. Enn þann dag í dag eru þar gripir allir og klæði sem Victoria bar, eins og til endurminninga um þessa merkilegu drotningu Breta- veldis. (Lauslega þýtt). Hröbjaitur Hróbfartsson andaðist að heimili sínu Simbakoti á Eyrarbakka, 9. des. s. 1. Hann var fæddur 20. okt. 1858, á þeim bæ er For hjet og var þá ein af hjáleigum Oddastaðar á Rangárvöllum, eins og stendur í þessari gömlu vísu: „Eru kotin Odda hjá Ekra, For og Strympa, Vindás, Kumli, Kragi.þá, kemur Hóll þar skamt í frá“. Nú er For og fleiri þessi kot óbygð, og lögð undir staðinn. Svo er einhig víða annarsstaðar. Þar sem kota krans, umgirtu tún stór- staðanna, til varnar þeim og vinnu þarfar, fyr á dögum, eru nú tætt- ur einar eða sljett yfir með öllu. En það var frá þvílíkum. býlum út nm landið að aðalvinnukraftur- inn kom. Börn fátækra smákota- bænda gerðust venjulega vinnuhjú binna stærri búenda, um lengri eða skemri tíma og aft alla langa æfi. í Oddahverfinu ólst Hróbjartur upp. Fyrst hjá foreldrum sínum, Hróbjarti Sölmundarsyni og Helgu lronu hans, sem bæði voru af gömlum bændaættum, þar í hjeraðinu, og sein rekja má til Erlendar lögmanns á Strönd og annara stórmenna af þeirri ætt. Síðan gerðist Hróbjartur vinnu- maður á ýmsum stöðum, þar á meðal nokkur ár, á stórbýlinu Móeiðarkoti- Og að vera langdvöl- um í vist á fyrirmyndarheimili, svo sem þessu, hafði jafnan mikil og góð áhrif á unga menn, og setti mót sitt á þá upp frá því. Hróbjartur gerðist snemma stór vexti, karlmannlegur á velli, rammur að afli, kappsamur við vinnu og vildi að verk sín yrðu vinnuveitendum að sem bestum rotum. En hafði óbeit á óeðlilegu iaiupstríði og vinnustöðvunum. — Hann var góður heyskaparmaður og afburða sjómaður, einkum er neyta þurfti þols og orku og fkjótra handtaka. Hann reri 53 vetrarvertíðir og jafnan hjá mestu sjósóknar-mönnum, svo sem þeim riinari Sveinbjörnssyni í Sand- gerði og Bjarna Guðnasyni í Kirkjuvogi. En hjá þessum for- rnönnum þóttu skipsrúm ekki heiglum hent, þar var valinn mað- nr við hverja ári. Og svipmikil sjón var að horfa á þessa stóru ug. sterku ménn, alskinnklædda, róa bakföllum, liinum tuttugu áína löngu og að sama skapi breiðu og djúpu tíæringum; hvort heldur það var í andviðri, metnaðar-kaþp- róðri, eða þá einungis af fjöri, og til þess — eins og þá var kallað *— að bræða á sjer smjörið. — Það var lítið um „margaríni“-át í þá daga. , Árið 1893 kvæntist Hróbjartur eftirlifandi konu sinni, Bjarghildi Magnúsdóttir, bónda í Oddakoti cg síðar á Yoðmúlastöðum í Land- eyjum. Er hún gerðaleg kona og rápmikil. — Urðu þeirra sam- vistir góðar, eru fimm börn þeirra a lífi, fjórar dætur og einn sonurf. cr það Lúter Barnaskóla-húsvörð- ur-í Reykjavík, dugnaðai-maður og drenglyndur. Annan son átti líróbjartur, er Kristinn heitir, er hann bílstjóri í Reykjavík, vel metinn maður og vinsæll. 5 Fyrir rúmum 40 árum fluttu Hróbjartur og kona hans til Eyrar bakka og hafa búið þar síðan, á ýmsum stöðum og lengst af átt við fremur þröngan kost að búa. En bæði voru þau hjón þrekmikil og börðust samhent við örðugleik-, ana, af alefli, á meðan heilsa og , aldur leyfðu. Tókst þeim að bæta , nokkuð hag sinn hin síðari ár, með ofurlítilli f jenaðareign, eins og, nú er títt meðal verkafólks á Eyrarbakka. En svo kom ellin og lieilsan þvarr. Hróbjartur veiktist af inn- vortis meini, vann þó til hins ýtr- asta. Lagðist loks rúmfastur, all- lengi, oft mjög þjáður, en bar sjúkdóm sinn með miklu þreki og meiri trúarstyrk en nú á sjer al- ment stað. Og er hann fann clauða sinn nálgast, bað hann um þjón-. ustu sóknarprests síns, og að henni rneðtekinni var hann hjartanlega sáttur við guð sinn, lífið, og menn- ina, og þessi stóri og fyr svo sterki maður hlakkaði nú, eins og barn' til jólanna — á himnum. Og svo þegar stundin kom rjetti bann öldruðu konunni sinni — trygga förunautnum sínum, —• uttærða höndina, — heilög þögn—» og friður guðs færðist yfir and- litið. Þarna í litlu fátæklegu baðstof- unni var nú sjötíu og sex ára lífs- baráttu gamla verkamánnsin* loldð. XIV Fiskútflutningur frá Akranesi. , Akranesi, 6. jan. 10 bátar hafa haft hjer samtök um samsölu á ísuðum fiski til Eng- lands í vetur og hafa leigt skip til flutninganna. Fór togarinn Kóp ur fyrstu ferðina í nóv. og seldi þá mjög illa. Aftur fór Sindri með aðra ferð í des. og seldi þá svo vel, að útlif er fyrir að hinn fyrri ferð vinnist, upp. Nú er Kóp- ur nýfarinn í aðra ferð sína og lofar markaðurinn undanfarna daga ekki góðu. Það er eins og adar bjargir sjeu bannaðar þó einhverjir hefðu áhuga og elju til þess að fórna atvinnu sinni fyrir lítið. Ætla höft utanlands og inn- an að draga alt í dróma?

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.