Morgunblaðið - 08.01.1935, Qupperneq 7

Morgunblaðið - 08.01.1935, Qupperneq 7
í>riðjudaglnn 8. jan. 1935. MORGUNBLAÐIÐ ms Fyrir nokkru varð ægilegur bruni í kvikmyndaborginni Hollywood. Hjer á myndinni sjast aokkrir af hinum geisistóru kvikmyndasölum fjelaganna „Warner Brothers“ og „First National Pictures“. Flestar þessar byggingar eyðilögðust í eldinum. Dansleikur stúdenta á Garði. Stúdentar hjeldu dansleik á Garði á Þrettándanum. — Var þetta hinn fyrsti almenni dans- leikur stúdenta á Stúdentagarð- inum. Margir fóru í þetta sinn til þess að kynnast Garði, og hefir leikið hugur á að vita hvernig þar væri umhorfs. Dansleikurinn var hinn skemtilegasti. Nokkrir stúdent- ar á Garði stóðu fyrir dans- leíknum, unnu að því að gera hann sem skemtilegastan. Mátti dansa í tveimur sölum, hátíðasalnum (lestrarsalnum) og leikfimissalnum. Var hann snoturlega skreyttur. Hátíða- blær var yfir öllu, og glatt á hjaila; fór dansleikurinn prýð- isvel fram. Allir skemtu sjer yel. Dagbók. I.O.O.F Rb. st. 1. Bþ. 83188%— 1. E. Veðrið (mánud. kl. 17) : SV-átt *»m alt land- Skúra og jeljaveður á S- og V-landi, en þurt og gott veður norð-austanlands. Hiti 2—3 st. Djúp lægð yfir Grænl. á hreyf- ingu norðaustur eftir. Mun hún valda alihvassri S\r- og V-átt hjer .á landi. Veðurútlit í Rvíkí dag: All- hvass SV. og V. Snjójel. Kaldara. Innbrot upplýst. í gærmorgun náði lögreglan í mann, sem játaði á sig innbrot, er framið var í haust í versl. ,,Esju“, Grettisgötu 2 Stal hann þar tóbaksvörum fyr- ir um 100 krónur. Hestur fælist og' verður fyrir bíl. í gær kom bifreiðarstjóri á lögreglustöðina og skýrði svo frá, að utn kl. 11 í gærmorgun hafi hann ekið bifreið sinni niður Laugaveg. En er hann kom á móts við húsið nr. 16, kom hestur, sem auðsjáanlega hafði fæist. á mót.i þílnum og lenti á honum aftarlega. Hesturinn var með aktygjum og •íivóg vagn. Ekki kvaðst bann vita um afdrif liestsins, því menn hefðu komið að og’ tekið hann burt. Líklegt þykir að hesturinn liafi verið skilinn eftir mannlaus á götunni og fælst. Engin tilkynn- 'ing kom frá eigendum hestsins á I lögreglustöðina í gær. Mjólkurlögin voru loks staðfest í gær, eða 7 dögum eftir að lögin áttu að öðlast gildi. fsfisksölur. í gær seldu afla sinn í Englandi Otur fyrir 1180 stpd. og Leiknir fyrir 1236 stpd. Einn- ig seldi Venus í gær fyrir 1474 stpd. Farfuglafundur verður ekki í kvöld, en næsta þriðjudag. Bernburg og Kai Milner skemtu sjúklingum á Laugarnesspítala í fyrradag. Hafa sjúklingar beðið blaðið að færa þeim þakkir fyrir komuna. Hjónaefni. Nýlega liafa opinber- að trúlofun sína, ungfrú Unnur dónsdóttir og Hólmgeir Jónsson \erslm. hjá Vaðnesi. Knattspyrnufjelagið Valur bið- ur alla þá, sem hafa reikninga á f jelagið vegna þrettándabrenn- | unnar, að framvísa þeim til Hólm- j geirs Jónssonar í versl. Vaðnes. j E.s. Lyra er væntanleg hrngað | snemma í dag. j ísland fer frá Kaupmannahöfn ; þ. 29. þ. m. j Karlsefni kom frá Englandi í gær. Rifsnes kom af veiðum í fyrri- nótt. Suðurland var teki'ð í Slipp í | gær til eftirlits. Heimdallur heldur fund annað kvöld (miðvikud. 8. jan.). Til um- j ræðu verður: Æskan og stjórn- ; málin. Guðmundur Benediktsson bæjargjaldkeri hefur umræður. Bókarforlaginu Ascheoug og Co. hefir verið breytt í hlutafjelag frá nýári. Hlutafje er 1.250.000 kr. Nygaard forlagsbóksali er formað ur fjelagsins. (Oslo 7. jan. F.B.) 3000 manns á þrettándabrennu. Þrettándabrenna Vals var haldin á. Iþróttavellinum í fyrradag og mun um 3000 manns hafa sótt, brennuna. Veður var óhagstætt til að byrja með, en lagaðist er leið á kvöldið. Skemtunin fór afar vel fram og þótti brennan tilkomu- mikil sjón. Einnig var vel tekið söng „álfarma". Trúðar ljeku listir sínar af snild og' þótti einna mest koma til þeirra, sem ldædd- ir voru sem „Litli og Stóri“ og ÚTBOÐ. Þeir, sem gera vilja tilboð í hellur í Sundhöllina í Reykjavík, vitji uppdrátta á teiknistofu húsameistara ríkisins. Reykjavík, 7. jan. 1935. Guðjón Samúelsson. Tilkynnins. Með reglugerð, sem fjármálaráðuneytið gaf út 31. des. 1934, um einkasölu á eldspýtum og vindlingapappír, er Tóbakseinkasölu ríkisins heimilað að kaupa þær birgðir af eldspýtum og vindlingapappír sem fyrir hendi voru í landinu nú um áramótin, ef samningar takast um verð, en að öðrum kosti er heimilt að leggja á nefndar vörur gjald, sem rennur í ríkissjóð, og má nema alt að 100% af inn- kaupsverði vörunnar að viðbættum tolli, en þó ekki hærra en álagning Tóbakseinkasölunnar nemur. Fyrir því er hjer með skorað á alla þá, sem eiga nú birgðir hjer á landi af eldspýtum eða vindlingapappír, sem nema meiru en 1 mille eða 1000 stokkum af eldspýtum og einum kassa eða 6000 blöðum af vindlingapappír, að til- kynna oss hve miklar birgðirnar eru og hvaða tegundir er um að ræða, eigi síðar en þ. 10. jan. n. k. Verslanir utan Reykjavíkur eða Hafnarfjarðar, sem eigi geta sent skýrslu fyrir þann tíma, sendi hana með fyrstu ferð. Athygli skal vakin á því, að brot gegn reglugerð þessari varða sektum, Reykjavík, 7. janúar 1935. « Tóbakseinkasala Rikisins. Hore Belisha, samgöngumálaráöherra Breta læt ar sjer mjög ant um að efla sam- göngurnar á alla lund. Hjer á , myndinni sjest. hann véra.að renna ' bensíni á bíl. Var það í tilefni af því, að hann var að víg.ja nýja bíl ;stöð í London. „Chaplin". Valsmenn eiga þakkir skilið fyrir góðan undirbúning. Heimatrúboð leikmanna, Vatns- stíg 3. Samkoma í kvöld kl. 8 Kafnarfirði, Linnetsstíg 2- Ann- að kvöid kl. 8. Allir velkomnir. Dr. Alexandrine fór frá Fær- eyjum á mánudag, væntanleg hing að í fyrramálið. Næturvörður er þessa viku Laugavegs Apóteki og Ingólfs Apóteki. Eimskip. Gullfoss er á leið til Kaupmannahafnar. Goðafoss er lllamborg. Dettifoss ér á Siglu- S’irði. Brúarfoss kom til Leith um hádegi í gær. Lagarfoss fer frá Kaupmannahöfn í dag. Selfoss er í Reykjavík. Skilagrein fyrir því.fjé, er jeg hef undir hiindum tilheyrandi Hall grímskirkju í Saurbæ. 1. Spa.risj.- bók í Landsb. nr- 11996. 31. des. 1933 kr. 3601.08. Aheit og gjafir á árinu kr. 284.21. Samtals kr. 3885.29. 2. Sparisj.bók í Landsb. nr. 44604 31- des. 1933 kr. 927.28. Irm konnð fvrir seld vit kr. 88.00. Samtals kr. 1015.28. Samtals alls kr. 4900.57. — Eins og að undan- förnu veiti jeg móttöku gjöfum og áheitum tU kirkjunnar. Reykjavík, 4. jan 1935. Eijiar Thorlaeius. Uppboð. Opinbert upp verður haldið þriðjudaginn 15. þ. m. og hefst við Arnarhvol, kl. 10 árdegis, og verða þar seldar eftirtaldar bifreiðar og bifhjól: R.E. 2, 23, 52, 116, 124, 157. 160, 163. 173. 206. 228. 265. 273. 298. 348. 361, 373, 383, 408, 413. 416, 440. 459. 465. 467. 471. 483. 503. 511. 512. 521. 530, 543, 599, 614, 619, 625, 643. 655. 686. 692. 750. 784. 786. 806. 839. 863, 872, 888, 925, 933. 983 og 999. Greiðsla fari fram við hamarshögg. Lögmaðurinn í Reykjavík. Ráðleggingarstöð fyrir barns- hafandi konur opin fyrsta þriðjn- dag í hverjum mánuði kl. 3—4. Útvarpið: Þriðjudagur 8. janúar. 10,00 Veðurfregnir. 12.10 Hádegisútvarp. 12,45 Enskukensla. 15.00 Veðurfregnir. 19,00 Tónleikar. 19.10 Veðurfregnir. 19,20 Erindi Stórstúkunnar: Bind- indi og löggjöf (Felix Guð- mundsson). 20JX) Klukkusláttur. Frjettir. 20,30 Erindi: Heimsskautaferðir, IV: Norðurför Nansens (Jón Eyþórsson veðurfr.). 21,00 Tónleikar: a) Gelló-íióló (Þórliallur Árnason) ■ b) Gram- mófónn; Islensk lög; e) Dans- lög. Tll dægradvalar fyrir börn og fullorðna: Kúluspil — Monte Carlo — Rúll- etta — Domino — Lúdó — Halma — Milla — Keiluspil — Messanó — Gólfspil — Flóaspil — Whist- spil — Bílaþjófurinn — Bílaveð- hlaup — Skák — Póstspil — Apa- spil — Kringum jörðina — Stafa- spil — Myndalotterí — Á rottu- veiðum — Hringspil — 15 spil — Stop — ? Svar — Svarti Pjetur — Tallotterí og fleiri spil. R. ,— Það er brúðkaupsdagur mömmu og pabba í dag. — Það þykir mjer ekki mikið. Pahbi og mamma hafa verið g'ift miklu lengur. Gefið barni yðar líftryggingu í ANDVÖKU. Sími 4250.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.