Morgunblaðið - 24.01.1935, Blaðsíða 8

Morgunblaðið - 24.01.1935, Blaðsíða 8
MOftGTTN BLAÐIÐ Fimtudagim^^Ljan^lBSS. Ismá-auglösingarj rœði.shersins. TaSa til söln. Sími 3341. Athugið. Hattar og aðrar karl- ruStmafatnaðarvörur nýkomnar. Hafnarstræti 18. Karlmannahatta- bfiðin. Einnig liandtinnar hatta- vjðgerðir, þær einustu bestu, sama sfAð. Góð húlsaumsmaskína til sölu. JL S. í. vísar á. ■•*••• • • • • Myndasmiður: Hann sonur yðar pantaði hjá mjer 12 myndir hjer nm daginn. Hjerna er ein. Er hún ekki lík honum? En hann hefir igfeymt að borga þær. Faðirinn,: Það var enn líkara honum. •••* ««»»«* ■ *................* Grátt hár. Hið margeftirspurða hárvatn „Le noir“, er komið aft- ur. Það gefur hárinu sinn upp- Barnavagnar teknir til viðgerð- ar. Yerkstæðið Vagninn, Laufás- vhg 4._________________________, Kjötfars og fiskfars, heimatilbú- ið, fæst daglega á Fríkirkjuvegi 3. Sími 3227. Sent heim. Kaupum gamlan kopar. Vald. Poulsen, Klapparstíg 29. Sími 3024 TIL MINNIS. Harðfiskur, Lúðu-riklingur, Kaldhreinsað Þorskalýsi no. 1 með A- og D-fjörefnum fæst altaf. N$ir kaupendur að Morgunblað- ína fá blaðið ó- keypís tíl næst- komandi mán- aðamóta.-------- Pantið blaðið í sima 1600. jiunalega lit, með því að nota það Stúlka vön að gera í stand her- 5 til 10 sinuum. Þeir, sem hafa bergi á hóteli, óskast strax. Upp-' notað það, telja það kynjameðal. lýsingar Sjómannaheimili Hjálp- íslenska leikfangagerðin, Lauga- j veg 15. Sólrík íbúð, 3—4 herbergi, með ö$um þægindum, óskast til leigu l4> maí. Lítil fjölskylda. Skilvís pprciðsla. Tilboð merkt: „Sólrík", seodist A. S. í., sem fyrst. SöluBúð til leigu á Laugaveg Uppl. hjá Jóni Arinbjörnssyni, I t|a»gaveg 68. .... , . ■ - ■ - i ftýir kaupendur að Morgun-1 lílaðinu fá blaðið ókeypis til næst- komandi mánaðamóta. SIG. Þ. JÓNSSON. Laugaveg 62. Sími 3858. er merkl hinna Morgunblaðið með morg- unkaffinu. vandláin. Besta kjöt- og fiskfarsið fæst daglega í Mftlnersbúð, Laugaveg 48. Sími 1505. Einnig fæst á hverju kvöldi, steiktar kjöt- og fiskbollur með lauk. Útvegum vogir af öllum stærðum llfreiðar til slli. allar sfærðir. BifrelðasiBð Stelndfirs. liabylon. 7 gjStihúsið eins og það leggur sig. En þú mátt ekki sfjwinga af undrun. Þú ert svei mjer besti pabbinn, sem er til í hQiúninum. Ætlarðu þá að gefa mjer hótelið í af- mælisgjöf ? — Nei, jeg ætla að reka það — mjer til skemt- ujpar. En meðal annara orða, hver á að fá þennan stál? Hann hafði tekið eftir, að lagt hafði verið áí borð fyrir þrjá. — Það er kunningi minn, sem kom hjer fyrir tóMin mínútum. Auðvitað sagði jeg honum, að baan yrði að borða steikina með okkur. Hann temur eftir augnablið. r-r Má jeg allra virðingarfylst spyrja hvað hann tíeitir? — Dimmoek — skírnarnafn Reginald — staða enskutúlkur og fylgdarmaður Ariberts prins af (Posen. Jeg hitti hann í Pjetursborg þegar jeg var Íar með Hetty frænku í haust sem leið. Nú, þama feemur hann. Hr. Dimmock, þetta er pabbi minn djskulegur. Hann er búinn að útvega steikina. Theodore Racksole sá ungan mann með ,djúp, bli augu og unglingssvip. Þeir hófu samtalið. Jules sást koma með steikina. Racksole reyndi að horfa í augu þjónsins, en tókst ekki. Og mál- tfCin hófst. — Voði er að sjá hvað þú brúkar mikið af sinn- e|>i. pabbi, sagði Nella. — Er það? sagði hann og leit upp, en um leið aá hann af tilviljun í spegli, sem var vinstra megin ví6 hann, milli tveggja glugga, þar sá hann mynd Jules, sem stóð bak við stól hans, og hann sá hann senda þýðingarmikið augnatillit til Dimmocks — skírnarnafn Reginald. Hann athugaði sinnepið þögull, og komst að þeirri niðurstöðu, að ef til vill hefði hann tekið heldur mikið á diskinn. III. Hr. Reginald Dimmock reyndist vera talsverður heimsmaður og liðugur um málbeinið, enda þótt hann væri ásýndum sem unglingur. Viðræður hans og Nellu stönsuðu aldrei. Þau töluðu um Pjeturs- borg og Neva-fljótið, og tenórsöngvarann í óper- unni, sem hafði verið sendur í útlegð til Síberíu, gæði rússneska tesins, sætleika rússnesks kampa- víns og fjölmargt annað, sem Rússland áhrærði. Þegar þau höfðu lokið við Rússland, skýrði Nella í sem stystu máli frá því, sem fyrir hana hafði borið síðan þau hittust í höfuðstað Rússlands og þannig barst samtalið að London og það efni ent- ist þeim þangað til seinasti bitinn af steikinni var etinn. Theodore Racksole tók eftir því, að Dimm- ock gaf helst engar upplýsingar um sína æfi, —. liðna eða yfirstandandi. Hann skoðaði unga mann- inn sem venjulegan hirðsnáp og fór að hugsa um, hvernig hann hefði eiginlega fengið þessa stöðu sem fylgdarmaður Ariberts prins af Posen og, hver tjeður Aribert eiginlega væri. Auðkýfingurinn þóttist einhverntíma hafa heyrt Posen nefnt á nafn, en mundi ekki í hvaða sambandi. Honum fanst helst, að það hlyti að vera eitt af þessum kotríkjum innan endimarka Þýskalands, þar sem fimm menn af hverjum sex eru hallarþjónar en sá sjötti kolagerðarmaður eða veitingamaður. Meðan á máltíðinni stóð, sagði Racksole lítið eða ekkert, því hann var of niðursokkinn í að hugsa um, hvað augnabending Jules ætti að þýða, en þegar ísinn var etinn og kaffið kom, fanst honum, að hann yrði — gistihússins vegna — að fræðast eitthvað nánar um þennan kunningja dóttur sinnar. Hann efaðist ekkert augnablik um, að hún ætti að velja sjer kunningja sjálf, því hann hafði alla tíð látið hana hafa óvenju mikið frelsi, treystandi því, að henni væri trúandi til að halda sjer frá voðanum, með greind þeirri, sem henni var af guði gefin. En þó slept væri augnabendingunni, var hann hissa á framkomu Nellu við hr. Dimmock, því hún lýsti hvoru tveggja í senn: góðmannlegri fyrirlitningu en um leið löngun til að þóknast honum. — Nella hefir sagt mjer, sagði hr. Racksole, — að þjer sjeuð í trúnaðarstöðu hjá Aribert prins af Posen. Fyrirgefið fávisku Ameríkumannsins, en er Aribert prins ríkjandi þjóðhöfðingi? — Hans hágöfgi er ekki ríkjandi, og ekki líkleg- ur til að verða það nokkurn tíma, svaraði Dimm- ock. Stórhertogahásætið er setið af bróðursyni- hans, Eugen stórhertoga. — Bróðursyni? spurði Nella, steinhissa. — Því ekki það, kæra ungfrú? — En Aribert prins er þó ungur maður? — Það vill svo skrítilega til, að prinsinn er ná- kvæmlega jafngamall stórhertoganum. Faðir hans var tvíkvæntur. Þess vegna er föðurbróðirinn svona. ungur í samanburði við bróðursoninn. — Það má vera gaman að vera fóðurbróðir jafn— aldra síns, sagði Nella. — En sennilega er það nú. ekkert grín fyrir Aribert prins. Því auðvitað verður hann að vera afskaplega hiýðinn og lotningarfull- ur og alt svoleiðis við frænda sinn? —. Stórhertoginn og minn hágöfgi herra, erui eins og tvíburar. Sem stendur er Aribert prins auðvitað að nafninu til ríkiserfingi, en eins og þið vitið sjálfsagt, ætlar stórhertoginn bráðum að ganga að eiga náfrænku keisarans, og ef þau svo eignast börn .... Hr. Dimmock þagnaði og ypti öxlum. — En stórhertoginn myndi vafalaust miklu heldur vilja, að Aribert prins yrði eftirmaður hans. 1 raun og veru langar hann alls ekki til að kvænast. Hann heldur að hann hafi ekki annað en leiðindin af því. En maður sem er þýskur fursti verður að kvænast. Það er skylda hans við land sitt — Posen. — Hvað er Posen stórt? spurði Racksole, blátt áfram . — Pabbi, sagði Nella, —'þú mátt ekki koma með svona nærgöngular spurningar. Þú hlýtur að vita, að það heyrir ekki undir góða siði að spyrja um stærð á þýsku stórfurstadæmi. — Jeg er viss um, svaraði Dimmock, — að stór- hertoginn gerir gys, engu síður en aðrir, að stærð landsins síns. Jeg man nú ekki ílatarmálið upp á víst, en hitt m^n jeg, að Aribert prins og jeg gengum yfir þvert landið á einum degi. — Þá getur hertoginn ekki ferðast mikið í sínu eigin landi? Það má víst segja að sólarlagið sjáist í ríki hans? — Já, það er áreiðanlegt, svaraði Dimmock. í * " V L> í

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.