Morgunblaðið - 26.01.1935, Blaðsíða 7

Morgunblaðið - 26.01.1935, Blaðsíða 7
Laugardaginn 26. jan. 1935. MORGUNBLAÐIÐ 7 Togaraverkfallið. Frá saraníngaamleítan tmum tindanfarna daga. Undanfarna daga hafa samninga nefndir útgerðarmanna og sjó- manna átt með sjer langa fundi, sem þó hafa engan árangur borið. Útgerðarmenn vilja ekki fall- ast á neina kauphækkun, en for- kólfar sjómanna hafa neitað, að framlengja samninga án kaup- bækkunar. Hafa útgerðarmenn reynt að noiðla málum, með því að stinga upp á formbreytingu í fyrri samningi, án út.gjaldahækkunar. Hn eftir nokkra íhugun synjuðu samningamenn sjómanna þeim uppástungum. mningamenn sjómanna greindi þó alhnjög á um þetta, og vildu fulltrúar Hafnfirðinga sem.ja, en fulltrúar R.eykvíkinga vildu ekki ganga að þessu, óg munu þeir ]>ó ekki allir hafa verið á einu máli. Bftir þessi fundarhöld er ekk- ert sýrma eií að samningaumléit- wnum sje lokið, a. m. k. í bili. Ofsaveðnr i Norðfirði. Skip rekst á bryggju. Þök f júka af húsum. Margar fleiri skemdir. Norðfirði í gær. Einkas-keyti til Morgunblaðsins Ofsarok var hjér í Norðfirði í »ótt á norðaustan. Vjelskipið ,,Sleipnir“ hrakti frá festum og lenti það á bryggju fóðurmjölsverksmiðj- unnar. Við áreksturinn brotn- aði það nokkuð ofan þilja og skemdi bryggjuna talsvert. Þakjárn reif veðrið af nokk- trum húsum, þar á meðal húsi bæjarstjórans og húsi Lifrar- bræðslunnar. Hjallur, sem Ingvar Pálmason aiþingismaður átti, fauk og var ekki neitt eftir af honum.\ Ýmsar skemdir urðu einnig i öðrum húsum. Hauptmanns- fnálið. .Nú er komíð að verjanda London 24. jan. FÚ Sólcn í máli Hauptmanns er nú lokið fyrir rjettinum í Flem ington, og í dag byrjaði verj- andi vitnaleiðslu sína. Hann krafðist sýknu fyrir Haupt- mann, með því að ekki hefði fengist nein sönnun fyrir því, að Hauptmann hefði . verið staddur á þeim stað sem barn- rnu var rænt, á þeim tíma sem því var rænt, þar sem ekki hefði verið hægt að leiða fram eitt einasta vitni sem hefði sjeð hann. — Væri því mál sækj- •enda eingöngu á líkum bygt. Dómsmálafulltrúi svaraði: — Þótt við höfum enga sjónar- votta, þá höfum við lausnar- fjárkröfuna, stigann, og föt barnsins, og öll þessi vitni tala ótvírætt máli sínu. Movinckel situr. Oslo, 25. jan. FB. Við atkvæðagréiðslu í Stórþing- inu um tillögu verkalýðsflokksins. er Nygaardsvold bar fram, varð niðurstaðan sú, að tillagan sem fól í sjer vantraust á Mowinckelstjórn ina var feld með 78 gegn 67 at- kvæðum. Tillaga bændaflokksins var feld með 122 atkvæðum gegn 23 og tillaga hægrimarma var og feld. Nýja samsteypustjórn er því ekki hægt að mynda eins og sakir standa. Mussolini tryggír síg enn-l sessí. Berlín 25. jan. FÚ. ítalska frjettastofan Agenza Stefani skýrir frá því,' að full- komin nýmyndun hafi verið framin innan ítölsku stjórnar- innar, og hafi nýir menn verið settir í öll ráðherraembættin, nema þau, sem Mussolini gegn- ir sjálfur. □agbók. □ Edda 59351297 = 2. Veðrið í gær; N-átt um alt land og 3—7 st. frost. Allhvast og hríða veður austan lands, en kaldi vest- an lands og úrkomulaust. Djúp Jægð er yfir S-Svíþjóð, veldur hvassviðri og kaldri N-átt á haf- inu miJJi íslands og Nore^s. Ný Jægð er að uálgast Grænland suð- vestan að. Veðurútlit í Rvík í dag: Hæg N-átt. Ljettskýjað. Messur á morgun: í Dómkirkjunni kl. 11, síra Bjarni Jónsson; kl. 2 Barnaguðs- þjónusta, síra Friðrik Hallgríms- son; kl. 5 síra Friðrik Hallgríms- son. I fríkirkjunni, kl. 2, síra Árni Sigurðsson. , ! Hafnarfjarðarkirkju kl. 2, síra Biríkur Brynjólfsson prje- dikar. 1 Aðventkirkjunni, kl. 8 e. h. 0. Frenning. Trjesmiðafjelag Reykjavíkur heldur fund í kvöld, kl. 8V2 í Bað- stofu iðnaðarmanna. Otur. Togarinn Otur var í gær fluttur úr höfninni og var honum lagt á Kleppsvík. Þýski togarinn. sem laskaðist við áreksturinn við „Ver“ í þriðju dagsverðinu, hefir nú fengið við- gerð. Skijrið fór lijeðan í gær á veiðar. Suðurlandið fór til Borgarnes í gær. G-ullfoss er væntanlegur um há- !egi í dag. Skemtifundur K. R., fyrir alla starfandi fjelaga, verður haldinn annað kvöld kl. 9 í K. R. húsinu. Til skemtunar verður; Sungnar aanvísnr, K. R. „kvartett" svngur nokkur lög, Bjarni Ólafs- son einsöngur, og að lokum verður dans stiginn. Ágæt hljómsveit spilar. Skemtunin er eingöngu fyrir K. R. fjelaga og aðgangur mjög ódýr. Kirkjuritið, heitir nýtt tímarit, sem Prestafjelag tslands gefur út. Eru ritstjórar þess Sigurður Si- vertsen vígslubiskup og Ásmund- ur Guðmundsson docent. „Kirkju- ritið“ tekur beint við af „Presta- fjelagsritinn" og „Kirkjublaði“ og á að koma 1 þeirra stað, því að þau verða nú lögð niður. Var það ákveðið á seinasta aðalfundi Prestafjelagsins að ritin skyldu sameinuð á þann hátt. „Kirkju- ritið“ kemur út 10 sinnum á ári og er tilgangi þess svo lýst, að það „vill fyrst ,og fremst vinna að glæðingu trúarlífsins með þjóð- inui og að sem mestu samstarfi milli presta innbyrðis, og presta og safnaða landsins“, alveg éins og var tilgangur Prestaf jelags- ritsins áður. Dánarfregn. 1 gærmorgun and- aðist í Dilknesi í Hafnarfirði frú Halldóra Stefánsdóttir, níræð að aldn. Hún var móðir Ingvars ís- i' ■■ j dals Bymundsonar ög þeirra syst- kina. Fermingarbörn Dómkirkjnsafn- aðarins gjöri svo vel að koma í kirkjuna í þessari viku, t.il síra Bjarna Jónssonar miðvikudag 30. þ. m„ og til síra Friðriks Hall- grímssonar fimtudag 31. þ. m„ báða dagana kl. 5 síðdegis. Háskólafyrirlestrar á ensku. Næsti fyrirlesturinn verður flutt- ur í Háskólanum á mánudaginn kl. 8 stundvíslega. Efni: Bnsk skáld frá Tynnyson til Havdy. Hjónaefni. Kýlega hafa opin- berað trúlofun sína Kristín Guðna dóttir, Skarði, Landi, og Árni K. Jónsson, Lækjarbotnum í sömu sveit. Austur yfir fjall er nú ágætis færð og segja bifreiðastjórar veg- inn óvenjugóðan á þessum tíma árs. Guðrún Eiriksdóttir hefir flutt lianskasaumastofu sína frá Þórs- gatu í Austurstræti 5. Eins og kunnugt er tekur hún að sjer saum á höuskum eftir máli.’ Leikfjelag Reykjavíkur. Annað kvöld verður alþýðusjónleikurinn „Piltur og stúlka“ leikinn í 13. sinn og hefir aðsókn að leiknum ætíð verið mikil. Eimskip. Gullfoss er væntanleg- úr í dag. Goðafoss var á ísafirði í gær. Dettifoss er í Hamborg. Bráarfoss fór til útlanda í gær- kvöidi kl. 10. Lagarfoss var á Siglufirði í gær. Selfoss er á leið til Hull frá Vestmannaeyjum. Kirkjunefnd dómkirkjnsafnað- arins hefir ákveðið að bafa „bas- ar“ í byrjun marsmánaðar, n. k„ til ágóða fyrir kirkjuna, Skorar hún á konur að styðja starf nefnd arinnar með gjöfum, og biður þær konur, sem vilja sinna því, að g^ra aðvart í Dómkirkjunni (gengið inn um suðurdyr). Eru konur úr efndinni þar til viðtals í dag kl. 4—5 eða i síma 2113 á sama tíma. Farþegar með Brúarfossi til út- landa í gærkvöldi. Ágiista Sigfús- son, María Magnúsdóttir, Magnús Signrðsson, bankastj., Hallgr. Tnlinius stórkaupm. og frú, Nauna Korsgaard, H. Riis Ebbesen, Björg nlfur Olafsson læknir og frú, Friðþjófur Jóhannsson, Harald Gudberg kaupm., Þórdís Jónsdótt- ir, ITnnur Jónsdóttir 0. fl. Vatnsskortur í Hrísey. í Hríse.v eru nú ajlir brunnar að þorna, sem nothæft vatn er í, svo til vand ræða horfir verði ekki aðgert sem fyrst. Álitið er að þverrun vatns- ihs stafi af sprungum neðan jarð- ar, vegna jarðskjálftanna síðastlið- ið sumar, enda hafa jarðskjálfta- kippir fundist þar öðru hvoru langt fram á vetur. (FU.). EJdur kviknaði í dag í húsinu Yíðivöllum lijer i Vestmannaeyj- um. Slökkviliðinu tókst fljótlega að slökkva og urðu litlar skemdir af eldinum, en talsverðar skemdir urðu af vatni. — Bldurinn kvikn- Jörðin Melar i Kjalarnesnreppi fæst til ábúðar í næstu fardögum. Túnið gefur af sjer 250 hesta, nokkrar nærtækar útheysslægjur. Ágæt samgönguskilyrði. Sala gæti komið til mála- Semja ber við Ólaf Bjarnason í Brautarholti eða Halldór Jóns- son sóknarprest að Reynivöllum, fyrir 20. febr. 1935. FÍAT. 7 manna Fíat bifreið hefir verið ekið hjer á landi. síð- astliðið ár frá bílstöð, 30.000 km., 0g hefir bensíneyðsla orðið að eins frá 11—12 Itr. að jafnaði á hverja 100 km. Fíat er sterkur. Fíat er rúmgóður. Fíat er ódýr í rekstri. Fíat er ítölsk framleiðsla. Fíat fæst með góðum kjörum. Fíat fæst í öllum stærðum. Lækkað verð. Aðalumboðsmaður: ' II Egill Vilh)álm§son. Laugaveg 118. Sími 1717. aði í legubekk upp á lofti. Talið er að börn hafi farið þar ógæti- lega með eld. (25. jan. FÚ.). Fólksfjöldi Siglufjarðarkaup- staSar um áramótin var 2511. Fjöl- mennasta gatan var Lindargata, en þar búa rúmlega 300 manns, eða. jafn margt og var í öllu Siglu f jarðarprestakalli frá Hvanndöl- um til Mánár fyrir 40 árum. (FÚ). Áheit á Hallgrímskirkju í Saur- bæ: Frá ónefndum 5 kr. Afh. af Sn. J. frá Adda 160 kr„ frá A. F. L. 10 kr., frá Þ. Á. 2 kr„ frá S. M. 1 kr., frá G. M. 25 kr., frá G. J. 1 kr., frá L. G. 2 kr„ frá N. N. 5 kr., frá K. P. 1 kr„ frá G. J. S. 15 kr., frá tveimur Keflvíkingum 50 kr. Farsóttir og manndauði í Rvík vikuna 30. des. 1934—5. jan. 1935 (í svígnrp tölur næstu viku á und- an): Hálsbólga 48 (46). Kvefsótt 42 (51). Kveflungnabólga 1 (1). Iðrakvef 3 (13). Taksótt 0 (1). Skarlatssótt 3 (4). Munnangur 0 (5). Ristill 0 (1). Heimakoma 21 t-0). Hlaupabóla 1 (0). Mannslát 4 (4). Landlæknisskrifstofan. FB. Farsóttir og manndauði í Rvík vikuna 6.—12. janúar (í svigum tölur næstu viku á undan): Háls- bólga 75 (48). Kvefsótt 57 (52). Kveflunfenabólga 2 (1). Iðrakvef 2 (3). Taksótt 2 (0). Skarlatssótt 5 (3). Munnangur 3 (0). Heima- koina 0 (2). Hlaupabóla 2 (1). Mannslát 5 (4). Landlæknisskrif- stofan. FR. Útvarpið: Laugardagur 26. janúar. 10.00 Veðurfregnir. 12,10 Hádegisútvarp. 12,50 Dönskukensla. 15,00 Veðurfregnir. 18,45 Barnatími: IJpplestur (Dóra Háraldsdóttir. 10 ára). 19,m Veðurfregnir. 19,20 Erindi; Land og saga, IV (Einar Magnússon mentaskóla- kennari). 20,00 Klukkusláttur. Frjettir. 20.30 Leikrit: „Bónorðið“, eftir Anton Tsjekov (frú Soffía Guð- HðDtðklfit, Kálfskjöt, Dilkakjöt, * Rjúpur og allskonar álegg. Kjötsalan, Sólvallagötu 9. — Sími 2.508. Hangið klöt. Hangið kjöt! Hangið kjöt! Ódýrast best Barónsbúð, Hverfisgötu 98. — Sími 1851. laugsdóttir, Hjörleifur Hjörleiís son, Þorsteinn Ö. Stephensen). 21,05 Tónleikar: a) Utvarpstríóið; b) Grammófónn: Lög úr ópw- ettum. Danslög ti| kl. 24. Blóðgjafi. Maður nokkur í Loudon, 32 ára að aldri, fekk nýlega heiðurspen- ing úr silfri fyrir það, að sein- ustu 5 árin hefir liann 51 sinni levft. að taka sjer blóð til þess að dæla því inn í æðar sjúklinga, og hefir á þennan liátt bjargað lífi tíu rnanna á ári til jafnaðar. Alls liefir hann á þennan hátt fórnað 20 lítruni af blóði. Segir liann, að sjer hafi liðið ágætlega eftir hverja blóðtöku og nú sje hann miklu hraustari heldur en hann yar áður. /

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.