Morgunblaðið - 31.01.1935, Blaðsíða 4

Morgunblaðið - 31.01.1935, Blaðsíða 4
4 Aðalfundur Bamavinaf jelagsins „Sumargjöf“. Aðalfundur fjelagsins var haldinn síðasti. sunnudag kl. 2 í Oddfellowhúsinu. Fundar- stjóri var Helgi Tryggvason kennari, og fundarritari Gísli Sigurbjörnsson. Formaður fjelagsins, Stein- grímur Arason, gaf skýrslu um starf fjelagsins á iiðnu starfsári. Dagheimilið í ,,Grænuborg“ starfaði í 3 mánuð, frá 1. júní til 15. september. Komu alls á heimilið 120 börn á aldr- inum 2J/5 árs til 11 ára, flest voru börnin á aldrinum 4—7 ára. Tii jafnaðar voru 65 börú á heimilinu daglega. Börnin sóttu heiinilið óvenju- vel, eins og fjarveruskrá heim- ilisins sýnir, enda höfðu þau tækifæri til fjölbreyttra starfa og leikja. Heilsufar barnanna var með besta móti og framför mikil. Óskar Þórðarson var læknir heimilisins og framkvæmdi hann ýtarlega skoðun við upphaf og endi tímabilsins og auk þess mánaðarlega. Rekstri heimilisins var hag- að þannig daglega: Börnin komu á heimilið kl. 9 á morgnana og fengu þau þá hafragraut, mjólk og lýsi. Kl. 12—1 fengu þau aðalmáltíð og mjólk og brauð kl. 414. Á 7. tímanum fóru börnin heim til sín. Börnin voru látin hafa sól- böð þegar því var viðkomið. Farið var með þau í göngufarir og í sjóböð nokkrum sinnum. Einnig var börnunum kent að rækta og höfðu þau reiti í görð- um til þess. Greitt var fyrir sum börnin, og var það mismunandi eftir ástæðum heimila þeirra. — Um 60% þeirra bama, sem dvöldu á heimilinu fengu ókeypis dvöl þar. Allur kostnaður á rekstri heimilisins var kr. 5.875.99, eða um 1 króna á barn á dag. Meðlög með börnum greidd- ust alls: kr. 2.282.20, eða til jafnaðar 38.08 aurar á dag. Þannig var reksturshalli um 62 aurar á dag á barn, eða alls; kr. 3.593.70. Engu barni var vísað frá af efnahagslegum ástæðum. önnur starfsemi f je- lagsíns. Á sumardaginn fyrsta hefir fjelagið fjársöfntm árlega. Síð- asta ár söfnuðust tæpar 5000 kr, brúttó, Basar brúttótekjur 6—700 kr., bókaútgáfa, Sólskin og Barnadagurinn 3200 kr. — Kostnaðurinn við alt þetta hefir numið um 2960 kr. Ræktunarstarfsemi og við- hald hússins hefir kostað fje- lagið mikla fjárupphæð. Fjárhagur f jelagsins. 1 sjóði kr. 17.34 (hjá fje- hirði), í bankabók kr. 4752.00 og í trjáræktarsjóði kr. 1159.80 Inneign er þó raunverulega ekki svo há, vegna þess, að ógreiddir eru ýmsir reikningar, t. d. fyrir viðgerð á húsinu o. fl. The Times 150 ára. Áhrifamesta blað heimsins, blaðið, sem Robespierre og Hitler bönnuðu, helt 150 ára afmæli sitt á nýársdag. , og nemur sú upphæð nokkrum hundruðum lcróna. Fjelagar eru nú 390. Þetta er aðal innihald úr ræðu formanns. Þá bar gjaldkeri fjelagsins, ísak Jónsson, upp reikninga fje- lagsins. Síðan fór fram stjórnarkosn- ing. Gengu tveir meðilir úr stjórn inni, þau Steingrímur Arason og frú Ragnhildur Pjetursdóttir, voru þau bæði endurkosin. Skipa því stjórn fjelagsins nú sem áður: Steingrímur Arason, Ragn- hildur Pjetursdóttir, Sigurbjörn Þorkelsson, Arngrí.mur Krist- jánsson, ísak Jónsson, sr. Árni Sigurðsson og Bjarndís Bjarna- dóttir. Mun stjórnin koma saman í náinni framtíð og skifta með sjer verkum Fundurinn fól stjórninni að skipa í hinar ýmsu nefndir, og var það gert til að spara fund- artíma. Byrjuðu því næst umræður um framtíð fjelagsins. Benti formaður á hver nauðsyn væri að bæta við bygg- ingu fjelagsins og var samþykt að skora á skipulagsnefnd að leyfa fjelaginu að bæta við byggingu í Grænuborg. Benti hann á að nú þegar fjelaginu hefði vaxið svona fiskur um hrygg, væri nauðsynlegt að geta skift heimilinu í þrjár deildir eftir aldri barna. Fyrsta deild- in þyrfti að vera fyrir börn á 1. og 2. ári. Þau þyrftu sjer- staka ró og langan svefn. í 2. flokki væru börn á aldrinum 3—4 ára. Þau þurfa meira frjálsræði og gott svæði til leikja. Loks væri börn 5—7 ára og þar af eldri. Fyrir þau yrði að vera skóli, reitir í görðum til ræktunar o. fl. Þetta væri eríitt að fram- kvæma meðan húsrúm væri ekki meira í Grænuborg. Von- aðist hann til að hægt væri að fá þessu kipt í lag. Fundurinn fór hið besta fram. UerÖur örŒnlanö opnaö? Danska blaðið „Dagbladet“, sem vinstrimenn gefa út, segir nýlega í ritstjórnargrein: — Hinir liyggnari menn í Dan- mörk hafa fyrir löngu s.jeð, að það getur ekki gengið til lengdar að Iialda lokuðu jafn stóru landi og Grœnland er. Þess vegna kem- ur það ekki flatt upp á neinn að heyra það, að stjórnin sje nú að hugsa um að liðka til á vestur- ströndinni, Það er ekki betra að bíða eftir því að gremjan verði svo almenn að aðrir heimti Græn- land opnað. Nú er talað um það að opna fyrst, í stað eina höfn, en ]>að ætti að opna að minsta kosti þrjár hafnir. Það er auð- velt að finna þar nógar hafnir, þar sem Eskimóar eiga ekki hehna. Norðmenn mundu fagna því, ef I)anir væri nú svo skynsamir að opna nokkrar fiskihafnir á Græn- landi. M Ó R G 11 M fí U A Ð T Ð Maður þarf ekki að vera blaða- maður til þess að fyllast lotningu, ef litið er yfir sögu stórblaðsins The Times, síðustu 150 ár. Þegar hugsað er um hvað stór- blað þetta hefir haft mikla þýð- ingu, ekki aðeins fyrir Bretland, — heldur og allan hinn mentaða heim. Jafnvel þó vald þess sje minna nú en fyr á tímum, þegar Victoria drótning varð sjálf að skrifa blað- inif til að fá leiðrjettingu í það. Frjettaritafar The Times, er- lendis. hafa oft verið kallaðir sendiherrar Breta, og ritstjórnar- greinar blaðsins með rjettu nefnd- ar opinberar tilkynningar. — Og eú var tíðin að The Times, gat til- kynt lesendum sínum ákvarðanir stjórnarinnar í mikilvægum mál- um, áður en breska þingið hafði hugmynd um hvernig þau myndu fara. « Komið hefir það og fyrir, að The Times hefir sagt bresku stjórn inni mikilvægar frjettir um stjórn- mál, áður en stjórnin var búin að fá tilkynningu um þau annars- staðar að. Greinar eftir heimsfræga menn hafa jafnaðarlega birst í greina- aálkum „letters to the editor“, og oft hafa þessar grein'ar ráðið úr- slitum í þeim máluöi, sem stjórn- in var í vandræðum með að ráða fram úr. The Times kom' út í fyrsta sinni, laugardaginn 1. janúar 1785, og hjet fyrstu 3 árin: „The Daily Universal Register Printed Logo- grapheally By His Majesty’s Patent“. Stofnandi blaðsins, Jolin Walter, eldri, ljet svo um mælt í fyrsta blaðinu, að hann bæri fulla virð- ingu fyrir hinum 8 blöðunuin, sem fyrir væru í London. En hann ætlaði að skapa gott og ábyggi- legt þingfrjettablað og blað, sem birti fullkomnar markaðs- og versl unarfrjettir. Þessari stefnu sinni hefir blaðið haldið alt fram á þennan dag. Franska ^ st jórnarbyltingin og Napoleonsstríðin gerðu álíka bylt- ingar í áhuga fólks fyrir frjett- um, eins og heimsstyrjöldin síð- asta gerði. The Tirnes var náttúrlega á móti byltingum og á móti Jakobinum. Robispierre reiddist blaðinu og bannaði það í Frakklandi, en það leiddi það sama af sjer, sem bann Hitlers í Þýskalandi nú, þar sem The Times er útbreiddara en mörg þýsk blöð. En það voru heldur engar smá- írjettir, sem The Times birti í þá daga. — Einu sinni flutti blaðið grein ineð eftirfarand i fyrirsögn: Frakkland. Konungmrinn, drotn- ingin og hin keisaralega f jölskylda bandtekin. Reynt að myrða drotn- inguna. Á þessum árum óx upplag blaðs- ins jafnt og þjett. Árið 1793 var The Times prent- að í 4000 eintökum. Hafði ekkert blað komið út í svo stóru upp- lagi áður. John Walter eldri, fekk 300 st- pd. styrk frá ríkisstjóminni ár- lega, fyrir að fylgja henni að mál- um. Var þetta siður í þá daga. — Þetta fylgi hans við stjórnina gat þó ekki bjargað honum frá því að hann var dæmdur í 1 árs faiig- elsi og 50 stpd. sekt fyrir að móðga hertogan af York. Tók liann út refsingu í Newgate fang- elsi. Eftirmaður lians var sonur lians, John Walter, rjeði hann til sín scm ritstjóra Thomas Barnes, var hann stórgáfaður maður, og jók hann frægð og völd The Times, með'an hann var við blaðið. Hann lagði undirstöðuna að sjálfstæði blaðsins.'Neitaði hann að t.aka við styrk 'til blaðsins. Þegar hann rieðist á yfirstjórn flotans, misti hann allar opinberar auglýsingar. Ekki breytti liann stefnu sinni fyrir því, heldur helt áfram að ráðast á alt, sem honum fanst af- lögu fara, og styðja það sem hon- um fanst til heilla fyrir land og þjóð. Sigraði hann í flestum mál- um, sem hann tók að sjer, en einn stærsta sigur vann hann í hinu svonefncla póstmáli. Blöðin í London liöfðu þann sið að miíta póstmönnum t.il að halda eftir þrjefum og blöðum, sem fara áttu til andstæðingablaðanna, þangað til þeir voru búnir að fara i gegn um sinn póst og ná úr er- lendum blöðum lielstu frjettunum. Sjerstaklega var þetta bagalegt fyrir The Times, sem liafði frjetta- ritara um allan heim, er sendu frjettir brjeflega. Barnes tókst að uppræta þennan ósið. Á dögum Barnes var blaðið kall- að „The Thunderer'*, vegna þess að það rjeðist á alt, sem því þótti ábótavant, án tillit.s til, hver átti í hlut. Á eftir Barnes varð John Thadeus Delane ritstjóri blaðsins. Hann var að eins 23 ára gamall, er hann varð ritstjóri, en merkari nje gáfaðri ritstjóra mnn blaðið aldrei hafa haft, hvorki tyr nje síðar. ,,This country is ruled by The Times“ var orðtak meðan Delane stjórnaði blaðinu. Hann kom upplagi blaðsins upp í 70 þúsund eintök, um 1840. Sunnu- daginn 27. febrúar 1848, kom út aukablað af The Thnes, þar sem sagt, er frá því að Lndvig Filip '.æri briin að segja af sjer kon- ungsdómi. Breska stjórnin ’ hafði ekki hugmynd um þetta, fyr en það birtist í The Times. Árið 1864 var The Times eina blaðið, sem gat, skýrt frá því, að breska stjórnin hefði ákveðið að iijálpa ekki Dönum í stríðinu gegn Prússlandi. Hjer hefir nú verið drepið laus- lega á sögu þessa stórblaðs, fyrstu 100 árin. Saga seinni áranna er einnig glæsileg. The Times nýtur enn þann dag í dag trausts og virðing- ar um allan lieim, og þeir menn, sem við stjórmál fást, bæði í Eng- landi og annarsstaðar í beiminum, lesa í The Times bestu og áreið- Fimtudaginn 31. jan. 1935. anlegustu stjórnmálafrjettirnar. Aðalsmerki blaðsins liefir ætíð verið sjálfstæði þess, nema kann- ske þann tíma, sem Lord North-, cliffe átti það (1907—1922). Á móti vilja Walters-fjöldskyld- únnar, var blaðið selt Northeliffe, eða Alfred Hamsworth, eins og hann hje’t þá, en eftir dauða hans komst það aftur í liendur Walt- eranna. Nefnd hefir verið kosin til að sj*á uin að blaðið haldi sjálfstæði sínu áfram, og skipa hana -. for- maður liæstarjettar Breta, yfir- bankastjóri Englandsbanka, for- menn Institute af Chartered Ac- ecuntants og Royal Society. Þessi nefnd á að sjá um að blaðið lendi ekki í höndum „óábyggilegræ manna“. The Times heldur upp á afmæli sitt, með því að gefa út sögu blaðs ins. Er þetta geysistórt rit í þrem binclum. Fyrsta bindi er þegar komið út og nær saga blaðsins í því t.il 1840. Enginn sjerstakur höfundur er tilnefndur að verkinu. Gamlir og nýir blaðamenn blaðsins skrifa ritið. Er farið eftir hinni gull- vægm blaðamenskureglu, sem svo mikið liefir borið á í The Time3, að alt er vel skrifað, en ekkert undir nafni. Heillaóskir barst blaðinu hvað- anæfa úr heiminum, bæði frá blöð- um og einstaklingum. Þar á meðal var kveðja frá George Bretakon- ungi, þar sem hann þakkar blað- inu fyrir vel unnið starf og vonast til að það haldi áfram á sömu braut. og hingað til. „Grammóffónn Len!nsu. Sinovieff hefir ekki átt sjö dag- ana sæla í kommúnistaflokknum. í nóvember 1927 var hann rekinn ur flokknum — og það er liræði- ieg refsing í Rússlandi. Misti hann þá um leið öll rjettindi og au lauu, sem hann hafði haft til að lifa á. En svo var hann tekinn í sátt í júnímánuði árið eftir. Fyrir tveimur árum var harn aftur ger flokksrækur. Ástæðan var sú, að Sinovieff gat ekki gleymt Lenin og hugsjónum hans, sem voru mjög frábrugðnar hug- sjónum þeirra, sem nú fara með viíldin í Rússlandi. Sinovieff kyntist Lenin fyrst 1905, og upp frá, þeim dcgi var hann aðeins bergmál af Lenin, »>g mcðan þeir dvöldust í útlegð í Sviss var hann þess vegna, kallað- ur „grammófónn Lenins“. Sinovieff varð Danton rússneskn stjórnarbyltingarinnar ,þótt hann skorti liugrekki Dantons. Meðan hann var foringi bolsivíka-flokks- ins í Petrograd, ljet liann taka 6220 menn f'ast.a, og á einum mán- uði — frá 18. sept. til 18. október 1919 — Ijet hann skjóta 800 menn. Rjettu nafni heitir liann Apfel- baum, en hann hefir gengið undir mörgum nöfnum líkt og Óðinn, svo sem Radomylski, Shatsky, Grigorieff og Grigory. Verulega kurteis maður er sá, segir danskt blað, sem man eftir afmæbsdegi konu sinnar, en gíeymir hvað hún er gömul.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.