Morgunblaðið - 31.01.1935, Blaðsíða 8

Morgunblaðið - 31.01.1935, Blaðsíða 8
M O R G TJ N B L A ÐI Ð Fimtudaginn 31. jan. 1935„ 8 IjSfc- 5trá-aualósingar Taða til sölu. Sími 3341. Saltfisksbúðin er vel birg af nýrri ýsu. Sími 2098. Námskeið í kjólasaum byrjar aftur fyrst í febrúar. Eftirmið- dags- og kvöldtímar eins og áður. HUdur Sivertsen, Grundarstíg 4 A. Sími 3085. — Veistu það að hjúskaparskrif- stofan er orðin gjaldþrota? Nei, Segirðu satt, þá ætti að vera hægt að fá ríka konu fyrir lítið verð á uppboðinu. lil Keflavíkur, ^ Garðs og Sandgerðis daglega kí. 61/2. Frá Steindórl )) Tveir lærlingar geta komist að, nú þegar, á Saumastofuna, Aust- uffitræti 10. Verslunin Gullfoss. Ihngangur í Braunsverslun. Morgunblaðið með morg- unkaffinu. Kaupum gamlan kopar. Vald. Poulsen, Klapparstíg 29. Sími 3024 Morgunblaðið með morg- unkaffinu. Barnavagnar teknir td viðgerð- ar. Verkstæðið Vagninn, Laufás- rt*r 4. , Cjötfars og fiskfars, heimatilbú- íð. fæst daglega á Príkirkjuvegi 2 8ími 3227. Sent heim. Perðamaðnr í járnbrautarlest: Hefi jeg ekki tíma til þess að kveðja konuna mína áður en lestin fer á stað ? Lestarstjóri: Það er ttndir því komið hve lengi þjer hafið vérið gíftur. Smásöluverð á rjóltóbaki og munntóbaki má ekki vera hærra en hjer segir: Rjól B. B- 1/2 kg. bitinn kr. 11,20 Mellemskraa B. B. 1/20 — pakkinn — 1,20 | Smalskraa B. B. 1/20 — — — 1,35 Mellemskraa Obel 1/20 — — — 1,20 Skipperskraa Obel 1/20 — — — 1,28 Smalskraa Obel 1/20 — — — 1,35 Mellemskraa Augustinus 1/20 — - _ 1,21 • Smalskraa Augustinus 1/20 — — — 1,37 Utan Reykjavíkur og Hafnarfjarðar má smásöluverðið Sími: 1-2-3-4 vera 3% hærra vegna flutningskostnaðar. Reykjavík, 28. janúar 1935. Tébakselnkasala rikisins. All.tr mnnn A. S. I. IVIorganstund gcftir guíí í mund þeím, sern auglýsa í Morgunblaðínu. BABYLON. 13. gistihússins væri nú kannske ekki rjettasti staður- Jttn til að taka móti svona háttstandandi persónu. Þarna stóð hann og horfði inn um gluggann á skrifstofunni og halláði sjer upp að umgerðinni, lcæruleysislega, rjett eins og hann væri víxlari frá New York eða trúðaforstjóri. — Er yðar hágöfgi einn á ferðinni? spurði hún. : — Ja, fyrir einhverja slysni er það, svaraði Hfinn. Umboðsmaðurinn minn átti að hitta mig á CJharing Cross stöðinni, en hann hefir af einhverj- um óskiljanlegum ástæðum vanrækt það. — Er það hr. Dimmock? spurði Racksole. — Já, einmitt Dimmock. — Jeg man ekki til, áð hann hafi nokkurn tíma látið á sjer standa fyr. I*ekkið þjer hann kannske? Hefir hann komið Singað? — Hann borðaði með okkur í gærkvöldi, svaraði Racksole. — Nella bauð honum, bætti hann við illkvitnislega, — en í dag höfum við alls ekki sjeð Hann. En jeg veit, að hann hefir fengið furstaher- .bergin og fleiri herbergi næst þeim — nr. 55 — et það ekki rjett, Nella? — Jú, svaraði hún, eftir að hafa fyrst nákvæm- Igga athugað bókina. — Yðar hágöfgi vill nátt- úfclega láta vísa yður á herbergin — jeg meina s^lina — yðar? Nella hló upp í opið geðið á prins- inom, og sagði: — Jeg veit sannast að segja ekki, hver er rjetti maðurinn til að fylgja yður þangað, því svo stendur á, að við pabbi erum dálítið græn eftnþá í þessari verslunargrein. Við keyptum sem gistihúsið í gærkvöldi. — Hafið þjer keypt það? spurði prinsinn stein- bfasa. — Já, svaraði Racksole. — Er þá Felix Babylon farinn? — Hann er á förum, ef hann er ekki farinn. — Nú, jeg skil, þið verslið svona í Ameríku. Þjer hafið keypt til að selja aftur, er ekki svo? Þjer er- uð í sumarleyfi en getið ekki stilt yður um að græða nokkur þúsund um leið, yður til skemtun- ar? Jeg hefi heyrt af slíku. — Við ætlum ekki að selja aftur fyr en við erum orðin þreytt á kaupunum. Stundum verðum við það fljótt en stundum seint. Það fer alt eftir því hvort .... Racksole steinþagnaði alt í einu. Því inn í skrifstofuna hafði komið einkennisbúinn þjónn og gaf honum bendingar í miklum ákafa, eiris og eitthvað mikið væri um að vera. — Fyrirgefið, herra minn, sagði þjónninn og benti enn ákafar en áður, og bað Racksole að koma út fyrir. — Látið þjer mig ekki tefja fyrir yður, sagði prinsinn og Racksole fór út og prinsinn hneigði sig kurteislega um leið. — Má jeg ekki koma inn fyrir? spurði prinsinn Nellu, jafnskjótt sem Racksole var farinn út. — Ómögulegt, yðar hágöfgi, svaraði hún. — Reglan, sem bannar gestum að koma hjer inn, er hræðilega ströng. — Hvernig vitið þjer það, og komuð hingað fyrst í gærkvöldi? — Vegna þess, að jeg setti hana sjálf í morgun, yðar hágöfgi. — En mjer er alvara, að jeg þarf endilega að tala við yður. — Ætlið þjer að tala við mig sem prins Aribert eða sem kunninginn, sem jeg þekti í París í fyrra? — Sem kunninginn, ef jeg má nota það orð? — Og þjer eruð viss um, að þjer viljið ekki fyrst láta fylgja yður til sala yðar? — Já, ekki enn. Jeg vil bíða þangað til Domm- ock kemur — hánn hlýtur að koma á hverri stundu. — Þá ætla jeg að láta færa okkur te inn í einka- herbergi föður míns — einkaherbergi gestgjafans,- skiljið þjer. — Gott og vel! Nella talaði því næst í síma og hringdi ýmsum. bjöllum og hagaði sjer yfirleitt þannig, að prins— inn gæti sjeð, að hjer væri kona, sem kynni verk sitt, síðan stóð hún upp af veldisstól sínum og ljet tvo þjóna ganga á undan sjer og prinsinum inn í Lúðvíks XVI.-herbergið, þar sem faðir hennar og Felix Babylon höfðu átt langa samtalið kvöldinu áður. — Hvað vilduð þjer tala um við mig? spurði hún prinsinn um leið og hún helti aftur í teboll- ann hans. Prinsinn leit á hana um leið og hann tók bollann, sem að honum var rjettur, og sem hver annar sannur karlmaður, gat hann ekki um annað hugsað en það, hve falleg stúlkan væri. Og Nella var líka falleg þessa síðdegisstund. Fegurð jafnvel fegurstu kvenna á sinn flóð- og fjörutíma. og fegurð Nellu var einmitt á háflóði þennan eftir- miðdag. Hún var fjörleg, vakandi og skipandi en samt sem áður undurfögur, og geislaði frá sjer lífi og gleði. — Jeg man það ekki, svaraði hann. — Munið þjer það ekki? Þetta er sannarlega ekki fallega gert af yður. Þjer gáfuð mjer í skyn,. að erindið væri eitthvað hræðilega áríðandi. En auðvitað átti jeg að geta vitað betur, því enginn karlmaður og síst af öllu prins, getur átt neitt áríðandi málefni að tala um við konu. — Þjer verðið að muna ungfrú Racsole, að í augnablikinu er jeg ekki prins. — Þá eruð þjer Steinbokp greifi? spurði hún. Hann hrökk við. — Ekki nema undir fjögur augu með yður, svaraði hann og lækkaði rómihn ósjálfrátt. Ungfrú Racsole, jeg verð að leggja áherslu á það, að enginn hjerna fái að vita, að jeg var í París síðastliðið vor.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.