Morgunblaðið - 09.02.1935, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 09.02.1935, Blaðsíða 2
2 MORGUNBLAÐIÐ Laugardagiim 9. febr. 1935 3^1orp,utibIaí)iD Útgref.: H.f. Árvakur, Reykjavlk. Ritstjórar: Jón Kjartansson, Valtýr Stefánsson. Rltstjórn og afgreiösia: Austurstræti 8. — Sími 1600. Auglýsingastjóri: E. Hafberg. Auglýsingaskrifstofa: Austurstræti 17. — Sími 3700. Heimasímar: J6n Kjartansson, nr. 3742.' Valtýr Stefánsson, nr. 4220. Árni Óla, nr. 3045. E. Hafberg. nr. 3770. Áskriftagjald: Innanlands kr. 2.00 á mánuBi. Utanlands kr. 2.50 á mánuöi. í lausasöiu: 10 aura eintakitt. 20 aura meö Uesbök. „í þágu umbótanna“. ------ • Þegar gagnrýndar eru gerðir ríkisstjórnarinnar eða einstakra manna í herbúðum stjórnar- flokkanna, er viðkvæði þeirra jafnan eitt og hið sama, að þeir sjeu að vinna „í þágu umbót- anna“. Hvaða afbrot sem þessir menn eru sakaðir um, öll eru þau unnin ,,í þágu umbótanna!" Þegar útvarpsstjórinn ljet hjer um árið „skrifa hjá út- varpinu“ bílferðirnar fyrir sig persónulega og sitt heimilisfólk, átti þetta að vera unnið „í þágu umbótanna“. Þegar Hermann Jónasson drap æðarkolluna út við örfir- isey „í gáleysi“ og tókst að losa sig við rjettmæta refsingu fyrir athæfið, var þetta unnið „í þágu umbótanna". Og þegar Jónas Jónsson vann hinn eftirminnilega eið, var það einnig gert „í þágu umbót- anna“. Er það ekki að skjóta yfir markið, að telja slík afrek(!) unnin „í þágu umbótanna"? En — „eftir höfðinu dansa limirnir“. Þar sem Hrifluhöfðingjarnir telja öll sín afbrot unnin „í þágu umbótanna“, þarf engan að undra, þótt lærisveinarnir :gerí slíkt hið sama. Þegar mjólkurmálið var til umræðu í útvarpinu á dögun- um, höfðu minni spámennirnir, þeir síra Sveinbjöm Högnason, síra Ingimar Jónsson og Guðm. R. Oddsson engar aðrar varnir fram að færa en þetta sama, að þeir væru að vinna „í þágu um- bótanna“! Það átti að vera „í þágu um- bótanna“, að brauðgerðarhús sósíalista hjer í bænum fekk einkaleyfi til brauðasölu í búð- um Samsölunnar! , Það átti sömuleiðis að vera „í þágu umbótanna“ ,að setja það sem skilyrði fyrir því að stúlkur fengju vinnu í mjólkur- búðum Samsölunnar, að þær væru sjerstök deild innan á- kveðins stjómmálaflokks, Al- þýðuflokksins! Og það átti að vera „í þágu umbótanna“, að pólitískir ang- urgapar og lýðskrumarar voru skipaðir í mjólkursölunefndina, menn sem aldrei höfðu nálægt mjólkursölu komið og enga þekkingu höfðu á því starfi! Svona mætti lengi telja — alt á að vera gert „í þágu umbótanna“. Nú hafa bændur sjálfir feng- ið nóg af þessu viðbjóðslega lýðskrumi stjórnardindla. < Fárviðri skali yfir Suð- vesturland síðdegis í gær. Þakplötum rignir yfir bæinn. - Loftnet útvarps- stöðvarinnar á Vatnsenda slitnar. - Síma- og Ijósa- bilanir. - Fólk ósjálfbjarga á götunum. Enskur togari strandar við Dýrafjörð Övíst um örlög mannanna. andi út í veðrið. Var konan svo örmagna orðin, þegar fólkið kom, að hún gat ekki hreift sig. Var hún tekin upp í bílinn og flutt heim. Símabilanir utan bæjar. Um símabilanir út um land var ekki hægt að segja, en þær hafa sjálfsagt orðið all-víða, einkum hjer á Suðurlandi. Eftir kl. 8 náðist ekki sam- band á Suðurlandslínunni nema til ölfusár, því þar fyrir austan voru brotnir símastaurar. — I nágrenni Reykjavíkur voru víða brotnir staurar, en hve inikil brögð voru að því, gat landssímastjóri ekki sagt um, vegna þess, að ekki náðist til stöðvanna. Sambandið norður á land var sæmilegt, en slitrótt til Vest- fjarða. Loftnet Útvarps- . stöðvarinnar á Vatnsenda slitnar. Kl. um 71/2 slitnaði loftnet Útvarpsstöðvarinnar á Vatns- endá, eíte rjettara sagt leiðsl- an upp í loftaetið. Stöðvaðist því útsending frá útvarpinu, Strax og veðrið lægir, verð- ' ur gert við loftnetið, svo að væntanlega verður hægt að út- varpa aftur strax í dag. Einnig slitnaði stóra netið á loftskeytastöðinni á Melunum; en stöðin gat eftir sem áður haft samband við skip á stutt- bylgjum. Um miðaftanleytið í gær skall hjer á ofsaveður af suðaustri, Stormsveipsmiðjan var um það leyti skamt suðvestur af Reykja- nesi. Var stormsveipurinn krappur mjög og fór hratt yfir til norð- austurs. Um það leyti var rokið skollið á um alt Suðurland. En veðra- brigði voru svo snögg og misvindi mikið á litlu svæði, að þá var t. d. rok af suðaustri með 7° hita ,í« Síðumúla, en í Stykkishólmi og á norðanverðu Snæfellsnesi var norð austan hríð með frosti. Á Vest- fjörðum var um líkt leyti skollin á blindhríð af norð-norðaustri. Járnplötum rignir yfir Austurstræti. Þegar veðrió var sem mest urðu menn þess varir að járn- plötur voru að losna af húsi Júlíusar Björnssonar, Austur- stræti 12. Hús þetta stendur sem kunnugt er, milli tveggja stórhýsa, húss Jóns Þorláksson- ar og Stefáns Gunnarssonar. — Þegar stormur er af suðri myndast mikill strengurí skarð- inu milli stórhýsanna. Þegar járnplötur fóru að losna á þakinu, leið ekki á löngu þar til plöturnar þejrtt- ust út í veður og vind. Var um skeið lífsháski að vera á ferli í Austurstræti fyr- ir járnplöturegni, enda lokaði lögreglan alveg götunni á nokk- uru svæði, og tókst þannig að afstýra slysum. Slökkviliðsmenn voru fengn- ir til þess að fara upp á húsið. Tókst þeim að negla þær plötur sem eftir voru á þakinu. - .......................m*MJ Bændur hafa ekki , .komið auga á, að verk þessara herra sjeu unnin „í þágu umbótanna“. Þeir sjá og skilja, að verkin eru unnin í þágu pólitískra hags- munaklíku sósíalistaburgeis- anna í Reykjavík. Þess vegna krefjast nú bænd ur þess, að þessir lýðskrumar- ar, sem eru að skreyta sín verk með því að telja þau unnin ,,í þágu umbótanna“, víkji tafar- laust og aðrir menn komi í þeirra stað. Á nokkurum stöðum öðrum í bænum losnuðu plötur af hús- um, en hvergi stórvægilegt og ekki vissi lögreglan til þess, áð nein slýs hefðu af hlotist. Eldur í reykháfum. Samkvæmt upplýsingum er blaðið fekk hjá slokkvistöðinni urðu engir alvarlegir brunar í bænum í ofveðrinu. Á nokkur- um stöðum kviknaði í reyk- háfum og var slökkviliðsmaður strax sendur á vettvang og tókst á þann hátt að stöðva frekari eldsvoða. Rafmagnsþræðir slitnuðu á nokkurum stöðum, en' ráfveitu- monnum og slökkviliðsmönnum tókst að einangra þræðinga áð- ur en tjón varð af. Allir símar slökkvistöðvar- innar (brunasímarnir) slitnuðu og var því ekki hægt að ná til slökkvistöðvarinnar nema gegnum bæjarsímann. * . s Síma- og Ijósabil- anir í bænum. Talsverðár bilanir urðu á raf 1 leiðslutti víða um bæinn. Leiðsl-! an til Vífilsstaða slitnaði og var ljóslaust á hælinu í 2 tíma | Götuljósin slokknuðu víða í bænum, þar bem stauraleiðsla var. Vesturbærinn, Grímsstaða- holt og Skildinganes voru að heita má ljóslaús, einnig tals- verðar bilanir á gotuljósum í Austurbænum. ‘Miðbærinn var eíni bæjarhlutinn, sem hjelt óskertum sínum götuljósum, enda er jarðleiðsla um hann allan. Fólk ósjálfbjarga á gÖtunum. Til merkis um fárviðrið. hjer á götunum í gærkvöldi má geta þess, að um 7 leytið feykti veðr- ið konu um koll í Hafnarstræti; fjell könan í ómegin og var flutt heim ti) gýpi/.í bíl. Vm ffl&'t leyti kom bíll hlað- inn fólki eftir Vonarstræti. Alt í einu heyrir fólkið í bílnum átakanlegt neyðaróp frá konu. Sjer það þá hvar kona stendur þar skamt frá og heldur dauða- haldi í símastaur og var kápa hennar rifin frá henni og flaks- Togari i sjávarháska. Kl. laust fyrir 7 í gærkvöldi sendi tögarinn „Langanes“ frá Grimsby út neyðarskeyti, og kvaðst vera strandaður við Dýrafjörð, eða svo hjeldu þeir. Meira heyrðist ekki frá hon- um. — En eftir upplýsingum, sem loftskeytastöðin hjer fekk frá öðrum enskum togara, „Green Howard“, frá sama fjelagi í Grimsby, mun „Langanes“ hafa strandað við Skagann, austan- vert við Dýrafjörð, utan til. Slysavarnafjelagið-hjer hafði samband víð Vestfirði fram eft- ir öllu kvöldi í gæfkvöldi, en nánari fregnir fengust ekki af strandinu, og enginn vissi þá, hvort mannbjörg hefði orðið. Enski togarinn „Green How- ard“ og fleiri skip ,voru komin nálægt strandstaðnum, en ekki þó svo nálægt að þau sæu strandið, því svartabylur var og foráttu brim. Þessi skip voru á 20 faðma dýpi, en þorðu ekki nær landi vegna illviðris og brims. Skipin gátu því ekkert aðhafst eins og sakir stóðu, en ætluðu að bíða og sjá. hverju fram vindi. Samkvæmt upplýsingum er Slysavarnafjelagið fnkk frá Isa- firði í gærkvöldi var vindur þar vestra norðaustlægur og álitu menn þar, að aflandövindur myndi vera á strandstaðnum. Bjuggust því Isfirðingar við, að brimið myndi eitthvað lægja. Seint í gærkveldi höfðu eng- ár fregnir bqrist um það, hvort menn hafi bjargast af „Langa- 4esi“. Þegar enski togarinn „Green Ho^^f4‘‘ símaði taldi h^np mikla hættu á ferðum yegna þesa hve brimið og sjó- gangurinn var mikill. En Isfirð- ingar voru eitthvað vonbetri, töjdu landtöku þarna ekki mjög vonda. Þó væri ekkert hægt um þetta að fullyrða, þar eð menn vissu ekki hvar skipið hefði strandað. Hafi „Langanes“ strandað éc Skaganum, eins og ætlað var, þá er þar engin bygð núna. Áður fyr var þarna útræði og mikil verstöð, en nú er hún lögð niður og eyðibýli aðeins eftir á Skaga. Menn sendir á strandstaðinn. I gær náðist samband við Núp í Dýrafirði, en það mun vera næsti bærinn við strand- staðinn er hefir símasamband, ef skipið hefir strandað út á Skaga. Voru þegar gerðar ráðstafan- ir til þess að senda menn frá Núpi til þess að leyta að strand- ; inu. Ætluðu þeir að fara. út á j Skaga með föt, tjöld og mat- ! væli, ef svo vel skyldi hafa til tekist að strandmennirnir hefðu komist lífs af. Er 4 tíma ferð frá Núpi á Skaga. Voru önnur skip í sjávarháska? Fregnir bárust um það til Slysavarnafjelagsins síðdegis í gær, að rákettuflug hefði sjest í áttina til Skerjafjarðar og einnig hefði heyrst skipsflaut þaðan. Þetta hvorttveggja hafði þó aðeins staðið stutta stund og engar fregnir borist af því, að skip væri þar í hættu. Nokkrir togarar frá Reykja- vík liggja suður á Skerjafirði, en ekki var sjáanlegt að ne.itt væri að hjá þeim, enda gat flautið ekki komið frá þeim, því þeir hafa ekki „damp“ uppi. Vonandi hefir hjer aðeins verið um missýning og misheyrn að ræða. Þá barst SlysavarnafjelaginU einnig fregnir um það, að á Hjörsey á Mýruitt hefði heyrst mikið flaut frá skipi, en það stóð aðeins stuttan tíma, en hvergi sást neitt til skips þar í nánd. Við Mýrarnar eru margar iliætturnar fyrir skip, ef þau vill- ast af leið eða eru ósjálfbjarga. En vonandi er, að hjer hafi þó ekkert orðið að. Aðrar fregnir hafði Slysa- varnafjelaginu ekki borist, er bent gætu til þess, að slys hefði orðið á sjó. Háskólafyrirlestrar á ensku. — Næsti fyrirlesturinn verður í Há- skólanum á mánudaginn kl. 8 stundvíslega. — Efni: George Bernard Shaw.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.