Morgunblaðið - 16.02.1935, Side 4
4
MORGUNBLAÐIÐ
Laugardaginn 16. febr. 1935.
KVEHDJÓÐIM OG HEIMILIM —
Hver á að heilsa
að fyrra bragði?
Hver á að heilsa að fyrra bragði,
karlmaðurinn eða kvenmaðurinn ?
Það er spurning, sem fólk oft
ræðir, en er ekki ásátt um. Hjer
mun það þó alment tíðkast, að
berrarnir heilsi og taki ofan að
fyrrabragði, en þó eru margir í
vafa, livort það sje rjett.
Ung stúlka dönsk sem er því
hlynt að stúlkurnar heilsi fyrst,
mælir með því á þessa leið í
dönsku kvennablaði:
Víða erlendis þykir það sjálf-
sögð venja, að stúlkumar eigi að
heilsa fyrst. Það er m. a. s. talið
móðgandi, éf herrarnir leyfa sjer
að taka sjer þau rjettindi, að
heilsa að fyrrabragði. Það er sagt
sem svo, það er stúlkunnar að
láta í ljósi, hvort hún kærir sig
um að þekkja viðkomandi, eða
rjettara sagt, að hve miklu leyti
hún vill hafa kynni af honum.
Þetta finst mjer bera vott um
hærra menningarstig, um sjálf-
sagða og eðlilega virðingu fyrir
rjetti konunnar. Hún á að ráða,
hvort hún vill heilsa eða ekki,
þannig að hún sje ekki knúð til
þess að heilsa hverjum pg einum
náunga, sem hún við eitt eða ann-
að tækifæri hefir verið kynt fyrir,
þó hún kæri sig ekkert um að end-
urnýja liunningsskapinn eða halda
honum við, Því að auðvitað er það
dónaskapur að taka ekki undir,
of herra heilsar.
Þegar rætt er um hvor heilsa
eigi að fyrrabragði, stúlkan eða
pilturinn, er sjálfsagt fyrir stúlk-
urnar að vera því hlyntar að það
sjeu þær sem lieilsa eiga að fyrra
bragði — og þœr eiga líka að
fylgja þeirri reglu þegar tækifæri
býðst.
Enda mun það og þægilegast
fyrir herrana!
Amerísk fyndni,
Fyndinn náungi í Ameríku þyk-
ist hafa fundið út hvernig háu hæl
arnir urðu td. Hann heldur því
fram að stúlkan sem fyrst fór
að nota háa hæla hafi áður verið
kyst á ennið. Einnig segir hann,
að ekki sje mikið að sjá í litlum
bæ, en í staðinn heyri maður
þess meira.
Hrotur.
Oft eru hrotur ekki annað en
óvani sem má venja sig af. Sje
hinn sofandi maður miskunarlaust
vakinn í hvert skifti og hann fer
að hrjóta, lærir hann brátt að
leggja niður þenna hvimleiða són,
nema hroturnar stafi beinlínis af
veikindum.
Þeir, sem gjarnir eru á að hrjóta
eiga að hafa heldur hátt undir
höfðinu, og helst liggja á hliðinni.
Móðirin: Nú gerir þú eins og
jeg segi þjer.
Sonurinn: Mundu nú eftir
því móðir sæl, að þú ert ekki
að tala við hann pabba.
í
l
Brúðartrje í „þriðja ríkinu
f smábænum Bernhausen í
Þýskalandi var innleiddur sá sið-
ur á afmælisdegi ,hins þriðja ríkis'
að hver og ein brúður skuli á
giftingardegi sínum gróðursetja
trje. Brúðguminn og börnin í
bænum, sem eru stofn „hins þriðja
ríkis“, eiga að hjálpa henni við guminn og skólabörnin. Þau eru
það. Með tímanum mun þannig í vinnufötum. Á neðri myndinni
myndast trjágöng „brúðartrjáa“.
Á myndinni, efst til vinstri sjest
brúðurin með hjólbörur á leið
þangað sem hennar brúðartrje á
að standa. Með henni er brúð-
'sjest þar sem stuðningstrjeð r
rekið niður og loks sjer maður
b'rúðurina gróðursetja trjeð með
hjálp barnanna.
Matrefðsía.
Matseðill fyrir eina viku
handa 4 til 6 manns.
Sunnudagur:
Tómatsúpa með makkarónum.
Karbónaði með soðnu káli og
brúnuðum kartöflum.
Appelsínubúðingur.
Mánudagur:
Bláberjasúpa með tvíbökum.
Soðinn þorskur með kartöflum
og sinnepssósu.
Þriðjudagur:
Kartöflusúpa með steiktu brauði
Kjöthringur (úr saltkjöti) með
gulrófujafningi.
Miðvikudagnr:
Hrísgrjónagrautur með soðnum
sveskjnm og mjólk.
Fiskur með makkarónum og
lirærðu smjöri.
Fimtudagur:
Baunir og kjöt með káli, rófum
og kartöflum.
Pönnukökur og kaffi.
Föstudagur:
Áfasúpa með rúsínum.
Steiktur fiskur á fati, og kar-
töflnr.
Laugardagur:
Súkkulaðibrauðsúpa.
Kartöfubúðingur með ..........
smjöri.
í þetta sinn birtist matseðdl
fyrir eina viku. Að vísu er hjer
ekki rúm fyrir allar uppskrift-
irnar, og læt jeg nægja þær, sem
mjer þykir líklegt að húsmæðrum
sjeu ókunnastar.
Sinnepssósa.
25 gr. smjörlíki.
15 gr. hveiti.
3 dl. fisksoð og mjólk.
1 tesk. sinnep.
Salt eftir smekk.
15 gr. smjörlíki.
Sósan bökuð upp og sinnep sett
í og soðið í 5 mín. Rjett áður en
borðað er er smjörlíkið sett í.
og má ekki sjóða eftir það.
Kartöflusúpa.
350 gr. kartöflur.
1 I. vatn.
1 púrra.
Salt og pipar.
15 gr. smjörlíki.
15 gr. hveiti.
Steikt franskbrauð.
Kartöflurnar flysjaðar og soðn-
ar í soðinu af saltkjötsbeini ásamt
púrrunni, þar td þær eru komnar
í mauk, síðan nuddað gegnum
gatasigti.
Smjörlíki brætt í potti, hveiti
hrært út í og þynt út með soðinu.
Púrran skorin í sneiðar og sett út
í. Salt og pipar látið í eftir smekk.
Borðaða með steiktu brauði.
Fiskur með makkarónum.
1 djúpur diskur soðinn fiskur.
100 gr. makkarónur.
50 gr. rifinn ostur.
50 gr. smjör.
1 hnífsoddur pipar.
Salt.
1 cil. mjólk.
1 egg.
, Makkarónurnar eru soðnar í
saltvatni og skornar smátt. Makka
í'ónum og fiski er blandað saman
(má nota leifar af gömlum fiski).
Þar í er mjólkinni og egginu
hrært. Pipar og salt sett í eftir
smekk. Osturinn er rifinn smátt
og helmingnum er hrært saman
j við fiskinn. Eldfast mót eða venju-
j legt blikkmót er smurt vel með
smjöri. Þar í er fiskurinn settur
1 og smjörið í smábitum yfir. Því
1 sem eftir er af ostinum er stráð
yfir.
Bakað í ofni í klst. eða
þangað til það er ljósbrúnt. Borð-
að strax með hrærðu smjöri. Eigi
maður leifar af fisksósu, t. d.
•steinselju-, sítrónu- eða sinneps-
sósu, er ágætt að nota liana í
staðinn fyrir smjörið.
Súkkulaðibrauðsúpa.
150 gr. rúgbrauð.
1 I. vatn.
25 gr. kúrennur.
1 sítrónusneið.
100 gi'. súkkulaði.
50 gr. sykur.
Brauðleifar eru smátt. brytjaðar
og lagðar í 1 J. vatn yfir nóttina.
Vatnið síað frá og brauðið saxað
í söxunarvjel. Soðið í 1 klst. Þá
eru kúrennurnar, sítrónusneiðin
og súkkulaðið sett í ásamt sykr-
inum. Soðið í Vg klst. og stöðugt
lirært í.
! Borðað með þeyttum rjóma eða
mjólk.
Kartöflubúðingur.
2 1. soðnar lcartöflur.
y2 1. mjólk.
4 egg.
* 100 gr. ostur.
VIÐ BAKSTUR.
Þegar verið er að baka er slæmt
að eiga það á hættu að kökurnar
brenni eða bakist ekki. Því er
nauðsynlegt að vita nokkurnveg-
inn live bökunarofninn er heitur.
Það má gera með því að setja ögn
af hveiti á hvítt brjef. Sje hveitið
orðið dökkbrúnt eftir eina mínútu,
er ofninn mjög heitur, sje það ljós
brúnt er ofninn heitur, en sje það
að eins ljósgult er það sem kallað
er hægur eldur í vjelinni.
Gula filmstjarnan.
Þetta er mynd af Önnu May
"Wong, kvikmyndaleikkonu frá
Hollywood, sem er heimsfræg fyr-
ir listir sínar og leik. Um þessar
mundir er hún í Kaupmannahöfn,
syngur þar franska og enska
söngva á National-Scala, sem er
einhver vinsælasti skemtistaður
Kaupmannaliafnarbúa.
Anna May Wong.
Meðan Anna May Wong dvelur
í Kaupm.höfn, verða þar sýndar
tvær ný.jar kvikmyndir, sem hún
leikur aðalldutverkið í, „Gula
dansmærin“ og „Alibaba og ræn-
ingjar'nir 40“.
50 gr. smjörlíki.
Salt.
Rrauðmylsna.
Osturinn er rifinn. Eggjum,
mjólk og osti lirært vel saman.
Mót er smurt með smjörlíki og í
það stráð brauðmylsnu. Kartöfl-
urnar eru skornar í sneiðar og
raðað niður í mótið og' salti stráð
inn í milli. Þar yfir er eggjablönd-
unni lirært. Stráð yfir brauð-
mylsnu og smjörlíkisbitar settir
hingað og þangað.
Balcað í y2 klst. í ofni. Borðað
með hrærðu smjöri.
Helga Sigurðardóttir.