Morgunblaðið - 20.02.1935, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 20.02.1935, Blaðsíða 2
2 mugam. MORGUNBLAÐIÐ x\liðvikudagiim 20. febr 1935 Útgef.: H.f. Árvakur, Reykjavlk. Ritstjórar: Jón Kjartansson, Vaitýr Stefánsson. Ritstjórn ogr afgreiSsla: Austurstræti 8. — Slmi 1600. Auglýsingastjóri: K. Hafberg. Auglýslngaskrifstofa: Austurstræti 17. — Simi 3700. Heimaslmar: Jón Kjartansson, nr. 3742. Valtýr Stefánsson, nr. 4220. Árni Óia. njr ZUA&. E. Hafberg, nr. 3770. Áskriftaaiald: Innanlands kr. 2.00 á mánuSl. Utanlands kr. 2.50 á mánuSl. í lausasölu: 10 aura eintakiS. 20 aura meS Lesbók. Mfólkin. Ef einhverjir skyldu hafa orðið til að leggja trúnað á það, að Hermann Jónasson yrði til þess, þegar hann kæmi úr siglingunni, að afstýra yfir- vofandi vandræðum í mjólkur- málinu, hljóta þeir hinir sömu að hafá sannfærst nú, að slíks er ekki að vænta þaðan. Enda munu hinir hafa verið fleiri, sem einskis góðs væntu úr þeirri átt. Nú hefir Hermann bannað sölu Korpúlfsstaðamjólkur hjer í bænum, undir sjermerki þess bús. Með þessu sýnir ráðherr- ann neytendum hnefann, því hann veit að fjöldi neytenda í bænum óskuðu eirjmitt eftir því að mega fá áfram Korpúlfs- staðamjólk. Ráðherrann hefir því með þessari ráðstöfun hafið nýtt mjólkurstríð við neytendur. Það hefir verið sannað með óyggjandi tölum, að mjólkur- neyslan í bænum hefir minkað stórkostlega síðan Samsalan fók til starfa. Hefir Eyjólfur Jóhannsson sannað þetta með skýrslu, sem birtist hjer í blað- inu á dögunum. Samkvæmt út- reikningi Eyjólfs nemur rýrn- un mjólkursölunnar a. m. k. 2400 lítrum á dag. Þessi minkun mjólkurneysl- unnar stafar af því — og því einu —að ríkt hefir hið megna sleifarlag í framkvæmd mjólk- ursölunnar síðan Samsalan tók til starfa. Hún stafar ekki af neinum samtökum eða mjólk- urverkfalli, heldur eingöngu af fyrirkomulaginu. Þetta verða bændur að gera sjer ljóst. Og þetta skilja líka bændur, því þeir hafa — engu síður en neytendur — fordæmt framkvæmdir mjólkursölunefnd ar. Mjólkursölunefnd hefir sent Morgunblaðinu skýrslu um mjólkurneysluna fyr og eftir að Samöalan tók til starfa, og hygst með henni að afsanna tölur Eyjólfs Jóhannssonar. Morgunblaðið sendi E. J. skýrslu mjólkursölunefndar til athugunar. Blaðið fekk svar frá E. J. í gærkvöldi, þar sem hann. hrekur skýrsluna lið fyr- ir lið og sýnir fram á, að hún er einn samanhangandi blekk- ingarvefur fráupphafi til enda. Svar E. J. birtist hjer í blað- inu á morgun. ísland kom snemma í gærmorg- un til Leith á leið til Kaupmanna- hafnar. BuIImál Roossuelts. Hæstiirfeffardómur falliun og gekk forsetanum i vil. Afstaða Roosevelfs xniklai sterkari en verið hefir. Dómurinn hefir áhrif á íjármál og viðskifti um aUan heim. niíí'/ KAUPMANNAHÖFN I GÆR. EINKASKEYTI TIL MORGUNBLAÐSINS. Símskeyti frá Washington hermir að hæstarjettardómur sje nú fallinin í „gullmálinu“, og er hann á þá Ieið, að það sje brot á stjórnarskránni að upphefja gullgildi ríkisskulda- brjefa, en löglegt gagnvart einkaskuldabrjefum. Eftir þessu er ríkið skyld- ug't til að innleysa allar sínar skuldbindingar með gulli, eða þá með 1.69 dollar í pappírs- peningum hvem gulldollar. Sjerfróðir menn, sem látið hafa í ljós álit sitt um dóminn, segja að það sje þýðingariaust að reyna að koma á útborgún- um í gulli, úr því að hæsitrjett- ur hafi tjáð sig skorta lagalegt úrskurðarvald um það. Þykir af þessu Ijóst að bæði ríkis- stjórnin og einstakir menn leys- ist í rauninni frá því að greiða rentur og afborganir með .gjjll- dollurum. Innlendir og erlendir menn, sem skulda dollara kott- ast þannig hjá hræðilegá áúkh- um gjaldabyrðum. Dómurinn er talinn sigur fyrir stjórnina og fyrsta af- leiðing hans varð sú, að verð- brjef hækkuðu mjög í kaup- höllinni í New York. Stjórnin segir að óþarft sje að gera neinar sjerstakar ráð- stafanir vegna dómsins. Páll. London 18. febr. FÚ. Rooseselt. Kalundborg 19. febr. FÚ Gulldómurinn svonefndi í Bandaríkjunum, er aðal um- ræðu.efni heinisblaðanna í dag. Og eru blöð yfirleitt sammála um það, að dómurinn styrki mjög aðstöðu Roosevelts for- seta, og spái góðu fyrir stp'órn- arstefnu hans. Einkum gera ensk blöð mikið úr því, að dómsniðurstaðan sje mikill sig- ur fyrir Roösevélt, „Fibancials Times“ ræðir ítarlegá fjárhag og viðskiftalegar afleiðingar dómsins og kemst að sömu nið- urstöðu eins og ensk blöð hafa alment gert í Bretlandi, að með dómnum, sje vald forsetans aukið, og aðstaða hans til muna ríkari en áður.. For$efakosnin§ i Porfúgal. Hæstirjettur Bandaríkjanna birti loks hinn margumtala úr- skurð sinn í gær, um það, hvort Bandaríkjaþingið hefði haft1 heimild til þess, sam- kvæmt stjórnarskránni, að nema úr glidi í gömlum samn- ingum, að skuldir skyldu greiddar með því gullverði doll- arsins er gilti þegar sattning- ar voru gerðir. Úrskurður hæstarjettar er þessi: Hæstirjettur viðurkennir rjettfþingsins til þess að nema ,,gullákvæðið“ úr gildi í samn- ingum um greiðslu einkaskulda en virðist draga í efa að það hafi rjett til þess að gera sömu ráðstaíanir um ríkisskuldir. — Jafnframt telur hann útilokað að aðilar geti skotið máli sínu til dómstólanna í þessu sam- bandi og verður því útkoman raunverulega sú, að það er ekki hægt að skuldbinda stjórnina til að greiða ríkisskuldir sam- kvæmt gamla ,,gullákvæðinu“. Það verður því að telja, að Roosevelt forseti hafi hjer unn- ið algerðan sigur í málinu. Carmona endarkosínn. Carmona, Berlín 19. febr. FÚ. Forsetakosning fór fram í Portúgal á sunnudaginn. Úr- slitin urðu þau, að Carmona, fyrverandi forseti ,var endur- kosinn, og hlaut um 85 % allra greiddra atkvæða. Karlakór Reykjavíkur. Æfing í kvöld í Mentaskólanum. Sala á rjóma frá Mjólkur- samlagi Borgfirðinga er aðeins þriðjungur móts við það, sem var áður en Samsalan tók til starfa. Mjólkursölunefnd er með blekk- ingum að reyna að telja bændum trú um, að mjólkurneyslan í bæn- um hafi aukist en ekki minkað síðan Samsalan tók til starfa. En þetta starf mjólkursölunefnd ar tekst klaufaleg-a — of klaufa- lega tií þess, að bændur fáist til að trúa. LTm það’ þárf ekki að deila, að mjólkttrnfeýslan í bænum hefir StÓrlega minkað síðan samsalan tók ti] starfa. Hefir Eyjólfur Jóhannsson framkvæmdastjóri sannað þetta með skýrum tölum iijer í blaðinu. Mjóíkursölunefnd hefir verið að revna að hrekja skýrslu Eyjólfs, en það hefir tekist jafn klaufá- lega og alt annað hjá þeirri nefnd. Hvað um rjómann? ■Eyjólfur Jóhannsson gat þess í skýrslu sinni hjer á dögunum, að saia á rjóma til bæjarins myndi haiá minkað um meira tiltölulega eii mjólkursalan, síðan Samsalan tók t.tt < sfarfa. Aðalskonur hálshöggnar T Þýskalandi. KAUPMANNAHÖFN í GÆR. EINKASKEYTI TIL MORGUNBLAÐSINS. Baronessa Berg og ungfrú Notzner voru dæmdar tii dauða fyrir hemjósnir og hálshöggn- ar í Flaetzensee-fangelsi í gær. Báðar voru þæ'r af hinum þýska hermanna-aðli. Aðalmaður njósnanna, Pól- verjinn Sosnavski, var dæmdur í ævilangt fangelsi. Talið er að þau hafi rekið njósnir fyrir Pólverja. Þessi þrjú heldu gleðiveislur miklar í Berlín með óhemju drykkjuskap í þessum veislum tóku þau ljósmyndir af gest- unum, þar á meðal af ýmsum skrifstofustúlkum í hermála- ráðuneytinu undir mjög við- sjárverðum kringumstæðum. — Höfðu þau áíðan i hótunum við þær að gera úr þessu hneyksl- ismál, ef þær Ijeti sig ekki fá skjöl um hernaðarleyndamál. Skrifstofustúlkurnar björg- uðu sjer út úr þessu máli með því að ljósta upp um njósn- arana. Páll. Bækur Krisímanns Guðmunds- sonar „Den blaa Kyst“ og „Brude- kjolen“ hafa verið þýddar á þýsku og gefnar út í Austurríki. Fyrri bókin er prýdd myndum eftir B. Fuck, en hin er með trjeskurðar- myndum eftir prófessor H. Haus- child. Morgunblaðið hefir reynt að afla sjer nokkurra upplýsinga þessu viðvíkjandi. Samkvæmt áreiðanlegum heiim- ildum hefir blaðið fengið þær upp- lýsingar að Mjólkursamlag Borg- firðinga hafi áður en Samsalan tók til starfa selt hingað til bæjar- ins um 800 lítra af rjóma á vikm. Nú er salan komin ofan í 250 lítra á viku, eða tæplega þriðjungur af því, sem áður var. Þessi í’ýrnun á rjóina-sölunni hlýtur að vera all-verulegt fjár- hagslegt tjón fyrix bændur, því þetta er dýr vara. i,, Rjómasálán austan yfir fjail Befiii einnig minkað stórkostlega síðan' Samsálan i tólc til starfa, e» nákvæmar -! upþlý'sifígar , um þá rýrnun Iiefír bjaðið eicki getað aflað sjel’. i -■ • • Ságt ®r. að Egill á Sigtúnum le'ggi svo-'fyrir, að a’jóipi! sem ekki selst og súrnar, skuli gefinn svín- unam, senl Mjólkurbú Flóamanna hefir á framfæri. V.arla gefur sá markaðúr bændum mildð 1 aðra liömd. Lyftuverkfallinu í New York frestað um 6 máriuði. London 19. febr. FÚ. La Guardia borgarstjóri í New York komst að samningi við lyftustjóra í borginni í dag um það, að í 6 mánuði skyldu þeir ekki hefja Verkfall, eri' á meðan skyldi launamál þeittra tekið til nýrrar athugunar. -— Verður því ekki af verkfálli af hálfu lyftustjóranna að þeösu sinni, að minsta kosti í næstu 6 mánuði. Jóhannes Líndal Jónasson, kenn •.ari, hefir sótt um heimild til þess ,a$, kynna sjer skólamál og kenslu erlendis, án þess að laun hans skerðist um 21/, mánuð framan af næsta ári. He'fir skólaiiefnd sam- þykf að vcrða við beiðninni.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.