Morgunblaðið - 20.02.1935, Blaðsíða 6

Morgunblaðið - 20.02.1935, Blaðsíða 6
6 MORGUNBLAÐIÐ Miðvikudaginn 20. febr- 1935 jcmmmmmmmm Tveggia herbergia íbúð með húsgögnum og baði, með eða án eldhúss, óskast nú begar í nokkra mánuði. Þeir, .sem vildu sinna þessu, leggi nöfn sín í lokuðu um- slagi inn á afgreiðslu þessa blaðs, merkt „1935“, fyrir n. k. laugardag. LEITIÐ upplýsinga um brunatrygingar og ÞÁ MUNUÐ ÞJER kouoast að raun um, að bestu kjörin FINNA menn hjá Mti Brairti is. á VESTURGÖTU 7. BSmi: 3668 Póetiiólf: 1013 Spftkfeiil kjöt! aí ful’orðnu fje á 40 sura Vi kg- S frampörtum og 50 aura í l»nrm. Besía saltkjötið, sem jl bæjar- ixn hefir flutst, fæst í undirrit- aðri Tei'slun. Alt stnt heim. Vcrslttn Sveíns Jóhannssonar, Bergstaðastræti 15. Sími 2091. Hveiti í smápokum, 1,25. \ JHorgmtWaíiiíi Hílr kaupendur að Morganbíað- ínu fá blaðið ó- keypis til næst- komandí mán- aðamóta. — — Pantið blaðið í sima 1600. JPIoröiui&Ia&id Umfertlareglui? sem skyldtinámsgreín i barnaskóltim. London 19. febr. FÚ. Mentamálaráðuneyti Bret- lands og samgöngumálaráðu- neyti eru nú að ganga frá til- skipunum um það, hvernig gera skuli umferð á vegum og þek®ingu í því að forða sjer við slysum, að sjerstakri náms- grein í öllum þarnaskólum og unglingaskólum Bretlands. Er síðan ætlanin að kenna þetta í skólunum eins og hver önnur nauðsynleg fræði, til þess ef unt yrði, að koma í veg fyrir sívaxajidi umferðaslys. í einu skólahjeraði á Eng- landi, Cumberland, hefir lög- reglan af sjálfsdáðum veitt börnum og unglingum kenslu í þessum atriðum, með þeim árangri að þar hefir orðið minna um umferðaslys, en nokk urs staðar annars staðar í Eng- landi. Rússnesku flugmennftrnftr komnír fram eftir mikíar þrautír. London 19. febr. FÚ. Rússneska stjómin er nú að leitast við að koma á föstu póst sambandi við nyrstu hluta Rúss lands með reglulegum flug- ferðum. Flugvjel sam lagði af stað frá Archangel 1. febr. og síð- an spurðist ekki til, varð að nauðlenda á óbygðu svæði óra- veg frá mannabygðum. Flug* maðurinn, vjelamaðurinn og einn farþegi komu í dag til lít- ils þorps, eftir 18 daga ferð yfir óþygð svæði. Höfðu þeir liðið hinar mestu hörmungar, meðal annars orðið að draga fram lífið á leifum af nesti sínu, trjáberki og hverju öðru er tönn á festi. Tollgæslan í Saar. Frönsk blöð bönntið. London 19. febr. FÚ. í dag tóku Þjóðverjar að sjer toBgæslu við landamæri Frakk lands og Saar, eins og áður hafði verið ákveðið. Þóttu toll- verðir nokkuð strangir. Meðal annars bönnuðu þeir allan flutning franskra dagblaða inn í Saar, og urðú allir, sem voru með ;frönsk blöð á sjer, að skiljar'þau eftir við landamærin. Út af þessu varð svo mikil óá- nægja, að tollstjóri gaf út fyr- irskipun um að því skyldi hætt. Járnbrautarslys. Engínn maðtir ferst nje meíðíst. London 19. febr. FÚ. Fólksflutningalest á leiðinni frá Amsterdam til París rann út af sporinu í dag í litlu þorpi nálægt Möns. Svo einkennilega vildi til, að enginn maður særð ist hvað þá heldur beið bana, þó að sjálfur gufuvagninn á- samt fleiri vögnum hentust út af sporinu með svo miklu afli, að þeim hvolfdi. „Barnamjólk". Fyrírsparnir tíl MjólkttrsÖIttnefndar. Dagblað Tímamanna flytur þáu skilaboð til Reykvíkinga í gær, að nú sje hin marglofaða ,,barnamjólk“ Samsölunnar að koma á markaðinn. Þar segir „að kúabú ríkisins á Kleppi hafi nú verið útbúið til að fram leiða barnamjólk samkvæmt ströngustu heilbrigðisreglum og undir lækniseftirliti“. Svo mörg eru þau orð. Þessi barnamjólk og alt eft- irlit og fullkomleiki kúabúsins á Kleppi lítur að sjálfsögðu ljómandi vel út á pappírnum. En það eitt, að hjer er um að ræða fjós, sem ríkið á, er ekki nægilegt til þess að almenn- ingur geti treyst því, að full- nægt sje þeim kröfum, sem gerðar eru til barnamjólkur í mjólkurreglugerðinni. Morgunblaðið leyfir sjer því að leggja eftirfarandi spurn- ingar fyrir Mjólkursölunefnd: 1. Fullnægir Kleppsfjósið öll- um skilyrðum, sem sett eru um bamamjólkurfjós? 1 2. Hversu margar af Klepps- kúnum fullnægja þeim kröf um, sem gerðar eru um barnamjólkurkýr? Ef eitt- hvað af Kleppskúnum skyldu ekki fullnægja þeim kröfum, í hvaða fjós hafa þær verið settar? Og jafn vel þó allar Kleppskýrnar fullnægi þeim kröfum, sem gerðar eru um bamamjólk- urkýr, hvar verða kýrnar hafðar á þeim tíma árs, (geldstöðutímanum), þegar þær samkvæmt mjólkursölu reglugerðinni ekki mega vera í fjósi með barna- mjólkurkúnum? Hefir ver- ið bygt nýtt fjós á Kleppi, eða hefir þeim verið komið fyrir úti í bæ, eða skyldu þær vera saman við barna- mjólkurkýrnar í sjálfu Kleppsf jósinu ? 3. Hefir mjóikursölunefndin trygt, að mjaltakonurnar láti hreinþvo daglega hina ,,alhvítu“ mjaltasloppa, og hefir Mjólkursölunefndin trygt að mjaltakonurnar hafi fengið sjer gasgrímur fyrir andlitið, og láti sjóða þær daglega? 4. Hefir Mjólkursölunefndin trygt að mjólkin verði kæld strax eftir mjaltir niður í 4 gráður á Celcius? Hjer eru nokkrar bráða- birgðaspurningar til nefndar- innar. Þær gætu verið fleiri, en nefndinni skal að svo komnu máli ekki verða íþyngt með fleiri spurningum. En það eru ekki aðeins neyt- endur, sem eiga heimting á svari við þessum spurningum. Mjólkurframleiðendur í bæn- um og nágrenninu eiga einnig heimting á svari, því að vissu- lega eiga sömu reglur að gilda um fjós ríkisins og einstak- linga. Togaramir, Kári, Tryggvi gamli og Baldur hafa undanfarið legið inn í sundum. Skipin verða tekin þaðan í dag og byrjáð að útbúa þau' á véíðar. Smá$ölu¥er<S á rjóltóbaki má eigi vera hærra en: I Reykjavík og Hafnarfirði kr. 11.20 '/2 kg. bitinn Annarstaðar á landinu kr. 11.50 */2 kg. bitinn Athygli skal vakin á því að hærri álagning á rjóltóbak í smásölu en að ofan segir er brot á 9. gr. reglugerðar frá 29. des. 1931, um einkasölu á tóbaki og varðar frá 20—2000C króna sektum. , Reykjavík, 8. febrúar 1935. Tóbakseinkasala rikisins. Þingtíðindi. Ný þftngmál. Stuttir fundir voru í báðum deildum í gær og aðeins eitt mál á dagskrá, bæði til 1. nmræðu (st jórnarf rum vörp). I Ed. var frumvarp um heimild fyrir ríkisstjórnina að innheimta ýms gjöld 1935 með viðauka. Því var vísað til fjárhagsnefndar. 1 Nd. var frumvarp um fram- lenging á gildi laga um verðtoll og bráðabirgðaverðtoll. Fór það einnig umræðulaust til fjárhags- nefndar. Sálfstæði Búnaðar- fjelags íslands. •Jón Pálmason flytur frumvarp um breyting á jarðræktarlögunum. Frumvarp þetta er samhljóða frv. því er Pjetur Magnússon fhitti á síðasta þingi, en dagaði þá uppi. Frumvarpið miðar að því, að veita Búnaðarþingi fult vald yfir málum Búnaðarf jelag's ís- lands. Hefir víða af landinu komið fram krafa um þáð, að þessi breyt- ing vérði gerð. Kvikmyndagerð þyskti stjórnarínnar. Berlín 19. febr. FÚ. Dr. Goebbels útbreiðslumála ráðherra er að láta búa til röð af kvikmyndum hjá Ufa-fjelag- inu, sem mjög á að vanda til, og er ætlast til að þær verði þýskri kvikmyndagerð til fyr- irmyndar og leiðbeiningar fram vegis. Hin fyrsta af þessum myndum á að heita „Jóhanna hin heilaga“. Dr. Goebbels kallaði alla, sem starfa að þess- ari mynnd, á fund sinn í gær, og brýndi fyrir þeim, hve þýð- ingarmikið verkefni þeir hefðu með höndum. Iðnaðarmannafjelag er nýstofn- að í Keflavík. — Önnur grein fje- lagslaganna hljóðar svo: Tilgang- ur fjelagsins er að efla menningu, mentun og hagsmuni iðnaðar- manna og styðja gagnleg iðnfyrir- tæki. — Fjelagar eru 25. Stjórn þess skipa: Fórmaður Þórarinn «on trjesmíðameistari, vara- formaður Sigmundur Þorsteinsson múrarameistari, gjaldkeri Skúli Skúlason, yngri, trjesmiður, og meðstjprnendúr Guðni Magnússon málari og Guðmundur Skúlason trjesmiður. (FÚ). Brnnl i gœr. Klukkan 6—7 í gærkveldi var brunaliðið kvatt að Hafnarstræti 17, húsi Þorvaldar Pálssonar, lækn is, en í því húsi er Fatapressun Reykjavíkur og nýja matstofan „Risna“. Eldurinn kviknaði út frá gasvjel og læsti sig brátt milli þilja, var því töluvert erfitt um að kæfa hann og þurfti að rífa mikið, bæði inni í húsinu og að utan áður en eldurinn var kæfður. Töluvert mun hafa eyðilagst, af völdum niðurrifs, en ekki mikið vegna elds nje vatns. Þegar eldur- inn var sem magnaðastur, náði hann alla leið upp að þaki. Bruna- liðið var um klukkutíma að kæfa eldinn. »»n ———•« Aðalfundur Norræna fjelagsins. Aðalfundur Norræna fjelagsins var haldinn að Hótel Borg, mánu- daginn 18. febr. Stjórnarkosning fór fram og voru endurkosnir þeir Sigurður Nortlal prófessor„ form., Pálmi Hannesson rektorr Vilhj. Þ. Gíslason skólastjóri og Guðlaugur Rosinkranz yfirkennari. Dr. Gunni. Claessen, er verið hefir í stjórn fjelagsins, baðst unclan endurkosningu og var Stefán Jóh. Stefánsson hæstarjettarmálaflutn- ingsmaður kosinn í hans stað. End- urskoðendur voru kosnir Haildór Jónsson, cand. phil. og Jakoþ Tryggvason verslunarm. Ritari fjelagsins Guðlaugur Ros- inkranz gaf skýrslu um starf fje- lagsins á liðna árinu og fer hjer á eftir útdráttur úr þeirri skýrslu r Fjelagsmönnum hefir fjölgað á árinu um 66 og voru um áramót 466 auk þriggja fjelaga. Síðan um áramót hafa 30 nýir fjelagsmenn gengið í fjelagið og( 11 skólar- Skólarnir fá auk ársritsins skugga mynda-„seriur“ frá öllum Norður- löndum og tímaritið Nordisk Tid- skrift. Ný fjelagsdeild var stofnuð á Akureyri og telur hún 50 fje- lagsmenn. Fræðslustarfsemi; Á útvarps- kvöldi fjelagsins flutti Sigurður Nordal prófessor fyrirlestur um menningarsamband íslendinga við Skandinavíu, ritarinn Guðl. Rosin- kranz skýrði frá starfi fjelagsins á undanförnum árum, dr. Guð- brandur Jónss.on flutti síðan þrjá fyrirlestra í útvarpið, um norræna samvinnu og um Noreg. Þá flutti dr. Osear Olsson frá Stokkhólmi \

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.