Morgunblaðið - 22.02.1935, Qupperneq 4

Morgunblaðið - 22.02.1935, Qupperneq 4
4 MORGUNBLAÐIÐ Föstudaginn 22. febr. 1935, IÐNnÐUR VERSLUN siGLiNQnR Þegar innflutningurinn er skorinn niður. Einfalt röð á pappírnum, en erfiöleikarnir segja til sín. Álit C. Thalbitzer. Ritstjóri „Finanstidende“ C. Thalbitzer er meðal þeirra hag fræðinga á Norðurlöndum, sem eru í mestu áliti. Hann hefir nýlega skrifað greinar í Berlingatíðindi um inn flutningshöft og niðurskurð á innflutningi. Tilefni greina hans er það, að danska gjaldeyrisnefndin hefir ákveðið að minka inn- flutning Dana um 120 miljónir króna á þessu ári, vegna þess hve verslunarjöfnuður þjóðar- innar hefir undanfarið ve'rið ó- hagstæður. Höf. segir m. a. að vitaskuld sje hægt að draga úr innflutn- ingnum með þvingunarráðstöf- unum. En reynslan sýni, að þetta sje erfiðleikum bundið. Danir höfðu t. d. góðan versl- unarjöfnuð árið 1931. Þá stóðst innflutningur og útflutningu á. En næsta ár varð innflutning- urinn 65 miljónir umfram út- flutning. Og í fyrra varð hann 120 miljónir umfram útflutn- ing, enda þótt gjaldeyrisskrif- atofan ætti einmitt að stemma stigu fyrir óhagstæðum versl- unarjöfnuði. Það er hægt, segir höf. að draga mjög úr innflutningi eitt ár. En erfiðleikar á því aukast hið næsta. Vitaskuld geta vand- ræði og armæður þvingað þjóð- ir til að draga við sig. En þetta er ekki gert, nema það kosti mikið, og erfitt að velja leið- ina, sem fara á, í því efni. Viðskiftin við aðra. Þá bendir höfundur á erfið- leikana. Fyrst á viðskiftin við þær þjóðir sem kaupa afurðir landsins. Þá hlið þekkjum við Islendingar, sem höfum inn- flutningshöft og gjaldeyris- nefnd, en höfum orðið að gefa innflutning frjálsan frá vissum þjóðum, sem keypt hafa mest af okkur. Innlend framleiðsla þarf hráefni. Því næst bendir hann á, að ■ef innflutningur er mjög tak- markaður þá verður það til þess, að menn reyna að fram- leiða vörur í landinu sjálfu. Má það gott heita. En nýr iðnaður þarf ný hráefni. Og leyfa þarf innflutning þeirra. Það verða stjórnarvöldin að taka með í reikninginn. Óvíst er svo hvemig þessi nýi iðnaður ber sig, hvort hann verður bygður á fjárhagslega trjrggum grundvelli — og hvem ig verðlagið verður á þessum nýju vörum. Eftirspurn og kaup- geta. En þá kemur þessi merki höf undur að þeirri hlið málsins, sem hjer hefir verið karpað um, um eftirspurnina innan- lands, um kaupgetuna. Stjórnarvöldin reyna að halda uppi sem mestri atvinnu í landinu. Þess er krafist. Því mótmælir enginn. Haldið er uppi byggingum, samgöngubót- um o. s. frv. Krónan lækkar. En sje jafnframt fylgt þeirri stefnu að banna innflutning til landsins á öllu því, sem stjórn- arvöldin telja ónauðsynlegt, og vörur þær, sem í landinu eru eða til landsins fást fullnægja ekki þeirri eftirspurn sem til er, þá er engin önnur leið, en að vöruverðið hækkar á því sem fyrir er, og það alveg óeðlilega. Kaupmáttur krónunnar mink ar, verðgildi hennar minkar, stefnt er beinlínis að gengis- lækkun. En ef eigi á að lenda í þeirri ófæru, er engin önnur leið en sú, að lækka útgjöld hins opin- bera, tekjur almennings af eign um og vinnu verða að færast niður. Það lítur vel út á pappírnum, segir höf., að ætla sjer að minka innflutninginn að mun. En það er ósjeð, hvort menn vinna við það, það sem þeir ætla sjer. SaUfiskniark- aður í Portúgal. (Grein þessi er tekin úr norska blaðinu Aftenposten, 9. febr.). Samkvæmt skýrslu, sem sendi- berra Norðmanna i Portúgal hefir gert um saltfisk innflutning þar árið sem leið, hefir hann verið frá þessum löndum: Noregi ............. 12.121 smál. íslandi ............ 16.833 — Newfoundlandi .... 8.117 — Skotlandi .......... 927 — Frakklandi .......... 739 — St. Pierre et Mirjuelon 659 — Þýskalandi .......... 768 — Kanada ................ 192 — Grænlandi ........... 30 — Færeyjum ................ 3 — Samtals 40.389 smál. Seinustu fjögur árin á undan hefir útflutningur á saltfiski til Spánar verið sem bjer segir: ísland Noregur 1930 7.014 19.562 1931 13.212 15.854 1932 13.903 18.584 1933 15.143 13.337 Á árunum 1933 og 1934 var flutt af blautum saltfiski frá Noregi til Portúgals 1000 og 700 smál., en frá íslandi 1500 og 2080 smál. Eins og sjest á þessum töflum fer saltfiskútflutningur Norð- manna til Portúgals stöðugt mink- andi ár frá ári, nema að eins 1932. En útflutningur íslendinga eykst stöðugt. Sjerstaklega jókst hann mikið árið 1931 en síðan hefir hann þó aukist jafnt og þjett þr.ngað til 1934 að hann er orð- inn nær 4700 smál. meiri en út- flutningur Norðmanna. Það eru margar ástæður til þess að saltfisksala íslendinga til Portúgals hefir aukist svo mjög. Aðalástæðan er sú, að íslendingar hafa selt sinn fisk miklu lægra verði en Norðmenn, jafnvel fyrir svo lágt vérð, að það hefir verið kallað „dumping“. Þrátt fyrir það þótt Portúgalar taki norska fislt- inn fram yfir þann íslenska, græða innflytjendur meira á íslenska fiskinum og kaupa hann því held- ur. Norðmenn hafa nú gert samn- ing við Pólverja um að fá að flytja þar inn 40% af öllu fisu- magninu, eða um 16000 smálestir og er það auðvitað hagstætt ef þeir fá þar sama verð fyrir hann og í öðrum markaðslöndum. Út- flutningur á norskum fiski til Portúgals í janúar, bendir og til þess að innflytjendur sje nú hætt- ir að spyrna á móti norska fiskin- um; en verið er þó lágt. Noregur kaupir langmest af ljettum vínum frá Portúgal og þess vegna virðist það sanngjarnt að Portúgal kaupi mikinn fisk af Norðmönnum. Hættulegustu keppi- nautarnir, ísland og Newfound- land kaupa varla mikið af vínum þar. Uerslunarskulöir Huernig er hœgt aö stemma stigu fyrir söfnun uerslunarshulöa? Öllum ber saman um að brýn nauðsyn bera til þess, að stemma stigu fyrir söfnun versl- unarskulda. Lausn þessa máls er einmitt sjerstaklega aðkallandi nú, eft- ir að fram hefir farið allsherj- ar uppgjör á verslunarskuldum megin þorra bænda (með kreppulánunum). Gísli Sveinsson sýslumaður hefir á undanförnum þingum flutt frumvarp um fyrning verslunarskulda og um vaxta- töku af verslunarskuldum. Þar hefir hann lagt til að fyrning- arfrestur verslunarskulda verði styttur verulega frá því sem nú er og einnig, að bannað verði að taka vexti af verslunar- skuldum. Heldur G. Sv. því fram, að slík lög yrðu til þess að draga mjög úr söfnun verslunarskulda og ýta undir stofnun rekstrar- lána í hjeruðum. Þó að skoðanir manna sjeu skiftar um frumvarp G. Sv. eru allir sammála um höfuðtilgang þess og því sjálfsagt að menn kynni sjer málið rækilega. Frumvarp G. Sv. dagaði uppi á síðasta þingi, en hjer fer á eftir nefndarálit Garðars Þor- stelnssonar hrm., er skipaði minni hluta allsherjar. Nd. og lagði til að frumvarpið yrði samþykt: „Nefndin hefir klofnað í mál- inu, eins og greint er á þskj. 697, og telur minni hl., að frv. þetta hafi fullan rjett á sjer og að mikil þörf sje á því í við- skiptum landsmanna eins og nú er komið, að gerð sje alvarleg gangskör að því, að stemma stigu fyrir söfnun verslunar- skulda, og mikilvæg spor í þá átt yrðu ákvæði þessa frv. ef að lögum yrðu. Það er ómót- mælanlegt, að stuttur fyrning- arfrestur á þessum skuldum mundi reisa nokkrar skorður við verslunarskulda-farganinu og í sambandi við bannið við vaxtatöku, sem og er lagt til að verði lögleitt með frv., verða öruggasta ráðið til þess að ná því takmarki að fullu, að slík skuldasöfnun geti ekki átt sjer stað til langframa. Hitt er ann- að mál og eðlilegt, að hvorki sje rjett eins og ástatt er, nje held- ur kleift að spoma við því að fullu og öllu, að viðskiptamenn skuldi við verslun eða fyrir út- tekt um styttra tímabil, enda gerir frv. ráð fyrir þessu og setur í því skyni fyrningarfrest- inn 2 ár, sem með vissu er full- ríflegt. Umsagnir þær, sem nefndin hefir aflað sjer hjá nokkrum aðilum hjer í Rvík og prentaðar eru með nál. meiri hl., geta ekki skorið úr um það, hver eigi að verða örlög þessa frv. Að vísu viðurkennir Verslunar- ráðið o. fl. góðan og rjettmætan tilgang frv., og fer m. a. um það þessum orðum: „Af frum- varpinu sjálfu, svo og greinar- gerð þeirri, er því fylgir, má glögglega sjá, að frá hendi flutningsmanna ber að skoða það sem tilraun til að koma á almennri staðgreiðslu í viðskipt um en hingað til hefir verið, þ. e. skuldlausri verslun. Með rjettu er á það bent í greinar- gerðinni, að lánsviðskipti þau, sem hjer hafa tíðkast, eru bú- skap og atvinnulífi þjóðarinnar mjög til baga. Verslunarráðið telur og brýnasta þörf á, að hafist verði handa og unnið að því að koma þessari hlið við- skipta okkar á traustari og heil brigðari grundvöll. Að þessu leyti aðhyllist Verslunarráðið þá hugmynd flutningsmanna, að stefnt sje að almennri stað- greiðslu í verslun og viðskipt- um hjer á landi“. — Og að lok- um segir það beinlínis, að „hug mynd sú, sem vakað hefir fyrir flutningsmönnum, sje fyllilega viðurkend“. — En hvorki Versl unarráðið nje hinir aðrir spurðu aðilar (Landsbankinn, Útvegs- bankinn og S. I. S.) vilja þó leggja með því að frv. verði samþykt af Alþingi, og að því ráði hefir og hv. meiri hl. alls- hn. horfið. En hitt er þó eigi að síður mjög athyglisvert, að all- margir þeirra, sem undir því á- standi lifa, sem hefir gefið til- efni til framkomu þessa frv., óska eftir slíkum ákvæðum, og eru þar á meðal ýmsir, sem verslun reka við almenning. Þá má og enn benda á það, sem getið er í grg. frv., að bænda- stjettin, sem slæma útreið hefir nú fengið af skuldafarganinu, er hlynt þeim hömlum, sem hjer er gert ráð fyrir að reistar verðí við áframhaldandi söfnun þess- ara illræmdu skulda, svo sem vottar ályktun hins almenna bændafundar í Rvík í fyrra vet- ur, þar sem ótvírætt var hallast að öllum ákvæðum frv. eins og það nú er borið fram. — Hitt mátti vita, að S. I. S. t. d. myndi eigi telja rjett að lögleiða um- ræddar hömlur, og bankarnir virðast, reyndar að óþörfu, vera hræddir um, að lánsviðskiptin færist unnvörpum yfir á þá, en í þeirra valdi stendur að hafa þar nægilega hönd í bagga, al- veg eins og við lántökur al- ment, og því engin meiri hætta á ferðum, þótt frv. yrði að lög- um, en hingað til hefir verið. Má og segja, að bankar eigi að vera lánastofnanir, en ekki verslanir. En afleiðing af sam- þykt frv. ætti, og jafnvel hlyti, að verða sú, sem og er bent til í grg., að komið yrði á rekstr- arlánastofnunum í hjeruðum, sem flestir viðurkenna, að hin mesta þörf sje á, og gæti það því orðið hin öflugasta hvatn- ing til þess að hrinda þeirri framkvæmd áleiðis, sem sveita- bankalögin 1930 ætlast til að gerð sje, þótt dregist hafi fram að þessu. Það má vel vera, að ákvæði frv. þurfi að einhverju leyti gleggri ákvörðunar, og eins skal það viðurkent, að viðeigandi væri að bæta inn í frv. ákvæði um greiðari gang hinna smærri skuldamála fyrir dómstólunum, þeirra er stafa af verslunar- skuldum“. Dömur 09 frúr. Allskonar kjólar og kápur fást saumaðar á Laufásve# 54, uppi. Yönduð vinna. Sanngjarnt verð.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.