Morgunblaðið - 22.02.1935, Blaðsíða 7
Föstudaginn 22. febr. 1935.
MORGUNBLAÐIÐ
7
iímræti Hriflu-Jónasar o g lítt
varð vart sjerstaks öldugangs í
Faxaflóa að loknum þeim kosn-
ingum. Og fram til síðustu kosn-
inga hafa þeir Tímapiltar talið
fylgi sitt fara þverrandi í rjettu
hlutfalli við aukningu þess við
þær kosningar. Enn á ný er nú
Teynt að halda þessum spádómum
áfram.
Mjer er sagt að í Alþýðublað-
inu hafi birst frásögn af fundin-
nm í Stykkishólmi, þar sem mjög
sje fagnað fylgisleysi Sjálfstæð-
ismanna. Jeg skil vel að þeim
bolsum svíði framkoma þeirra
sjálfra á þessum fundi. Með eymd-
arlegu málþófi og væli, sem stóð
langt fram á nótt, reyndu þeir að
flæma fólkið úr fundarhúsinu.
Höfðu fundarmenn um skeið verið
nm 150 manns og fylgi Sjálfstæð-
ismanna mjög eindregið. Þrátt fyr-
ir það að fjöldi Sjálfstæðismanna
hafi eigi fengið sig til að hlýða á
raus sósíalista lengur en góðu hófi
gegndi, voru allar tillögur Sjálf
stæðismanna samþyktar og sú
fyrsta þeirra, er þeir rauðliðar
töldu vantraust á meirihluta, Al-
þingis og ríkisstjórnina, með 45
atkvæðum gegn 9. — Frásögn
Alþýðublaðsins af þessum fundi
mun vekja almennan hlátur í
Stykkishólmi.
Þá hafa blöð Hriflu-Jónasar
æinnig gert þessa fundi að um-
ræðuefni. Telja þeir sveitafund
ina hafa verið illa sótta. ann-
leikurinn er sá, að öllum þótti
fundasóknin furðu gegna, þegar
þess er gætt, að bændur eiga vart
heimangengt um hávetur vegna
mannfæðar, staðhátta og veðráttu.
Og Tímamönnum til hugarhægðar
skál þeim tjáð, að á engum
sVeitafundamia vildi einn einasti
máðúr láta hafa sig til þess að
verja hinn illa málstað þeirra.
Hafa þeir Tímamenn þó hingað til
átt sitt aðalfylgi í þessum sveit-
um. Sannaðist hjer sem víðast
annars staðar í sveitum landsins
að bændur eru þess alráðnir.
láta eigi lengur teyma. sig undir
ok sósíalista.
Þessi sömu blöð segja að á
Sandi hafi verið feld till. frá mjer
im skuidaskilasjóð. Sannleikurinn
er sá, að jeg bar enga slxka til-
lögu fram. Ennfremur segja þau
að samþykt hafi verið till. frá
sendimanni Tímaliðsins, Jóni
sýslumanni. En Jón bar alls enga
tillögu fram. Og á sama hátt er
frásögn þessara blaða um önnur
fundaafrek Jóns og verður því á
Snæfellsnesi aðeins að þeim bros
að.
Jeg vil svo að lokum geta þess;
að fyrri frásagnir Mbl. af fund-
umim á Sandi og í Ólafsvík eru
í alla staði rjettar. Sjálfstæðis
menn voru þar í yfirgnæfand
meirihluta og vegna þessa urðu
nokkrir rauðliðar til að hleypa
þeim fundum upp, svo að eigi
varð við komið atkvæðagreiðslum
Mega andstæðingar mínir, mín
vegna, fiislega gleðjast yfir slíku
Fn jeg hefi aldrei fyrr haft ástæðu
til að gleðjast yfir almennara
fylgi og meiri velvild én jeg varð
aðnjótandi í þessari síðustu för
minni um kjördæmið.
Thor Thors.
Hvidbjörnen, danska eftirlits-
■skipið, kom hingað í gær frá Dan
mörku.
Hljómsveit
Reykjavikur.
Mozart-tónleikar í Gamla Bíó.
Athyglisverðasti þáttur þessara
tónleika var klarinettleikur Jó-
hanns Krúger, hins nýja kennara
Tónlistarskólans og hljómsveitar-
innar, sem ljek hjer klarinett-
konsert Mozarts mjög vel. Full-
komið vald yfir hljóðfærinu og
fínn smékkur fór hjer svo vel
saman, að unun var að hlýða á
leik hans.
Það getur tæplega talist heppi-
legt að fluttir sjeu tveir sóló-kons-
ertar á sömu tónleikunum, jafnveí
xótt um svo ólík hljóðfæri sje að
ræða sem flygil og klarinett, en
auk Klarinettkonsertsins var
píanókonsertinn í d-moll á efnis-
skránni. Engan getur furðað á því,
>ótt yfirburðir klarinettleikarans,
sem er þaulæfður tónlistarmaður,
væru miklir, hvað þroska snertir,
samanborið við píanóleikarann,
ungfrú Katrínu Dalhoff Bjarna
dóttur, sem (með stuttum fyrir
vara) ljek þetta vandasama hlut
verk. Hún leysti það þó furðu vel
af hendi og fáir munu leika það
eftir henni að spila síðan með
fyrstu fiðlum. það sem eftir var
tónleikanna.
Symphonia í Es-dúr og Titus-
forleikurinn ráku lestina og hefði
vel mátt sleppa t. d. því síðar-
nefnda tímans vegna.
Dr. Mixa vinnur markvíst að
þroska liljómsveitarinnar og tek-
ur hún jöfnum og stöðugum fram
förum undir handleiðslu hans,
enda er hann ágætur stjórnandi
nákvæmur, smekkvís og röggsam-
ur. —
P. í.
Innbrotið hjá
Blöndahl upplýst.
Lögreglan hefir handsamað tvo
unglinga 13 ára gamla. Þeir hafa
játað á sig innbrot það, sem fram-
ið var í Sælgætis- og efnagerðina
Magnús Th. Blöndahl h.f., um
seinustu helgi.
Þeir brutust inn í skrifstofuna
á sunnudagskvöld kl. 7—8,
ekki á laugardagsnótt, eins og
haldið var.
Ekkert fjemætt höfðu þeir fje-
lagar upp úr innbrotinu, nema
eitthvað smávegis af sælgæti.
□agbók.
I. O.O. F.l = 11622287* =
Veðrið í gær; Stormsveipurinn
er nú milli Færeyja og Noregs og
hreyfist hægt austur eftir. Hjer
á landi er NA-átt og er úrkomu-
laust á S- og SV-landi, en hríðar-
veður um allan N- og A-hluta
landsins. Sunnanlands er 3—4 st.
frost en 5—7 st. frost nyrðra.
Veðurútlit í Rvík í dag: NA-
og A-kaldi. Skýjað en xírkomu-
laust.
Guðspekifj elagið. Reykjavíkur-
stúkan. Fundur í kvöld kl. 8%.
Efni: Draumar. — Gestir.
M.A--kvartettinn syngur í Hafn-
arfirði í kvöld, kl. 8y2. Á sunnu-
daginn kemur syngur hann hjer
í Nýja Bíó kl. 3.
Skátaskemtun. Hin árlega
skemt.un Reykjavíkurskátanna
verður haldin í kvöld í Iðnó. Að-
göngumiðar fást í Bókhlöðunni við
Lækjargötu.
Frá Akranesi er blaðinu skrifað:
Síðastliðna viku hafa bátar róið
alment og fiskað sæmilega. Er nú
alment farið að salta, þó það sje
ekki efnilegt framundan hvað
xað snertir. Er nú enginn leikur
að fást við framleiðslu í þessari
grein á þessu landi, því ef nú
ætti að fara að takmarka veiði- eða
verkunarleyfi, þá er eins gott að
setja strax öll skip í naust, því ein
mitt á þessum óvenjulega afla
fram yfir gamlar venjur, hefir
xetta einhvernveginn haldist á
horriminni síðustu ár.
Meðal farþéga á e.s. Lyra, 19.
þ. m. var ungur íselndingur, Giss-
ur Elíasson, sonur Elíasar Bjarna-
sonar kennara í Rvík. Gissur hefir
dvalið í Karlstad í Svíþjóð, síðan
vorið 1933 og lært smíði orgel-
harmonía, og einnig stillingu og
aðrar viðgerðir á píanóum og
flygelum. Hann hefir allan tímann
annið hjá hinu alkunna hljóðfæra-
firma, J. P. Nyströms Orgel &
Pianofabrik í Karlstad.
Eimskip. Gullfoss kom til Leith
í gær. Goðáföss er á leið til Vest-
mannaeyja frá Hull. Brúarfoss er
væntanlega á Vopnafirði. Déttifoss
er á leið til Hull frá Vestmanna-
eyjum. Lagarfoss er í Kaupmanna
höfn. Selfoss fór frá Vestmanna-
eyjum í gær á leið til Aberdeen.
Þýskur tog-ari kom hingað
fyrradag með lík eins skipverja.
Hafði manninn tekið út, meðan
togarinn var að veiðum, en líkið
kom litlu seinna upp í vörpunni.
Manchester City, enskur togari,
kom í gær með veikan mann og
lítilsháttar bilaður.
Bisp, flutningaskip, fór í gær
með fiskfarm áleiðis til útlanda.
Lyra fór í gær kl. 6 áleiðis til
Bergen.
B.v. Hafstein kom í gærmorgun
af veiðum með 2400 körfur fiskj-
ar. Skipið fór samdægurs með afl-
an áleiðis til Englands.
Suðurland fór til Borgarness í
gærmorgun.
Backworth, kolaskip, sem hjer
hefir verið undanfarið fór í gær.
B.v. Kópur kom frá Englandi í
gær.
F rakkneski sendikennarinn,
Mlle Petibon flytur í kvöld kl. 8
fyrirlestur með skuggamyndum í
en háskólanum. Efni: ,,La Bretagne“.
f stjórn vinnuiniðlunarskrifstofu
voru þeir kosnir á bæjarstjórnar-
fundi í gær. Ragnar Lárusson
fátækrafulltrúi og Jón Baeh.
M. A. kvartettinn söng fyrir
sjúklinga í Landspítalanum á
þriðjudaginn. Hafa þeir beðið
Morgunblaðið að flytja kórnum
kærar þakkir fyrir komuna og
skemtunina.
Kyrlát ástleitni heitir rnynd sem
Nýja Bíó sýnir í fyrsta sinn í
kvöld. Myndin er sænsk og aðal-
hlutverk leikur Tutta Bentzen-
Rolf, sem bíógestum er góðkunn
af leik sínum „Við sem vinnum eld
húsverkin“, og fleiri sænskum
myndum. Mynd þessi hefir verið
sýnd um öll Norðurlönd við feikna
aðsókn og er sýnd enn, þótt bráð-
um sje ár liðið síðan hún kom á
markaðinn. Sænskar gamanmyndir
eru fyrir löngu búnar að vinna
sjer hylli bíógesta hjer í bæ, og
mun þessi síst verða til að spilla
því áliti.
Dronning Alexandrine var vænt
anleg til Vestmannaeyja kl. 7 í
morgun, og hingað í kvöld. Skipið
lá til drifs meiri hluta dogs í gær,
sökum veðurs.
Tveggia daga tækifæri.
Með hverjum 5 króna kaupum gef jeg 5 góðar appelsínur.
Að eins gegn staðgreiðslu.
Ávastabúðin
(við Óðinstorg).
Týsgata 8-
Sími 4268.
Fyrirligg j andi:
Rúsínur, 2 tegundir.
Kúrennur — Fíkjur,
Bláber -
Súkkat.
Eggert Kristidnsson & Co.
Síml 1400.
Höfunwu^öluver^afvið-
tækium, sem vjer seljum
með tækifærisverði.
Viðtækjaútsalan,
Tryggvagötu 28-
Strætisvagnar
Steindórs
þykja ágætir.
Akið í þeim til
I Hafnarfjarðar.
Fimtugsafmæli á í dag frú
Katrín Guðmundsdóttir, Bergþóru-
götu 29.
Framhalds-aðalfund heldur Mál-
arasveinafjelag Reykjavíkur í
Hótel Borg á sunnudaginn kemur.
Útvarpið. Eftir ítrekaðar óskir
útvairpshlustenda verður Ljenharð-
ur fógeti leikinn í útvarpið í
annað sinn annað kvöld kl. 8%.
Aðalhlutverkin leika Þóra Borg,
Soffía Guðlaugsdóttir, Gunnþór-
unn Halldórsdóttir, Haraldur
Björnsson, Ragnar E. Kvaran,
Friðfinnur Guðjónsson, Valdimar
Helgason, Viðar Pjetursson og
Tómas Hallgrímsson. Leikstjói'i
Haraldur Björnsson.
Til Hallgrímskirkju 1 Saurbæ:
Áheit frá Robert Elíassyni Sandi
10 kr., frá Þórunni Jónsdóttur 2
kr., frá Hallgrímsnefnd í Lög-
mannshlíðarsókn, ágóði af skemt-
un 30 kr., frá sömu nefnd áheit
frá tveim konum 20 kr., frá Hall-
grímsnefnd Siglufjarðar, ágóði af
skemtun, 149 kr., frá sömu nefnd
gjafir frá einstökum mönnum 15
kr. Kærar þakkir. Ól. B. Björns-
son.
Útvarpið:
Föstudagur 22. febrúar.
10,00 Veðurfregnir.
12.10 Hádegisútvarp.
12,50 Þýskukensla.
15,00 Veðurfregnir.
18,45 Erindi Búnaðarf jelagsins:
Um kornrækt (Klemens Krist-
jánsson kornyrkjumaður).
19.10 Veðurfregnir.
19,20 Þingfrjettir.
20,00 Klukkxxsláttur.
Frjettir.
Spftkfeitt k)ot
aí ful’orðnu fje á 40 sura % kg.
í frampöi'tum og 50 aura í lærum.
Besía saltkjötið, sem til bæjar-
ins hefir flutst, fæst í undirrit-
aðri ve.slun.
Alt stnt heim#
Verslan
Sveíns Jóhannssonar,
Bergstaðastræti 15. Sími 2091.
20,30 Kvöldvaka: a) Jón Sigurðs-
son skrifstofustj.: Upplestur;
b) Steingr. Matthíasson læknir:
Endurminningar um Gröndal,
Steingrím og Matthías (frá Ak-
ui'eyri); c) Jochum Eggertsson :
Gömul ferðasaga. — Ennfremur
íslensk lög.
Freknóttur piltur.
Gistihús eitt í Omaha auglýsti
eftir freknóttum dreng til scndi-
ferða. Danskur drengur varð fyr-
ir valinu. Hann hafði 693 freknur
í andlitinu, en hann sagði, að það
væri aðeins vetrarfprðinn. A
sumrin hefði hann mikiu fleiri.
Rottumar átu fjeð.
Bóndi' nokkur í Arnhem í Hol-
landi hafði ekki traust á banka
þeim, sem hann hafði sparifje sitt
í. Hann tók því inneign sína út
og geymdi hana í kassa upp' á
þaklofti sínu. Eii einn góðan veð-
urdag, þegar hann fór að gæta
fjárins, uppgötvaði hann að rott-
urnar höfðu etið 15.000 kr. í seðl-
xxm.