Morgunblaðið - 22.02.1935, Side 5

Morgunblaðið - 22.02.1935, Side 5
Föstudaffinn 22. febr. 1935. MORGUNBLAÐIÐ landsfuadur ðæada 1935 Sfutt frásögn af því, sem gerst hefir á fundinum. Eins. og mörgum mun kunn- mgt, hefir um 2 undanfarin ár 'verið stofnað til fundarhalda Jhjer í Reykjavík, um miðjan vetur, og til þeirra kvaddir 'bændur eða aðrir, er menn ^vildu senda úr sveitunum, og tilgangurinn, að því er forstöðu menn auglýstu, að á þessum -vettvangi kæmu saman fulltrú- ar sveitabænda, án tillits til ann -,ara samtaka eða skiftingar í stjórnmálaflokka, til þess að ræða og gera tillögur um á- hugamál og vandamál bænda- stjettarinnar. Fundunum var hrundið af stað af nokkrum á- -hugamönnum, en tilefnið virð- ist hafa verið í upphafi kreppu- vandræði bænda; en þótt nokk- ur lausn fengist á þeim málum :með kreppulöggjöf Alþingis, töldu þó sumir rjett og nauð- isynlegt að halda áfram þessum isamtökum og hafa kallað þau „landsfund bænda“. Þó hefir það mjög verið af handahófi, hvernig að þeim hefir verið staðið og öll sú bygging, stjórn skipulag og fundarsókn, ger- ;samlega í lausu lofti. Á fundi þeim, sem haldinn var í fyrra, var kosin nefnd til þess að undirbúa þessi sam- ’Tök, gera tiliögur um framtíð- arskipulag þeirra, og átti hún -einnig að boða til fundarins í ,ár. Því verður nú ekki neitað, þótt þessir menn^hafi verið af góðum vilja gerðir, að lands- fundarboðunin fór tilfinnanlega í handaskolum, sem síðar kom fram, að varð undirrót allra ótíðinda, er að fundinum steðj- nðu. Er þetta því hrapallegra sem það er víst, að fundar- boðendur ætluðu sjer engu illu að koma af stað, en óyndis- :menn gátu brátt notað sjer þessa veilu. — Boð þau, sem undirbúningsnefndin ljet frá ;sjer fara, sumpart í útvarpi og sumpart brjeflega, gengu í fyrstu, að því er virtist, aðal- lega út á það, að Búnaðarsam- böndin stæðu fyrir tilnefningu og kjöri fulltrúa úti um hjer- uðin til þessa (3.) landsbund- ar bænda, enda áttu og menn í sveitum með fundum að geta kosið sjer fulltrúa utan við samböndin o. s. frv., alt mjög óljóst, sem einnig breyttist í meðförunum. Var nú, eins og gengur, eigi mikill áhugi á .þessu víða fyrst í stað, enda fyrirvari stuttur, á óhentug- asta tíma (um miðjan vetur) • og enginn farareyrir ánafnað- ur fulltrúunum, sem ekki var ,að vænta. Þó voru á stöku stað kosnir menn til farar, eða ein- hverjum falið það, sem hent- ugleika taldist hafa til þess. ^En þá komst alt í einu skratt- inn í spilið: Forkólfar eins á- kveðins stjórnmálaflokks, Fram sóknarflokksins, sáu hjer leik á borði, í öllum glundroðanum, hóuðu saman, þar sem þeir . gátu sínum mönnum til þess að senda ákveðna stjórnarsinna á fundinn; hófust þá einskon- ar „veðreiðar" í sumum sýsl- um, þar sem stjómarliðar jafn vel boðuðu fundi á ný, ef þeir þóttust út undan áður og var síðan kosið í belg og biðu (sbr. í Rangárvallasýslu). En þó sló eitt alt annað út: Fundið var upp á því, með stoð í auglýs- ingu undirbúningsnefndar, að láta hin og þessi f jelög úti um hjeruðin senda fulltrúa á þenna „landsfund bænda“, kaupfje- lög, kvenfjelög, ungmennafje- lög, nemendafjelög á hjeraðs- og búnaðarskólanum! Fyrv. foringi Framsóknarfl. (J. J.), sem ekki er alveg að baki dott- inn, og aðrir fylgifiskar hans í höfuðstaðnum símuðu í allar áttir og ljetu t. d. kaupfjelög- in O. fl. tilnefna allskonar sam- safn af mönnum í Reykjavík, sem fulltrúa bænda á lands- fund, — samvinnuskólamenn, skrifstofumenn á „stofnunum“, þingskrifara m. m. Þarna voru og komnir ráðherrarnir sjálfir og ofan á öllu J. J. kjörinn af Sambandinu. Þegar til fundarins kom, sá ,,kjörbrjefanefnd“ sjer „ekki annað fært“ en að samþykkja alt dótið — og varð fundurinn þannig skipaður, ákveðinn og harð&núinn Framsóknar-meiri- hluti. Var nú sýnt að hverju stefndi, og þur^tu kunnugir eigi að ganga gruflandi að því, hvernig þessum meirihl. yrði beitt, samkvæmt stjórnarregl- um síðustu tíma. Það kom og þegar í ljós: Forstöðunefndin hafði ætlað sjer og tilkynti fundarmönnum, að fundar- stjórar (2) yrðu teknir fyrir hvern fund í senn, svo að eng- inn rígur eða flokkadráttur gæti átt sjer stað um þá, en Jónasarliðar heimtuðu þá, að einn yrði höfuðsmaður allra funda, sem fundarstjtóri frá Sambands-aðalfundum, kaup- fjel.stj. Sig. Bjarklind frá Húsa vík, svo að eigi yrði vilst á lit samkundunnar! Sætti þetta hörðum mótmælum frá hálfu Sjálfstæðismanna og Bænda- flokksmanna, og höfðu orð fyr- ir þeim m. a. Gísli Sveinsson, Jón í Stóradal, og Runólfur á Kornsá; vildu þeir halda fund- inum sem lengst utan við áróð- ur ákveðinna stjórnmálaflokka. En það kom fyrir ekki. Meiri hlutinn (% allra fundar- manna) samþykti með meiri ofsa en hyggindum að marka þenna „Iandsfund" sínu marki. Mátti segja, að þar með væru ákveðin örlög þessa svonefnda „3. landsfundar bænda í feb- rúar 1935“. Frá „undirbúningsnefnd" kom nú fyrir þenna landsfund frumvarp til laga fyrir „Lands- samband íslenskra bænda“, er stofna átti til og skipuleggja fyrir framtíðina. Frv. var í 10 greinum, en aðalatriði þess fólst að nokkru leyti í 3. gr., þar sem lýst er tilgangi sambands- ins og það ákveðið í síðasta lið, að það eigi „að starfa óháð stjórnmálaflokkunum í land- inu“(!) Allir fjellust á að láta þetta standa, það kostaði ekki mikið að hafa það á pappím- um. Og að öðru leyti varð eng- inn ágreiningur um orðalag eða breytingu á orðalagi í öðrum greinum frv., hvorki í þeirri nefnd (15 manna), er hafði málið til meðferðar, nje á fund- inum alment, — nema um 4. gr., sem ræðir um sjálft skipu- lagið, hverir hafi rjett til þess að vera í þesum fjelagssam- tökunum, hverir eiga að kjósa fulltrúa á landsfund bænda og hverir megi vera þar fulltrúar. I frv. því, sem fyrir lá, er með- al annars ákvarðað í þessari umþráttuðu grein — en um hana var barist og má segja, að þau ákvæði ein hafi haldið öllum fundinum „spentum“ — að fullrjetti sem meðlimir, til kosninga og kjörs, hafi (orð- rjett) „þau fjelög, sem nú eru starfandi í sveitum landsins, svo sem samvinnuf jelög bænda, sambönd búnaðarfjelaga, ung- mennaf jelaga, kvenf jelög og nemendaf jelög búnaðar- og al- þýðuskóla. Ennfremur önnur þau fjelög, er starfa að meira eða minna leyti í anda sam- bandsins“. Um þessi ákvæði skiftist nefndin brátt í meirihluta (að- allega Framsóknarmenn) og minnihluta. Úr minnihluta kom fram tillaga frá Bændaflokks- mönnum, um að allir sveita- menn kysu fulltrúa (með kosn ingaraldri), en kjörgengir skyldu aðeins bændur í sveit- um og húsfreyjur þeirra (alt að 5 fulltrúum úr sýslufjelagi). Tillaga meirihl. var að miklu leyti í samræmi við hugmynd hins upprunalega frv., en ætl- aði þó hverju sýslufjelagi rjett til með almennum kosningum að senda 3—4 fulltrúa úr hópi kjósenda. En ofan á það átti svo öll fjelagasúpan að koma og senda fulltrúa frá sjer: Sam vinnufjelög bænda (sem í hjer- uðum eru aðallega kaupfjelög- in), búnaðarsambönd, hjeraðs- sambönd kvenfjelaga, hjeraðs- sambönd ungmennafjelaga, nemendasambönd hjeraðs, bænda og húsmæðrafjelaga. — Með þessum hætti var alveg rifið niður það, sem veitt var með hinum almenna kosninga- rjetti, Og þeim mönnum, sem í þessum f jelagsskap eru, veitt- ar tvöfaldur eða þrefaldur at- kvæðisrjetur, auk þess sem ó- vefengjanleg hætta á truflandi áhrifum, á þessi sjerstöku sam- tök bænda, stafar frá þessum fjelagsheildum, sem hver hef- ir sitt hlutverkaf hendi að inna — og alls ekki eru allar óháð- ar flokkapólitíkinni í landinu. Er þetta nú orðið lýðum ljóst. Sjálfstæðismenn, utan nefnd- ar og í, báru nú fram sína breytingartillögu, sem fól í sjer þann greina og sjálfsagða grundvöll, sem samrýmst gat meginhugsun þessa sambands: Að tryggja bændum í sveitum full og óháð áhrif á samband og landsfundi. Aðeins sveita- fólkið án milliliða og með beinum og einföldum kosning- arrjetti átti að standa að þessu, aust við öll önnur tillit en þau að sinna í sameiningu sínum hagsmunamálum, hvaða stjórn- málastefnu sem þeir annars fylgdu. Fyrir því lögðu Sjálf- stæðismenn til, að 4. gr. lag- anna yrði ákveðin á þessa leið: „Rjett til þess að senda full- ;rúa á landsfund bænda hefir ivert sýslufjelag. Má senda baðan 3—5 fulltrúa og skulu beir kosnir til tveggja ára í senn. Fulltrúaráðið ákveður ;ölu fulltrúa hverrar sýslu mið- að við fólksfjölda. Rjett til að kjósa fulltrúa og varafulltrúa hafa þeir einir, sem búsettir eru innan sýslufjelagsins og vinna aðallega að landbúnaði sem fastir starfsmenn og eru 21 árs að aldri. Æski 25 kjós- endur í sýslunni eða fleiri hlut- fallskosningu, skal hún við- höfð. Kjörgengir eru þeir, sem hafa kosningarrjett. Eigi má fram- selja umboð til þess að fara með atkvæði á landsfundi. Fulltrúaráðið setur nánari reglur um tilhöfun kosning- anna, þar á meðal hvort skifta skuli sýslufjelagi í fleiri kjör- deildir.“ Þessari tillögu, sem er í samræmi við fyrri hluta tillögu meirihlutans, þóttust í rauninni allir vera sammála, en Fram- sóknarmenn hjeldu dauðahaldi í fjelögin. Fylktu þeir mjög liði við umræðu og atkvæða- greiðslu, og virtist útlistun málsins engin áhrif hafa á þá. Gísli Sveinsson alþm, hafði aðallega orð fyrir skoðun Sjálf stæðismanna, en margir aðrir tóku þátt í umræðunum af öll- um flokkum. En að þessari til- lögu, mun og Bændaflokkurinn hafa hallast, þótt hann, eins og getið var, bæri aðra fram í nefndinni. Aftur á móti skip- aði allur ,framsóknar‘-múgurinn sjer á móti henni — og var hún við atkvæðagreiðsluna feld með 87 atkvseðum gegn 31- — Var það hreinlega af sjer vik- ið eða hitt þó heldur. — Með þessu var þá takmarkinu náð: Að tryggja það fyrir fram, sem forðast átti (að nafni), að ákveðinn stjómmálaflokkur gæti með kosningarlegu rang- læti um ófyrirsjáanlega tíð haft tökin á þessum fjelagsskap og ráðið á fundum hans. Það telja Sjálfstæðismenn óhæfu og þessa samtaka tilraun þar með dauða dæmda. Vildu þeir því engan þátt taka í þessu verki, eins og nú var komið. Þeir, og reyndar allir frjálsir bændur í sveit, eiga ekki heima þar, sem verið er að skapa Fram- sóknarflokknum nýtt flokks- þing. Tillaga meirihlutans var síð- an samþykt af fundinum með öllum „framsóknar“-atkvæðun- um gegn atkvæðum Sjálfstæð- ismanna og Bændaflokks- manna. Eftir þau úrslit kvaddi G. Sv. sjer hljóðs og mælti á þessa leið: „I samræmi við það, sem áð- ur hefir komið fram, og þar sem niðurstöður þær, sem nú hafa orðið við atkvæðagreiðsl- una um skipulagslög fyrir lands samband íslenskra bænda — með misjöfnum kosningarrj etti til landsfundar — að áliti okk- ar, sem staðið hafa að breyt- ingartillögu þeirri, er jeg hefi flutt við 4. gr. laganna, leiða það óhjákvæmilega af sjer, áð slíkt landsfundarhald getur ekki náð tilgangi sínum sem óháð og frjálst landssambahd íslenskra bænda í framtíðinni, þá munum við að þessum dags- fundi loknum eigi taka frekári þátt en orðið er í störfum lands fundarins". Með þessu lauk þá í raun og veru þessum landsfundi, eins og til hans var stofnað. Heyrst hefir, að Framsóknar- menn haldi fundarhöldum eitt- hvað áfram, og hafi jafnvel haft á orði að „skipa“ eín- hverja Sjálfstæðismenn í „full- trúaráð" og „stjórn“, í óheim- ild og óaðspurt. En slíkt er að sjálfsögðu markleysa ein, því að enginn Sjálfstæðismaður mun vilja að þessu vinna, ems og í pottinn er búið, nje taka að sjer stöður hjá þeim „meiri hluta“, sem kúgar ranglætið fram. 40000 króna fundarlaun fyrir gullið, sem flug- vjelin týndi. Það var kona atvinnulauss snikkara, sem fann gullið, sem flugvjelin týndi,_ og í fundarlar.n fekk hún 40.000 króna. Hún segir svo frá, að liún hafi sjeð á kassana, sem gullsténg- urnar voru í, á sunnudag, en ekki þorað að koma. nærri þeim, vegua þess að hún helt að þetta væri einhver gildra. Daginn eftir frjetti hún um að gullið hefði t.ýnst og fór hún þá að rannsaka þetta bet- ur. Það var auðsjeð að flugvjelin hafði verið hátt í lofti, þegar gull- ið fell úr henni, því að þótt jörð væri friðin, fóru kassarnir á kaf og sumar gullstengurnar fundust á 75 centimetra dýpi. Hugo Junkers, prófessor, Ijest fyrir skömmu L Miinchen á 76. afmælisdegi sín- um. Það var hann sem fann upp að smíða flugvjelar úr málmi ein- göngu og liann var stofnanjji hinna heimskunnu Dessaner-flug- vjelaverksmiðju.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.