Morgunblaðið - 22.02.1935, Síða 6

Morgunblaðið - 22.02.1935, Síða 6
6 Föstudaginn 22. febi 1935 Húsmæðra- fjelagsfundur i Oamla Bió á morgun (laugardag) kl. 3. Irlðandi mðl ð dagskrð. Konnr mæli stnndvislega. Að gefnn tllefni tsm* skal þess hjer með getið, að Vestfirðingamót það, sem auglýst hefir verið í Morgunblaðinu og Vísir, undanfarið, er mjer að öllu óviðkomandi og mun jeg ekki koma þar. Jón Halldórssson, Skólavörðustíg 6 B. ■» ATVINNUBÆTUR Framh. af bls. 3. arstjóri, að af tekjum ríkis- sjóðs koma %—% frá Reyk- víkingum. Meðan hjer hafa ekki verið vandræði, sem nú, hafa Reyk- víkingar verið góðu börnin og ejeð, að fje þessu hefir verið varið til styrktar starfsemi og iramkvæmdum um land alt. Og nú er hjer á ferðinni nýtt vandamál, sem alls staðar er í höndum ríkisstjóma, en ekki bæja. Mjer finst það of mikil góð- *emi af bæjarbúum, ef þeir ætla að fylgja J. A. P. og neita sjer um að fara fram á að fá nokkuð af þessu fje aftur er þeir greiða í ríkissjóð. arstjómin til samþyktar sinn- ar á síðasta fundi og felur jafn framt borgarstjóra í samráði við formenn eða stjómir Dags- brúnar og Sjómannaf jelags Reykjavíkur að leita samkomu lags við ráðherra um notkun óráðstafaðrar f járveitingar á fjárlögum yfirstandandi árs til að bæta úr erfiðleikum at- vinnulausra manna hjer í bæn- um. Tillaga Bjarna var samþykt með yfirgnæfandi meirihluta, 8 atkvæðum gegn 2. En með henni voru feldar þær tillögur sem fyrir fundin- um lágu um fjölgun í atvinnu- bótavinnu nú þegar. Liðssöfnuður rauðliða Tilllaga frá Bjarna Benediktssyni. Bjami Benediktsson tók til máls. Hann komst m. a. að orði á þessa leið: Bæjarstjórn hefir ekkert vald til þess að leggja skatta á borg arana. Því er það, að þegar ný vandamál steðja að, er krefj- ast útgjalda, þá er að leita til þess sem valdið hefir. Alþingi eitt hefir vald til að leggja skatta á, og þann veg bæta úr vandræðum at- vinnuleysisins. Því vilja fulltrúar Alþýðu- flokksins ekki leita til Alþing- is, er hefir vald á skattastofn- anum? Þeim ætti að vera það nær- tækt, þareð þeir hafa þar sjálf- ir meirihluta. í stað þess ætlast þeir til, að ®nn beri bæjarsjóður byrðam- ar af atvinnubótunum, og það nú, er þetta Alþingi, með meiri hluta sósíalista nýlega hefir þrengt að Reykvíkingum með hækkuðum sköttum og með því að rýra stórlega tekjumögu- leika þeirra. Bjarni Benediktsson bar fram svohljóðandi tillögu: Viðvíkjandi töku manna í atvinnubótavinnuna vísar bæj- á bæjarstjórnar- ftindíntim. Skömmu eftir að umræður byrj- uðu í bæjarstjórn í gær var fundi slitið í Iðnó, er verkamannafjelag- ið Dagsbrún og Sjómannafjelagið boðuðu tii. Þar var samþykt áskorun tjj bæjarstjórnar um fjölgun í at- vinnubótavinnunni þegar í • stað í 400 manns. Fundarmenn úr Iðnó fjölmentu síðan á bæjarstjórnarfund. Fyltist brátt áheyrendapláss þar mjög, Tóku komumenn stóla þá sem ætT- aðir eru áheyrendum og stöfluðu þeim afsíðis í salnum, svo meira rúm væri fyrir áheyrendur. Engar óspektir höfðu þeir í frammi, framan af fundi. En nokkrir þeirra gerðust háværir er á fundinn leið, og höfðu í hótun- um við bæjarfulltrúa, sögðu jafn- : vel eitthvað á þá leið, að þeir, , væru þangað komnir til þess að sjá um, að bæjarstjórn hlýddi vilja þeirra viðvíkjandi því, marg- ir yrðu í atvinnubótavinnunni framvegis. Er atvinnubótamálið hafði feng- ið þá afgreiðslu, sem fyrr segir, og tillaga Bjarna Benediktssonar var samþykt með 8 atkv. gegn 2, var mjólkurmálið á dagskrá. Hafði fulltrúi kommúnista óskað eftir því. Hann tók því ti] máls. MORGUNBLAÐIÐ En hinn fjölmenni áheyrenda- hópur vildi ekki hlýða á Björn kommúnista. Heimtuðu margir aðkomumanna, að atvinnubóta- málið yrði tekið á dagskrá að nýju. Björn lauk þá skjótt máli sínu. Þá tók borgárstjóri til máls. En er háreysti helt áfram í sáln- um var úmræðum hætt, en bæjar- fulltrúarnir undirskrifuðu fundar- gerð. Einar Olgeirsson reis þá upp og lýsti óánægju sinni yfir afgreiðslu fundarins, en sagði jafnframt yið fjelaga sína, að ráðlegast væri fyrir þá að hverfa á burt með friði að þessu sinni. Og fjaraði þá brátt út úr salnum. Þingtíðindi. BaráKan um s|álfsfæði Bún- aðarfjelagsins. Frumvarp Jóns Pálmasonar um breyting á jarðræktarlögunum, sem miðar að því að gera Búnaðar- fjelagið sjálfstætt fjelag var til 1. umr. í neðri deild í gær. — Sams konar frumvarp hefir legið fyrir undanförnum þingum, en ekki fengist fram. Á síðasta þingi bar Pjetur Magnússon máKð fram í Ed., en stjórnarliðið Ijet það daga UPPÍ. Jón Pálmason fylgdi /rumva’.p inu úr hlaði með all-ítarlegri ræðu. Ilann rakti í stórum dráttu-n sögu þessa máls frá því að breyt- Ingin var gerð með jarðræktarlög- únum, en þá var þess krafist, að Alþmgi rjeði meirihluta í stjórn Búnaðarfjelags íslands. Síðan hefðu komið fram stöð- ugar óskir frá bændum, búnaðar- samböndum og Búnaðarþingi, að fá þessu breytt. En Alþingi hefði hingað til daufheyrst við þessum kröfum og með því sumir þing- menn sýnt ljóslega skort á ein- lægni og alvöru í því að standa Við gefinp Joforð til bændanna Ræðumaður mótmælti því, að bændastjett landsins með Biinað- arþingi í broddi fylkingar væri eigi tréystandi td að fara með þat f je, sem Bfj. féngi til umráða. Einnig mótmælti ræðum. þeirri kröfu, sem núverandi ríkisstjórn hefði sett I fjáríögin ■ síðustu í sambandi við f járveinngnna tíí Bf.j. ísl. Taldi ræftjaéi'. ,sjálfsagt,. að bún-. aðarsamböndin og miðstöð þeirra,. Bfj. ísl. væri frjáls qg algerlega óháður stj ettarf j elagsskapur b ænda pg lýsti hinum mörgu og merki- legu verkefnum, sem þessi fjelags-. skapur þænda hefði með höndum. Að lok;um skoraði J, P. á ,for- sefa, ríkisstjórn og alla þingmenn,' að flýta sem mest afgreiðslu þessai ínáls, svo full lagfæring fengist áður en Búnaðarþiögi yrði slitið. Jón Sigurðsson kvaðst væötá þess, að samkomúlag gæti orðið Ú?n þetta niál, nú á þiriginu. Hann skýrði frá því, að Búnaðarþingið sem mú situr hafi haft mál þetta til meðferðar, og samþykt ein- róÚia áskortm um, að þessi breyt- ing yrði gerð. Hermann Jónasson, landbúnað- arráðherra kvaðst nýlega hafa átt tal við nefnd þá, sem Búnaðar- þing hefði falið að ræða þessi mál við stjórnina. Þeim samtölum væri Hnsmæðrafjelagið. Fundur í Gamla Bió á morgun. Mfól kui'in ál iH fil umræðu. Húsmæðrafjelag Reykjavíkur ætlar að halda fund í Gamla Bíó kl. 3 síðdegis á morgun. Áríðandi mál á dagskrá, segir stjórn Húsmæðrafjelagsins. Allir ýita hvaða mál þetta er. — Það er mjólkurmálið. Húsmæðurnar hafa til þessa reynt allar hugsanlegar leiðir til þess'að ná samkomulagi við mjólk- ursölunefnd í mjóllcurmálinu. En þetta hefir engan árangur borið. Þvert á móti; mjólkursölunefnd, eða meirihluti hennar hefir lagt alt kapp á að gera þveröfugt við það, sem húsmæðurnar hafa farið fram á — og að því loknu látið sorpblöð ríkisst jórnarinnar ausa auri og svívirðingum yfir húsmæð- urnar. Það þarf því engan að undra, þótt nú sje brostin þolinmæði hús- mæðranna. Og nú hafa húsmæðurnar ákveð- ið að láta hart mæta hörðu. Þær hafa ákveðið að gangast fyrir því, að dregið verði eins og unt er úr mjólkumeyslu í bænnm, þar til búið er að fullnægja kröfum Hús- mæðrafjelagsins, sem í einu og ölla falla saman við óskir og kröfur framleiðenda — bændanna. Ekki er minsti vafi á því, að þetta skref húsmæðranna er í fullix samræmi við vilja meginþorra. neytenda hjer í bænum. Mjólkurmálið stendur nú þann- ig, að annarsvegar era hagsmunir fámennrar pólitískrar klíku, en hinsvegar sameiginlegir hagsmnnir þúsnnda bænda og neytenda. Ríkisstjórnin hefir lagst á sveif- ina með hinni fámennu klíku og gegn hagsmunum framleiðenda og neytenda. Hún hugsar ekkert um það, þótt aðalframleiðslu þúsunda bænda verði fórnað á altari póli- tískra sjergæðinga og angurgapa. Stjórn Húsmæðrafjelagsins vænt ir þess, að húsmæður bæjarins fjölmenni á fundinn í Gamla Bíó á morgun og mæti stnndvíslega — því fundartíminn er mjög takmark aður. ekki lokið. Kvaðst ráðherrann ekki geta lagt til að málinu yrði flýtt gegn um þingið, fyr en sjeö væri hvað ofan á yrði í viðræðum við nefnd Búnaðarþingsins. Bjarni Ásgeirsson lýsti.sig fylgj andi frnmvarpinu, enda væri það samhljóða frv. er hann hefði flutt á fyrri þingum. Jón Sigurðsson kvað sjer hafa komið á óvart undirtektir landbún- aðarráðherra í þessu málí. Nefnd Búnaðarþingsins hefði einmitt spurt ráðherrann hvort ekki mætti vænta hans stuðnings í því, að Búnaðarfjelagið fengi sjálft að ráða sína stjórn, án nokkurrar íhlutunar þings eða stjórnar, og hefði ráðherrann svarað því, að hann mundi fylgja þessu alveg skilyrðislaust. Nú væri hinsvegar að heyra á ráðherranum, að hano væri hikandi í. þessu efni. Hannes Jónsson: Það ætti að vera óþarfi að hafa langar um- ræður um þetta mál. Fyrir lægi ýfirlýsing þriggja flokka, Sjálf- stæðisfl., Bændafl. og Framsóknar flokksins um það, að þeir teldu sjálfsagt að Búnaðarfjel. yrði al- gerlega sjálfstæð stofnun. Og nú yæri Búnaðarþingið einnig einróma þessu fylgjandi. — Ef flokkarnir færu nú að breyta öðru vísi, væri augljós, þ^irra loddaraleikur. Frumvarpinu var vísað til 2. umr. og landbúnaðarnefndar. Ný þingmál. Þorst. Briem flytur enn á ný frumvarp um breyting og við- auka við jarðræktarlögin, sem er að mestu samhljóða frv. því, er hann flutti á síðasta þingi. Frum- varpið fer fram á þessar breyting- ar: 1. Að, styrkur fyrir safnþrær verði hækkaður um 50 au. á dags- verk. 2. Að styrkur til framræslu verði hækkaður um þriðjung í opnum skurðum, en upp í 2 kr. á dagsverk í lokræsum. 3. Að styrkur til garðræktar hækki um þriðjung. 4. Að styrkur til votheystófta verði hækkaður úr 50 au. upp í 2 kr. á dagsverk. 5. Að styrkur verði veittur tií: þurrheyshlaða þótt gerðar sjen úr öðru efni en steinsteypu og- styrkurinn jafnframt tvöfaldaður., 6. Að leiguliðar þjóð- og kirkju- jarða njóti tilsvarandi hækkunar á þeim jarðabótadagsverkum, er ganga til greiðslu eftirgjalds. 7. Að heimilað verði að veita styrk, alt að helmings verðs, til kaupa á jarðræktarvjelum, —- Og að menn njóti sama styrks til kaupa á þeim vjelnm, er þarf við kornuppskeru og þreskingu, eine og til káupa á öðrum jarðræktar- vjelum. Funöafregnimar frá SnŒfelIsnesi. Rauðu blöðin hjer í bænu* hafa orðið til þess að auglýsa fundi þá, sem jeg nýlega helt í kjör- dæmi mínu. Eins og vænta mátti er öllu öfugt snúið og veit jeg að fæstir taka minsta mark á þessum frásögnum, svo alkunnar og róm- aðar eru þær nú orðnar hinar pólitísku „fr,jettir“ rauðu blað- anna, frá Snæfellsnesi. Ekki horfði að þeirra dómi, byrlega fyrir mjer er jeg bauð mig fram þar vestra í fyrsta sinn. Jónas frá Hriflu, sem þá hafði enn nokkurt álit meðal Tímamanna, elti mig á alla fram- boðsfundina og þóttist að lokum svo vel haldinn af þessari fram- komu sinnj, að hann mun hafa tal- ið sig geta unnið eið að því, að jeg væri kolfallinn. Enda ljet hann svo um mælt, að nokkur sjávargangur mundi af verða í Faxaflóa, er við fellum bræðurnir sitt af hvoru nesinu En hugarfar fólksins reyndist alt annað, en

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.