Morgunblaðið - 22.02.1935, Page 8
8
MORGUNBLAÐIÐ
Föstudaffinn 22. fcbr. 1985.
Smá-auglösingar
Ferrningin nálgast. Þegar mæð-
nr fylg.ja börnum sínum inn
kirkjugólfið, klæðast þær jafnan
sínum skrautlegustu fötum. Ekk-
ert er fallegra til fyrir konur á
peysufötum, í slifsi og svuntu, en
Georgette með flöjelisrósum, hvítt
eða mislitt. Sent gegn póstkröfu
um alt land. Fæst ávalt í úrvali í
Verslunin „Dyngja“.
Hún: Eftir hverju ertu að leita í
blaðinu?
Hann: Jeg er bera að gá hvort
nokkur er nýfæddur núna, sem
jeg þekki.
Við erum eina verslunin á land-
inu, sem hugsar aðallega um ís-
lenskan búning, og hefir Sauma-
stofu eingöngu fyrir hann. Höfum
því fyrirliggjandi: Sdkiklæði, Ull-
arklæði, Peysufatasilki, Upphluta-
silki, Upphlutsborða, Knipplinga,
Gull-leggingar, Peysufata. *og upp-
hlutafóður, og alt tillegg. Kven-
brjóst, Hvítar Pífur, Svartar
Blúndur, Skotthúfur, flöjel og
prjónaðar, Skúfa, Skúfsilki, Vetr-
arsjöl, Kasimírsjöl, Frönsk Sjöl,
Kögur á Sjöl, Slifsi, Slifsisborðar,
Svuntuefni, Upphlutsskyrtuefni.
Hvergi betra úrval í þessum vör-
um, Spegilflöjel og Prjónasilki í
peysuföt væntanlegt ’.ráðlega. -
Vörur sendar gegn póstkröfu um
alt land.
Verslunin „Dyngja“.
Athugið! Hattar og aðrar karl-
mannafatnaðarvörur nýkomnar.
Hafnarstræti 18. Karlmannahatta-
, búðin. Einnig handunnar hattavið-
gerðir, þær einustu bestu sama
stað
Kaupum gamian kopar. Vald.
'oulsen, Klapparstíg 29. Sími 3024
Munið Fisksöluna á Nýlendu-
götu 14. Sími 4443.
1456, 2098, 4402 hafa verið, eru
og verða, bestu fiskisímar bæjar
ins. Hafliði Baldvinsson.
Nýir kaupendur að Morgunblað-
inu fá blaðið ókeypis til næst-
komandi mánaðamóta. — Hringið
í síina 1600 og pantið blaðið. —
Súrt skyr,
hvalur og sundmagi.
Haupfjelag Borgfirilnga.
Sírni 1511.
Ityir koopeadnr
að Morgtmblað-
ínti fá blaðið ó-
keypis tíl næst-
komandí mán-
aðamóta. — —
Pantið blaðið í sima
1600.
JEorðiutHnfód
HAFRAR
ÚRVALS TEGUND.
BESTA FÓÐRIÐ, SEM ÞJER GETIÐ
GEFIÐ HESTUM YÐAR.
Ný bók:
E. Stanley Jones: Kristur á vegum Indlands.
Sr. Halldór Kolbeins þýddi eftir 27. prentun ensku útgáfunnar.
Verð kr. 3.50.
Einhver merkasta bók sinnar greinar sem út befir komið meðal
enskumælandi þjóða á síðari árum.
Nokkur eintök fást í
Bikmrsln Stgf. Eynnnðssonw
og BókabúÖ Austurbæjar, BSE, Laugaveg 34
Gold Medal
liveiti
í 5 kg. pokmti.
r\
Sími 1228.
BABYLON. 30.
Þessi fáu orð voru skrifuð með hinni stórkarla-
legu rithönd Nellu, en neðst stóð „snú við“. Og
hann sneri við blaðinu og sá þessa setningu, und-
irstrikaða: Hafðu auga með Rocco.
— Mjer þætti gaman að vita, hvað stelpukrakk-
inn er nú að aðhafast, tautaði hann meðan hann
var að rífa brjefið í smá snifsi og fleygja því í
papprískörfuna. Síðan fór hann tafarlaust í lyft-
unni niður í kjallara til þess að vitja um Rocco í
greni hans. Hann gat varla trúað því, að þessi
prúðmannlegi maður og matreiðslusnillingur tæki
þátt í vjelabrögðum með Jules og öðrum föntum.
Engu að síður hlýddi hann dóttur sinni af gömlum
vana, því hann varð að játa, að hún væri greind
og glögg.
Eldhúsin í Hótel Babylon eru eitt af furðuverk-
um Evrópu. Nokkrum árum áður en hjer var
komið sögu, hafði Felix Babylon látið endurbæta
þau öll og setja í þau öll nýjustu tæki, sem tvær
álfur til samans höfðu getað fundið upp. Þau
voru öll með marmara og gólfhellu í hólf og gólf,
svo hægt var að skola þau á hverjum morgni hátt
og lágt, eins og þilfar á herskipi. Stundum var
gestum boðið þarna niður til að sjá allar þær nýj-
ungar, sem þar voru saman komnar og hjer yrði
of langt upp að telja ,og stundum, ef hepnin var
með, gátu þeir fengið að sjá listamanninn, sem
skar myndir úr ís, eða þann sem var fremstur
allra í Evrópu í því að brjóta handþurkur. Tólf
yfirmatreiðslumenn unnu í þessum eldhúsum, á-
samt níutíu undirmatreiðslumönnum og heilum
her af hjálparfólki. En yfir öllu þessu var Rocco,
tignarlegur og ósýnilegur. Móts við miðja eldhúsa-
röðina hafði Rocco herbergi fyrir sjálfan sig, þar
sem hann hugsaði út hina heimsfrægu rjetti sína,
þessi kraftaverk, sem höfðu áunnið honum frægð
hans. Gestirnir fengu aldrei að sjá Rocco í eld-
húsinu, en hinsvegar skeði það stundum á sjer-
stökum kvöldum, að hann gekk kæruleysislega
gegnum borðsalinn, til að taka við hrósyrðum
föstu gestanna — manna, sem höfðu vit á mat og
kunnu að meta hann.
Koma Theodore Racksole — sem var sjaldgæf-
ur viðburður þarna — vakti nokkra ókyrð. Hann
kinkaði kolli til sumra yfirmatreiðslumannanna, en
sagði samt ekkert, heldur hjelt áfram innan um
menn með hvítar húfur og eldhúsáhöld. Loks sá
hann Rocco, sem var umkringdur af aðdáunarfull-
um yfirmatsveinum. Rocco laut yfir nýsteikta ak-
urhænu á bláu fati. Hann stakk gaffli í bakið á
fuiglinum og lyfti honum upp með vinstri hendi.
1 hægri hendi hjelt hann á löngum, blikandi skurð-
arhníf. Hann var að halda eina af sínum heims-
frægu sýningu í skurði. Með fjórum föstum og
óskeikulum handbrögðum skar hann fuglinn í
sundur. Þetta var listaverk, og hversu listfengt
það var í raun og veru, gátu ekki nema kunn-
áttumenn metið. Yfirmatsveinarnir Ijetu í Ijós að-
dáun sína og Rocco, langur, grannur og liðlegur,
fór inn í sitt eigið herbergi. Racksole fór á eftir
honum. Rocco settist í stól með hönd fyrir augum
— hann hafði ekki tekið eftir Racksole.
— Hvað eruð þjer nú að gera? spurði miljóna-
eigandinn brosandi.
— Ó, sagði Rocco, og stóð upp afsakandi. —
Fyrirgefið þjer, jeg var bara að hugsa út may-
onnaise, sem jeg þarf á að halda í næstu viku.
— Notið þjer ekkert efni, þegar svo stendur
á? spurði Racksole.
— Nei, jeg bý alt til í huganum. Jeg hugsa
það út. Til hvers ætti jeg að þurfa efni? Jeg
þekki hvern smekk og ilm. Jeg hugsa bara og
hugsa og svo er það búið, og jeg skrifa það nið-
ur. Svo fæ jeg besta yfirmatsveininum uppskrift-
ina — og þá er það búið. Jeg þarf ekki einu sinni
að smakka á því, því jeg veit hvemig það er á
bragðið. Þetta er alveg eins og tónsmíðar. Miklu.
tónskáldin nota ekki hljóðfæri.
— Jeg skil, svaraði Racksole.
— Það er fyrir að vinna svona, sem þjer borgið
mjer þrjú þúsund pund á ári, bætti Rocco rið,
alvarlega.
— Hafið þjer heyrt frá Jules? spurði Racksole
snögglega.
— Jules?
— Já. Hann hefir verið tekinn fastur í Ostende,
svaraði auðkýfingurinn og laug hvað af tók, upp>
á von og óvon. — Það er sagt, að fleiri sjeu við»
þetta mál riðnir — morð Reginalds Dimmock.
— Já, einmitt, svaraði Rocco dræmt og gat
varla leynt geispa. Rósemi hans var svo yfir-
gengileg, svo mögnuð, að Racksole gat ekki skilið
í öðru en hún væri uppgerð.
— Jæja, það virðist þá eftir alt saman, að lög-
reglan sje ekki eins gagnslaus og haldið var. En
þetta er samt í fyrsta sinn, sem jeg hefi vitað
hana geta eitthvað. Hjer á að rannsaka hótelið
nákvæmlega á morgun, hjelt Racksole áfram. —
Jeg segi yður það til þess að þjer skuluð vita, að
hvað yður snertir, er þessi rannsókn ekki annað>
en formsatriði. Þjer hafið vonandi ekkert á móti
því, að spæjararnir líti inn í herbergin yðar?
— Alls ekki, svaraði Rocco og ypti öxlum.
— Jeg verð að biðja yður að segja þetta ekki
neinum, sagði Racksole. — Frjettin um handtökm
Jules hefir ekki farið til annara en mín. Blöðin.
vita ekkert um það. Þjer skiljið.
Rocco brosti höfðinglega eins og hann var van-
ur, og húsbóndi hans fór. Racksole var harð-
ánægður með þessa stuttu viðræðu. Ef til vill var
það hættulegt að segja jafn greindum manni og
Rocco heila runu af lygum, og Racksole vissi ekki,.
hvernig hann ætti að gera grein fyrir þeim síðar
meir við eldameistara sinn, ef grunur hans og
Nellu sýndi sig að vera gripinn úr lausu lofti. En
engu að síður var eitthvað það í fasi Roccos, sem
sannfærði Racksole um það, að hann væri á ein-
hvern hátt riðinn við vjelabrögð Jules — og þá
sennilega líka við morð Dimmocks og hvarf
Eugens prins.
Nóttina eftir, klukkan hálftvö, þegar síðasti
hávaði á gistihúsinu var þagnaður, fór Racksole
upp í nr. 111 á annari hæð. Hann læsti hurðinni
að innanverðu og tók að rannsaka herbergið ná-
kvæmlega. öðru hvoru hrökk hann við er hann
heyrði eitthvert brak eða hávaða einhvers staðar,
og þá hlustaði hann gaumgæfilega nokkur augna-
blik. Herbergið var útbúið á sama hátt og önnur
skrautleg herbergi í Hótel Babylon, og okkert vi#
það að athuga í því tilliti. En það, sem Racksole