Morgunblaðið - 23.02.1935, Blaðsíða 3

Morgunblaðið - 23.02.1935, Blaðsíða 3
Laugardginn 23. febr. 1935. MORGUNBLAÐIÐ 3 SSSJí Mótsagnirnar og staðleysurnar \ i rógsaðferð Hriflunga á hendur Thor Jensen. Ofsóknirnar á eiganda Korp- úlfsstaðabusins halda áfram, og vekja vaxandi andstygð allra vitiborinna manna í öllum flokkum. Thor Jensen hefir aldrei gefið sig að stjórnmála- deilum og dægurþrasi. Hann hef ir gefið sig óskiftan að lausn erfiðustu vandamála fátækrar og fámennrar þjóðar, og reynst henni þarfari en flestir sam- tíðarmenn hans. Þessi maður brýst á barns- aldri úr heimahögum. Fátækur og,.föðurlaus kemur hann á f jórtánda ári hingað til íslands, án annars veganestis en hæfi- leika og áræðis. — Þessir eig- inleikar hafa markað öll spor hans á lífsleiðinni og jafnframt markað spor í sögu íslensku þjóðarinnar sem rógur og níð öfundsjú'kra og heiftrækinna smásálna fá aldrei afmáð. Þjóðin þekkir æfistarf Thor Jensen. Á sviði sjávarútvegs var hann mikilvirkur; og eru þó ef til vill landbúnaðar afrek hans mest. Hann hefir verið skáld jarðræktarinnar, trúboði frjósemi íslenskrai moldar. Ó- teljandi bændur hafa öðlast aukna trú á lífsstarf sitt, ein- göngu við það að skoða rækt- unina á Korpúlfsstöðum, og Búnaðarfjelag Islands hefir að verðleikum gert hann heiðurs- fjelaga sinn. Ekki er það vitað, að Thor Jensen hafi í ræðu eða riti, og ekki heldur í verki gert á nokk- urs manns hlut. Samt sem áð- ur má nú lesa hverskonar sví- viroingar um hann í blöðum stjórnarinnar, og engu síður í þeirri útgáfunni, sem ætluð er bændastjett landsins. Smávægileg óhöpp, sem kom- ið hafa fyrir á búum hans, eru gerð að átyllu fyrir svikabrigsl- um á hendur honum. Talað er um ,,mjólkurblöndun“, „flösku- svik“ o. fl. Eru þó óhöpp þau sem svipur hjá sjón hjá því, sem hent hefir Hjeðinn Valdi- marsson, að ekki sjeu nefnd kaupfjelög Sigurðar Kristins- sonar á Austur- og Norð-aust- urlandi, en hjá þeim reyndist nær hver vog röng, nær hvert lóð of lítið og jafnvel kvarð- amir voru of stuttir. Er þó ekki vitað að þeir hljóti ámæli fyrir meðal stjórnarliða. Og enn er hert á rógnum. Gefið er í skyn, að hann hafi átt sviksamlegan þátt í slæmri afkomu fjelags, sem hann ásamt öðrum stjórnaði, og bjargað sjer út úr klípunni með ,,minnisleysi“. Er saga sú gersamlega upplogin frá rót- um. Samtímis er svo reynt að grafa undan búrekstri Thor Jensen með hverskonar brögð- um. Mjólkurlögin eru fyrsta sporið. Án nauðsynjar og utan við höfuðtilgang laganna, er svo um hnúta búið, að það er a.m.k. hægt að banna Thor Jen- sen að selja mjólk sína ógeril- sneydda, en þannig hefir hún að makleikum unnið hylli húsmæðra í Reykjavík. Og nú loks er með ráðherra-úskurði ákveðið að Korpúlfsstaðamjólk megi ekki vera neysluvara, nema blönduð mjólk frá hundr uðum annara heimila. Með þessu er brotin hugsjón Thor Jensen, sú hugsjón, að gefa neyterdum kost á því, að fá ógerilsneydda mjólk sem þó sje örugg frá heilbrigðissjón- armiði. Mjólkurlögin og núveranflij framkvæmd þeirra skaða Tlior Jensen um marga tugi þúsunda á ári, og neyða hann ef til vil'l til þess að hætta búrekstri. — Fari svo, ætti heift þeirra manna, sem hann hefir aldrei lagt illt til, að vera svalað. En þá er eftir að róa almenning, sem krefst þess að fá áfram að njóta ávaxtanna af Grettis- taki Thor Jensen á Korpúlfs- stöðum. Sennilega er það í því skyni gert að hafinn er ófyrir- leitinn atvinnurógur á búrekst- ur Thor Jensen. Síðasta ,dæmi þess er greinin „Hvernig er Korpúlfsstaðabúið" í dagblaði Tímamanna. Þar er skýrt frá því, að nefnd íróðra manna, hafi athugað öll mjólkurbúin, og síðan birtar aðfinslur nefnd arinnar við Korpúlfsstaða- mjólkurbúið. Með þessu á að sanna hve ljelegt það sje. Ekki er þess með einu orði getið að hin mjólkurbúin sjeu aðfinslu- verð, enda verður að játa, að rógberunum var vorkun, því með slíkri upplýsingu var auð- vitað rógurinn að engu orðinn. En sannleikurinn er sá, að öll mjólkurbúin sæta aðfinslum frá sömu skoðunarmönnum, ýmist svipuðum eða meiri en Korp- úlfsstaðamjólkurbúið. Þá er og reynt að smeygja því inn í huga lesenda, að búið á Korp- úifsstöðum sje sama og mjólk- urbúið, til þess að reyna að gera að engu vottorð Hannesar dýralæknis, sem segir, að „við nákvæma rannsókn á . öllum kúm frá kúabúum Thor Jen- sen“ hafi komið í ljós, að „kúastofn þessi er hinn örúgg- asti og ákjósanlegasti til fraim leiðslu heilnæmrar ungbarna- mjólkur", „hirðing og fóðrun skepnanna er í hinu frábæri- legasta lagi og hreinlæti hið fullkomnasta“. Og loks segir Hannes dýralæknir um húsa- kynni kúnna ,,að hvergi hjer- lendis og tæpast erlendis mun vera eins vel til þeirra vandað og á búum Thor Jensen“. Fram hjá öllu þessu er geng- ið, og þó raunar ekki, því í dagblaði Tímamanna segir Jón- as Jónsson frá Hriflu um þessi húsakynni: „úr öllum fjósum hans (þ. e. Thor Jensen), emn- ig þeim, sem álitin eru lítt hæf fyrir kýr.“ Lýsing Hannesar Jónssonar er rjett lýsing á búinu á Korp- úlfsstöðum. Hitt er annað mál, að við mjólkurbúið, þ.e. vinslu- stöðina, hafa verið gerðar smá- vægilegar aðfinslur. Svona er nú vopnaburðurinn gegn Thor Jensen. En til frek- ari skilningsauka skál nú birt orðrjett úr skýrslu áðúrgetrnna skoðunarmanna, hókkfár áf þeitn aðfinslumj sem þeir géfa um hin mjólkurbúin, sem steíja mjólk hingað tl Reýkjávikuf: ' ' j I. 1 * i ':v „Mjólkurbústjófiíih ‘ 4 hefir skýrt osS frá að váthíð'fí’á þess- um brunni sje mjÖg blandað óhreiniudum og ryðij sem erf- Stt sje að hréinsa úr, og auk þess hafi þáð reynst of lítið“. H. ' Viðhald á húsum og vjelum verksmiðjunnar virðist vera mjög ófullnægjandi. Gólf húss- ins eru víða skemd og slitin, og ýmsar aðrar nauðsynlegaf viðgerðir hússinu til viðhalds hafa ekki verið gerðar. Loft- ræsting í húsunum er mjög ófullkomin. Umgengni og hreinlæti: Við- víkjandi þessu teljum vjer að allmikið skorti á, að hjer sje fuljnægt þeim kröfum, sem gera þarf á fullkominni mjólk- urvinslustöð. III. Umgengni, og -þreinlæti. I sambandi við þennán lið skal það tekið fram, að loftræst- ing er mjög ófullnægjandi í mjólkurmóttöku, dunkaþvotta- lclefa, flöskuþvotta- og áfylling- afklefa. Þetta orsakai* að loft og jafnvel veggir þessarar her- bergja eru mjög blautir, og er því ekki hægt að viðhafa það hreinlæti, sem nauðsynlegt er á þessari mjólkurvinslustöð“. Hjer er nú sýnishorn af því sem sagt er um hin mjólkur- búin. Um það, hvérsu alvar- lega mjólkurnefnd og ríkis- stjórn taka þessu, geta menn dæmt á því, að nú hafa þessi ,,yfirvöld“ skipað svo fyrir, að öll • mjólk skuli gerilsneydd í stöð M. R., en síðasta aðfinslan er um þá ^töð, og þar er sagt að ekki sje „hægt aS viðhafa það hreinlæti sem nauðsynlegt er“, fyr en umbætur hafi farið fram, en enn hefir ekkert í því verið gert. Morgunblaðið veit, að stöð M. R. er af fullkomnustu gerð í einu og öllu, og tekur því ekki aðfinslur þessar of alvarlega. En því eru þá samskonar að- finslur gerðar að rógsmáli á hendur Korpúlfsstaða-mjólkur- búinu? Hvort vilja þeir Sveinbjörn Högnason, Egill og Guðmundur R. Oddsson heldur kyngja lyg- unum um Thor Jensen og at- vinnurógnum á hendur honum, eða Viðurkenna, að þeir hafa knúð Hermann Jónasson ráð- herra til þess að skipa svo fyr- ir, að Reykvíkingar fái ekki mjólkurdropa nema hann sje Húsmæðra- fjelagsfiindur fi €amla Bíé fi dag kl. 3. RriðandS mðl ? dinskri. Konnr mæti stnndvislega. áður „hreinsaður“ í stöð þar sem „ekki er hægt að viðhafa þ'áS ’hréinlæti, sem' háúðsýnlegt. er“? Nei, brigslið, níðið og at- vinnurogurinn u«r Thör Jénsen keyrir svo úr hófi, að í öllum kvikindishætti Jónasar Jónsson- ar er fátt verra. Þýkir rjett að Ijúka þessum línum með því, að minna þann mann á, að nú þeg- ar hann á að hefja fundahöld með dönskum gestum, þá færi best á að hann legði niður fyrri venjur, að skríða í duftinu fyr- ir þeim eingöngu af því, að þeir eru danskir, úr því hann gerir það að svívirðingaefni á Thor Jensen, að hann er danskur að ætt. Þmgtífiiindi. Sveilasljérnar- kosningar. Frumvarp stjórnarinnar um sveitarstjórnarkosningar var til 1. umr. í Nd. í gær. Þegar atvinnnmálaráðherra hafði fyígt frumvarpinu úr hlaði með stúttri ræðu, kvöddu sjer hljóðs þeir Thor Thors, Pjetur Ottesen og Jón Pálma- son og gerðu athugasemdir við frumvarpið. Höfðu þeir einkum það að athuga, að fyrirskipuð væri hlutfallskosning í sveitum, í stpð þess aðeins að heimila þá kosningaaðferð. Bentu þeir á, að það væri ýmsum erfiðleik- um bundið, að hafa hlutíalls- kosningar í fámennum sveita- hreppum og að þessu fylgdi nokkur kostnaður og fyrirhöfn. Myndi rjettara að láta sveit- irnar sjálfráðar um það, hvort þær,yjldu hafa þessa kosninga- aðferð éða aðra. P. Ottesen fann einnig sjerstaklega að því, að samkvæmt frumvarpinu ætti hreppsnefnd að kjósa sýslu nefndarmann; nú væru sýslu- nefndarmenn kosnir á almenn- um hreppsfundi og væri það frjálslegra og heilbrigðara. Frumvarpinu var vísað til allsherjarnefndar. Afnánn sjálfs- eignabýla. Frumvarp þeirra fjórmenn- inga (H. Vald., Bergs J., Páls Zoph. og St. Jóh. Stef.), um bann við sölu þjóð- og kirkju- jarða kom einnig til 1. umr. í Nd. í gær. Frumvarp þetta mætti harð- vítugri mótspyrnu frá þeim P. Öttesen, Guðbr. ísberg, Sigurði Kristjánssyni og Hanínesi Jóná- syni. En þeir Hjéðinn Vald., P. Zoþh. og Hermann landbún- aðarráðherra(!) vöíðú þetta sameiginlega afkvæmi rauðu fíokkanna, sem á að vera fyrsta skrefið til afnáms állrar sjálfsábúðar í landinu og þjóðnýta allar jarðir. Sagði Hjeðinn, að það væri eitt samn- ingsatriðið milii stjórnarflokk- anna að þetta frumvarp yrði að lögum á þessu þingi og þvi játaði landbúnaðarráðherrann. Auðvitað hafa stjórnarflokk arnir það á valdi sínu, að sam- þykkja frumvarp þetta. En það kom berlega í ljós í gær, að málið fær ekki greiðan gang gegn um þingið, svo kröfug- lega tóku andstæðingar frum- varpsins á móti því við 1. um- ræðu og gat engum dulist, er á hlýddi, að þeir fóru með full- kominn sigur af hólmi í um- ræðunum. Umræðunni varð ekki lokið. Ný þingmál. Hannés Jónsson og Magnús Torfason flytja enn á hý frum- varp um breyting á lögum nr. 79, 1933, um heimildir til ým- issa ráðstafana vegna fjár- kreppunnar. Samkvæmt frumvai’pi þessu skal ríkisstjórninni vera heim- ilt að greiða árlega úr ríkis- sjóði alt að 2% af vöxtum fasteignalána og lána gegn af- gjaldskvöð þeirra manna, er reka landbúnað sem aðalat- vinnuveg, þó ekki meira en svo, að lántakandi greiði sjálfur 2% vöxtu af lánum til nýbýla frá byggingar- og landnáms- sjóði og 3 % af lánum til end- urbygginga íbúðarhúsa í sveit- um, en 4% af öðrum fasteigna- lánum. Frumvarp samhljóða þessu fluttu sömu menn á síðasta þingi. Flugmálaráðuneytið brcska kaapír fltig- vjel þeírra ScoUs og Blacks. London 22. febr. FÚ Breska flugmálaráðuneytið hefir nú keypt flugvjel þá sem þeir Scott og Campell Black notuðu þegar þeir settu met sitt í fluginu milli London og Melbourne. Flugvjelin heitir Grosvenor House. \ I

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.