Morgunblaðið - 23.02.1935, Blaðsíða 8

Morgunblaðið - 23.02.1935, Blaðsíða 8
8 MORGUNBLAÐIÐ Lauffardginn 23. febr. 1935. ■■"''Jiiiiri —mmwmu SSmá-auglúsingar Stúlkan sem fann skítSiS, neðst á Hverfisgötu í gærkvöldi er vin- samlega beðin að skila því á Brávallagötu 22, uppi, gegn fund- arlaunum. Postulíns kaffistell, matarstell og bollapör meS heildsöluverði. Laufásveg 44. Kaupum gamlan kopar. Vald. ^oulsen, Klapparstíg 29. Sími 3024 1|| Munið Fisksöluna á Nýlendu- götu 14. Sími 4443. Á dansleik: — Hvaða síma haf- ið þjer, ungfrú? — Það stendur í símaskránni. — Hvað heitið þjer þá? — Það skránni. stendur líka í síma- = 1456, 2098, 4402 hafa verið, eru og verða, bestu fiskisímar bæjar- ins. Hafliði Baldvinsson. Nýir kaupendur að Morgunblað- inu fá blaðið ókeypis til næst- komandi mánaðamóta. — Hringið í síma 1600 og pantið blaðið. — Nýkomið: ísl. smjör og valdar danskar kartöflur á kr. 9,75 pokinn. Smjörlíki 0,65 og allar aðrar vörur með tilsvarandi lágu verði Jóhannes Jóhannsson, Grundarstíg 2. Sími 4131. Mo rgunstfínd gefur gtdí í mtind þeím, sem auglýsa í Morgunbíaðíntt. iimM x Ol; HAFRA ÚRVALS TEGUND. BESTA FÓÐRIÐ, SEM ÞJER GETIÐ GEFIÐ HESTUM YÐAR. Hangikj ötið þjóðfræga af Hólsfjallasauðum er nýkomið úr reykhúsinu. Samband ísl. samvinnuffelaga. Sími 1080. Morgunblaðið með morgunkaffinu. Símí: 1-2-3-4. ■ I Smásöluvefð á vindlingapappír má eigi vera hærra en hjer segir: Riz La X Do. Archer Zig Zag Job Do. 60 blaða pakki 120 — — 60 — — 60 — — 60 — — 120 — — kr. 0.20' — 0.35> — 0.20 — 0.20 — 0.20 — 0.38' Utan Reykjavíkur og Hafnarfjarðar má álagningin £ smásölu vera 3% hærri vegna flutningskostnaðar. Reykjavík, 8- febrúar 1935. Töbakseinkasala Ríkísins. BABTION. 31. gaf mestan gaum, var gólfið. Hann tók upp þykku persnesku ábreiðuna og athugaði öll samskeyti, en fann ekkert grunsamlegt. Síðan fór hann inn í búningsherbergið og loks baðherbergið, sem bæði voru áföst við aðalherbergði. En á hvorug- um staðnum var hann heppnari en í aðalherberg- inu. Loks kom hann að baðkerinu, sem var innan í umgerð, með hurð til hliðar, en þarna virtist enginn slíkur skápur vera. Hann barði á trjeð, en heyrði ekkert „einkennilegt hljóð“ eins og stund- um gefur til kynna leynihólf. Af rælni sneri hann kaldvatnshananum við baðkerið, og vatnið streymdi í kerið. Hann lokaði hananum og opnaði tæmihanann, en þá vildi svo til, að hnje hans snerti þilið nokkuð fast, og það ljet undan og hann sá, að eitt borðið var laust, en á hjörum að utan- verðu, og þar kom í ljós stórt rúm fyrir endanum á baðkerinu. Racksole reyndi að endurtaka þetta bragð við hanann, en það mistókst, svo hann gat ekki sjeð, hvort nokkurt samband var milli hans og iæsingarinnar á leynidyrunum. Hann gat ekki sjeð inn í rúmið fyrir innan og rafmagnsljósið var fast, svo ekki varð það notað. Hann þreifaði í vasa sinn og fann til allrar hamingju eldspýtu- stokk. Hann kveikti, en gat samt ekki sjeð neitt verulega inn í hola rúmið, ekki nema svo sem þrjú fet. Hann tróðst með nokkrum erfiðismunum gegn um rifuna og sat á hækjum inn í myrkrinu, en þá vildi honum það óhapp til, að þegar hann ætlaði að kveikja aftur, kveikti hann í öllum spýtunum, sem í stokknum voru og hálfkafnaði í svælunni, sem af því varð. En ein spýta var þó logandi eftir á gólfinu, og við bjarmann af henni horfði Racksole niður í holu, sem gapti þarna við fætur hans og virtist vera botnlaus, en hjer um bil hálft annað fet á hvern veg. En það skrítnasta var, að kaðalstigi lá niður 1 holuna. Þá brosti Racksole ánægjulega. Eldspýtan slokknaði. ‘Átti hann nú að gera langa ferð eftir eldspýt- um eða átti hann að fara niður stigann án nokk- urs undirbúnings? Hann ákvarðaði hið síðar- nefnda og það því fremur sem hann þóttist sjá ofurlítinn Ijósbjarma langt niðri. Með óendanlegri aðgætni þrengdi hann sjer niður í holuna, sem var eins og brunnur, og gekk niður stigann. Hann sá nú, að bjarminn kom gegn um lítið gat á þilinu. Hann lagði augað að þilinu og sá, að þama var besta útsýni yfir viðhafnar- baðherbergið og gegn um dyrnar á því inn í svefnherbergið. Við stóra þvottaborðið með marm- araplötunni í svefnherberginu stóð maður, sem laut yfir eitthvað, sem lá á borðinu. Maðurinn var Rocco. XIII. KAPÍTULI. Vitanlega lá það í augum uppi, að þessi leyni- gangur hafði verið útbúinn af einhverjum, einum eða fleirum, sem þurftu að hafa auga á íbúum viðhafnarherbergjanna, í glæpsamlegum tilgangi. Þessi leynigangur .var hvort tveggja í senn snið- uglega útbúinn og einfaldur. Sennilega hafði verið notaður gangurinn, sem vatnsleiðslunum hafði verið ætlaður, en þær færðar inn í veginn, sem var þykkur og gaf þeim því nægilegt rúm. Gatið, sem hann nú horfði gegn um, var mjög lítið og sennilega ósýnilegt úr herberginu. Einu tók hann eftir í sambandi við þetta gat, sem sje því, að var ætlað manni, sem var hærri vexti en hann var sjálfur, því hann varð að tylla sjer á tá til þess að hafa gagn af því. Hann mundi það, að bæði Jules og Rocco voru yfir meðalhæð og báðir grann- vaxnir og gátu tiltölulega auðveldlega komist nið- ur leyniganginn. Sjálfum veitti honum það erfið- ara, því þó hann væri ekki feitur, var hann þrek- vaxnari en þeir. Alt þetta þaut gegn um heila hans, meðan hann horfði eins og þrumu lostinn á hreyfingar Roccos. Dyrnar milli herbergjanna voru svo vel opnar, að hann sá yfir mikinn hluta af herberginu, þar á *tneðal hið skrautlega rúm, sem þar var, en hins vegar ekki nema nokkuð af þvottaborðinu. Fyrst gat Racksole ekki almennilega sjeð hvað það var, sem á því lá, en eftir því sem augu hans vöndust birtunni, fann það út. Það var mannslík. Eða öllu heldur, Racksole gat sjeð mannsfætur á þessum helming borðsinss, sem sýnilegur var. Hann hrylti ósjálfráð við þessu,, og fjekk það hugboð, að Rocco væri þarna með- einhverja mannveru á valdi sínu, sem lægi mátt- laus á marmaraborðinu. Fæturnir hreyfðust aldrei,. svo annað hvort hlaut maðurinn að vera undir- áhrifum svefnmeðals eða þá — dauður. Racksole langaði mest til að æpa upp yfir sig: og stöðva þannig þessa miðnæturvinnu Roccos,, sem fór fram svona fyrir augum hans, en til allr- ar hepni stilti hann sig um það. Á þvottaborðinu gat hann sjeð einkennileg verk- færi, sem Rocco notaði öðru hvoru. Verkið virtist. taka eilífðar tíma, en loks -var því þó lokið og Rocco rjetti úr sjer með ánægjusvip og blístraði nokkra takta úr Cavalleria Rusticana og gekk síðan inn í baðherbergði þar sem hann fór rólega úr treyjunni og þvoði sjer um hendurnar. Meðan hann stóð letilega og þurkaði löngu, grönnu fing- urna, var hann ekki meira en fjögur fet frá Rack- sole, og hann skalf af tilhugsuninni, að ef til vill sæist hann, og hjelt niðri í sjer andanum. En það varð ekki, og Rocco sneri aftur inn í svefnher- bergið án þess að gruna neitt. Racksole sá hann breiða einhverskonar flúnelsábreiðu yfir líkið og lyfta því síðan yfir í rúmið, og þar lá það------ hræðilega hreyfingarlaust. Því nú var hann orð- inn viss um, að þetta væri lík, sem Rocco var að fást við, en af hverjum var það og hvað var hann að gera við það? Var þetta raunverulega gistihús í West End í London, þeirri borg í heiminum, sem hefir besta lögreglu? Það var ótrúlegt og ómögulegt, en samt satt. Enn einu sinni mintist hann þess, sem Felix Babylon hafði sagt við hann, og sá enn, að það var satt. Eigandi svona völundarhúss getur aldrei fengið fengið að vita tíunda hluta af því, sem ger- ist rjett við nefið á honum, því sjálft andrúms- loftið á slíkum stað hlýtur altaf að vera þrungið leyndardómum og viðburðum, sem í fljótu bragði er ekki hægt að skýra. Samt sem áður fanst nú Racksole að forsjónin gengi nokkuð langt, þegar yfirmatsveinninn var farinn að eyða löngum urstundum yfir mannslíki í viðhafnar-svefnher-

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.