Morgunblaðið - 23.02.1935, Síða 6
MORGUNBLAÐIÐ
Laugardgínn 23. febr. 1935..
HDpelsfnoi
sætar og safamiklar.
Nýjar birgðir.
Bananar,
Epli.
Sítrónur-
tUUeimidl
Odýrl fcföt
af fullorðnu
Hangikjöt
af Hólsfjöllum
Dilkakjöt
norðlenskt
Miðdagspylsur.
Wienarpylsur.
Kindabjúgu.
Hrossabjúgu.
Kjötfars.
Fiskfars.
Álegg á brauð t. d.
Reyktur lax.
Allsk. pylsur.
Mjólkurostar.
Mysuostur.
Salöt.
Græumeti allskonar.
Einnig ’seljum rið ágætar
hráar rullupylsur mjög ódýrt.
Hiðtbúð
flsg. Hsgeirsson
Sími 3416.
Þingholtsstræti 15
PeniigalðR.
Góður maður, sem vill lána ábyggi-
legum manni, sem befir góð með-
næli, og getur boðið góða trygg-
ingu, (ábyrgð eða veð), kr. 500.00
gjöri svo vel og leggi tilboð á
A. S. 1, merkt: „500".
BiÖjiÖ ávalt
uni hiö besta.
Spikfeitl kföt
af ful’orðnu fje á 40 sura % kg.
í írampörtum og 50 aura í lærum
Bes:a saltkjötið, sem ál bæjar-
ians befir fhitst, fæst í andirrh
r.ðri ve.slun.
A!t stnt heim.
Vcrslan
Svcins Jóhannssonar,
Bergstaðastræti 15. Sími 2091,
Aðfinnslur ríkisstjórnarinnar
útaf kaupum bæjarins á hitarjett-
indum^Reykja og Reykjahvols
eru alveg út í hött.
• Á síðasta bæjarstjórnarfundi
skýrði borgarstjóri frá því, að
honum befði borist. brjef frá rík-
isstjórninni, þar sem hún sam-
þykti kaup bæjarins á hitarjett-
indunum' að Reykjum og Reykja-
hvoli í Mosfellssveit, með þeim
skilmálum, sem stæðu til boða.
En nokkur umyrði eru í brjefi
þessu ríkisstjórnarinnar.
Út af þessu skýrði borgarstjóri
frá málinu, og frá innihaldi brjefs
þessa.
Hann komSt að orði á þessa Ifúðý
Það þótti að vísu nokkuð efa-
mál, hvort leyfi ríkisstjórnar
þyrfti til að gera kaup þessi. En
mjer þótti öruggara að fá þetta
leyfi, því kaup þessi eru svo ná-
iægt því að vera kaup á fasteign.
Áður en ríkisstjórnin veitti sam-
þykki sitt, óskaði hún eftir nokkr-
um upplýsingum viðvíkjandi und-
irbúningi málsins. Að þeim fengn-
um, veitti hún leyfið með brjefi
13. febrúar.
En þar sem í brjefi þessu eru
nokkur ummæli um undirþúning
málsins, taldi jeg rjett að taka
þetta mál á dagskrá.
í brjefi ráðuneytisins er komið
að orði á þá leið, að ráðune^tið
vilji eftir atvikum gefa samþykki
sitt enda þótt, það sje skoðun ráðu-
neytisins, að eðlilegt hefði verið,
að möguleikar til hitaveitu hefðu
verið rannsakaðir á fleiri stöðum,
áður en Reykjaveitan var ákveðin,
að rjett hefði yerið að leita kaupa
á jörðunum eða þá a. m. k. á blett-
um, t. d. undir hús fvrir þá menn
sem gæta eiga veitunnar og þurfa
að vera búsettir við uppspretturn-
ar. *
Það er auðfundið, sagði borgar
stjóri, af ummælum þessum, að
hjor eimir eftir af andstöðu
þeirri, sem verið hefir innan Al-
þýðuflokksins gegn þessu máli.
En engar af aðfinslum þessum,
hafa við rök að styðjast.
Um rannsókn á hitaveitu frá
fleiri stöðum er það að segja, að
fyrst vár sá jarðhitastaður rann-
sakaður, sem næstur er bænum,
hjerna við Þvottalaugarnar.
Það þótti ekki tiltækilegt að
halda þeirri rannsókn lengur
áfram en gert var, og ekki von urn
að þar fengist nægilegt hitamagn.
Heita vatnið frá Laugunum hef-
ir nú verið notað til upphitunar á
litlum bæjarhluta, og hefir reynst
vel. Áf því hefir fengist mikilverð
tilraun.
En svo virðist ráðuneytið ætla,
að taka befði átt fleiri staði til
rannsóknar, áður en keypt væru
hitarjettindin í Reykjum.
En það sem sker úr um þetta
er það, hversu Reykir eru mikið
nær bænum, en önnur hitasvæði.
Því gat það ekki komið t.i] mála,
að sækja bið heita vatn til fjar-
lægari staða, ef nægilegt vatns-
magn reyndist vera að Reykjum.
Jeg get skilið, að ráðuneytinu sje
það ekki ljóst, hve mikla þýðingu
það hefir, að leiðslan verði ekki
óþarflega löng.
Leiðslan frð Reykjum til hæjar-
íus verður sú lengsta hitaiei.ðsla
hjer í álfu. Hún verður 14 kíló-
metrar.
Erfiðleikána vio Svo 'langa leiðslu
er hægt að leysá. En þeir eru
aðallega innifaldir í því, að ein-
angra pípurnar svo vel, að vatnið
kælist ekki of mikið, meðan það
er í pípunum.
Jeg get því o.kki skoðað það
i'jettrnæta að,finslu, að eigi hafi
verið rannsakaðir staðir, sem f jær
eru bænum, eftir að fengin var
vitneskja um, að hægt er að nota
þennan stað.
Þá er að því fundið í brjefi
ráðuneytisins, að eigi hafi verið
leitað kaupa á jörðunum, Reykj-
um og Reykjahvoli.
Jeg hygg, að bæjarstjórn sje það
kunnugt, að leitast var eftir því,
að fá jarðirnar „á hendina", þetta
tímabil 2% ár, sem rannsókn á
hitasvæðinu færi fram.
Var þess enginn kostur að fá
aðra jörðina keypta. En hin fekkst
keypt strax er rannsóknirnar byrj
uðu. En það vildi jeg ekki, áður en
vitað var um hve mikið fengist
þar af heitu vatni.
Loks er að því fundið, að ekki
hafi verið leitað kaupa á blettum
nálægt uppsprettunum. Þetta var
og gert. En samkomulag náðist
ekki. En það ér innifalið í samn-
ingunum, að bæmim er trygður
rjettur til að kaupa slíkfi blettí
fyrir matsverð.
nKosningarM
á Lahdsfandí bænda.
‘f Eins og getið hefir verið áður,
tók „meiri fiíutí'nú", siéin ísat eftir
á landsfundi bænda (framsóknar-
menn) sjer fyrir hendur að kjósai
eða tilnefna menn í sfjórn og
fulltrúaráð bins nýs¥ofnaðá sam-
bátids, og tók þar með nöfn nokk-
úrrá' Sjálfstæðismanna í heimildar-
levsi og óaðsþurt. Vitanlega er
þetia markleysa ein og munu
Sjálfstæðismenn eigi taka við þessi
um sætum. Ef blaðinU' kunnugt
um, að þegar hafa tveir, sem
kosnir voru í stjórnina, þeir Olaf-
ur Bjarnason. í Brautarholti og
Gestur Andrjesson á Hálsi, og
aðrir tveir, er: tilnefndir voru í
fulltrúaráð, þeir Eggert Leví á
Ósum og Þorst. Þorsteinsson sýslu
maður, gefið þá yfirlýsingu, að
þmr tækju eigi að sjer að gegna
þessum störfum og væru eigi með
í fjelagsskapnum, eins og bonum
er nú í skinn komið.
Dönsku fulltrúarnir í ráðgjafa-
nefndinni, þeir Ilalfdan Hendrik-
sen stórkaupm., E. Arup prófessor
og Hans Nielsen, komu liingað í
gærkvöldi með Drotningunni. —-
Danski sendiherrann Fontenay var
og meðal farþega hingað.
Hjúskapur. S. 1. laugardag voru
gefin saman í hjónaband af síra
Ólafi Sæmundssyni, ungfrú Gróa
Jakobsdóttir og Jón Erlingsson,
vjelstjóra á e.s. Katla.
Enska tóbakiÖ
tekiö af logara-
sjómönnnm.
Ný reglagerð.
Togaraskipstjóri einn hringdi
til Morgunblaðsins í gær, og
skýrði frá því, að sjómenn á
togurum hefðu nú orðið fyrir
barðinu á nýrri tilhögun við-
víkjandi tóbakskaupum togara-
manna.
Eins og allir vita, sagði hann,
reykja sjómenn allmikið. Hafa
þeir undanfarin ár haft það
að sið, að kaupa talsvert af
tóbaki í Englandi síðustu ferð-
ina, sem þeir fara þangað á ís-
fisksvertíð. Hefir tóbakið að
sjálfsögðu verið innsiglað er til
landsins kom.
En síðan hafa þeir, er salt-
fiskvertíð byrjaði fengið tó-
bak þetta smátt og smátt út
úr hinum innsigiuðu birgðum og
þannig treint sjer þetta tóbak
fram á vertíðina, sjer til sparn-
aðar, því 1 Englandi fá þeir
tóbakið án tollálagningar.
Eftir því sem skipstjóri sagði
blaðinu, er nú komin önnur
skipun á þetta.
Þegar togarar hafa komið
frá Englandi nú upp á síðkast-
ið hafa togaramenn ekki feng-
ið að halda þessu tóbaki sínu,
heldur hefir það verið af þeim
tekið, samkvæmt nýjum regl-
um er um það hafa verið sett-
ar. Hann hjelt jafnvel, að
meiningin væri að gera tóbakið
upptækt, enda þótt um enga
smyglun eða tilraun til smygl-
unar hefði verið að ræða.
Sagði hann að togaramönn-
um myndi mjög bregða við
þessar ráðstafanir.
Ný framkvæmd
tóbak»ein.kasölu-
laganna.
Blaðið spurði forstjóra Tó-
bakseinkasölunnar að því í gær-
kvöldi hvernig á þessari breyt-
ingu stæði, Hann sagði það
rjett vera, að nú væri fyrir það
girt, að togaramenn mættu
hafa tóbak geyínt undir toll-
innsigli i togurunum, eftir að
skipin væru byrjuð að veiða
hjer við iand.
í raun og veru væru ákvæði
tóbákseinkasölulaganna þannig,
að þetta mætti ékki. Þó hefði
þetta verið dregið í efa.
En til þess að taka af öll
tyímæli, hefði skýlaust ákvæði
um þetta verið sett í reglugerð
er út var gefin 31. jan.
Hann sagði ennfremur, að á-
kvæði reglugerðarinnar snertu
eigi síður fólksflutningaskip.
Eftir henni væri það mjög
minkað hve mikið þau fengju
út úr tollgeymslu af tóbaki því
sem þau hafa meðferðis er þau
koma til landsins.
En það er misskilningur, að
komið hafi til mála, að gera
tóbakið í togurunum upptækt
án endurgjalds, heldur hefir
það verið ákveðið, að greiða
eigendum þess, sjómönnunum,
fyrir það bið sama verð og þeir
hafa greitt fyrir það út úr
tolli í Englandi, ef togarinn
hefir lagt frá landi, áður en
hin nýja reglugerð var aug-
lýst.
Ný blifð
koma b dag.
BokMaióH
Búnaðarsamband
Húnavatnssýslu.
Aðalfandar veslar"
deí ldarínnar.
Hvammstanga, 21. febr. FÚ
.SíðastHðinn þriðjudag var aðal-
fundur vesturdeildar Búnaðarsam-
bands Húnavatnssýslu haldinn hjer
á Hvammstanga. Á fundinum vorn
mættir, deildarstjórn og fulltrúar
frá öllum búnaðarfjelögum deild-
arsvæðisins.
Á fundinum voru eftirfarandi á-
lyktanir gerðar -.
1. að styðja tílraunir með korn-
rækt á deildarsvæðinu.
2. að skora á deildarstjórn að
beita sjer fyrir því, að fá send-
ingarkostnað garðávaxta lækkað-
an frá því, sem nú er.
3. deildárstjórn falið áð leita
eftir því hjá húnaðarf jelögum,.
Iiver þörf muni á kartöí'lugeymslu
fyrir deildarsvæðið, og jafnframt
að athuga hvað slík •evms.a rnuv
kosta, og leggja þá áætlun fyrir
næsta aðalfund.
4. Ákveðið að greiða til styrkt-
ar lax- og silungsklaks á fjelags-
svæðinu 20C krónur, sje ákveðnum
skilyrðnm fnllnægt.
5. Ákveðið að veita 300 króna
stvrk til garðræktar á svæðinu.
6. Samþykt að verja alt að 200
krónum tíl vaxtagreiðslu vegna
lána, seni fengin yrðu ti) safn-
þróa og- haughúsa, árið 1935.
7. Deildarstjórn veift heimild til
að styrkja kaup einnar spunavjel-
ar í hverju hreppsfjelagi, með 80'
krónum.
í stjórn deildarinnar var kos
inn. Steinbjörn Jónsson, bóndi á
Syðrivöllum, og endurskoðandi'
Kjartan Guðmundsson, bóndi í:
Tjarnarkoti. Méðstjórnandi bún-
aðarsambands Húnavatnssýslu til
næstu fjögurra ára var kosinre
Gísli Eiríksson, Stað.
Eimskip. Gullfoss fór frá Leith
í gær á leið til Vestmannaeyja.
Goðafoss er væntanlegur til Vest-
mannaeyja í dag. Dettifoss er á
leið til Hull frá Vestmannaeyjum.
Brúarfoss var á Vopnafirði í gær.
Lagarfoss fer frá Kaupmannahöfnf
í dag. Selfoss er á leið til Aber
deen frá Vestmannaeyjum.