Morgunblaðið - 01.03.1935, Blaðsíða 6

Morgunblaðið - 01.03.1935, Blaðsíða 6
6 Föstudaginn 1. mars 1935. Mto«m & Qlsem í prengidaginn I Víktoríti- og heílbatmír fást hjá okkttr. 'fa i-r l Ufsala. Ein af þeim bestu byrjar í dag, 1. mars, og stendur yfir aðeins nokkra daga. Á útsölunni seljum yið ýmiskonar tilbúinn fatnað fyrir kvenfólk, herra og börn, fyrir hálfvirði og minna. Ennfremur seljum við nokkur pör af skófatnaði fyrir kvenfólk og börn, stór og lítil númer, fyrir örlítið verð- AHar aðrar vörur með 10% afslætti meðan útsalan stendur. Verslonln Sandaerðl. Laugavegi 80. Lfifsorka, l Lffsgleði, Maiarlyst, Svefn. Svona leit ég út fyrir nokkrum mánuðum. Námskei ð fyrír húsgagnasmíðí. Fyrir viku kom hingað dansk ur maður, I. C. Christensen, frá firmanu Sadolin og Holmblad í Kaupmannahöfn, til þess að kenna íslenskum húsgagnasmið Um hvernig þeir eiga að nota hin nýustu lökk og „bæsa“, sem verksmiðjan framleiðir. Kom hann hingað á vegum verslunarinnar „Málarinn“, sem hefir umboð fyrir verksmiðj- una á þessum vörum. Hr. Christensen er altaf á ferðalagi fyrir Sadolin & Holm blad um alla Norðurálfu til þess að kenna mönnum rjetta aðferð við notkun á þessum vörutegundum, og hjer hefir hann nú haldið vikunámskeið, þar sem voru milli 60 og 70 trjesmiðir og húsgagnasmiðir. I gærkvöldi helt hann fyrir- lestur í Varðarhúsinu um þetta sama efni. Hann lýsti því fyrst hvað hægt væri a'ð vanda betur en áður og gera fegurri allskonar húsgögn. Lýsti hann þeim rjettu aðferðum sem húsgagna- smiðir eiga að hafa við notkun hinna ýmsu lakk- og „bæs“- tegunda og hvernig á að nota hverja tegund við hinar ýmsu tegundir trjáviðar, sem smíðað er úr. Því að ekki er sama hvort smíða'ð er úr lauftrjám eða barrtrjám, því að sitt á við hvað þegar farið er að fægja hlutina og „bæsa“ þá og lakk- era. — Christensen sagði í fyrirlestri sínum í gærkvöldi: — Jeg hefi farið um alla Evrópu, en hvergi nokkurs stað ar sjeð aðra eins náttúrufegurð og hjer á íslandi. Á þetta ekki að vera hvöt fyrir íslendinga að gera heim- ili sín sem fegurst, svo að þau sje í samræmi við hina dásam- legu fegurð Islands? Lítið lagar og lítið bagar. Er ekki munur á því að fá í stað- inn fyrir köld og ósamstæð hús gögn, fegurð og líf í litum inn á heimilið. Ekkert er of fagurt, og augað vill altaf eitthvað hafa. Me'ð fegurð innanstokks verða heimilin aðlaðandi — og þetta verðum vjer, húsgagna- smiðir að hafa altaf hugfast. Og vjer verðum líka að muna það, að hægt er að gera ein- hvem hlut fallegan í svip — en eftir svo sem tvo mánuði er farið að falla á hann og hann er orðinn ljótur. Þetta eigum við að varast — við eigum að láta heimilin fá fallega hluti og svo vel gerða, að ekkert sjái á þeim eftir sjö ár. Og metnað- ur okkar á að vera sá, að við gerum betur og betur með hverju ári. Sí'ðast svaraði hr. Christen- sen mörgum fyrirspumum frá áheyrendum sínum, og hnigu þær allar í þá átt að menn vildu fá upplýsingar um það hvemig þeir gæti vandað vinnu sína meira en áður, og fært sjer í nyt nýustu aðferðir til þess. Hvað er það, sem þjáir nútímamanninn? Það eru ekki sjúkdóm- ar — heldur lifsleiði, vanstilling, deyfð, lystarleysi og skortur á djúpum værum svefni. Ovomaltine veítir næringu á réttan hátt, inniheldur þýðingarmik- il vítamin, styrkjandi efni, malt og egg. — Likaminn styrkist, maður verður jafnlynd- úr ogernýtur hressandi svefns. Reynið Ovo, það mun gagna yður. Fæst í öllum verzlunum og í lyfjabúðum. Aðalumboðsmaður: Guðjón Jónsson, Vatns- stíg 4, Reykjavík, sími Þekkið þið mig aftur? Þökk sé Ovo . 4285. Næringarríkur drykkur. Víkðngs«ávaxtasyknr, mjög góður í sætsúpu. Inniheldur sykur, saft, sítrón og allskonar krydd. — Einnig góður í rauðgraut og rabarbaragraut. Kostar 50 aura pakkinn. — Reynið og dæmið sjálf. Nýtt- Nýtt. íþróttir. niþjóða-skautamót kuEnna. Laíía Schoa-Níclsen heímsmeístarí. Oslo, 28. febr. FB. Alþjóðaskautamóti kvenna lauk hjer í gær. — 1000 metra hlaupið vann Kit Klein, frá Bandaríkjunum, á 1 mín. 46.7. Sehou-Nilsen varð önnur á 1 mín. 46.9, Synnöve Lie þriðja á 1 mín. 47.9. — í 2000 metra hlaupi varð Laila Schou-Nilsen fyrst á 4 mín. 08.9, Kit Klein önnur á 4 mín. 09.2. Laila Schou-Nilsen vann heimsmeistaratitil á mótinu. Olympsleikamip verða haldnir i Japan 1940. Oslo, 28. febr. FB. Fulltrúar Ítalíu á fulltrúa- þingi olympsku leikanna, sem hjer standa yfir, hafa ákveðið a'ð afturkalla kröfur um, að ítölum verði falið að halda olympsku leikana 1940, svo að Japanar geti fengið óskir sínar í þessum efnum uppfyltar. Úr verstöðvunum Þrir bátar, sem óttast var um komnir fram. í fyrrinótt fengu bátar, sem í róðri voru versta veður. Um mið- nætti bárust Slysavarnafjelaginu frjettir um að 3 báta vantaði, Guðmund Kr. úr Keflavík og þá Auður og Njál frá Önundarfirði. Keflavíkurbáturinn kom að kl. 3. Ilafði hann fengið slæmt veður, en ekkert orðið að honum Klukkan 9 í gærmorgun komu frjettir frá ísafirði, að Auður væri komin til Dýraf jarðar og skömmu fyrir hádegi kom Njáll þangað einnig. Bátarnir fengu versta veð- ur og komust ekki inn fyrir hríð fyr en í morgun. Ekkert var að bátunum og leið skipverjum þeirra vel. Glæsilegup sig* ur Norðmanna í 50 km. skíða- kappgöngti. Oslo, 28. febr. FB. Norðmenn unnu glæsilegan, sigur í Holmenkollen 50 kíló- metra skíðagöngunni í gær. Alls höfðu 143 tilkynt þátt- töku sína, en af þeirri tölu mættu ekki 26. Meðal þeirra voru Oddbjörn Hagen. Fyrstur varð Oscar Gjöslien, Drammen, á 3 klst. 43.47, annar John Johnsen, Skoger, 3 klst. 44.13, þriðji Per Samuelshaug 3 klst. 44.25, fjórði Thorsten Gustavs- son, Svíþjóð, 3 klst. 45.01. — Lappalainen frá Finnlandi varð nr. 7. Aflafrjettir. Akranesi, 28. febr. FÚ. Hjeðan reru allir bátar í gær og hreptu vont sjóveður. Marg- ir töpuðu nokkru af línunni. Afli var misjafn, mest 15 til 20 skippund á bát. — Skarp, norskt skip, losar 1200 smá- lestir af salti til útgerðarmanna.. Skemdir á bátum. Maður slasast. Vestmannaeyjum, 28. febr. FÚ. I gær gerði norðaustan hrinu hjer í Vestmannaeyjum og voru flestir bátar ókomnir a'ð landi, er veðrið skall á. Bátarnir náðu allir landi í gær og gærkvöldi, nema Hilmir. Vjel hans hafði bilað og sendi hann út neyðar- merki. Varðskipið Þór fór þeg- ar að leita hans og fann hann og kom með hann hingað til Vestmannaeyja í morgun. Gunnar Hámundarson misti aftursigluna og skipstjórinn, Magnús Jónsson, slasaðist tals- vert, en þó ekki hættulega. Kári litli misti einnig sigl- una. Fjöldi báta mistu lóðir sínar. — Afli var ágætur hjá þeim sem gátu dregið lóðir sín- ar. — Allmargir bátar voru á sjó í dag. Þeir sem komnir voru klukkan 15.30 höfðu afl- að dável.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.